Þjóðviljinn - 17.12.1943, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 17.12.1943, Blaðsíða 5
Föstudagur 17. des. 1943. — ÞJÓÐVILJINN. Stjó.nn álaritstjc!*!: Eir.ur Olgeirsccn, Si^ . Sigurhjnrtarson. RitFtjc'.narsk.'Ifs^cít : Auviurstr'jeti t2, 227'J. Af«<:e:£ala og auglýsingar: Skcbioör^ostíg 19, sími 2184. Pv;nttmiftia: Viki-ifíf&rent /». i-jurZaðtiœn 17. Áskiifta/vcið: i R^ykjavík ligrenni: Kr. 6,ö0 á mánuði. — Uti á iandi: K». S,0C á mánuði. Hefði ráðslagið frá 1942 haldizt Þá hefðu neytendur orðið að borga 19 milljónum króna hærra verð fyrir kjöt- framleiðsluna 1943 en verður samkvæmt verðlagi sex-manna-nefndarinnar Hann, sem virtist tilheyra hin um ungu snillingum, sem deyja ungir af því að þeir hafa vakið öfund guðanna, — hann, meist ari æskuþunglyndisins, sem mál aði sálarsýnir sínar fyrir fram- an spegil sjúkdóms og dauðans, hann, sem var hneykslunarhella hræsnaranna, sem mundi tor- tíma öllum, sem aðhilltust hann, — hann, Edvard Munch, ríkir nú yfir listum Noregs, yfir vinum og andstæðingum, eins og voldugt þróttmikið tré, með breiða krónu og ófúnar rætur. Hann er nú orðinn átt- ræður. Sex-manna-nefnd sú, er reiknaði út núgildandi verðlagsgrund- völl landbúnaðarafurða og vísitölu fyrir þær, hefur sætt hörðum á- deilum einkum frá vissum Alþýðufl.forsprökkum og Alþýðublaðinu fyrir það, að hún ætti sök á, að verðlag landbúnaðarafurða væri nú miklu hærra en ella hefði orðið. Hafa vissir Alþýðuflokksfor- sprakkar lýst yfir því, að þetta hlytist af ráðslagi sósíalista og að þeir myndu tvímælalaust hafa sprengt sex-manna-nefndina, ef þeir hefðu verið í henni, — en eins og kunnugt er þurfti sam- þykki allra í nefndinni, til þess að verðákvarðanir hennar öðluðust lagagildi. Sósíalistar hafa hvað eftir annað staðhæft, að hefði ekkert samkomulag orðið í sex-manna-nefndinni, þá hefðu kumpánar, eins og Ingólfur á Hellu sett kjötverðið upp úr öllu valdi og sjálfur hefur Ingólfur viðurkennt að það hefði orðið yfir 10 kr. á kíló, ef hann hefði fengið að ráða. Nú eru, með útreikningum Hagstofunnar, fengnar sannanir á hvað kjötverðið hefði orðið í haust, ef samskonar ráðsmennska hefði verið viðhöfð eins og haustið 1942 af Ingólfi á Hellu og Co. Skal nú reiknað út, hvernig þessir pólitísku kjötbraskarar hefðu skattlagt landsfólk og landssjóð, ef þeir hefðu beitt einræðisvaldi sínu á sama hátt og 1942. Hefði samkomulagsgrundvöllur vísitölunefndar landbúnaðar- ins gilt haustið 1942, þá hefði útsöluverð á kjöti verið ca. kr. 4,69. Einræðisherrarnir settu það á kr. 6,40 — eða 36,5% hærra en sex- manna-nefndin hefði gert samkvæmt sínum verðlagsgrundvelli, Útsöluverð samkvæmt verðlagsgrundvelli sex-manna-nefndar- innar er nú kr. 8,53 á kíló. Hefðu einræðisherrar kjötbrasksins fengið að ráða og haft sama háttalag og 1942, þá hefðu þeir sett verðið 36,5% hærra eða: kr. 11,64 á kíló. Þetta munar hvorki meiru né minna en kr. 3,11 á hvert kjöt- kíló, sem framleitt er í landinu, eða 3110 krónum á hverju kjöt- tonni. • • Nú hefur það sýnt sig að þeir, sem samsekir eru um kjöt- braskið, höfðu í fyrra (með aðstoð Alþýðuflokksins) og hafa 1 ár sjálfir meirihluta á Alþingi til þess að láta ríkissjóð borga frarn- leiðendum það verð, sem þeim þykir henta fyrir kjötið, hvort sem neytendum kjötsins hér á landi líkar betur eða verr. Það má því reikna með því að öll kjötframleiðslan sé beinlínis borguð sam- kvæmt slíkum verðákvörðunum ýmist af neytendum eða ríkissjóði. Sé reiknað með rúmlega sex þúsund tonna kjötframleiðslu 1943, þá eru það um 19 milljónir króría, sem neytendur og ríkis- sjóður hejðu orðið að borga meira jyrir kjötjramleiðslu þessa árs, ej sex-manna-nejndar samkomulagið hejði ekki verið gert og Ingóljur á Hellu og Co. jarið sínu jram á sama hátt og í jyrra. © Þessi kjötbraskaraklíka skattlagði neytendur og ríkissjóð í fyrra um rúmar 10 milljón krónur fram yfir það, sem sanngjarnt var, og hefði skattlagt þessa aðila um 19 milljónir króna í ár í við- bót, ef hún hefði fengið að ráða, — eða um ca. 30 milljónir króna á tveim árum bara í kjötverði. Og svo kvartar Alþýðubl. yfir því — og þykist tala í nafni neytenda(!!!) — að þetta framferði skuli hafa verið stöðvað. Þegar ég ætla að skrifa um hann, langar mig til að gera eins og Alexander Kielland, þeg ar hann settist við skrifborðið sitt, að klæða mig í samkvæm- isföt. Eg skrifa um Munch há- tíðlegur í skapi, — það er pers- ónulegt mál, því að við höfum öll orðið fyrir miklum áhrifum af honum. Alla ævi mína hef- ur list hans fylgt mér óslitið, — ég sé Ijósið æðra og hreinna, skuggana dýpri, og litirnir glampa fjörlega um hugann. Hann hefur víkkað lífsvitund okkar. Eins og mörgum öðrum samtímamönnum finnst mér Munch vera minn snillingur, af því að hann hefur gefið hin- um bundnu eiginleikum okkar vængi frelsisins, svo að þeir geta flogið út' fyrir hin ákveðnu takmörk sín. Eg hef nokkrum sinnum hitt hann sjálfan og í hvert skipti hef ég, þessi þaulvani blaða- maður, fyllzt sérstakri sælu- kennd. En þið skuluð ekki halda að Munch sé nokkurskonar Krishnamurti. En menn munu e. t. v. skilja, hvílíkt ævintýri það er að kanna þennan marg- brotna og merkilega einbúahug, sem ver sig gegn umheiminum með þrotlausri gamansemi og snjöllum athugasemdum. Og alltaf verð ég jafnhrifinn af hinu þróttmikla og fagra and- liti hans. Eg hef ekki séð.neitt andríkara. Drættir sársauka, vilja og íhygli liggja frá nef- inu yfir hinn tilfinninganæma munn og niður í þróttmikla höku, sem oft er rökuð hirðu- leysislega. Augun eru grá, virð- ast oft daufleg og fjarlæg und- ir beinum, sterklegum augna- lokum, og hann virðist óneit- anlega vera annars hugar á með an hann talar viá mann. En skyndilega verður augnaráðið vakandi, í því blikar ískyggi- leg glettni. Röddin er há, dá- lítið hörð og slitrótt og svolít- ið hás, og hann talar mikið, ef hann einu sinni er byrjaður. Ef maður talar við hinn mikla ein- búa í síma, stendur það oft yfir í hálftíma. „Eg er svo mannfæl- inn, eins og kunnugt er....“ Síðan ég var strákur í Krist- ianssand hef ég haft slíkar hug- myndir um hinn einmana Munch, að þær komu ímyndun- arafli mínu á hreyfingu. Hann kom einu sinni langt að með Vilhelm Kragh til að vera við E. Muncb, hinn heimsfrœgi norski málari varð 8o ára gamall 12. desemher siðast liðinn. Kunnur norskur rit- höfundur skrifar f>essa grein um hann og um heimsókn til hans að haustlagi á heimili hans í Vestre Aker. jarðarför vinar þeirra. Og Munch sýndi hluttekningu sína á sinn hátt. Á meðan á athöfn- inni stóð í litlu kapellunni, hafði hann setzt að á milli furutrjáa á hæð hátt fyrir ofan kirkjugarð inn. Þar sat hann og fylgdist með athöfninni í fjarlægð. Hin veika hringing kapelluklukk- unnar og ómurinn af sálma- söngnum barst upp til hans með sumarblænum. Þá var það, að ég sá snöggv ast í fæðingarbæ mínum þenn- an hneykslanlega málara, sem málaði þessar furðulegu mynd- ir, sem faðir minn sagði, að væru ósiðlegar, en móðir mín, að væru afar fagrar. Eg sá í syip hinn teinrétta líkamsvöxt hans og hinn tilfinninganæma gríska svip. Nú er komið hrímkalt haust á þessu óhugnanlega ári 1943. Við kvíðum fyrir einum vetri til. Það væri fróðlegt að vita, hvernig Munch liði. Eg veit að hann þjáist af hinum tvöfalda bronkitis sínum, en að hann heldur áfram að starfa og er niðursokkinn í list sína og örlög hennar. En ég dirfist ekki að trufla hann. En ég ætla að fara pílagrímsför til húss hans, Eika skjóls, og þar ætla ég að nema staðar við hliðið. Það verður um leið minningaför mín til æskunnar, því að þar átti ég fyrir næstum 25 árum fyrsta viðtal mitt við Edvard Munch. Eg var þá fremur málari en rithöfundur, og heimsókn til Munchs Var fyrir mér að yfir- gefa hinn dauflega, smásálar- lega og venjufjötraða skynheim, þar sem hin lítilfjörlegu atvik ríktu, og hrinda upp dyrunum að því ríki, þar sem ástin og dauðinn veittu lífinu hið fagra óg sanna litskrúð. Það var eng- in furða, þótt ég hefði hjart- slátt. Munch var mjög ástúðlegur og notalegur hinum feimna, unga manni og tók á móti hon- um í mjög óhátíðlegu umhverfi. Hann hélt ótruflaður áfram að steikja fisk á eldavélinni, en ég sat eins og dáleiddur á eldhús- bekknum. Hann talaði mikið og sagði e. t. v. ýmislegt athyglis- vert, en á eftir mundi ég ekki neitt. Sálfræðingar vita, að mikl ar geðshræringar veikja minnið, og það er sennilega skýringin. Samt sem áður fór ég þaðan stórum auðugri. Fyrir mér varð þetta lykillinn til að skilja skap gerð Munchs og annarra mikilla listamanna, undirrót verka þeirra. Eg fékk hugmynd um hin erfiðu vinnuskilyrði snill- ingsins, um hinn einráða vinnu vilja, sem ekki *tók tillit til neins annars en verksins. Þæg- indi smáborgaranna, aiit það, sem auðveldar tilveruna og við hin veitum okkur svo fúslega, var útlægt frá þe^su stóra, eyði- lega og einmanalega húsi. Hér lifði meistarinn innan ótjald- aðra glugga með snilldarverkin á víð og dreif • um gólfið. Eg kynntist meinlætamanninum Munch. Heimili hans var vinnu stofa. Eftir því sem tilfinningin og skilningurinn óx á list Munch, varð mynd manns af honum sjálfum auðugri og margbrotn- ari. Við sáum mátt og veldi ævi starfs hans, þegar Þjóðlistasafn ið í Osló rýmdi fjóra stóra sali og 24 herbergi til að sýna þessa dýrð í fyrir 17 árum síðan. Það var e. t. v. ekki svo auðvelt að sjá strax samhengið í öllu sam- an. En á eftir í minninu, sem alltaf breytir og styttir, varð hin máttuga list hans eins og einn einasti óslitinn dagur, er reis upp úr hinu þunglyndis- lega morgunrökkri æskunnar upp í hina lýsandi sólarorku í síðasta hluta ævistarfs hans. En þessir tveir höfuðkaflar voru ekki í neinni mótsögn hvor við annan. Það var eins °g þegar hreysti og kjarkur kemur á eftir sjúkdóm og ótta. En þó sá maður, að það varð að leita upprunans og aðstæðn anna í æskuverkunum. Það mátti líka kanna í því skyni ættina, föðurinn og heimilið. Hin sterka ættarmeðvitund Munchs sýnir, að þar er maður á réttri leið. Og ósjálfrátt býr maður sér til dálitla mynd. af bernskuheimili hans og hinum angurværu skuggum, sem yfir því hvíldu. Faðirinn, hinn gamli herlæknir, var mjög trúhneigð- ur maður og helgaði-starf sitt fátæklingunum í Grunerlökka 1 Osló og tók með þolinmæði á móti þeim hörmum, sem ör- lögin sendu á heimili hans. Móðir Edvards Munchs dó, þeg- ar hann var 12 ára og elzta syst ir hans dó nokkrum árum seinna. Sjálfur var hann mjög heilsulítill á uppvaxtarárunum, og stemmningunni á þessu heim ili, sem annars hefði haft svo mikil skilyrði til að vera ham- ingjusamt, hefur hann lýst í hin um átakanlegu aðalverkum æsku sinnar: „Vor“, „Veik stúlka“ og „Dauðinn í sjúkra- herberginu“. Persóna föðurins hefur skilið eftir djúp spor. Lengi var hin áhrifaríka mynd hans af gamla manninum, sem krýpur í bæn um nótt, kölluð „Dostojevski“, en hún er í rauninni af föður hans, eins og hann sá hann að næturþeli úr rúmi sínu í bensku. En þó faðir hans væri niðursokkinn í trúarleg heila- brot og hefði mikið í sér af skyldutilfinningu gamallar em- bættismannaættar, var hann líka tilfinningaríkur, og voru miklir innileikar milli hans og barnanna. Hann sagði ágætlega frá og kunni fornsögurnar utanbókar. Hann var ekki aðeins að nafn- inu til bróðir P. A. Munch, hins snjalla sagnfræðings Noregs, þessa fjölhæfa, þróttmikla manns, sem hafði erft kraft ætt ar sinnar og stundaði vísindi sín einna ákafast, þegar dæt- ur hans spiluðu og sungu í vinnustofunni hans. Ættin og heimilið hafa vafa- laust orðið Munch til hvatning- ar í æsku. Hann sneri sér að listinni með þeirri tilfinningu fyrir aðalatriðum, sem miklir harmar veita mönnum, með á- byrgðartilfinningu föður síns, heilabrot hans og hugsjónir, með snilligáfu ættarinnar. En svo skeður hið skammarlega, hið ótrúlega, að þessi ungi, of tilfinninganæmi snillingur er fordæmdur, settur utangarðs af þessu litla hræsnisfulla þjóð- félagi, af því að hann ber fram samvizkubyrði listar sinnar hugaður og ærlegur. Það er sennilegt, |ið ungur listamaður hafi aldrei verið særður jafn- djúpu sári í hinni svörtu lista- sögu okkar. Jæja, það er langt síðan, og það er næstum gleymt. En það situr enn í honum, ekki sem eiginleg beizkja, heldur sem ótti og sem móðgun við ætt- ina, sem sorg, er hann olli föð- ur sínum. Og þegar Munch fékk stórkross orðu heilags Ólafs fyr ir nokkrum árum, man ég, að hann sagði nokkur einföld orð, sem höfðu í rauninni þá merk- ingu, að þetta væri uppreisn fyr ir ættina, fyrir föður sinn. Hin eirðarlausu flökkuár eru löngu liðin. Ferðirnar styttast stöðugt. Eftir flökkuárin erlend is settist hann að í smábæjun- um við Oslófjörð, en má segja, að það sé einkennandi fyrir eirðarleysi hans, að hann átti í allt fjögur hús með samtals 43 vinnustofum. En eftir því sem seigla lífsorkunnar óx í honum, og hann málaði hinar þróttmiklu landslagsmyndir frá Kragerö og margar glæsilegar mannamyndir, þá var eins og hann færi að róast. Eftir að hann hafði unnið sigur sinn með myndunum í forsal há- skólans í Osló, sem sýna hina fögru og karlmannlegu ást hans á lífinu, keypti hann Ekeby skammt frá Osló. Þar settist hann um kyrrt. í einverunni í Eikaskjóli hefur hann nú í mannsaldur málað hinar áhrifa ríku, dýrlegu myndir þroska- áranna. Hugsið ykkur bara sjálfsmyndina úti í blómagarð- inum. Munch er þar veikluleg- ur í fráhnepptri skyrtu 1 sól og vindi haustsins, ljómandi af þreki, býður hlæjandi dauðan- um byrginn. Mjög sjaldan tekur hann á móti ókunnugu fólki, en hann er samt ekki án sambands við samtíðarmenn sína. Iiið elsku- lega skáld okkar, Henrik Rytter, lítauero tnokna húsaEeioiinetodap Eru íbúðarhús hér í bænum hálftóm vegna stirðbusaháttar og sinnu- leysis húsaleigunefndar, á meðan margar fjölskyldur verða að hafast við í óviðunandi bráðabirgðahúsnæði ? Á bæjarstjórnarfundi sem haldinn var í gær, var það upp- lýst að húsið Þórsgata 19, hér í bænum, stendur nær autt um þessar mundir, og er talið að aðeins tvær fjölskyldur búi í húsinu. Er þeim um megn að hita húsið upp, svo viðunandi sé. Líkt mim standa á um Laugaveg 86 og ennfremur hús í Bankastræti- Öll þessi hús hafa verið á leigu hjá setuliðinu. Hins vegar er því haldið fram, að setuliðið hafi viljað afhenda húsaleigu- nefnd þessi hús, en húsaleigu- nefnd hafi ekki viljað taka við þeim, nema þau væru alveg rýmd. Er skylt að víta harðlega framkomu húsaleigunefndar í þessu máli, þegar athugað er það húsnæði, sem nefndin hef- ur nú sett fólk inn í, t. d. Hótel Heklu o. fl. Hefur áður verið skrifað um það hér í blaðinu hverskonar vistarverur þar er um að ræða. Verður að gera þá kröfu til húsaleigunefndar, að hún taki leigunámi þau hús, er nú standa lítt notuð á vegum setuliðsins. Enda hefur nefndin lagalega heimild til þess. Á fundinum var borin fram svohljóðandi tillaga af Jóni A. Péturssyni og samþykkt í einu hljóði: „Bæjarstjórn ályktar að fela yfirframfærslufulltrúa í sam- ráði við borgarstjóra að að- stoða við að bæta og gera í- búðarhæft húsnæði það, sem húsaleigunefnd hefur úthlutað húsnæðislausu fólki, í húsnæði því, er fengið hefur verið til bráðabirgða hjá setuliðinu. Þegar um er að ræða efnalítið fólk, sem ekki hefur tök á að framkvæma sjálft nauðsynlegar umbætur, skal yfirframfærslu- fulltrúinn láta framkvæma verk ið á kostnað bæjarins, en í öðr- sem Munch metur einnig mik- ils, sagði mér nýlega dálítið, sem ég vissi ekki. Munch les ljóð! Það var fost venja í nokk- ur ár, að Munch og Rytter eyddu saman gamlárskvöldun- um í sérherbergi í veitinga- húsi nokkru í Osló, alls ekki í einu af þessum tízkuveitinga- húsum. Þar lásu þeir ljóð upp- hátt til skiptis. Munch hefur á- gætt minni og kunni utanbókar heilar ljóðabækur eftir ung og velgefin skáld. Þegar Rytter spurði hann, hvort -hann læsi líka skáldsögur, sagði hann þessi merkilegu orð, sem munu gleðja margt ljóðskáldið: „Skáldsögur les ég ekki, ég hef engan áhuga fyrir líferni mér óviðkomandi manna og hátterni. En ef merk ur maður trúir mér fyrir hugs- unum sínum, þá met ég það mikils“. Hann las líka úr dag- bók sinni, því að samhliða myndum sínum hefur Munch líka lýst sálarsýnum sínum með orðum, og eftir því sem Rytter segir, af verðugri; djúpsærri og fagurri list. Það er ekki von- laust, að dagbókin verði ein- hvern tíma gefin út. um tilfellum aðstoða við útveg un efnis og nauðsynlegra tækja, svo sem til þvottá og hreinlæt- is“. Samskonar tillaga var lögð fram í haust af Steinþóri Guð- mundssyni, og þá vísað til bæj- arráðs. Nú hefur samkvæmt tillögu sósíalista, verið skipuð 3 manna rannsóknarnefnd í þessum mál- um. . GJALDSKRÁ HITAVEITUIýNAR Á fundi bæjarstjórnar í gær var samþykkt gjaldskrá fyrir Hitaveitu Reykjavíkur, var það síðari umræða um málið. Var það tekið fram, að þessi gjaldskrá væri aðeins samin til bráðabirgða, síðar mun reynsl- an leiða í Ijós hvaða breyting- ar þarf að gera á henni. Svohljóðandi breytingartil- laga hafði komið fram við gjald- skrána: „5. gr. gjaldskrárinnar verði svohljóðandi: Hitaveitan leigir vatnsmæla og annast viðhald þeirra. Leiga fyrir mæla skal greidd jafnhliða gjaldi fyrir vatnsnotin og skal vera fyrir hvern mæli á mán- uði: a. Fyrir mæla allt að %” kr. 3,00; b. Fyrir mæla allt að 1” og þar yfir kr. 10,00“. Afhugasemd vid afhugasemd frá Krísfjání Fríð~ rikssynl Samkvæmt athugasemd Fél. ísl. myndlistarmanna, sem birtist í Þjóðviljanum nýlega, er það rangt, að stjórn Mynd- listarfélagsins hafi bent mér á menn til ráðuneytis um efnis- val í bókina „íslenzk myndlist“. Sú frásögn mín hefur verið á misskilningi byggð og bið ég viðkomandi menn afsökunar á því. Sama villa kemur fram í formála bókarinnar. Jafnframt skal frá því skýrt, að ég leitaði til Jóns Þorleifs- sonar og bað hann um nefndar ráðleggingar fyrst og fremst af því, að hann er formaður Mynd- listarfélagsins. Eg talaði tvisvar við hann og gerði ég ráð fyrir að hann hefði, eftir fyrra sam- talið ráðfært sig við meðstjórn endur sína, án þess þó ég vissi það. Nú skýrir Jón frá, að svo hafi ekki verið — heldur hafi hann gefið mér ýmsar ráðlegg- ingar, aðeins sem prívatmaður. Kristján Friðriksson Ofangreint er rétt hermt. Jón Þorleijsson. aðalfund félagsins og var hann haldinn í gærdag kl. 4%. Forseti félagsins Bogi Ólafsson yfir- kennari las upp endurskoðaða reikninga félagsins og. gaf skýrslu um bókaútgáfu félags- ins og voru reikningar sam- þykktir. Að því loknu fóru fram kosningar, er fóm sem hér segir: Forseti félagsins, Bogi Ólafs- son, yfirkennari, var endurkos- inn með samhljóða 43 atkv. Varaforseti var kosinn Barði Guðmundsson með 30 atkv., Pálmi Hannesson rektor, sem verið hefur varaforseti undan- farið hlaut 14 atkvæði. Þá var kosin ritnefnd og komu fram 3 listar með þessum nöfnum: Halldór Kiljan Laxness, Guðni Jónsson magister, Þork. Jóhanness landsbókav- Þar sem ekki var stungið upp á fleirum en kjósa átti, voru þessir menn sjálfkjörnir. Endurskoðendur voru kosnir Jóhann Havstein lögfræðingur og Þórður Eyjólfsson hæstarétt- ardómari. Kosningar þessar gilda til tveggja ára. Glæpamönnum nazista verður hengt Framh. af 1. síðu. sinn sem þeim hefur verið stefnt fyrir rétt. * Hinir ákærðu hafa játað, að þeir hafi tekið þátt í að líf- láta fjölda manns, karla, kon- ur og börn í sérstaklega útbún- um eiturgasbílum, — sömuleiðis að þeir hafi ásamt öðrum skot- ið fólk í hópum. Afsaka þeir sig með því, að þeir hafi aðeins hlýtt fyrirskipunum yfirboðara sinna. En ekkert tillit er tekið til slíkra afsakana, enda hafa Bandamenn löngu lýst því yfir, að þeir taki þær ekki gildar. Poul Winterton símar frá Moskva, að öll blöð borgarinn- ar verji miklu rúmi til frétta af réttarhöldunum og umræðna um þau, að þetta skulu ekki verða síðustu réttarhöldin yfir stríðsglæpamönnunum. Sérstök nefnd hefur þegar starfað lengi á vegum Banda- manna til að safna upplýsing- um um hryðjuverk Þjóðverja í herteknum löndum. Hefur hún þegar samið lista yfir fjölda glæpamanna, sem refsað verður, þegar til þeirra næst. Auk þess starfar sérstök nefnd að þessum málum í Sovétríkj- unum. Er hún skipuð læknum og lögfræðingum og fleirum, m. a. er í henni frægasti rithöf undur Sovétríkjanna, Alexei Tolstoj. Háværar kröfur voru uppi Aðalskiladagur vikunnar í Þjóðviljasöfnuninm er í dag (föstudag) og er ein- dregið skorað á alla sem hafa lista að skila nú af þeim á skrifstofu söfnunarinnar, Skólavörðustíg 19, kl. 4—7. Tvö hundruð og fjörutíu af þeim sem hafa lista hafa enn engu skilað, og aðeins 1409 manns hafa gefið það sem komið er. Enn eru því miklir mögu- leikar ónotaðir Skilið af listunum í dag! Hikilvœgar breytingar i aifiýðutryggingunum Alþingi afgreiddi í gær tvenn lög til breytinga á alþýðutrygg- ingunum. Lög þessi fela í sér mikilvægar umbætur á slysa- og elli- og örorkutryggingunum. Þjóðviljinn hefur áður skýrt frá efni þessara laga og mun innan skamms skýra rækilegar frá því. Frumvörp að lögum þessum voru samin af milli- þinganefnd og var hún skipuð þessum mönnum: Brynjólfi Bjarnasyni, Haraldi Guðmunds- syni, Brynjólfi Stefánssyni, Jens Hólmgeirssyni og Kristni Björnssyni. Tillögur nefndarinn ar voru samþykktar með smá- vægilegum breytingum. Alþingi samþykkti í gær tvenn lög um lífeyrissjóði, lífeyrissjóð starfsmanna ríkisins og lífeyris sjóð barnakennara, frumvörp að hvorumtveggja þessum lög- um voru flutt af ríkisstjórninni Lög þessi fela í sér verulegar kjarabætur fyrir þá, sem tryggð ir eru í þessum sjóðum. Frumvarp ríkisstjórnarinnar um olíugeyma var afgreitt sem lög frá Alþingi í gær. Frv. tók smávægilegum breytingum í meðferð þingsins. Með þessiun lögum er lagður grundvöllur að verulegum umbótum hvað olíu- verzlunina snertir, en eftir er að sjá hvort á þessum grund- velli verður byggt. Ný bók eftir Þórberg Þórðárson Ný bók er komin út ejtir Þórberg Þórðarson, og nejnist hún Viðjjarðarundrin. Útgejandi er Víkingsútgájan. Er efni bókarinnar mestmegn is lýsingar „dularfullra fyrir- brigða“ er eiga að hafa gerzt í Viðfirði eystra flest á síðari árum. um það um tíma m. a. af hálfu Rússa, að nazistaforing- inn Rúdolf Hess, sem er fangi Breta, yrði dreginn fyrir lög og dóm fyrir þátttöku sína í og ábyrgð á glæpum nazista, en brezka stjórnin hefur ekki vilj- að sinna þeim kröfum. Sjálfir hafa Rússar lýst því yfir, að stríðsglæpamennirnir skuli ekki komast hjá réttlátri hegningu, hvert á land, sem peir flýi. FRAMSÓKN SVÍKUR ALLT Framhald af 1. síðu. — en Framsóknarflokkurinn hafði í öllu falli svarað í verki svo rækilega, að ekki verður um afstöðu hans efast- Framsókn tók höndum sam- an við íhaldið um að hlaupa frá öllum skattamálum, eins og hún er vön. Þessi hræsnisflokk- ur meinar ekkert með öllu glamri sínu um skattlagningu stríðsgróðans annað en það, að fá tækifæri til að semja við íhaldið og selja því skattfrelsið fyrir milljónauppbætur handa stórbændum. Það er eins gott fyrir verk- lýðshreyfinguna að losa sig við 0 allar tálvonir um það að fá nokkurntíma nokkra réttingu skattamálanna: hvort heldur er hækkun persónufrádráttar eða réttlát skattlagning stríðsgróð- ans eða aukning og trygging nýbyggingarsjóðanna með sam- starfi við Framsókn. Hvort heldur er tekjuskattur, eignaskattur eða eignarauka- skattur, — allt eru þetta mál, sem eru aðeins og einvörðungu verzlunarmál fyrir Framsókn, þennan argasta hrossakaupa- flokk, sem sæti hefur átt á Al- þingi íslendinga. Það kemur bókstaflega ekki fyrir að sá flokkur líti á nokkurt mál frá sjónarmiði ' málefnis eða mál- staðar, heldur einvörðungu frá hinum sjónarhólnum: hvað hef ég upp úr því, — hvernig get ég verzlað með það? Og því skal ekki neita að þessi kaupahéðnaflokkur hefur verzlað vel á því þingi, sem nú lýkur: Hann hefur tryggt stórbændum milljónir í uppbæt ur, og milljónir í niðurborgun, — aðéins með því að beita hinni gömlu aðferð Hitlers er bezt gafst hér fyrr: hótunum, — í þessu tilfelli að hóta þeim ríku að skattleggja þá meir, ef þeir ekki láti borga eftirlitslítið úr ríkissjóðnum allt, sem Fraijp- sókn vill fá handa gæðingtitn sínum. En hitt er annað mál, Íiye lengi þessum óskammfeilha flokki helzt uppi Hitlers-aðferð sín.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.