Þjóðviljinn - 17.12.1943, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 17.12.1943, Blaðsíða 7
X / Föstudagur^ÍV- deserrber 1943. RISINN, SEM EKKI KUNNI AÐ LESA (Lauslega þýtt). „Ég segi það alveg satt, að mér er sama um gullið," sagði drengurinn og horfði á litlu kóngsdótt.urina. Hún var svo falleg. i HESTASVEINNINN (Lauslega þýtt). Pétur litli í Kotinu var að heiman. Það var skrítið, að hann skyldi þurfa að fara að leita sér atvinnu. Hann, sem ekki var nema þrettán ára gamall. En fátæktin fór ekki eftir því. Mamma hans hafði sagt við hann, þegar hann fór: „Menn geta það sem þeir vilja. Og menn vilja alltaf helzt það sem er gott, því þegar við gerum eitt- hvað, sem er ljótt, þá leiðist okkur það á eftir." Og Pétur vildi helzt af öllu fara til kóngsins og vinna hjá honum. Þessvegna fór hann beina leið til hallar- innar. ; Þeir voru rétt vaknaðir, konungsmenn, þegar hann kom heim að höllinni. Pétur hitti þá við hesthúsdyrnar, þar sem þeir voru að stríða við að beizla ólman hest og leggja á hann reiðtýgi. Hann prjónaði, sló og beit, og menn konungs vissu ekki sitt rjúkandi ráð. Þá sagði Pétur: „Ég skal beizla hestinn." Yfirhestamaðurinn sagði fyrirlitilega: „Ekki getur þú það." „Menn geta það, sem þeir vilja," sagði Pétur. Hann fór' að tala við hestinn og klappa honum, en það hafði kóngsmönnum ekki dottið í hug, því að þeir voru ofstopamenn. Seinast gat Pétur beizlað hestinn og lagt á hann. „Ætli ég gæti ekki orðið hestamaður hér?" sagði Pétur. „Ja, ég skal minnast á það við ráðgjafann," sagði yf- irhestamaðurinn. „Ræður hann því? Ég hélt að kóngurinn réði því sjálfur," sagði Pétur. „Kóngurinn hefur ekki kjark til að ráða neinu sjálf- UiAMt JU*~»»nAiM>U'U-»~i.aJ<'i "lltl l^* V" "* — * *" * '* "»¦*'¦ «*i » mm*+0m0ti0> ELÍog RÓAR + SAGA EFTIR NORSKU SKÁLDKONUNA NINI ROLL ANKER. ÍSLENZKU MALSHÆTTIRN- IR ERU EKKI HLUTLAUSIR í GARÐ AUÐVALDSINS: Oft reiöast ríkir af litlu. Ríkur fær þar rúm, sem fá- tækum er frá vísað. Ríkismannahylli er flauta fylli. Oft rekast ríkismannareig- ingar í rýrðar hnipur. Seint Ieiðist ágjörnum aura safnið. Allt eykur ágjörnum á- hyggju. Alls þykist ágjarn þurfa. Óttinn kvelur ágjarnan. Ágjarn veldur sjálfur sinni eymd. Ágjarn er í ætt við þjóf. 'Ágirnd vex með eyri hverj- um. Auðurinn er ekki húsbónda vandur. ETTA Oft gengur l auður fyrir mannkostum. Ránfenginn auður er volæði verri. Eigingjarn hlær ef annan flær. Betri er seyrulaus fátækt en illa fenginn auður. Fár er verri þó fátækur sé. Fátæks manns festi hefur marga hlekki. Flest er fátækum fullgott. AUt er rétttækt af öreigan- um. Ekki er vandskírt fátæks manns bam. Hvað skal snauður fyrir- gefa? , BÓLU-HJÁLMAR KVAÐ: „Auös þótt beinan akir veg, "ævin reynist meðan. Þú flytur á einum eins og ég allra síðast héðan". stjúpdótturina. Svo gekk hún út að glugganum. Hún gat ekki borið upp vandkvæöi sín við Róar. Hún vissi, að hann mundi verða á hennar bandi. Nei, hún ætlaði ekki að gef- ast alveg upp enn. „Eg hef alltaf viljað þér vel, Ingrid", sagði hún lágt. Ingrid hló kuldahlátur: „Það er skrítiö, að þú skulir kunna við að segja þetta". Síðan fór hún. Elí stóð hreyfingarlaus og starði á dyrnar eftir að Ing- rid var farin. Henni fannst hún verða að hlaupa á eftir Ingrid, neyða hana til að láta sig njóta sannmælis, segja eitt vinsamlegt orð í þakklæt- isskyni. Elí fleygöi sér niður á stól og byrgði andlitið í höndun- um. Henni þótti vænt um Ingv rid — óskaði henni burt. — Hún var vinur hennar — en líka fjandmaður. Þetta slítur mig í sundur, sagði hún við sjálfa sig. Þegar hún stóð á fætur litlu síðar og leit í kringum sig í stofunni, mundi hún allt í einu fyrstu dagana eftir heim komuna, hvað hún var hug- rökk og vongóð, þegar hún var að umsnúa öllu í stofun- um og bera út blóm Ingridar. Hvað hún var þá viss um að sigra! Brúðkaupsdagurinn var á- kveðinn í Osló 28. september. Og daginn áður fóru hrúö- hjónaefnin, faðir og bróðir brúðurinnar, fj ölskylda Adolfs og Sturlandsfólkið allt met> skipi til Osló. Róar stóð á bryggjunni Irjá Elí alveg' fram á síöustu stund. Bara að hann gæti orðið eftir heima. Honum var sama hvað fólk mundi segja. Honum var sama um alla, sem mættir voru_af forvitni.. En sú tilhugsun, að verða samskipa bakarafjölskyldunni — brúðkaupið — hæðni Pers — strangur svipur Önnu. Þaú leiddust um bryggjuna. „Eg fer ekki með því. Fjandinn hafi það", sagði hann. Hún hló: „Þú ættir nú ekki ann- að eftir en að sitja heima, þegar dóttir þín giftir sig. Ætlarðu að hryggja hana með því?" „Ég get þá farið með járnbraut- arlest og fengið mér bíl þangað". „Það er of seint, Róar". „Ég hefði átt að hugsa um það í gær. Ég gat farið í gær". „Þú gazt ekki farið frá mann- inum með blóðstífluna. Þú vaktir ^yfir honum í nótt". „Hann er svo sem ekki úr allri hættu enn. Ég ætti ekki að fara". Þau voru komin út á bryggju- sporðinn. Dökkgrænn sjórinn féll upp að hafnarbakkanum. „Ekki erum við þó huglaus, Ró- ar". Hún leit á hann stórum aug- um. „Og svo verða hin öll sjóveik, Róar, og þá getur þú verið alejnn á þitfarinu!" Hann laut niður og kyssti hana snöggt og sagði: „Ég kem ekki á morgun, heldur hinn daginn". Skipið blés til brottferðar í þriðja sinn. Elí hraðaði sér að landgang- inum kvik og létt á fæti. Enginn sá á henni, að neitt væri um að vera. Róar hljóp upp landganginn. Þá gekk Ingrid fram hjá honum. Þau horfðust snöggvast í augu um leið og þau mættust. Hann viknaði við. „Kveddu Eli vel, Ingrid", hvísl- aði hann. Ingrið hljóp niður landganginn og studdi sig við handriðið. „Vertu sæl, Eli". Ingrid lagði handlegginn um hálsinn á henni og kyssti hana á kinnina. „Og þakka þér fyrir málverkið. Það er svo fallegt. Hcfurðu gaman af að Hta inn í íbúðina okkar?" Elí gekk heimleiðis, þegar skip- ið lagði frá landi. Ingrid hafði að sí'ðustu gefið henni náðargjöf. — Ojæja. Klukkan var rúmlega tólf, þeg- ar hún kom heim í mannlausa i- búðina. Hún átti í vændum einverudag. Fyrri hluti dagsins leið fljótt. Hún lagaði til í herbergjunum. Þar var allt í óreiðu, og hversdagsföt þeirra, sem farið höfðu, lágu hér og þar. Þau höfðu ferðbúizt í flýti. Um miðdegisleytið fór hún fram í eldhús til vinnukonunnar og stakk upp á að þær borðuðu í eldhúsinu. En stúlkan sagði, að það væri ekk- ert vit. Hún sagðist bera á borð fyrir frúna, eins og vant væri. Eld- húsgólfið væri óþvegið og vélin reykti eins og vant væri í norðvest- anátt. Elí lofaði henni að ráða. Hún hafði opna bók fyrir framan sig, meðan hún var að borða. En henni gekk illa að stöðva hugann við lesturinn. Það var að hvessa. Máf- arnir flögruðu yfir bænum og fugla garg barst öðru hvoru inn um gluggann. Það var farið að skyggja. Elí var að breiða úr þunnu, hvítu lér- efti á borðinu. Það átti að vera í ungbarnsföt. Það var gamalt írskt léreft. Hún hafði fundið það í fór- um móður sinnar. Það hafði nú beðið nærri því fullan mannsaldur. Elí hafði ekki getað fengið sig til að snerta það, meðan Ingrid var heima. Og nú fór hún að tala við Litla. Það hafði hún ekki gert lengi. Hún horfði út á torgið. Það var mannlaust. Víða voru ljós í glugg- um. Elí horfði á hvern glugga fyr- ir sig. Henni hafði alltaf fundizt eitthvað heimilislegt og vingjarn- legt við að sjá lampaljós inn um glugga. En þá mundi hún, hvað andaði kalt til hennar frá þessum bæ. Hún mundi eftir frú Tiller, hvað hún var IjcSt á svipinn einu sinni þegar þær hittust í biið, og heilsaði Elí ekki. Nú mundi hún hvað frú Stur- land • hafði litið alvarlega á hana einu sinni á torginu, stöðvað hana og sagt: „Nú er illa komið fyrir Ingrid okkar, frú Liegaard". Elí sat enn lengi í rökkrinu við gluggann. Hún sá, að kveikt voru ný og ný ljós. Nú var kveikt hjá Gunderuds fisksala. Nú var kveikt hjá lögreglustjóranum. Þá fann Elí, hvað að henni am- aði. Hún var einmana. Hana lang- aði til að vera með þessu fólki, sem var heima hjá sér og kveikti á lömpunum sínum. Hana langaði til að fara þangað og segja: „Má ég ekki vera með ykkur? Mig lang- ar svo til að tala við ykkur um dag- inn og veginn, börnin ykkar, handa vinnuna, matargerð og allt mögu- legt smávegis". Hún byrgði andlitið í höndunum- Hún heyrði, að hurð var opnuð. Eldhússti'dkan stóð í dyrunum. — Hún var ung og grannvaxin. „Má ég ekki fara út, ef ég þarf ekki að gera neitt sérstakt?" „Jú, Alette. Farið þér bara". „Það er samkoma hjá „Vinum Guðs" í kvöld". „Þér getið verið eins lengi og þér viljið. Ég hef engum að skammta nema sjálfri mér", sagði Elí. „Vragevig ætlar að tala í kvöld". Elí leit upp. Stúlkan talaði með björtum, sunnlenzkum hreim, og það var eitthvað blítt og gott í röddinni. „Já, einmitt það", sagði Eh'. „Hann er ákaflega mikill ræðu- maður. Þér væruð líklega ekki til með að koma líka? Leiðist yður ekki svona alein?" Elí þagði augnablik. „Það var fallega hugsað af yð- ur, Alette. En ég fæ oft höfuðverk ef ég sit í samkomusal". „Það er ekki heitt þar. Þetta er í stóra salnum. — Og Kristur er meðal okkar". Elí stóð á fætur, gekk til stúlkunnar og rétti henni hend- ina. „Eg þákka yður fyrir, Al- ette. En ég ætla að sauma dá- lítið í kvöld. Nú megið þér fara og vera eins lengi og þér viljið." Unga stúlkan snéri sér hægt við og fór- „Það er gott að vera með Jesú," sagði hún lágt um leið og hún hvarf. Síminn hringdi þrisvar. Það voru sjúklingar að spyrja eftir lækninum. Annars var allt hljótt. Hún hafði kevikt á lampa á skrifborðinu. Þar stóð mynd af henni sjálfri, tekin fy~ir tveim árum. Meðan Elí var að tala í símann teygði hún sig eftir myndinni og lagði hana á grúfu á borðið. Henni féll illa að horfa á þetta djarflega brosandi and- lit. Því ekki að fara út eins og allir aðrir- Ekki þó á samkomu. Hún þurfti ekki að verá ein fyrir því. Þau skildu hvort ann- að, Litli og hún.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.