Þjóðviljinn - 17.12.1943, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 17.12.1943, Blaðsíða 8
X. x- V ¦¦ Ui* boi°ginni Næíurlæknir er . Læknavarðstöð Reykjavíkur, Austurbæjarskólanum, sími 5030. Nœturvörður er í Beykjavíkur- Apóteki. Útvarpið í dag: 20.00 Endurvarp frá Danmörku: Kveðjur til íslands. 21.00 Erindi Stórstúku íslands: Sam vinna um bindindismál. vinna um bindindismál (Krist inn Stefánsson stórtemplar). 21.20 Hljómplötur. 21.25 Útvarpssagan (Helgi Hjörvar) 21.35 Spurningar og svör um ís- lenzkt mál (Björn Sigfússon magister). líkið. Churchiil veikur FramhaJd af 1. síðu hinir færustu sérfræðingar önn uðust Churchill, og hefðu þeir nægar birgðir nýtízku lyfja, þ. á. m. pencillin. í því sambandi má geta þess að þetta lyf er nýjung á sviði læknisfræðinnar og talið stór- merkileg uppgötvun, sem muni valda breytingu á sviði lyflækn inga. Píír nýir íslenzkir fíugmenn Þvír íslenzkir flugmenn, er lært hafa vestan hafs, eru ný- komnir hingað heim. Og þeir létu ekkí sitja viö það eitt að afla sér flugmennsku kunnáttu og flugreynslu, heldur keyptu þeir sér .einnig flugvél, sem kemur hingað til landsins á næstunni. Þessir þr'vr nýju flugmenn eru þeir: Alfreð Elíasson, Kristinn Olsen og Sigurður Ólafsson. Þeir stunduðu allir flugnám í flugskóla Konna Jóhannesson ar í Winnipeg og fóru þeir Sig- urður og Kristinn vestur í þeim tilgangi árið 1941, en Alfreð snemma árs 1942. Að loknu námi á flugskóla Konna Jóhannessonar, sem veitir aðeins flugréttindi fyrir eins hreyfils flugvélar, fóru þeir í flugskóla hersins og stund uðu þar framhaldsnám, bóklegt og verklegt og flugu tveggja hreyfla flugvélum. Þeir voru þó eigi látnir fljúga á nóttunni fyrr en þeir höfðu verið á flugi í 500 tíma, og flugu þá fyrst sem aðstoðarflugm^nn. Að tveim til þrem vikum liðn- um við næturflug fengu þeir réttindi til að stjórna tveggja hreyfla flugvél og þar með tit- ilinn „senior pilot". Flugvélin, sem þeir keyptu tekur fjóra farþega. Hún er af svonefndri „Stinson"-gerð með 450 hestafla vél og getur lent bæði á sjó og landi. Samþykktir Ungmenna- sambands Kjalarnesþings. Framhald áf 2. síðu. vor verði einhuga þegar gengið verður til þjóðaratkvæðis um stofnun lýðveldisins." Samþykktikr sambandsins um þjóðhátíðardag íslendinga og áfengismálin verða birtar síðar. Lífe fínnsí rekíd á Snæfellsnesí Fyrir nokkru síðan fannst sjó rékið lík á Snæfellsnesi. Líkið var nákið og óþekkjanlegt. Lík þetta fannst á svipuðum slóðum og ýmiskonar hluti úr bát rak fyrir skömmu, þó nær Búðum en Stapa. Læknir mun hafa rannsakað líkið. Happdrætti Styrktarsjóður Vélstjórafélags íslands. Eftirtalin nr. komu upp 1. 1194 11. 2337 2. 145 12. 376 3. 1937 13. 268 4. 1139 14. 807 5. 289 15. 625 6. 1395 16. 289 7. 674 17. 2404 8. 1409 18. 1817 9. 1192 19. 1421 10. 1470 20. 1955 Munanna sé vitjað í skrif- stofu Vélstjórafélagsins í Ing- ólfshvoli. Vélstjórafélagið. Allskonar veitingar á boðstóium. Nýtt kvikmyndðhús opnað í Hafnartirði í gær var opnað í Hafnarfirði hið nýja kvikmyndahús Árna Þorsteinssonar. Þetta nýja kvikmyndahús .stendur á ágætum stað við Strandgötu 30, svo að segja í miðjum bœnum. Það er 15x11,5 metrar að stœrð, úr steinsteypu og húðað utan með skel og hrafntinnu. Það tekur 309 manns í sæti, en hið gamla kvikmyndahús tók aðeins 145. Sæti á svölum eru fyrir rúmlega 100 manns. Meðfram annarri hlið þess eru sválir og verða þar seldar veitingar. v Einar Erlendsson húsasmíða- meistari gerði teikninguna, en yfirsmiður var Guðjón Arn- grímsson Hafnarfirði, málara- meistari var Emil Randrup, úr Hafnarfirði. Raflögn annaðist h. f. Ekkó, Hafnarfirði, en Axel Einarsson annaðist myndskreyt ingu hússins. NÝJA BÍÓ » TJARNAR BÍÖ NÚ ER ÞAÐ SvART MADUR! £Who. Doue It?) BUD ABEGTT, LOU CGSTELLO. Sýad kí. 5, 7 og 9. : GLEM.YHILLINN S (The Gisss Key) : Alan Ladd i Bnan Donlevy • Veroiíica Lake « Bönnuð fyrir börn innan • ára. | Sýning kl. 5, 7 og 9. Síðasta sinn! 16: IðlaglafahDrf Þluiljans '1S : Sósíalistar! • Ef þið viljið senda kunning'jum ykkar og vinum • sem ekki kaupa Þjóðviljann, beztu og ódyrustu J jóla- og nýarsgjöfina, þá sendið þeim Vz árs áskrift- s arkort að Þjóðviljanum. : Kortin eru litprentuð og koma í stað venjulegra : jóla- og nýárskorta, þar sem á þeim eru eyður fyrir J nafn sendanda og viðtakanda. j Kortin fást frá og með deginum á morgun í af- : greiðslu Þjóðviljans og í skrifstofum Sósíalista- : flokksins, SkólavörSustíg 19. | v'.' i?*"* ' : ÞJÓÐVILJINN. Hverfisgötu 69 DAGLEGA NY EGG, soðin og hrá Kaffisalan Hafnarstræti 16« Tekið á móti flutningi til Vestmannaeyja árdegis á morgun. MUNIÐ Kaffisöluna Hafnarstræti 16 Hin hugljúfu kvæði Þorsteins Erlingssonar hafa ekki verið gefin út í nær aldarfjórðung. Flest heimili hinnar yngri kynslóðar hafa orðið að fara á mis við þann unað að hafa mannvininn og þjóðskáldið Þorstein Erlings- son hjá sér. Þessari nýju útgáfu Helgafells fylgir ritgerð um Þyrna og skáldið eftir dr. Sigurð Nordal, prófessor, og munu flestir er þá ritgerð hafa. lesið, á einu máli um það, að nú fyrst hafi þjóðin aðfullnustu eignast Þorstein Erlingsson. Útgáfan er mjög vönduð, prentuð á pappír, sem sérstaklega hefur verið geymdur þessari útgáfu síðan fyrir stríð. Verðið er aðeins 52 kr. Bókaúf^áfan HELGAFELL Aðalstræti, Uppsölum. Vegna sendinga út um land verður ekki unnt að afgreiða Þyrna í bandi fyrr en næstkomandi mánu dag cg ættu þeir*sem vilja tryggja sér þá þannig að leggja pöntun inn til bóksalans, sem þeir skipta við.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.