Þjóðviljinn - 18.12.1943, Page 1

Þjóðviljinn - 18.12.1943, Page 1
ALÞINGI VAR SLOTÐ I GÆR Verður nánar skýrt frá ýmsum störfum þess síðar. 8. árgangur. Langardagur 18. dcs. 1943. 285. tölnblað. _________________ m DDDifl i m Starfsemi Sumargjafar eykst um helming — Herkileg sjóðstofnun Hlð nýja barnaheimili Sumargjafar, „Suðurborg", á borni Hringbrautar og Eiríksgötu var opnað í grær. Bauð félagið bæjarstjóm bamavemdarráði, bamaverndar- nefnd, stjóm Rauða krossins og fréttamönnum biaða og útvarps til kaffidrykkju í hinu nýja bamaheimili. Fyrst voru sungin tvö fyrstu erindi sálmsins „Þín miskunn ó, guð“, en síðan bauð ísak Jóns son formaður Barnavinafélags- ins Sumargjöf, gestina vel- komna með stuttri ræðu. Þvínæst tók Bjarni Benedikts son borgarstjóri til máls. Fór hann viðurkenningarorðum um hið ágæta starf Sumargjafar. Skýrði hann síðan frá framlagi bæjarins til starfsemi félags- ins sem hefur verið eftirfar- andi: 1935: 1200 kr-, 1937 var það hækkað upp í 2400 kr., árið 1941 hækkað í 6000 kr., 1942 aftur hækkað í 33000 kr.,. en hæst er framlagið í ár 135000 kr. Enn- fremur hefur bærinn ekki lát- ið félagið greiða leigu af lóðum undir Vesturborg og Grænu- borg. Þá hefði bærinn að síðustu keypt húsið, sem Suðurborg starfar í, fyrir 400 þús. kr. og hefði bæjarstjórnin ákveðið þetta einhuga vegna vaxandi þarfar fyrir slíktheimili og vegna þess, að reynslan hefði greini- lega leitt í ljós, að slíkum heim- ilum væri hvergi betur stjórnað en hjá Sumargjöf og lauk hann máli sínu með ósk um að æsku lýð bæjarins vegnaði vel í þessu húsi, og afhenti Sumargjöf síð- an húsið til umráða, en formað ur félagsins þakkaði. STARFSEMI SUMARGJAFAR EYKST UM HELMtNG Fomaður Sumargjafar, ísak Jónss., tók því næst til máls og rakti nokkuð starfsögu félags- ins, en félagið hefur óslitið starf i-ækt barnaheimili síðan 1931 og starfrækir nú slík heimili í Vesturborg og Tjarnarborg, en Grænaborg er notuð fyrir smá- barnaskóla. I Tjarnarborg eru 110 böm, en 20 í Vesturborg, samtals 130 börn. Með starfrækslu Suður- borgar eykst starfsemin um þús. kr., til riýbyggingar og við- gerðar í Tjarnarborg 28 þús. kr., helming, því þar eruv skráð 130 börn, eru skráð 50 börn á dag- heimilið, 45 í leikskólann, 16 í vöggustofu og 20 á framhalds- dvalarheimilið, en allar þessar deildir munu starfa í Suður- borg. Guðrún Ö. Stephensen veitir dagheimilinu og leikskólanum forstöðu, en ísafold Teitsdóttir veitir hinum deildunum for- stöðu í stað Guðrúnar Briem, sem ráðin var til starfans og hefur dvalið við uppeldisfræði- nám í Svíþjóð og hefur enn ekki komizt heim, en ísafold var raunverulega ráðin sem hjúkr- unarkona félagsins- STAKFSEMIN KOSTAR MIK- IÐ FÉ • Þá skýrði ísak frá því að til nýbyggingar og viðgerðar á Vesturborg hefði verið varið 41 til nýbyggingar og viðgerðar á Tjarnarborg 28 þúsund kr. o'g til viðgerðar á Suðurborg 40 þús. k., og væri viðgerð ekki lokið enn. Öll tæki og húsbún- aður er félagið hefði nú keypt kostuðu 50 þús. kr. og nemur þetta samanlagt á þriðja hundr að þús. kr- Að lokum ræddi hann nauðsyn þess að þjóðfélagið hugsaði um uppeldi barnanna, svo komandi kynslóð gæti lifað menningar- lífi. Arngrímur Kristjánssórt kenn ari flutti þvínæst ræðu, þar sem hann ræddi um nauðsyn slikra barnaheimila, vegna þess að mörg hpimili eru þess ekki umkomin að veita þeim holt og nauðsynlegt uppeldi. MINNÍNGARSTÓÐUR RAGN- HEIÐAR SIGURBJARGAR ÍSAKSDÓTTUR Sr. Árni Sigurðsson tók næst- ur til máls og skýrði frá því, að 12. þ. m. hefði Sumargjöf borizt gjöf að upphæð 5000 kr. og skyldi fénu varið til að stofna sjóð til minningar um Ragnheiði Sigurbjörgu ísaks- dóttur ljósmóður í Loðmundar- firði. Skal vöxtum sjóðsins var- ið til þess að styrkja munaðar- laus börn er dvalið hafa á veg- um Sumargjafar. Þessi ágæta gjöf er frá ísak Jónssyni og frú Sigrúnu Sigur- jónsdóttur. — Vonandi meta menn þessa sjóðsstofnun að verðleikum með því að senda honum gjafir svo hann gæti aukizt og eflzt- Að ræðu sr. Árna lokinni var sungið „Á hendur fel þú hon- um“. Síðan skoðuðu gestirnir barna heimilið og virtust hinir ungu borgarar una sér þar vel. Sfríðsglæpamennirnir yfírheyrðír Þjóðverj- ar sátu um líf þremenínganna í Teheran Tilkynningar rússnesku herstjómarinnar voru afarfáorðar í gærkvöld. Var sagt, að rauði herinn hefði sótt fram í Dnépr- bugðunni og bætt mjög aðstöðu sína í nánd við Kirovograd- I»jóð- verjar gerðu mörg gagnáhlaup, en þeim var öllum hrundið. Bardagar á Kieffvígstöðvunum voru ekki nefndir, — aðeins var sagt, að á öðrum vígstöðvum hefðu verið framvarðaviður- eignir. Þjóðverjar tilkynna, að Rúss ar hafi víða gert hörð áhlaup og sums staðar brotizt gegnum víglínur þeirra, en auðvitað verið hraktir jafnóðum til baka. Eru þessar árásir sagðar hafa verið víða nálægt efri hluta Dnépr. Rússar eru nú farnir að nota vélasleða á mið og norðurvíg- stöðvunum. í gær eyðilögðu Rússar 42 skriðdreka og 17 flugvélar fyrir Þjóðverjum. Réttarhöldunum í Karkoff er haldið 'áfram. Þýzku ' stríðs- glæpamennirnir þrír hafa \'erið yfirheyrðir. Einn þeirra, Lang- holt lögregluforingi, gaf ýms- v ar upplýsingar um athafnir sínar á austurvígstöðvunum. Hann sagði, að einu sinni hefði vitnazt, að 20 rússneskir stríðs fangar hefðu ætlað að strjúka. Ekki var kunnugt um nöfn þeirra. Og var einn fímginn tekinn til yfirheyrslu. Ekkert fékkst upp úr honum. og lauk svo að hann var barinn þangað til, aá leið yfir hann. Síðan voru 20 fangar teknir af ! handahófi og skotnir samkv. I skipun frá æðri stöðum. Lang- • hglt kvaðst hafa tekið þátt í að drepa um 100 óbreytta borg- ara. Stormsveitarforinginn Ritz sagðist oft hafa séð um aftök- ur rússneskra alþýðumanna, kvenna og barna. M. a. hefði hann látið lífláta um 300 manns í Taganrog. Hann kvaðst og hafa stjórnað fjöldaaftökum í Karkoff eftir að Þjóðverjar tóku borgina 1 annað sinn. Hefði það verið gert 1 refsingarskyni fyrir það, hvað borgarbúar fögnuðu rauða hernum innilega, er Rússar, tóku borgina af Þjóð- verjum í fyrra sinn. Hefði hann þá látið skjóta þar um 3000 manns. Var fólkinu skipt í hópa og skotið með handvélbyssum. Voru þar á meðal bæði konur og börn. Roosevelt forseti er nú kominn til Washington. Hefur hann átt tal við blaðamenn og látið vel af för sinni. Hann sagði Þjóð- verja hafa gert allt sem í þeirra valdi stóð til að ráða þá Chur- chill, Stalín og sig af dögum, á meðan þeir voru í Teher- an. Hefðu a. m. k. 100 njósn- arar og flugumenn Þjóðverja verið á vakki þar. En svo ströng varðhöld voru höfð, að þeir komust hvergi nærri. Mikil iQftárás á Berlfn Berlín varö jyrir einni stór- árásinni enn í jyrrakvöld. Það voru brezkar Lancaster- sprengjujlugvélar, sem árásina gerðu. Var varpað um 1500 tonnum sprengna á borgina á tæpum háljtíma. Hejur nú ver ið varpað næstum 10000 tonn- um sprengna á Berlín síðan þ. 8. nóvember, aðallega í sex stór- um árásum. Mestu tjóni var valdið á norð vestur hverfunum og Strandau- hverfinu. Fréttir frá hlutlaus- um löndum hefma, að miklar skemmdir hafi og orðið á op- inberum byggingum í miðhluta borgarinnar. Bálin vörpuðu bjarma á borg ina og umhverfið. Könnunar flugvél sá nokkru seinna risa- vaxnar reyksúlur upp úr borg inni, sem náðu langt upp úr skýjunum. Þjóðverjar hafa játað að mik ið 'tjón hafi orðið. Bandamenn benda á, að sjá megi mikilvægi Berlínar m. a. á því, að þar koma saman 12 hernaðarlega mikilvægar járn- brautir. • Samtímis gerðu Mosquito- sprengjuflugvélar árásir á borg ir í Vestur-Þýzkalandi, og aðr- ar lögðu tundurduflum á sigl- ingaleiðir við og í Þýzkalandi. Úr öllum leiðöngrunum er saknað 30 flugvéla. Þjóðfrelsisherinn vinnur sigur í Króatíu Þrátt fyrir yfirlýsingar Þjóð- verja um góðan árangur í sókn sinni á hendur júgóslavneska Þjóðfrelsishernum, virðist fjarri því, að hún gangi þeim að ósk- um. — Tilkynnt er frá aðalstöðv um Titos' marskálks, að Þjóð- frelsisherinn hafi stöðvað stór- fellda, þýzka skriðdrekasókn gegn Króatíu. Sigur þessi vannst tveim dög um eftir að Tito marskálkur hafði sent hersveitunum áhrifa mikla dagskipun, þar sem svo var komizt að orði, að úrslita stundin væri komin. Júgóslavnesku hersveitirnar fylgdu sigrinum strax eftir með því að hefja gagnsókn. Um- kringdu þeir marga þýzka her- flokka og upprættu þá eða tóku þá höndum. Þjóðverjar segjast njóta stuðn irigs króatískra hersveita. Reykjavík á að borga 180 þús. kr. í skaðabætur í tillögunum um stækkun lög sagnarumdæmis Reykiavíkur er ákveðið að dómkvaddir menn skuli meta skaðabætur, er bæn um beri að greiða Mosfells- og Seltjarnarneshreppum vegna breytingar á lögsagnarumdæm- inu. Dómur er nú fallin í mál- inu og ber Reykjavík að greiða Mosfellshreppi kr. 140043,90 á- samt 6% vöxtum frá 1. jan- 1944 og 4000 kr. í kostnað. Sel tjarnarneshreppi ber bænum að greiða 40 þús. kr. að viðbættum 6% vöxtiyn frá 1. jan. 1944 og 2000 kr. í kostnað. Gerðardóminn skipuðu: Giss- ur Bergsteinsson, hæstaréttar- dómari, Þórður Eyjólfsson hæsta réttardómari og Björn E. Árna- son endurskoðandi. 60 svín brenna i í fyrrinótt kom eldur upp í pvmabúi á Lyngholti við Siglu- fjörð og brunnu 60 svín inní. )

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.