Þjóðviljinn - 18.12.1943, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 18.12.1943, Blaðsíða 2
2 ÞJÓÐVILJIN N Laugard'-gur lo. desember 1943. viavMeMti Slæm líðan eftir andlátið Þjóðin hefur svipt Alþýðu- flokkinn umboðinu til að skipa fulltrúa í nefndir þær er Alþingi kýs, svo sem síldarútvegsnefnd, stjóm síldarverksmiðjanna, end- urskoðendur ríkisreikninga o. frv. Þjóðin hefur hinsvegar falið Sósi alistaflokknum að fara með þau umboð sem Alþýðuflokkurinn áð- ur hafði á hendi í þessum nefnd- um. Allt hefur þetta farið fram á grundvelli „laga og þingræðis", og mætti því ætla að þessi sjálf- kjömi „vemdari" laganna og þingræðisins — Alþýðuflokkurinn — beygði sig í auðmýkt fyrir þeim dómi, er hann hefur hlotið, og gengi með hæversku til síns staðar. En reynslan sýnir ofur- lítið annað. Hún sýnir að Al- þýðuflokkurinn kvelst eftir and- láti,ð. Hann bað alla flokka ásjár Þegar að því kom að Alþýðu- flokkurinn átti að hlíta dómi þjóðarinnar og víkja úr þessum j trúnaðarstöðum, kom hann beygð ur og bljúgur til þingmanna úr öllum þingflokkum og bað þá að sjá aumur á sér og leyfa sér enn um sinn að sitja í trúnaðar- störfunum þótt hann skorti þing- fylgi til að halda þeim. Ogr allir veittu honum nokkra úrlausn Þingmenn em yfirleitt góð- hjartaðir, enda fór svo að allir veittu Alþýðuflokknum nokkra úrlausn. Framsóknarmenn vom stórtækastir, enda tengdir fom- um og nýjum vináttu böndum við hinn nauðstadda. Þeir leyfðu AI- þýðuflokksmönnum að vera með sér á lista við kosningar í síld- arútvegsnefnd, í nefnd til að fjalla um gjaldeyrisvarasjóð og eftirlit með erlendum lántökum, og við kosningu yfirskoðunar- manna rikisreikninga. Auk þess lánuðu þeir þeim eitt atkvæði, er kosið var í stjóm' síldarverk- smiðjanna. Næstir Framsóknarmönnum, að rausn, voru Sjálfstæðismenn. Alls lánuðu þeir flokknum fjögur at- kvæði við þessar kosningar. Sósí- alistaflokkurinn sýndi minnsta- rausn, hann lánaði bara eitt at- kvæði þegar kosið var í Lands- bankanefnd. Upp úr þessu öllu hafði Alþýðuflokkurinn einn mann í stjórn síldarverksmiðj- anna á kostnað Framsóknar og einn- mann í Landsbankanefnd f einnig á kostnað Framsóknar. Og eftir allt þetta' er Al- þýðublaðið bókstaflega brjálað Alþýðublaðið hefur nú í tvo daga skrifað um þessi mál í full- komnu brjálæði. Það húðskamm- ar „íhaldið" fyrir að koma ,,kommúnistum“ í nefndir, sem þjóðin hefur falið þeim að nefna -fulltrúa í. Hinsvegar láðist því alveg að þakka sama íhaldi fyr- ir þær tilraunir sem það gerði til að koma Alþýðuflokksmönnum í nefndir sem þjóðin hefur bannað þeim að eiga fultrúa í. í leiðar- anum í gær grætur það örlög Fhms að hann skyldi þurfa að víkja úr síldarútvegsnefnd og seg ir þar meðal annars: „Varla mun nokkur gera ráð fyrir að síldar- útvegurinn gangi greiðlegar fyrir það, að maður af upplagi og á- setningi Þórodds' Guðmundssonar á nú sæti í síldarútvegsnefnd í staðinn fyrir Finn Jónsson". Við þetta er það að athuga að Þóroddur Guðmundsson á ekki sæti í síid- arútvegsnefnd. Sósíalistar kusu Áka Jakobsson í þá nefnd. — Kæru vinir við Alþýðublaðið, lát- ið þið þessi mál fara svo herfi- lega í taugamar á ykkur, að þið getið ekkert sagt af viti. Reyn- ið að bera ykkur vel, leggið þið kaldan klút á höfuðið og reynið að hugsa rólega. Ef til vill verð- ui einhver góður við ykkur I .-emra. Bókaútgáfa og bókaverð Mikið hefur verið gefið út af bók- um á þessu ári og nýjar bókaútgáf— ur settar á stofn. Bendir það til aó gróðavænlegt hafi þótt að leggja fé sitt í slik fyrirtæki. Verð bóka hefur stigið það hátt, að alþýða manna hefur orðið að neita sér, að verulegu leyti um bókakaup, enda auðskilið þegar all- ar veigameiri bækur eru famar að kosta 50—100 kr. og þar yfir, þá er almenningi ekki klieift að kaupa nema örlítinn hluta þeirra bóka, sem út eru gefnar. Hvað veldur þessu háa bókaverði? Það þarf nú reyndar fáum að koma á óvart, þó bækur hafi hækk- að stórlega í verði eins og annað í þeirri miklu dýrtíð sem nú er, en þó tel ég að fátt hafi hækkað meira. Þá er næst að athuga hvað hækk- uninni hafi valdið. Pappír, prent- un og ritlaun hafa hækkað mikið, þó mun pappírinn hafa hækkað lang mest, sex til áttfaldast síðan fyrir stríð, og þar með orðið tilfinnan- legasti kostnaðurinn við bókaútgáfu. í skjóli dýrtíðarinnar ha.fa svo útgefendur lagt meira og meira á bækumar, aukið sinn gróða. Þegar pappírskaupin eru nú orðin tilfinnanlegasti kostnaðurinn við bókaútgáfu, ætti það að vera sjálf- sagt fyrir úgefendur að gæta sem mestrar sparsemi á því sviði. Prenta bælcumar á þunnan pappír, með frekar smáu letri, til að koma sem mestu efni'á hverja blaðsíðu. Þetta gera erlendir útgefendur og tekst þeim þó að gera bækurnar smekk- legar. Hér á landi virðist aftur á móti vera keppzt við að hafa bækur sem fyrirferðarmestar, prenta þær á þykkan og grófan pappír og með gisnu letri. Tel ég víst að bókamenn mundu fagna því ef hér yrði breytt um til batnaðar. t i 20% verðlækkun á bókum Verðlagsstjóri hefur nú fyrirskip- að 20% verðlækkun á öllum inn- lendum bókum, sem gefnar haía verið út eftir 1. okt. 1942, jafnframt er svo álcveðið að bókaútgeíendum sé hér eftir óheimilt að ákveða út- söluverð bóka án samþykkis verð- lagsstjóra. Verðlækkunarákvæði bessi mur u lækka verð þeirra bóka sem ut.hafa verið gefnar nú um . keið, svo fremi útgefendur geti ekki saunað verð- lagsstjóra með framlagningu kostn- aðarreikninga að þeir tapi á úgaf- unni, ef verðlækkunin komi til fram kvæmda. í sambandi við þessa tilkynningu verðlagsstjóra vil ég vekja athygli á því, að rétt hefði. verið að gera j Hátt á sjöunda þúsund félags menn í Máli og menningu Kristinn E. Andrésson skýrir frá stsrfsemi félagsins Mál og menning, hið vinsæla bókmenntafélag, er í öruggum vexti og nær víðar með hverju ári sem líður. Meðlimir þess eru nú hátt á sjöunda þúsund. Hér fer á eftir frásögn formanns Máls og menn- ingar, Kristins Andréssonar alþingismanns, um starf- semi félagsins undanfarið. Félagsmannatala Máls og mennmgar vex stöðugt. í árs- byrjun 1939 voru íélagsmenn 4000; 1940: 5000; 1941: 5530; 1942: 5700, og í ársbyrjun 1943 voru félagsmenn 6200, og haföi því félagsmannatal- an aukizt um 500 á árinu 1942.. Síðan hefur félagstalan aukizt svo, aö hún er nú hátt á sjöunda þúsund. Utgáfa félagsins 194? var meö minr;;.ia mcti að arkatali, t n ko!3tnaÖur á örk haföi nærri þrefaldazt frá árinu á undan, og sýnir þetta, að dýr- tiðin hljóp fyrst upp úr öllu valdi það ár. Eg gef aðeins samanburö tveggja ára. Árið 1941 gaf Mál og menning út 68 arkir, og var kostnaður (prentun, bókband, hefting, ritlaún) á hverja örk, að meö- altali rúmar 1100 krónur. Ár- ið ly42 gaf félagið út aðeins j 45 arkir, en samsvarandi kostnaður á örk var aö með- altali nærri 3000 kr. Reikningar félagsins sýna, að nokkm- tekjuafgangur varð á síðasta ári bæði af Bókabúð Máls og menningar og úcgáfustarfsemi félagsins, eða samtals rúmar 27 þús. kr. Áskrifendur að Arfi íslend- inga voru um síðustu áramót 4470, en eftir lauslegri áætl- un nú; munu um 7000 eintök vera seld af bókinni, og þann- ig langt gengiö á upplagiö. Stjórn félagsins var endur- kosin á aðalfundi, eins endur- skoðendur og þeir, sem úr fé- lagsráði gengu. Félagsbækur Máls og menn- ingar í ár ásamt Tímaritinú eru fyrsta bindi af mannkyns- sögu, eftir Ásgeir Hjartar^on, og fyrra bindi af skáldsögunni Þrúgur reiðinnar eftir ánie- ríska skáldið John Steinbeck, en Stefán Bjarman hefur snú ið sögunni á íslenzku. Eg hef ekki heyrt annaö en málfar, glögg yfirsýn efnis með hliösjón af nýjustu rann sóknum sagnfræöinnar hjálp- ast að til að gera þetta venc lespndum bæði hugþekkt og aðgengilegt. Eg er viss um, að kaupendur kunna líka að meta , hvað reynt hefur ver- ið að vanda til bókarinnar að ytra frágangi með vandaðri prentun og miklu úrvali af ágætum myndum. Tilætlunin er að koma út einu bindi af mannkynssögunni á hverju ári, og var hún upphaflega á- ætlu'ð í sex bindum. Næsta. bindi, sem út kemur, veröur sennilega 3. bindið 1 röðinni, um miöaldirnar, og skrifaö af Sverri Kristjánssyni, sagn- fræðingi. En 2. bindi sögunn- ar kemur ekki fyrr en 1945, og er Ásgeir Hjartarson höf- j undur þess. Um Þrúgur reiðinnar og önn- j ur verk Steinbeckserbirt ýtar- 1 leg ritgerð í síðasta hefti Tíma rits Máls og menningar. Eg vil aöeins vekja athygliáþví, aö þetta er sú skáldsaga, sem að flestra dómi er eitt ágætasta verk, sem út hefuf komið á síðustu árum. Eg býst ekki heldur viö, aö fari fram hjá nokkrum lesanda ágæti þess- arar sögu, fjölskrúöugt líf, fjöldi ógleymanlegra persóna og áhrifasterk framsetning. Við urðum því miöur aö skipta sögunni í tvö bindi, en reynum hins vegar aö flýta sem mest útgáfu síðara bind- isins, svo að félagsmenn þurfj sem skemrnst að bíða þess. Verður byrjað aö setja bókina strax um áramót, og astti hún þá að geta komiö út í febrú- ar eða a. m. k. ekki síðar en í marz. Arfur íslendinga- Stærsta verkefni Máls og menningar, útgáfan á Arfi Is- félagsmenn séu sérstaklega i lendinga, tefst enn af völdum ánægöir meö báðar þessar j styrjaldarinnar. Sigurði Þórar bækur. Mér finnst Ásgeir j inssyni hefur ekki enn tekizt hafa leyst verk sTtt frábær- lega vel af hendi. Einföld framsetning, næmt auga fyrir, aðalatriðum, skýrt og hreint greinarmun á þeim bókum sem gerðar eru sem fyrriferðarmestar með þykkum pappir og gleiðu letri, þó innihald þeirra komizt fyrir í smábækling, og hinsvegnr þeim bók- um sem prenlaðar eru á góðan papp ír og frágangur allur vandaður. I-að verður að stemma stigu við þeim ófögnuði, að bókaútgefendur sækist eftir að hafa bækur sínar þannig að inníhaldið standi í öfugu hlut- falli við fyrirferðina. að komast heim frá Svíþjóö, en vonast er eftir honum meö næstu ferðum. Meðan hann ekki kemur, verður ekki lokið undirbúningi á bindunum um ísland. Hins vegar vinnur Sig- uröur Nordal að tveim síöari bindum sínum af íslenzkri menningu, og kemur annað bindið væntanlega út næsta vor. Félagsmenn eru að sjálf- sögöu óþolinmóðir aö bíöa eft ir þessu vérki, og þykir öllum aðilum leitt, . að það skulj dragast svo, en við því verður Kristinn E. Andrésson ekki gert. Um fyrsta bindi ís- lenzkrar menningar Ijúka all- ir upp einum munni, aö ekki verði á betri bók kosið, og mun sjaldgæft, að jafn fjöl- raennur lesendahópur meti verk svo á eina lund. Vilja félagsmenn hærra gjald og fleiri bækur? Einn samstarfsmaöur í stjórn Máls og menningar hefur vakið máls á því, hvort við höldum rétta stefnu meö útgáfu okkar á þessum fjár- hagslegu velgengnistímum þjóðarinnar. Þegar Mál og menning var stofnað, hafi til- gangur félagsins verið sá, aö gefa fátækum almenning: kost á góöum bókum fyrir sem lægst verð. Nú hafi tím- arnir breytzt þannig, áð al- menningur hafi efni á því að verja tiltölulega miklu fé tií bókakaupa og telji ekki eft- ir sér að kaupa bækur, er kosta 50 upp í 100 krónur. Viö hefðum því átt aö haga okkur i samræmi, við breyttar aðstæður og setja árgjaldið miklu hærra til þess áð geta gefið fleiri bækur út, er al- menningur fýsi áð eignast. Eg þori ekki aö fullyrða, hvernig félagsmenn hefðu tekiö því, ef við hefðum hækk að árgjaldið meira en vísital- an sýndi, að var nauðsyn. En Ijóst má þáö vera hverjum manni á þessum tíma, I. ve þrungur I stakkur útgáfuitpif- semi okkar er skorinn meö 25 kr. árgjaldi, er varla -noklcur bók fæst lengur á frjáisum markáði fyrír svo lága któnu- tölu. Og vissulega finnum vi'ö sáit til þess í stjórn Máls og menningar, hve þröngt er um okkur innan veggja þessara, 25 kr. árgjalds, og ekki sízt síöan útgáfa félagsins komst í fastari skorður. Á hverju ár,. hér eftir erum viö í rauninni bundnir með þrjár bækur, mannkynssögu bindi, Tímarit iö og skáldsögu (því að meg- inþofri félagsmanna myndi sízt vilja vera án hermar), og Framh. á 5. síðu. J

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.