Þjóðviljinn - 18.12.1943, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 18.12.1943, Blaðsíða 5
ÞJÓÐVILJINN- — Laugardagur 18. des. 1943. þJÓÐVILJINN LítgefcnQÍ: Sameinmgarfíei.Star aibúZu — Sósícliatcflokkarirtn. Ritat ófi: Sisa.-tur Caomundrwn. Stjc.nn áiaritdtjómt t Eir.ar Glgcirsscn, Si. Sigurhjartarson. Ritftjómarskfiístcír : Andartirceti 12, simf 2270. Afa -iíiia oj auzlýsmgat: Skil'ioör&aatig 19, eimi 2184. Pt.:ntitnii5ja: VíkinKroren.t k. )., ioariaanœn 17. Áskt ihatveið: í Rsskj&tílc ev igrenni: Kr. 6.08 & mánnfit. landi: K;. 5.2C á minuði. Uti & Og þó verst hin síðastau Alþingi var slitið í gær. Skattafrumvörpín döguðu uppi, tekju- og eignaskattslögin, — sem létt hefðu skattabyrðunum af lágtekjumönnunum, aukið nýbyggingarsjóðina og skattað stríðsgróðamenn meir í þjóðarþágu, — döguðu uppi. Ef þingi hefði verið haldið áfram til mánudags, jþá gat íhaldið ekki hindrað lengur endanlega afgreiðslu málsins. Það sá Framsókai. Þess vegna vann hún að því að þinginu yrði siitið í gær. • Það var eftir öðrum verkum Framsóknar á þessu þingi. 111 var hennar fyrsta ganga: í heilan mánuð var haldið uppi málþófi af hennar hálfu um mjólkurmálið og það síðan svæft í nefnd. Dýrmætum tíma var eytt í þvætting Sveinbjörns Högnasonar og annarra óhappamanna um málið, allt með það fyrir augum að afflytja málstað neytenda hjá bændum og reyna að hindra frið- samlegt samstarf þessara stétta. Samtímis var svo hafið hið illræmda samsæri þeirra 28 um að rýja ríkissjóðinn með greiðslu milljónatuga króna í uppbætur, eftir þeirri undarlegu reglu að bæta þeim minnst upp, sem mest þurfa þess við og minnst hafa, en hrúga tugum þúsunda í hina, sem allsnægtir hafa og enga uppbót þurfa. • Og síðasta dag þingsins tóku svo hinir 28, — Sjálfstæðis- og Framsóknarflokkurinn — opinberlega á sig ábyrgðina á pólitík ríkisstjómarinnar: Kleppsvinnubrögðum þeim að borga niður vöru- verð innanlands með því að taka til þess milljónafúlgur úr ríkis: sjóði: láta launþegana sjálfa í landinu borga niður kaupgjald sitt. Engu tauti varð frekar en endranær við komið, þó sýnt væri fram á, hve óþolandi þessi aðferð væri og hægt væri að ná ágæt- um árangri með lækkun tollanna. • Hræsni Framsóknar þekkir engin takmörk. Á mannamótum lýsa Hriflungar yfir því, að þeir séu algerlega andstæðir því, að fé sé notað til niðurborgunar á vörum. Á Búnaðarþingi láta þeir samþykkja einróma að það telji „mjög varhugavert gagnvart landbúnaðinum að lækka útsöluverð á landbúnaðarafurðum með greiðslu neytendastyrks úr ríkissjóði“. En síðan ganga þeir eins og grenjandi Ijón og öskra á niður- borgun. Þeir hóta Sjálfstæðisflokknum í öðru orðinu þvingun og sköttum, ef hann gangi ekki inn á niðurborgun landbúnaðarvar- anna, — og betla á honum í hinu um samfylkingu í niðurborg- un og lofa honum öllu fögru, ef hann gangi með þeim. — Og þeg- ar Hriflungar þessir hafa svo knúið milljónastyrkina fram í gegn- um þingið nefndalaust, — þá fórna þeir höodum til himins og hrópa að Farisea sið: Mammon, ég þakka þér að ég er ekki eins og þeir hinir, — að ég er á móti neytendastyrkjum og vil spara fyrir ríkissjóð! ' > • Frá skattlagningu stríðsgróðans hlaupa þeir nú einu sinni enn Hriflungar. Það mun nú vart nokkur maður ætla sér að tala við þá í alvöru um þau mál oftar, svo bert sem það er orðið að aðeins en þar refskák ein á ferðinni. 111 var fyrsta ganga Framsóknar á þessu þingi, verri urðu þær því lengra sem á leið og þó verst hin síðasta. Það þarf að hreinsa til í greni því, er Hriflumennskan hef- ur gert Framsókn að, ef Alþingi íslendinga á að verða starfhæft. Edvard Nunch áttreeður flðainnsooiiup amerisHa Þetta er síðari hluti greinarinnar um hinn heims- kunna ngrska málara Edvard Munch, eftir rithöfund- inn Odd Hölaas. Fyrri hluti greinarinnar birtist í blað- inu í gær. Munch fæst annars lítið við skriftir. Hann hræðist bréf og opnar þau sjaldnast nema um- slagið sé geðfelt. Er hann varð 70 ára, hafði blað mitt safnað alþjóðlegri kveðjuorðsending- um til hans en nokkurt ann- að norskt blað hafði stofnað til. Öll Evrópa hyllti Munch, t. d. Henri Matisse frá Frakklandi, Willumsen frá Danmörku, Wer- enskjold frá Noregi, svo aðeins séu nefndir fáeinir af hinum 30 miklu listamönnum, sem skrif- uðu um hann. Nokkru Seinna sgurði ég Munch, hvort 'við mættum ekki láta binda öll bréfin í snoturt skinnband og senda honum þau. Munch varð blátt áfram skefldur. „Nei, fyrir alla muni gerið það ekki!“ sagði hann. „Eg skal segja yður nokk- uð. Eg á þrjá fulla kassa af svona bréfum niðri í kjallara, og hef ekki opnað þau ennþá, hvað þá heldur ^þakkað fyrir þau............ Það væri voða- legt, ef fleiri bættust við!“ En upp á síðkastið hefur vakn að áhugi hjá honum fyrir þess- um bréfakössum í kjallaranum. Hann eyðir nú 1—2 tímum í einu í að lesa bréf allt frá æsku- árunum, frá hinum atburðar- ríku árum ástar og afbrýði. Hann gat þess nýlega við Pola Ganguin, og svó bætti hann við með glettnissvip: „Ævi mín hef- ur verið mjög einkennileg, skal ég segja yður. Töluvert brot úr skáldsögu!“ En þó að Munch hafi lifað kyrrlátlega og út af fyrir sig í Eikarskjóli, hefur ósjaldan skeð, að hann hefur sjálfur rof- ið einveruna. Það er eitthvað eftir í honum af eirðarleysi fyrri ára. Maður getur allt í einu rekizt á hann á óvæntustu stöðum. En hann er alltaf í vinnuhugleiðingum, viðutan og þó eftirtektarsamur. Einn af hin um gömlu, góðu 17. maí-dögum sá ég hinn mannfælna Munch í miðju, ólgandi mannhafinu á Karl Jóhanns-götu. Hann var auðsjáaplega í málaraþönkum og starði lengi frá ýmsum hlið- um á einkennilega samanböggl- aðan, drukkinn stúdent. Eg ætla að nefna fáein önn- ur atvik af því að þau munu lýsa honum. Einu sinni hitti ég hann niðri á aðaljámbrautarstöðinni. — „Eg anda að mér ferðaloftinu, en spara mér erfiði ferðarinn- ar“, sagði hann. Svo kvartaði hann yfir ónæðinu, eins og hann var vanur. „Vitið þér eitt, maður þyrfti að hafa svoleiðis brynvöm, sams konar brynju og Ibsen hafði!“ Eg hef víst verið skilningsleysislegur á svipinn. „Eg meina brynju úr heiðurs- merkjum, svona þvert yfir brjóstið til að halda fólki í hæfilegri fjarlægð!“ Þetta lýsir skoðun Munchs og e. t. v. Ib- sens líka á orðustandinu. Eg man eftir heitum sumar- degi í sólarhitanum í Ekeberg- veitingahúsinu fyrir nokkrum árum síðan. Allt í einu stóð Munch í dyrunum, fagur og föngulegur í sólskininu í dökk- um dyraumbúnaðinum. Hvað í ósköpunum var hann að gera hérna í hinum enda borgar- innar? Hann stóð lengi og horfði á mollulega höfnina, sem teygði langar- bryggjur sínar út í slétt- an fjörðinn. — „Sjáið þér þessa tvo korngeymslutuma?“ spurði hann og benti á tvær fyrirferð- armiklar, gráar byggingar, sem standa fyrir neðan Akerhus, tengdar saman með mjórri há- brú. „Það eru tveir fílar, sem togast á með rönum!“ hélt hann áfram. Svo ferskt og barnalega lifandi er ímyndunarafl hans. Og síðasta skiptið, sem ég sá hann var á sumardegi rétt fyr- ir stríðið. Munch bað um að fá að tala við mig, af því að hann ætlaði að skrifa nokkur orð í dagblað í tilefni af fyrirhuguðu Munchsafni, sem hann óskaði ekki eftir. — „Eg kem akandi til yðar með skrifstofuna mína“, sagði hann j símanum. Svo sótti hann mig í leigubíl og við ókum út í útjaðar borgarinnar, og í kyrrlátri og skuggsælli götu fékk ég svo að lesa þessar fáu línur sem hann hafði skrifað. — „Þér skiljið, að þér getið ekki lesið með neinni athygli niðri í þessum borgarhávaða!11 sagði Munch. Guð veit, hvaða hugmyndir hann gerir sér um störf okkar við dagblöðin, hugs- aði ég ............ Hann var. kátur og sólbrenndur með stór- an, ljósan sumarhatt. Hann mir.nti á viðkunnanlegan óð- alsbónda, nýkominn ofan úr sveit og með sveitaloftið e.nn- þá ilmandi úr fötunum. Nú hugsa ég mér, að ég fari í pílagrímsgöngu á haustsunnu- degi til Eikarskjóls, sem verið hefur heimili hans í meira en mannsaidur. Það er rétt fyrir utan yzta vesturjaðar Öslóar. Þegar borgin endar, kemur dá- lítið verksmiðjuhverfi, sem reynir án árangurs að líta vel út, og svo koma stóru einbýl- ishúsin í Vestur Amker,*og Eika skjól er með þeim fyrstu. En það er því líkast að iðnaðurinn hafi teygt sig alveg inn í garð Munchs, því að nýjasta málara- stofan hans líkist mest lítilli aflstöð. En húsið sjálft! Eg geng götutroðninginn heim að Eika- skjóli. Hann er nú alveg gróinn og húsið sést varla fyrir há- vöxnu kjarri og trjám. Það lík- ist einna mest símastöð uppi í sveit með dálitlum blæ af hálf- opinberum óhugnanleik. Þarna stend ég og er eins snortinn og lotningarfullur og hið heiðna hjarta mitt getur orðið. Hinir þrír hundar hans urra og sýna tennurnar í áttina til mín, gegnum limgirðinguna. Eg læt þá gelta — lengi. Svo heyri ég rödd Munchs á milli Sjálfsmynd trjánna, háa og skýra. Hann kallar hundana inn. Röddjn á milli trjánna. Málrómur Muncks ennþá einu sinni. Nú eins og áður í æsku svimar mig af þeirri tilfinningu að vera ná- lægt einum af hinum miklu listamönnum, sem hafa verið uppi. og menning Frh . af 2. síðu. þá er ekki, meðan verðlag er svipað og nú, stórt svigrúm eftir fyrir aörar .bækur, sem okkur þætti jafn mikil nauð- syn að gefa út, þó ekki væri af öðrum ástæðum en til að auka á fjölbreytni útgáfunn- ar. • Bækur til sölu á frjálsum markaði ,Út úr þessum þrengslum höfum viö leitazt viö að kom- ast meö því aö taka þaö ráö, aö gefa út bækur til sölu á frjálsum markaöi, og höfum viö þó viljað fara mjög var- lega í þær sakir. Á þennan hátt gáfum viÖ út Fagrar heyrð/ ég raddimar, sem dr. Einar Ól. Sveinsson háskóla- bókavörður, sá um. Þessi bók hefur vakiö mikinn fögnuð og selzt vel, en félagsmenn ýmsir voru óánægöir yfir því, að við skyldum selja þessa bók utan félagsins, í staö þess aö láta hana með félags- bókunum. Og raddir heyröust í þessa átt: nú ætlar Mál og menning aö. fara ítm á sömu braut og önnur útgáfufélög, aö gefa beztu bækurnar út utan félagsins til að græöa á þeim! En hvernig áttum viö að koma þessari bók aö 1 fé- laginu og hvert rennur ágóði af henni nema til annarrar útgáfustarfsemi félagsins. Nú skrifar okkur einn af vinum og félagsmönnum Máls og menningar og lýsir óánægju yf ir því, að framhald af Afa og ömmu eigi ekki aö verða fé- lagsbók. Þetta hvort tveggja má skilja sem ákveöna bend- ingu til okkar um þaö, áö hin ar árlegu félagsbækur þyki Of fáar, félagsmenn vilja fá fleiri bækur. En mundu þeir vilja láta árgjaldiö hækka? Eg gæti trúað, aö varðandi i er einn fslenzkir blaöamenn skcða nokkrar stöövar ameríska hersins á íslandi Ameríska herstjómin bauð íslenzkum blaðamönn- um í fyrradag að skoða nokkrar stöðvar ameríska hers- ins á íslandi. Key hershöfðingi, George P. Tourtillot, yf- irmaður flughersins og aðrir hershöfðingjar sýndu blaðamönnunum m. a. hersjúkrahús, flugvélaviðgerð- arverkstæði, loftvamavirki, tómstundahús hermann- anna, hótel og aðalflugvöllinn, sem er einn hinn mik- ilfenglegasti sinnar tegundar. HERMANNASJÚKRAHÚS aðalflugvöllinn, er hann eitt hið Blaðamennirnir skoðuðu eitt af sjúkrahúsum hersins. Yfir- læknir þess sýndi mönnum hin ar ýmsu deildir þess, svo sem ljóslækningadeild, handlækn- ingadeild, rannsóknarstofu o. s. frv. og útskýrði fyrirkomulag sjúkrahússins, og virtist þar öllu niðurskipað á hinn hag- kvæmasta hátt. LOFT V ARN ASKOTHRÍÐ Þá var blaðamönnunum gef inn kostur á að kynnast því, hverjar viðtökur Þjóðverjar myndu fá, ef þeir sendu flug- vélar sínar hingað. Var skotið af nokkrum loftvarnabyssum og virtist enginn vafi leika á því að þær myndu gera nazistum það „helvíti heitt“ ef þeir legðu út í það ævintýri að hætta sér í nálægð þeirra. FLUGV ÖLLURINN ER HIÐ MIKILFENGLEGASTA MANN VIRKI. Þá skoðuðu blaðamennimir MmJj o-f > W:M ■■ i ■ Leiðrétting. í greininni: „Vítaverð íramkoma húsaleigunefndar“, sem birtist í blaðinu í gær, hefur mis- prentast á tveim stöðum: húsaleigu- nefnd“ í staðinn fyrir „húseigendur“ Greinin átti að vera þannig: „Hins- vegar er því haldið fram, að setu- liðið hafi viljað afhenda húseigend- um þessi hús, en húseigendur hafi ekki viljað taka við þeim, nema þau væru alveg rýmd.“ — Ritstjórinn biður afsökunar á þessum mistök- um, en sér ekki ástæðu til að birta mótmæli húsaleígunefndar, er bygg- ist á þessari prentvillu. Höskuldur Bjarnason málari frá Dilknesi, opnar málverkasýningu í dag kl. 10 í húsnæði Þjóðminjasafns ins. Á sýningunni eru um 50 mynd- ir, olíumálverk, vatnslitamyndir og teikningar. Aðeins opin fáa daga. kostnáö viö bókaútgáfu geri 50 kr. nú lítiö betur en svara til 10 kr. áriö 1938. Og mjög væri stjóm Máls og menning- ar kært, ef hún gæti gefiö úf helmingi hærri arkafjölda, og mundi þó ekki finnast svig- rúrnið nógu vítt. í ráði er, áð hjá Máli og menningu komi út nú fyrir jólin Leit ég suður til landa, íslenzk ævintýri, helgisögur o. fl., útgefiö af dr. Einar Ól. Sveinssyni, eins konar frasm- hald af Fagrar heyröi eg raddirnar, ennfremur Charcot vtð suðurpól eftir Sigurö Thor lacius, og loks Tólf ævintýri eftir Asbjörnsen í þýðingu frú Theódóm Thoroddsen, all- ar til sölu á frjálsum mark- aði. mikilfenglegasta mannvirki sinn ar tegundan. Virðist ekkert hafa verið til þess sparað, að hann geti á sem beztan hátt full- nægt því hlutverki, sem honum er ætlað. FLUGVÉLAVIÐGERÐA- VERKSMIÐ J A Eitt af því sem skoðað var var viðgerðarstöð hersins, þar’ sem gert er við allskonar flug- vélahluti og þær settar saman. Var þar gengið milli langra raða hávaðasamra stritandi véla og önnum kafinna manna. Fengu blaðamennirnir þar að virða fyrir sér um stund hinn margumtalaða „ameríska hraða“ Ennfremur skoðuðu þeir fall- hlífar, bæði þær sem flugmenn nota og þær sem notaðar eru til þess að láta ýmsa hluti svífa til jarðar og var útskýrð notkun þeirra. TÓMSTUNDAHÚS HERMANNANNA Þá var ennfremur skoðað samkomuhús, er ameríski Rauði krossinn hefur komið upp og hermennirnir dvelja í í 1^óm stundum sínum. Er það útbúið á hinn vist- legasta hátt og reyrit eftir föngum að bæta hermönnun- um upp dvölina fjarri heimil- um þeirra. Þar er bókasafn, les- stofa, kvikmyndasalur og her- bergi með tækjum til ýmis- konar leikja. Ennfremur fá her-1 AMERÍSKAR HERRAPEYSUR og vesti. BARNAPEYSUR hnepptar, verð frá kr. 8,00 FLAUELSFÖT á 1—3 ára. SKINNJAKKAR kr. 162,00 TELPUKÁPUR á 7—14 ára. Enskir KVENKJÓLAR úr ull. PELSAR frá kr. 1200,00 Laugardagur 18. des. 1943. — ÞJÓÐVILJINN. SÖSÍALISTAR! Ef þið viljið senda kunningjum ykkar og vinum, sem ekki kaupa þjóðviljann, beztu og ódýrustu jóla- og nýársgjöfina, þá sendið þeim % árs áskriftarkort að Þjóðviijanum. Kortin eru litprentuð og koma í stað venjulegra jóla- og nýárskorta, þar sem á þeim eru eyður fyrir nafn sendanda og viðtakanda. Kortin fást frá og með deginum í dag í afgreiðslu Þjóðviij- ans og í skrifstofum Sósíalistaflokksins, Skólavörðustíg 19. % ÞJÓÐVIUINN. Frá ferðaiaginu í fyrradag. — Key hershöfðingi á miðri mynd- inni . ísl. blaðamenn til hægrL Myndina tók U. S. Army Signal Corps. mennirnir framreiddar þar veit ingar. Einnig var skoðað samkomu- hús í skálum hersins sjálfs og er það útbúið á svipaðan hátt. GISTIHÚS Gistihúsi einu miklu hefur verið komið upp í sambandi við flugvöllinn, sem notað er fyrir hina ýmsu gesti, er eiga hér leið um, en eins og kunn- ugt er hafa ýmsir frægir menn lagt leið sína um Island upp á síðkastið. — Snæddu blaða- mennirnir miðdegisverð í sama sal og Vilhelmína Hollands- drottning dvaldi í þegar hún kom hingað til lands. Er það undravert hve vgl hef ur tekizt að gera venjulegar byggingar þannig úr garði, að þær fullnægi nauðsyjnlegustu kröfum til þæginda og annars slíks, sem gerðar eru til nú- tíma gistihúsa. Barnabókín „Eg skal segja þér“ gleðnr bamið bezt. í henni era bréfin til babba og mömmu. í kvöld eru bókabúðiraar opnar til kl. 12. Opið i 15 stundir f dag og leikföng seld allan tímann á Dpið fll MlHui 12 i kDill Jólagjafir fyrir aila fjölskylduna. Laugaveg 47. Vesturg. 12. Laugav. 18. KUEH HANZKAR TOSKUR eínníg Samkvæmisfðskur Jólagjöf, sem alltaf er not fyrir. Laugaveg 47. Valdar ísl. bækur í ágætu bandi. — Góð bók er góð jólagjöf. Marinó Jónsson BÓKA- OG RITFANGAVERZLUNIN VESTURGÖTU 2. Fjölbreyttar leöurvörur fáið þér hjá okkur. Far á meðal bæjarins flottustu SKRIFMÖPPUR úr ekta svínaskinni í sex litum. Athugið þetta áður en þér festið kaup annarsstaðar. Marinó Jónsson BÓKA- OG RITFANGAVERZLUNIN VESTURGÖTU 2.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.