Þjóðviljinn - 21.12.1943, Síða 1

Þjóðviljinn - 21.12.1943, Síða 1
VILJ 8. árgangur. Þriðjudagnr 21- desember 1943. 287. tölublað. ,#Fyrslu Eysfrasalfsvígsföðvarnar" 570 baeír og þorp tekín á 6 dögum Drengur slasast alvar- lega af byssuskoti í jyrradag vildi það slys til norður í Mývatnssveit, að dreng ur, sem var að leika sér að rifjli varð jyrir skoti og sœrð- ist állmikið. Var hann fluttur í sjúkrahús á Akureyri. í fyrradag voru drengir að leika sér með byssu við tún- garðinn að Vogum í Mývatns- sveit og hljóp þá skot í einn þeirra. Var þegar símað til læknis að Breiðumýri og kom hann eins fljótt og kostur var á og bjó um sár drengsins og lét síðan flytja hann í skyndi í sjúkrahús á Akureyri. Stjórn Hlífar sjálfkjörin Verkamannafélagið Hlíf í Hafnarfirði hélt fund í fyrra- dag. Uppstillingarnefnd skil- aði tillögum og komu engar aðrar tillögur fram og var stjómin því sjálfkjörin. Ýmsar samþykktir Hlífar eru birtar á 2. síðu Þjóð- viljans í dag. Rauði herinn hóf fyrir 6 dögum síðan öfluga sókn milli Nevel og Vitebsk. Hefur hann rofið jámbrautar- línuna milli þessara borga. — Þjóðverjar höfðu oft und- anfarið talað um hörð áhlaup Rússa á þessum slóð- um, en Rússar nefndu engin átök þar, fyrr en í gær, að þeir tilkynntu að rauði herinn hefði í fimm daga sókn rofið víglínu Þjóðverja milli Nevel og Vitebsk á um 80 km. breiðu svæði og sótt fram um 30 km. Tekið meira en 500 bæi og þorp, fellt meira en 20 þús. Þjóðverja og tekið a. m. k. 2000 höndum. Flugvél hrapar Um kl. 2,30 í fyrradag hrap- aði fliigvél í nánd við bæinn, kom hún niður skammt fyrir sunnan Grandaveg.' Kom flugvél þessi utan af hafi og flaug yfir Bráðræðis- holtið. Flaug hún mjög lágt yfir bæinn, en þegar kom suð- ur fyrir Grandaveginn missti hún jafnvægið og kom niður á hvolfi. Ekki er kunnugt enn, hversu alvarlegt slysjð hefur verið. Á þessum fyrstu fimm dög- um tók rauði herinn afarmikið herfang af birgðum og hergögn- um, þ- á m. um 106 skriðdreka. Sovétherstjórnin upplýsti, að fjórum þýzkum fótgönguliðsher fylkjum, sem telja um 60 þús. hermenn og einu skriðdrekaher- fylki að auki hefði verið tvístr- að. í gær tók rauði herinn um 70 bæi og þorp í viðbót, m. a. bæ, sem er um 50 km. norðvestur af Vitebsk og um 30 km. frá járnbrautinni milli Vitebsk og Polotsk- Er síðarnefndur bær talinn höfuðmarkmið þessarar sóknar fyrsta sprettinn. Polotsk er þýðingarmikil járnbrautar- miðstöð. Um hana liggur önnur aðalbrautin frá Póllandi til * I Herforingjauppreisn varð í Boliviu í Suður-Ameríku í gær og vann sigur á skammri stundu. Kalla uppreisnarmenn sig „Þjóð- emis-byltingarhreyfinguna“. Forsetinn var tekinn höndum á heimili sínu, og er hann enn í haldi ásamt nokkrum ráðherra sinna. Yfirmaður herforingja- ráðsins og tveir hershöfðingjar hafa og verið handteknir. — Ný stjóm hefur verið mynduð, en ekki er kunnugt um utanríkisstefnu hennar. Er talið, að hún verið lík og áður, en fyrri stjóm hafði allnána samvinnu við stjóm Bandaríkjanna. — Öll blöð em bönn- uð eins og stendur. 1 Boliviu eru einhverjar auð- ugustu tinnámur heimsins og er framleiðsla þeirra Bandamönn- um mjög mikilvæg. Námurnar eru í eigu fáeinna stórauðugra manna, en verkamenn búa við hin aumustu kjör. Hefur hvað eftir annað komið til árekstra milli þeirra og námueigenda, en auðugastur og harðsvíraðast- ur þeirra heitir Simon Patino. Hafa fulltrúar Bandaríkjastjórn ar í Bpliviu einatt reynt að miðla málum síðan stríðið hófst, svo að hin mikilvæga fram- leiðsla tefðist ekki og lagt að námueigendum að sýna verka- mönnunum svolitla sanngirni, en eigendurnir hafa sýnt hina mestu þvermóðsku, er einkum frægt bréf frá Patino, sem hann skrifaði einum af forstjórum sín um, þar sem hann bannaði hon- um að láta í nokkru undan og kvartaði undan „afskiptasemi" Bandaríkjamanna, sem aðeins mundu ala upp í verkamönntim „heimtufrekju“. Hefði að athuguðu öllu á- standi alþýðu í Bolivíu alveg eins mátt búast við byltingu af hennar hálfu. Leningrad auk fleiri járn- brauta. Er bærinn um 35 km. frá fyrri landamærum Póllands, en rúmlega tvöfalt lengra frá landamærum Lettlands. Rauði herinn var sagður vera um 90 km. frá landamærum Lettlands í gær, þar sem hann var lengst kominn- — Góðar horfur eru taldar á því, að rauða hernum muni takast að umkringja borg- ina Vitebsk. f henni skerast jámbrautirnar á milli Smolensk og Polotsk og á milli Mogileff og Nevel, en gildi hennar sem járnbrautarmiðstöðvar er nú orð ið lítið fyrir Þjóðverja síðan Rússar rufu línuna norður til Nevel, en hún hefur verið álitin þungamiðjan í vamarkerfi Þjóð verja á þessum slóðum og er í miklu gildi enn sem slík og verður rauða hernum til stór- mikils hagræðis vegna allra að- flutninga vestur á bóginn, þeg- ar hann hefur náð henni á sitt vald. Þjóðverjar viðurkenna, að árásir Rússa á þessum slóðum séu nú orðnar að stórsókn, og muni tilganeur hennar vera að umkringja Vitebsk og sækja til lettnesku landamæranna. Rússar hrundu í gær hörðum áhlaupum Þjóðverja á Kíeff- vígstöðvunum í nánd við Koro- sten. Fyrir suðaustan Kirofograd gerðu Þjóðverjar tvær harðar árásir og var báðum hrundið við mikið tjón í hði þeirra. Samtals eyðilögðu Rússar 82 skriðdreka fvrir Þjóðverjum í gær og 57 flugvélar. Níðurstaða réttarhaldanna í Karkoff var sú, að hinir þrír þýzku stríðsglæpamenn voru dæmdir til dauða ásamt etnum rússneskum aðstoðarmanni þeirra- — Voru þeir allir teknir af lífi opinberlega í Karkoff í gær. Leikfélagið hefur frumsýn- ingu á hinu nýja leikriti Davíðs Stejánssonar, á annan dag jóla: MMmmrti13 stlpa 9 manna oelal lll að oadlrlii slolooo iMlla Stjórnmálaflokkarnir á Alþingi, sem standa að lausn lýðveldismálsins á næsta ári, Sjálfstæðis- flokkurinn, Framsóknarflokkurinn og Sósíalista- flokkurinn, hafa kjörið nefnd, sem hefur með hönd- um undirbúning málsins fram á næsta þing. Eru í nefndinni 3 menn af hverjum flokki, en tveir full- trúar ríkisstjómarinnar starfa með henni. Þessir eru nefndarmenn: Frá Sjálfstæðisflokknum: Bjarni Benediktsson, Gísli Sveinsson og Ólafur Thors. Frá Framsóknarflokknum: Hermann Jónasson, Hilmar Stefánsson og Jónas Jónsson. Frá Sósíalistaflokknum: Áki Jakohsson, Brynjólfur Bjamason og Einar Ol- geirsson. Frá ríkisstjóminni: Bjöm Ólafsson og Einar Arnórsson. Formannsstörfum í nefndinni gegnir Gísli Sveinsson. Af þessum 11 nefndarmönnum starfa þrír í fram- kvæmdanefnd, þeir Bjami Benediktsson, Einar Ol- geirsson og Hilmar Stefánsson. Bandamenn semja við Tito Það var opinberlega tilkynnt í Alexandríu í gær, að lokið væri ráðstefnu milli fulltrúa Titos marskálks og fulltrúa frá 4 Bretum og Bandaríkjamönnum. Aðeins hemaðarleg mál voru rædd. Náðist fullt samkomulag um, að Bandamenn veittu Júgó- slövum þeim, sem veittu Þjóð- verjum mótspyrnu, fullkominn hemaðarlegan stuðning. Frá höfuðstöðvum þjóðfrelsis- hersins er tilkynnt, að miklir bardagar séu háðir í Bosníu og Kroatíu. Þjóðverjar tala einkum um bardaga í Austur-Bosníu. Eldingu slær niður í loftnet Sá sjaldgœfi atburður gerðist 15. þ. m. að eldingu laust nið- ur í íveruhús á Brokey á Breiða firði. Skemmdir urðu ekki aðrar en þær, að loftnetið slitnaði og út- varpstækið eyðilagðist algjör- Frá Norcflrði 27 útskrifuðust af mótornámskeiði Fréttaritari Þjóðviljans á Norðfirði símaði í gær: Námr skeiði þvi er haldið hefur ver- ið her undanfarið fyrir mótor- ista, er nú lokið. 27 luku prófi og hlutu 11 ágœtiseinkun og 10 fyrstu emkun. Allir stóðust prój ið. Hæstu einkunn hlaut Hallgrím ur Pétursson frá Norðfirði 47% stig en hæsta einkunn sem hægt er að fá er 48 stig, næstur varð Á. Sigurbergsson frá Fáskrúðs- firði með 47% stig og sá þriðji Jósafat Henriksson frá Norð- firði með 44% stig. Eftir ára- mótin hefst mótornámskeið á Patreksfirði. Valdemar V. Snævar, sem gegnt hefur kennara og skóla- Frh. á 5. síðu. lega, er það talin einstök heppni að ekki kviknaði í húsinu. Þegar atburð þennan bar að höndum, var enginn maður við- staddur. Útvarpstækið tættist sundur út um gólf.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.