Þjóðviljinn - 23.12.1943, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 23.12.1943, Blaðsíða 4
ÞJÓÐVILJINN. — Fimmtudagur 23. des. 1943. flÓÐVILJINN Útgefandi: Sameiningarftohkttr aifcúða — Só^alistcflokhtrinn. Ritatjón: Sigartur GuSmundeson. Stjómnjójaritstjóraf: Einar Olgetrsscn, Si. •> Sigurhjartaraon. Ritstjórnarskrifstcli' : Amiurstrœti 12, stmi 2270. AfgreiSsla og augiýsingar: Skólaoöröastíg 19, sími 2184. Prentsmiðja: Víkingsprent h. íiaríastræii 17. Áskriltarverð: í Reykjavík og ígrenni: Kr. i6,ð0 á mánuði. — Úti á landi: Kr. 5.0C á mánuði. slðllstzlt Flll Fimmtudagur 23. des 1943 — ÞJÓÐVILJINN. Kórea er sá hluti af meginlandi Asíu, sem er næstur Japan. Landsins var getiö í heimsfréttunum fyrir skömmu, er birtar voru nokkrar af ákvörðunum ráöstefnu þeirra Churchills, Roose- velts og Sjang Kajsjek í Kairo. Var þá tilkynnt, aö þeir heföu veriö sammála um, aö Korea skyldi hljóta sjálfstæði aö stríÖ- inu loknu. Höfundur greinarinnar er bandarískur blaöamaöur. „Skammar nær“ Sundrungin hefur löngum þótt þjóðarógæfa íslendinga. Hörmu legast hefjur það þó Verið þegar sundrungin innbyrðis hefur verið svo rík að ekki hefur einu sinni verið staðið á verði um sjálfstæði landsins gagnvart erlendum aðiljum. Öll reynsla íslenzku þjóðar- innar kennir henni, að hvað sem á dynji innanlands, hvernig sem barizt sé þar og brotizt um, þá sé það þó skylda allra íslendinga að standa sem einn maður á verði um sjálfstæði lands og þjóðar. En nú er allt í einu komin upp rödd meðal íslendinga, sem telur það til skammar fyrir þjóðina að standa sameinuð út á við um stofnun lýðveldis, fyrst hún sé ekki sameinuð í ákveðnum inn- anlandsmálum. Þessi rpdd lét til sín heyra í Alþýðublaðinu í,gær, örg og reið yfir einingu þjóðarinnar og skammaðist svo.: „En ætli okkur væri ekki skammar nær að reyna að ráða fram úr því öngþveiti, sem nú ríkir á okkur á öllum sviðum og sýna á þann hátt að við séum færir um að standa á eigin fótum og eigum það skilið að vera sjálfstæð þjóð, áður en við förum að flagga með skilnaðinum við Dani og stofnun lýðveldisins hér á landi?“ Það er bezt að taka einu sinni „röksemdir“ þessa vesæla sundr- ungarmálgagns alvarlega og skulu þær hú tættar sundur lið fyrir lið.: Það er tvennt, sem Alþýðublaðið færir aðallega sem rök að því að hér ríki slíkt öngþveiti að yér yrðum fyrst að ráða bug á því áður en yér förum að koma fram með sjálfstætt lýðveldi. Annað eru milljónauppbæturnar. Hitt er það að felld skuli hafa verið 9 V2 milljón króna tillaga Alþýðuflokksins um framlög til fiskiskipa- kaupa. Um þetta tvennt er eftirfarandi að segja. í ágúst 1942 voru samþykktar uppbætur á útfluttar landbún- aðarafurðir, er reyndust að vera 1514 milljón króna. Alþýðuflokk- urinn var með þessum uppbótum. Þá var hraðvaxandi dýrtíð, — „öngþveitið“ sízt minna en nú. — Og þá lýsti Alþýðuflokkurinn síg reiðubúinn til þess að samþykkja lýðveldisstjórnarskrá, er tæki gildi í síðasta lagi 17. júní 1944. Þetta er því alveg ný-aðkomin „röksemd“ fyrir því að ísland megi ekki verða lýðveldi, sem Alþýðublaðið kemur hér með. Þá er fiskiskipatillagan, sem ennfremur á að sanna að íslend- ingar séu ekki færir um að vera sjálfstæðir. Tveim til þrem vikum áður en Alþýðuflokkurinn flutti sína tillögu um 914 milljón krónur til fiskiskipakaupa, hafði Sósíalista- flokkurinn við 2. umræðu fjárlaganna flutt tillögu um 10 milljón- ir króna framlag í þessu skyni. Þá-mundi Alþýðuflokkurinn ekki betur eftir því að samþykkt svona tillögu væri skilyrði til þess að íslendingar mættu vera sjálfstæðir en svo, að Alþýðuflokksþing- mennirnir greiddu jafnvel atkvæði á móti þessari 10 milljón króna — tillögu! — En svo virðast þeir hafa áttað sig á eftir og fluttu við næstu umræðu sjálfir tillögu um 914 milljón! — Og nú eiga íslendingar samkvæmt kenningu Alþýðublaðsins ekki að geta verið sjálfstæðir, af því þeir samþykktu ekki 914 mill- jón króna tillöguna!! Það er ef til vill fátt sem sýnir betur rökþrot undanhalds- manna en þessi fúkyrði. Alþýðublaðsins og hve gersamlega skiln- ingslaus þessi Alþýðublaðslýður er á rétt íslendinga til sjálfstæðis. íslendingar hafa jafnan rétt til þess að vera sjálfstœtt lýðveldi, hvort sem þeir stjórna málum sínum vel eða illa. Það er ekki ann- arra þjóöa að dœma i því máli. Óstjórn og öngþveiti í fjárhags- málum vorum kemur oss sjálfum í koll, en það sviptir oss ekki rétti til sjálfstæðis. Aðrar þjóðir hafa sízt stjórnað sínum málum betur, þó stœrri séu og hafi betri aðstöðu. Bandaríkjamenn, sem sjálfir geta fullnægt sér með flestallar vörur, stjórnuðu sér ekki betur en svo 1930—33 að þar voru þá 12—20 milljónir atvinnuleysingja og milljónir bænda komust á vonarvöl. — Enginn áleit að Bandaríkjamenn ættu ekki rétt á að hafa sitt sjálfstæða lýðveldi þrátt fyrir þetta öngþveiti þeirra. Englendingar höfðu fram á síðustu ár þrjár milljónir afvinnu- leysingja, en samtímis svo ómöguleg híbýli fyrir verkafólk sitt, að hneyksli er að um allan heim. — Engum dettur í hug að efast um að Bretar séu færir um að stjórna sér sjálfir engu að síður — og hafi fullan rétt til þess. Og þó Danir hendi sínu ágæta kýrkjöti, Bandaríkjamenn helli Kóreanski drengurinn faldi sig i heyinu, þegar japanski hermaður- inn kom inn í hlöðuna. Hérmaður- inn sparkaði í hænu, sem lá þar í hreiðri og tók upp egg. Hann stakk gat á það með prjóni og saug allt úr því, lét það svo aftur á sinn stað Og skálmaði út. Drengurinn, sem nú er orðinn fullorðinn maður og þátttakandi í samtökum, sem berjast fyrir sjálf- stæði Kóreu, sagði mér þessa sögu fyrir skömmu í Washingtön og bætti við: „Það, sem hermaðurinn gerði við' eggið, hefur Japan gert við land mitt“. Ilið hæga, vandlega skipulagða rán á Kóreu sýnir hvers herteknar þjóðir mega vænta af Japönum. Kórea er fjöllóttur skagi, er stend ur út úr Mansjúkúó í áttina til Japans, og eru rúmlega, 200 km. á milli skagans og höfuðeyjar Jap- ans. :— Japanar hafa lengi skoðað skagann sem brú fyrir sig til meg- inlands Asíu og leið sína til land- vinninga. Þeir náðu henni með svikum. Árið 1004, þegar Japanar réðust á Rússa, leyfði kóngurinn í Kóreu japönskum hersveitum að fara yfir land sitt gegn því að Jap- anar uudirrituðu sáttmála þess efn- is, að Japan ábyrgðist sjáífstæði Kóreu. En eftir stríðið sat japanski herinn k.yrr, og árið 1910 lögðu Jap- anar landið undir sig. Fyrir hertökuna var Kórea kyrr- látt og friðsamt land, byggt smá- bændum. Búskaparhættir voru úr- eltir, en allir höfðu nóg að bíta og brerina og dálítið fram yfir það. í borgunum voru bankar, góðar verzl anir og blómlegur smáiðnaður. Nú, eftir 33 ára stjórn Japana, er þjóðin döpur og beisk í skapi og fátækari og hungraðri en nokkru sinni fyrr í sögu sinni. Landinu er stjórnað af japönskum hershöfð- ingja, sem ræður yfir lífi þegnanna. Eitt orð frá lionum nægir sem dauðadómur. Vald sitt byggir hann á 400 þúsundum japanskra her- manna og lögregluþjóna. Kóreumenn eru sviptir hinum sjálfsögðustu mannréttindum. — Þeim er bannað að tala móðurmál sitt. Kóreönsk nöfn eru lögð niður, en japönsk tekin í staðinn. Land- ið sjálft nefna Japanar Tsjósen. Áður en Japanar koínu, voru vændiskonur raunverulega óþekkt fyrirbrigði þar. Nú eru fleiri port- konur í Kóreu en í nokkru öðru landi heimsins, að Japan undan- skildu. Jafnvel enn svívirðilegri er verzlun Japana með koreanskar stúlkur. Dr. Horace H. Underwood, fyrrverandi rektor Kristilega Há- skólans í Kóreu, upplýsir, að hann og fulltrúar hans hafi talið að með- altali 1000 kórenskar stúlkur, sem voru fluttar á mánuði hverjum um hina litlu höfn í Antung á leið til japanskra hermanna-hóruhúsa í Mansjúkúó og Kína. Flutningurinn um aðrar hafnir landsins vaf jafn- vel ennþá meiri. Auði landsins hefur verið sópað yfir til Japans með algjöru skevt- ingarleysi um afkornu íbúanna. Við göturnar í Seoul, höfuðborg Kóreu, eru aðeins japanskar búðir með jap önskum vörum. Verzlunarmennirn- ir eru allir japanskir og sþniuleiðis hið vel klædda fólk á gangstéttun- um. Kóreumennirnir ganga um og bjóða grænmeti til sölu, draga flutn ingavagna og bera þungar byrðar. Japanar liafa sölsað undir sig bank- ana. námurnar og fjóra fimmtu hluta af ræktanlegu landi. Fyrir bændurna, sem eru 80% af þjóðinni, hefur hertakan þýtt skipu legt rán á hverju eínasta heimili. Það byrjaði sem leit að vopnum, en varð brátt beint rán á öllum verðmætum. Er nú svo komið eftir þrjá áratugi, að Kóréumenn mega heita öreigar. Japanskir borgarar náðu undir sig landinu með „löglegum aðferð- um“', — þungum sköttum, óskap- legum gjöklum fyrir áveituvatn og lánum með allt að 70% vöxtum. Nálægt 18 milljónúm landsbúa af samtals 23 milljónum eru orðn'ir leiguliðar og landleysingjar. Meðal- hluti leiguliða af uppskerunni veit- ir honum um 65 króna árlegar tekj- ur, þegar frádrættir hafa verið gerð- ir. Og ef uppskeran af landinu er ekki eins mikil og yfirvöld krefjast, verður leiguliðinn e. t. v. sendm' nauðugur til að nema land i Man sjúkúó. Japönskum landbúnaðarsérfræð- ingum hefur tekizt að tvöfalda uppskeruna frá því, sem hún var fyrir 1910. Samt sýna opinberar skýrslur, að Kóreumenn fá hálfu minrr'a að eta núna en fyrir hertök- una. Þeir rækta beztu rísgrjóu í heimi, en ei-u neyddir til að selja hann japonskum kaupmönnum. — Kóreumenn borða rísgrjón aðeins einu sinni í viku, — um tvo hnefa á mann, blandaða maltkorni. Sex daga vikunnar draga þeir fram 3íf- ið á ódýru korni, sem er flutt inn frá Mansjúkúó. Á hverju vori ráfa milljónir bændafjölskyldna uppi í hrjóstrug- rim hlíðum fjallanna. og rífa upp rætur og börk til að forðast hung- ur dauðann. „Það er land vorhung- ursins“, skrifar japanski landstjór- inn í ársskýrslu sína. En ber ekki fram neina lausn. — Eina hjálpin kemur frá keisaralegum grasafræð- ingum, sem gefa út skrá yfir ætar villi jurtir! Japanar sýna þjóðinni stökustu fyrirlitningu á öllum sviðum. A póstáfgreiðslustöðvum, járnbrauta- stöðvum, alls staðar þar, sem fólk verður að bíða í röð eftir afgreiðslu, verður að afgreiða Japana fyrst. „Það eru sérstakir skólar fyrir „óæðri kynþáttinn“. Flestir kennar anna eru japanskir karlmenn, sein standa frammi fyrir nemendunum, girtir sverði, og láta það greinilega í Ijós, að tilgangur menntunarinnar sé, að ala upp „góða og holla þegna fyrir keisarann“. mjólkinni í þúsunda tonnatali í sjóinn eða Bretar eyðileggi skipasmíðastöðvar sínar í stað þess að byggja skip, — þá hefur það ekki frekar áhrif á rétt þessara þjóða til þjóðfrelsis en hitt hefur áhrif á rétt vorn íslendinga að vér gerum önnur eins hneyksli eins og að urða kjöt í Hafnarfjarðarhrauni, borga upp- bætur til stórbænda og fella það að leggja fram fé til fiskiskipa- kaupa (— og eru Alþýðuflokksþingmenn samsekir um hvort- tveggja hið síðartalda). Öngþveiti og illri stjórn verður sízt mælt bót. En svo illa er samt ekki stjórnarfarið orðið aftur hér á íslandi eins og þegar Alþýðuflokkurinn sat í þjóðstjórninni. En þeim mönnum, sem leggjast svo lágt að véfengja rétt þjóð ar sinnar til þjóðfrelsis, verður enn þá síður bót mælt. Enda kyrja nú hjáróma 'raddir þeirra Alþýðublaðsmanna líksöng Alþýðu- brauðgerðarflokksins með 'þeirri vesalmennsku-afstöðu, sem þeir nú hafa tekið í lýðveldismálinu, þegar þjóðin fagnar því að aðalflokkar hennar skuli þó a. m. k. geta staðið saman út á við, þó sundrungin sé enn svo rík í innanlandsmálum sem raun ber vitni um. bráðabirgðastjórn. — Að lestrinum loknum hrópaði fólkið: „Kórea í tíu þúsund ár!“ Japanar sýndu nú, hvað þeir eru heimskir stjórnendur. Þeir bældu þessa barnalegu uppreisnartilraun niður með óskaplegum hrottaskap. Ríðandi lögreglumenn réðust á mannfjöldann, er ekki veitti neina mótspyrnu. Hermenn skutu á hópa skólabarna, sem veifuðu kóreönsk- um fánum. í tveimur tilfellum var kveikt í kristnum kirkjum og skot- hríð beint að söfnuðunum, þegar þeir reyndu að flýja. Um 300 þús- undir manns voru handteknir. Hin- ir drepnu voru taldir vera milli 5 og 7 þúsund. Árið 1923, eftir landskjálftann í borginni Jókóham í Japan, var logið upp þeim orðrómi, að Kóreu- menn í Japan væru að ráðgera að nota sér ástandið til að koiriá frarn hefndum. Hófust þá grimmilegar ofsóknir gegn þeim. Brezka alfræði- orðabókin telur, að um 9 þúsundir karlmanna, kvenna og barna hafi verið myrtar. Eru þetta einhver hryllilegustu múgmorð í sögu nú- tíma þjóða, áður en Þjóðverjar hófu hina skipulögðu útrýmingar- herferð sína á meginlandi Evrópu. En Japönum hefur ekki ennþá tekizt að sigra koreönsku þjóðina eða ala hana upp eins og þeir vilja. Sönnun þess er, hvað þeim hefur algjörlega mistekizt að knýja hana til herþjónustu. Tilraun var gerð til þess árið 1937. Voru þá um 400 ungir Kóreumenn teknir í herinn og sendir til Kína. Eina nótt drap hópur af þeim hina japönsku for- ingja sína. Japanar endurtóku ekki tilraunina. Hundruð þúsunda af Kóreu- mönnum eru skipulagðir í leynifé- lögum. „Kóreumenn eru að eðlis- fari hæglátir og umburðarlyndir“, segir Kim San, kóreanskur upp- reisnarforingi, „en það er engin Kóreumönnum er jafnvel neitaðlreiði jafnægileg og reiði þolinmóðs um trúarbragðafrelsi. Japanir fyr-! manns, sem liefur verið kvalinn of irskipa, að í hverri skólastofu og állengi. Varið ykkur á hinum góð- hverju heimili verði að vera a. m. lyrida vatnsuxa!“ k. citt vel hirt Sjinto-helgiskrín. — Sjinto-trúin kennir, að japanski keisarinn sé guðleg vera. Kristnir prestar í Kóreu hljóta illa meðferð. Einn þeirra sagði í prédikun: „Guð er hinn eini skapari heimsins“. — Þessi ummæli voru af lögreglunni skoðuð sem uppreisnaráróður, og hélt hún prestinum í fangelsi í 4 ár. Mörg hundruð annarra kristinna presta hafa setið í fangelsum fyrir trú sína. En frelsisþráin hefrir ekki verið brotin á bak aftur. Árið 1919 gerði þjóðin einhverja einkennilegustu og einfeldningslegústu byltingu sög- unnar. Tvær miljónir karla, kvenna og barna, sem voru óvopnaðar og höfðu skuldbundið sig til að beita hvorki bareflum né grjóti, söfnuð- ust saman á torgum borga og þorpa og hlustuðu á upplestur sjálfstæð- isyfirlýsingar, sem samin hafði ver- ið af hinni útlægu, kóreönsku Hin margumtalaða bók: ¥■■ íslands Fafa Morgana Eggerts Stefánssonar, sem hann las upp úr í út- varpinu í sumar, og hr. alþingismaður Kristinn And- résson segir um: „í lífi og dauða stend ég með þess- ari bók“, fæst í fáum eintökum í Bókabáð Lárusar Blöndal » :l I '.Vi rTTFl Súðin Burtferð kl. 12 á hádegi á þriðja í jólum. Esja Bókaverzlanir eru nú að enda við að selja síðustu eintökin af DEGI í BJARNARDAL, HVESSIR AF HELGRINDUM, ENGIN LEIÐ ÖNNUR. Hjá útgefanda eru þessar bækur þrotnar. Hjá sumum bókaverzlunum eru aðeins til nokkur eintök innbundin, en hjá öðrum ekkert og af óbundnum eintökum eru örfá til. Eru nú síðustu forvöð að eignast hið sígilda listaverk um B J ARN ARD ALSF ÓLKIÐ. austur um land til Siglufjarðar milli jóla og nýárs. Flutningi til hafna frá Fá- skrúðsfirði til Siglufjarðar og Akureyrar veitt móttaka á mánudag. Pantaðir farseðlar óskast sótt ir á þriðjudag. Rifsnes Tekið á móti flutningi til Hornafjarðar, Djúpavogs, Breið- dalsvíkur og Stöðvarfjarðar á mánudag. Þór iiiiiimiiiiun Til Vestmannaeyja á miðviku dag. Flutningi veitt móttaka á þriðjudag. F. F. S. F. F. S. Dansleikur að Hótel Borg 2. jóladag kl. 10 e. h. — Dökk föt. Aðgöngumiðar seldir sama dag á Hótel Borg (suð- urdyr) kl. 4—6 e. h. Borðpantanir afgreiddar hjá þjónunum. lllllllllll*mumml*,•l,*,*,,,,,,,,",,,,,,,,, ■iiiim ...iniHMiiiiimniiiiiiiiiiuimiiN Sverrir Japanar flytja inn frá Kóreu mik ið af rísgrjónum sínum, fiski, baðm- ull, járni, kolurn, svörtu blýi, mag- nesium og alúmíníum. Þeir hafa stofnað þar flugvélaverksmiðjur og kemiskar verksmiðjur. Um 500 þús undir Kóreumanna vinna í nániun- um og verksmiðjunum. Það eru miklar ástæður til að halda, að ver- ið sé að skipuleggja þá og aðra Kóreumenn til að vinna skemmda- verk einn góðan veðurdag, þegar það kemur Japönum verst. Nú þeg- ar hefur járnbrautaslysum og verk- smiðjubilunum fjlögað einkenni- lega mikið. Loftárás Bandaríkj- anna á Japan var samstundis fylgt eftir í Kóreu með eyðileggingu púð- urverksmiðju og nokkurra olíu- geyma. Nýskipun Japana byrjaði í Kó- reu, og líklegt er, að Kóreumenn eigi eftir að eiga mikinn þátt í að Ibinda endi á hana. Kaupið Jólablað Þjóðviljans! Hvítra manna land Framhald af 2. síðu. þak yfir sig og sína. Þátturinn er ekki skáldsaga, heldur e. k. annáll með stuttum athugasemd um um réttlætið. Dæmi. „Brenndur á Alþingi IjUssí Diðriksson úr Arnarfirði, gamall. maður, meðgekk ekki (annáil). Vesalirigs Lassi gamli, livers vegna meðgekkstu ekki? — Einninn var brennd Þuríður Ól- afsdóttir og sonur hennar á Vest fjörðum, óhæfu kindur. Ó, þú voldugi dómari!“. Hér á ekki við að rekja efn- isþráð smásagnanna, menn eru ekkert of lengi að lesa þær. Sögurnar Hvítra manna land og Hvar er konan? koma við kaun þeirra, sem hafa stjórnmál- að starfi, en losna úr lifandi tengsl- um við almenning og bregðast hlutvex'kinu. Gesturinn í verinu er góð mynd af móttökum við erlendan flóttamann. Hinar sög- urnar eru prýðilega gerðar myndir úr hversdagslífi ver- stöðva fyrir vestan. Með bókinni eykur Gunnar við það góða orð, sem hann átti fyrir. Björn Sigfússon Karlm.-Bindisett Drengja-Bindisett Hálsbindi Seðlaveski Buddur Ullartreflar Náttföt Prjónasilkinærföt Skinnhanzkar Verzlun H. Toft Skólavörðustíg 5 Sími 1035. Tekið á móti flutningi til hafna frá Patreksfirði til ísafjarðar á þriðjudag. Undirföt Náttkjólar Náttjakkar Samfestingar Rúmábreiður Veski og töskur Bridgesett Telpukjólar á 2—4 ára Ilmvötn Snyrtivörur Kjólakragar Verzlun H. Toft Skólavörðustíg 5 Sími 1035 DAGLEGA NY EGG, soðin og hrá Kaí f isalan Hafnarstræti 16, Hringið í síma 2184 og gerizt áskrifendur- ÞIÐ Þýðing eftir Steingrím Thorsteinsson. Þúsund og ein nótt kom svo seint á markaðinn og selst svo ört, að vér getum því miður ekki svar- að allri eftirspurn eftir bókinni nú fyrir jólin. En dagar koma eftir þessi jól,og nokkuð af upplaginu fæst innbundið, bæði í skinn og rexín, strax eftir hátíðarnar. Þér getið því gefið Þúsund og ein nótt í jólagjöf, þó að þér fáið bókina ekki afgreidda fyrir jólin. Þér þurfið ekki annað en leggja inn pöntun hjá bóksalanum, sem þér verzlið við, eða tryggja yður bókina beint frá Bókabúð Máls og menningar, sem hefur umboðssölu á Þúsund og ein nótt. \ Þúsund og ein nótt er og verður jólabókin. BÓKAÚTGÁFAN REYKHOLT. sem vinnið fram eftir í nótt. Hafið ekki áhyggj- ur af matnum. Við höf- um: Soðið Hangikjöt. Soðið nýtt kjöt. Soðin svið. Steiktar Kotelettur, og brúnaðar kartöflur. Blóðmör, Lifrarpylsu o. fl. Verður er verkamaður- inn launa sinna. Verzl. Kjöt & Flskir Símar 4764 og 3828. DEN NORSKE KANTINE, 2. JULEDAG. Kl. 16.00 Juletrefest for Norske barn. Kl. 20.30 Juletrefest foi1 Sjöfolk. •uiiiiiiuiiiiiimuiiiiiiiiiiiiiiiiiuiiiuiuuuMiiiuiiniiuiiiiiiiiiiciiiiiMiitHiiiiiiiiiiiiiuiiuimuuiiuiuiimMuuitiiiniiiiiiiiiuuiuii Jóladansleikur S. G. T. í Listamannaskálanum verðúr annan jóladag kl. 10 sd. GÖMLU OG NÝJU DANSARNIR. Aðgöngumiðar fást enn í skálanum í dag (fimmtudag) kl. 5—7, sími 3240, og annan jóladag kl. 1—2 e. h., ef nokkuð verður þá eftir. Dökk föt áskilin. GAMLÁRSKVÖLDSDANSLEIKUR verður auglýstur nánar milli jóla og nýjárs- • ••••••••••••••••••••••••••••••••••; d>• • tiiuiuuiuiiiuiiiiHiiiuuiuiiiuiuiimiuuuuiiiiiuuiitiiimiitiuiiuiiiiiiiiuiuiiiiiuiHiuiiiiiuiuiiuiiiiiiuiuiuiiiiiiiiiiuiuiivui.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.