Þjóðviljinn - 24.12.1943, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 24.12.1943, Blaðsíða 7
5 ÞJÖÐVILJINN ozn w$$ow Guðspjall um frelsun lýðsins „Venð áht&ááir, ’því sjá, ég hoÖa yöur i¥iikinn fögn- uð, sem ’veitast mun öllum lýtnuWt.....jreisari fœdd Ut .... í borg Davíös. Ög hafið þetta til marks: Þér múnuð finna Ungbarn reifaö og liggjandi í jötu“. Og hirðarnif sáu þau leiftur í skýjUm himins, sem boðuðu eigi þrumur og toftíifting, heldur frið á jörð. Þetta er boðskaþ'urinn, sem gerir jól í mannheimi, jól heinVá um ból. Til sonnunar undraboðskapnum er 'aðeins þetta sagt: Þér munuð finna ungbarn reifað og liggjandi í jötu í borg Davíðs. Ósjálfbjarga Öreiga- barn, sem hrakið er úr hibýlum í skepnukofa, þótt því beri að rétlU arfur Davíðs konungs, er eitt nóg til að s'ánna komu friðarríkis og frelsis — í barninu er frelsari fæddur. Einhver sagði, að engum hlotnaðist guðsríki, nema hann veitti því viðtöku eins og litlu barni, og hverj- um, sem veitir reifabarni og voninni um þroska þess viðtöku af alhug, finnst sér um leið hafa hlotnazt guðB- ríki. Blekkir sú tilfinning, eða er hún framtíðarskyggni? Hún blekkir ekki Einar forföður okkar í Nesi, þegar hann orti Vöggukvæði sitt: „Nóttin var sú ágæt ein“ — pg tvinnaði saman hugsanir um börn sín í örbirgð- inni og jötubarnið í Davíðsborg. Skyggni hennar var gefin Einari þeim, sem orti um regnbogaeðli sívíkj- andi fyrirheits um frelsi mannsbarna: Frelsisins eilífa, eggjandi von, sem ættlöndin reisir og skipar þeim vörð. þú blessar við arininn son eftir son, þú- sættir hjartað við þessa jörð. Víkjandi blána þíns fyrirheits foldir, — f jallbláar, hátt yfir allar moldir, — og fagnandi lýð, gegnum lífið og stríðið, þú leiðir undir þinn græna svörð. Lestri jólaguðspjalls fylgir útlegging hverja jóla- nótt við hæfi og skilning samtíðar. Stundum er útlegg- ingin líka gerð til að villa kristna menn í aðalatrið- unum við öreigafæðing uþpreisnarmannsins frá Naza- ret, jatan flúruð og ilmuð gulli, myrru og reykelsi ein- hverra vitringabjána- fyrri og síðari alda. Samt er hún alltaf jata úr grjóti og fjölurn, og barnið er alltaf pilthnokkinn, sem átti fyrir sér að vaxa upp í svo óvirtu útkjálkaþorpi, að um hann vaxinn spurðu menn einungis þessa: „Getur nokkuð gott komið frá Nazaret?“ Þar, með þjáðri alþýðu, átti mannssonurinn að vaxa og ekki í borg Davíðs. Þar átti mannseðli hans að ná því hástigi, að hanh várð öllum sambærilegum um- bótaleiðtogum. djúpsærri á mennska eiginleika og á sjálfsfórnarnauðsynina í þeirri baráttu, sem enginn veit, nær vinnst. Þetta var það, sem átti uppsprettu í jötunni og í Nazaretþorpinu. Þessvegna er guðspjallið um fæðing þessa manns» sonar eilíf uppspretta fágnáSái- óg Voná. Þéssvegná er frelsi til þess við vöggu hvers öreigabarns að dreyma um göfugustu hlutverk handa því í mann- heimi og um framtíðarsigra, sem fagnandi, hnígandi baráttulýður mun vinna, þótt hann hverfi undir græna jörð, Af þvi myrkrið aftur snýr, ‘ ofar færist sóí, því eru heiiög haidiri hverri skepnu jól, Hátíð ljóssins heita þau af því, að skammdegis- myrkrið sortnar þá ekki né lengist framar, heldur tekur að hörfa. Hátíð ljóssins heita þau einnig af því, að með kristninnp hefur þrátt fyrir skuggahliðar breiðzt sú ljóstrú um Vesturlönd, að allir eigi jafnan rétt til lífsins og birtunnar og til einskis sé manni að eignast allan heiminn og bíða andlegt tjón á því. Frumglæðir þess ljóss eða ljóstrúar var timburmanns- sonurinn frá Nazaret, eins og sungið er um í fegursta jólasálmi okkar. Það svíkur engan að sökkva sér í ljóðið og lagið „Heims um ból“. Sveinbjörn Egilsson orti þar upp þýzka sálmjnn „Stille Nacht“, er Jósep Mohr gerði á jólanótt 1818. Sumt í orðum Sveinbjarnar er hið venjubundna kirkjumál (signuð, mannkind, andlegur seimur (gull = máttur trúarinnar), en sumt berg- mál fremstu íslenzku skáldanna. Bjarni Thorarensen segir í eftirmælum: „Er hún nú frjáls/ farin að hitta/ ljóss og lífs/ lávarð helgan“, og þessvegna liggur Sveinbirni næst að kalla mannssoninn í jötunni lá- varð heims, konung lífs vors og ljóss — og hefði getað hitt á lakari orð. Eins og Bjarni sýnir með orðinu „frjáls“ (leturbr. hér) og Sveinbjörn með því að kalla sannleikskonung sinn „frelsisins lind“, lifandi brunn, sem gefur andlegan frelsismátt, er heimslávarður þeirra enginn venjulegur valdhafi, heldur lausnari undan valdkúgun heimsins. Sá skilningur á lausnar- anum er það, sem Sveinbjörn tekur óbreyttan úr þýzka sálminum frá 1818 og leggur í íslenzku orð- in með látlausri, heitri list:

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.