Þjóðviljinn - 24.12.1943, Blaðsíða 13

Þjóðviljinn - 24.12.1943, Blaðsíða 13
ÞJÓÐVILJIN N 11 Mamma spurði, hvað það væri og sagðist vera hrædd um, að það væri einhver óþarfi. Margrét sagði, að það væri leyndarmál, sem enginn í heiminum mætti vita fyrr en á aðfangadag, en það væri ekki hesturinn. Þegar hún var búin að biðja oft og vel og vera ákaflega dugleg, fékk hún að eyða úr aurabauknum. -----Á aðfangadagskvöld kom Sigrún og mætti Mar- gréti í stiganum. Sigrún var svo móð, að hún gat varla talað. „Hérna er jólagjöf handa þér. Það er hann Glófaxi. Mig langaði ekkert til að eiga brúðuna“. Hún rétti Margréti hestinn, en Margrét fór að hágráta. „Langar þig ekki til að eiga brúðuna? Ég er búin að kaupa hana handa þér. Og þetta voru einu peningarnir, sem ég átti“. „Nei, elsku, elsku.----Ég sagði þetta bara. Keypt- irðu hana Laufeyju? Ég ætla að eiga hana þangað til ég verð stór og gefa börnunum mínum hana og segja, að hún sé frá þér. Já, og svo ætla ég ekki að kalla hana Lauf- eyju, heldur Margréti, í höfuðið á þér“, sagði Sigrún. Margrét hætti að gráta: „Þakka þér ósköp vel fyrir hestinn. Ég ætla að eiga hann þangað til ég verð stór og gefa börnunum mínum hann. — En ég get, held ég, ekki kallað hann Sigrúnu“. Jólasveinar einn og átta Trúið þið því, að jólasveinarnir séu til? Því trúðu börn- in í fyrri daga. Fullorðna fólkið sagði þeim það til að hræða þau. Jólasveinarnir hér áður voru ekki í fallegri, rauðri kápu með poka á baki, fullan af gjöfum handa börnunum. Þá hefði enginn haft beyg af þeim. Vitið þið, livað þeir voru margir og hvað þeir hétu? Þeir hétu: Gluggagægir, Gáttaþefur, Bandaleysir, Potta- sleikir, Pönnusleikir, Hlöðustrangi, Ketkrókur, Kertasník- ir og Lampaskuggi. Þeir komu ekki færandi hendi, jólasveinarnir, í þá daga. Þeir voru, eins og nöfnin benda til, sársvangir sjálfir og gráðugir i allt matarkyns. Þá var oft lítið til að borða, og það er trúlegt, að börnin hafi verið hrædd um matinn sinn fyrir þeim. Jólasveinarnir komu níu nóttum fyrir jól og fóru á þrettándanum. Svona voru jólasveinarnir í gömlu, íslenzku þjóðtrúnni. Jólasveinarnir voru alls staðar nálægir. Ef hurð stóð í hálfa gátt, þá var Gáttaþefur kominn þar til að gægj- ast inn. Það var þægilegt fyrir hann, því að frammi í göngunum var oftast skuggsýnt. Það var sums staðar ekki siður, að breiða fyrir glugg- ana á kvöldin. Þess þurfti ekki, því að á sveitabæjum er ekki alltaf ókunnugt fólk á gangi úti fyrir, eins og í Reykjavík. En þá var bærilegt fyrir Gluggagægi, að liggja í bæjarsundinu og horfa inn í baðstofuna alla kvöldvök- una. Lampinn hékk í sperrunni eða niður úr mæni. Upp í ræfri var skuggsýnt. Þar gat Lampaskuggi falið sig og séð allt, sem fram fór. í búrinu var Pottasleikir og allir hinir, sem voru sí- svangir. Sá, sem fór út í lilöðu til að taka kúaheyið, gat átt von á, að Hlöðustrangi sæti uppi á stabbanum. Og þegar komið var í fjósið, kom það fyrir, að einhver kýrin var laus. Þá hafði Bandaleysir verið þar að verki. Væri ekki garnan að teikna alla þessa karla, þó að þeir hafi aldrei verið til? uiMiiiuiiiiiiiiiuiiiiuuiiiiiiiiuiuiiuiuifuiiiiiiMimuiiiiiiMiiiiiiiiiniMiimiiiiiiiiiiiiiiitfiiHiiiiiiiiniiii Þetta eru engir jólasveinar, þó myndin lenti á þessa blað- síðu, heldur dugleg böm í leilcjimi!

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.