Þjóðviljinn - 28.12.1943, Page 2

Þjóðviljinn - 28.12.1943, Page 2
2 Þriðjudagur 28. desember 1943 þjC 'V' .j: .i:» Tíllöqur atvinnumðlanefndar Reykjavíkur Hér birtist niðurlag á skýrslu atvinnumálanefnd ar Reykjavíkurbæjar 1943. TILLÖGUR í fyrsta lagi má benda á þaö, aö allmargt utanbæjar- manna mun nú vera starí- andi í bænum, og stöðugt á- framhald virðist vera á fólks- flutningi til bæjarins, þrátt fyrir tilfinnanlegt húsnæöis- leysi og þær hömlur, sem lög- gjöfin hefur lagt á búsetu ut- anbæjarmanna í bænum. Um leið og nefndin vekur athygli stjórnarvalda bæjarins á þessu atriði, vill hún jafn- framt bera fram eindregin tilmæli um að tryggt verði, að núgildandi húsaleigulögum sé framfylgt. Þær ráðstafamr, sem bæjar félagið getur gert til þess að ráða bót á atvinnuleysi í vet- ur, geta aðeins verið fólgn- ar í auknum framkvæmdum af þess hálfu. Hins vegar get- ur bæjarfélagið gert ýmsar aðrar ráðstafanir í því skyni að koma í veg fyrir, að at- vinnuleysi skapist í framtíð- inni í bænum, t. d. með því að stuöla að bættum skilyrð- um fyrir lífvænlegan atvinnu rekstur bæjarmanna. Nefndin vill að endingu benda á tvenns konar fram- kvæmdir, sem hún telur að bæjarfélagið þurfi að vera við búið að geta hafizt handa um: Framkvæmdir, sem þeg- ar eru orðnar aðkallandi og framkvæmdir, sem eiga að stuðla að eflingu atvinnulífs- ins í bænum í framtíðinni. Með fyrri flokknum má telja framkvæmdir eins og gatna- gerð og byggingarstarfsemi, með þeim síðari umbætur á höfninni, ræktun og undir- búning skipasmíðastöðvar. Margar götur ' bðejarins þurfa nú gagngeröra umbóta viö, og eftir er að ganga frá f jölmörgum götum svo að þær geti talizt viðunandi. Bærinn getur heldur ekki dregið að ráðast í ýmsar bygg ingarframkvæmdir, sem þeg- ar eru orðnar aökallandi. í þessu sambandi skal vakin athygli á, aö um land ríkis- ins í Kópavogi og þar í grennd, sem margir bæjar- menn hafa nú tekið til af- nota, vantar tilfinnanlega vegi. Má benda á, að æskilegt væri að stjórnarvöld bæjarins beittu sér fyrir því, að hafizt verði handa um lagningu nauösynlegra vega um þetta land. Lagfæring þarf og að fara fram á lóð sjómanna- skólans, sem nú er í bygg- ingu. Ber ríkinu að sjálfsögðu að standa straum af kostnað- inum við þessar framkvæmd- ir. Skógræktarstjóri hefur, fyr- ir hönd Skógræktarfélags ís- lands, látið þess getið í bréfi til nefndarinnar, að félagið muni í vetur hafa á reiðum höndum nauðsynlegt efni til væntanlegrar girðingar á hinu fyrirhugaða skógræktar- svæöi Heiðmörk. Má skilja af ummálum skógræktarstjóra, að félagiö vænti stuðnings bæjarins við að koma girðing unni upp, og ,,væri auðvelt að hefja vinnu þarna strax og tíö leyfir á næsta vori með 15—25 manna flokk“, segir ennfremur í bréfinu. Atvinnulíf bæjarins hlýtur í framtíðinni sem hingaö til að byggjast að verulegu leyti á útgerð, svo og iðnaöarstarf- semi í sambandi við vinnslu sjávarafurða. Til þess aö öll þessi starfsemi geti þróazt á eðlilegan og æskilegan hátt, er nauösynlegt m. a. að skapa útgerðinni viðunandi af- greiösluskilyrði við höfnina. Bátaútvegur er hér minni en vænta mætti og æskilegt getur talizt, enda eru af- greiösluskilyröi fyrir báta mun lakari 1 höfninni en vera ber og þau gætu veriö. Lítur nefndin svo á, aö nauðsynlegt sé að hefjast þegar handa um endurbætur á núverandi báta- höfn og gera jafnframt ráö- stafanir til, að verbúðirnar verði rýmdar og bátaútgerö- inni veittur aðgangur aö þeim. Samtímis sé haldið á- fram framkvæmdum við fyr- irhugaða bátahöfn í vestan- verðri höfninni. Hraðfrysti- húsum fer nú fjölgandi hér, og væri óeðlilegt, að þau þyrftu að afla sér fiskjar frá öðrum verstöðvum. Ef bærinn á að geta hag- nýtt hiö aukna land, er hann nú hefur aflað sér, er nauð- synlegt, að umbætur fari fram á jörðunum, ræktun verði endurbætt og aukin, sé þess kostur. Nefndin telur . ekki í sínum verkahring að gera tillögur um, hvermg þeim framkvæmdum skuli háttað. Sama gildir um fyrir- hugaða skipasmíðastöð, en nefndin lítur svo á, að fyrir framtíð sjávarútvegsins, og raunar alls atvinnulífs bæjar- búa, sé mjög mikilvægt, að hafinn verði undirbúningur aö því verki sem fyrst, en ráð- izt í framkvæmdir þess jafn- skjótt og nauösynlegum und- irbúningi er lokiö. í athugasemdum þeim, sem atvinnurekendur létu fylgja skýrslunum, kemur mjög greinilega 1 ljós, að mikið veltur á þv'í fyrir iðnaöar- starfsemina 1 bænum, að inn- flutningur á efnivöru minnld ekki frá því, sem nú er. Meö auknum innflutningi gætu og ýmsar starfsgreinar allveru- lega fært út kvíarnar, í bili aö minnsta kosti, eöa á með- an dregur ekki úr núverandi viðskiptaveltu. Nefndin telur rétt aö vekja athygli á þess- um atriðum, enda þótt henni sé ljóst, að stjórnarvöld bæj- arins muni að’eins geta haft óbein áhrif á gang þeirra mála. Reykjavík, 16. des. 1943. Sigurjón Á. Ólafsson. Gunn.tr E. Benediktsson. Helgi Hermann Eiríksson. Zophonías Jónsson. FYLGISKJAL meö skýrslu atvinnuviálcinefnd- ar til bœjarstjórnarinnar. Hér á eftir verður getið þeirra helztu atriða, er atvinnurekend ur í iðnaði ýmist telja að valdi samdrætti í núverandi atvinnu- rekstri eða hindri frekari aukn- ingu hans: I. MATVÆLAIÐNAÐUR Skortur á efni, aðallega sykri. Vöntun fagmanna (bakara). Ófullnægjandi húspláss. Skort- ur á eggjum, mjólk, rjóma og smjöri. Of háir skattar. Vöntun á starfsfólki. Vöntun á nothæf- um vinnuvélum og bifreiðum. Of mikill tilkostnaður við eld- þurrkun fiskimjöls (kol, vinnu- laun). Of hátt kaup í nætur- vinnu. Of lágt verð fyrir afurð- irnar í U. S. A. (niðursuðuvör- ur), skömmtunarákvæði á hveiti og sykri, ófullnægjandi inn- flutningur á efnivöru, skortur á sykri, skortur á hráefni og Vél- um. II. HÚSAGERÐ OG HÚSBÚNAÐUR Skortur á nægum innflutn'- ingi, vöntun á fagmönnum, skortur á efni og vélum, ófull- nægjandi húsnæði, verðlagsá- kvæði, of háir skattar. III. JÁRN- OG VÉLSMÍÐI Vöntun á fagmönnum, óvissa í dýrtíðarmálunum, of háir skattar, verðlagsákvæði, of þröngur' húsakostur, skortur á efni, markaðserfiðleikar og ó- fullnægjandi innflutningur. IV. SKIPASMÍÐAR, VEIÐAR- FÆRI OG UMBÚÐIR. Vöntun fagmanna (skipa- smiða), minnkandi vinna (í slipp), vöntun starfsmanna (kvenna), skortur á hagkvæmu efni dg rafmagni. V. PRENTUN OG MYNDAGERÐ Vöntun á fagmönnum, hús- næði, vélum og efni. VI. FATNAÐUR OG BÚNINGS STÖRF Skortur á efni og vélum, ófull nægjandi húsnæði, vöntun á fagmönnum og1 húsnæði fyrir starfsfólk. Verðlagsákvæði. Toll ar á efnivöru. Samkeppni til- búinna innfluttra vara. Verð á hráefni ekki ákveðið fyrr en 12 —16 mánuðum eftir að“það kem Verðið þið alltaf að tala um Rússa? Það er býsna algengt að sagt sé við okkur sósíalista: „Verðið þið ekki alltaf að tala um Rússa, þið spillið fyrir ykkur með því“. Það er rétt að taka þessa athugasemd lil vinsamlegrar íhugunar, hún er að jafnaði borin fram af góðum hug og af mönnum sem hafa löngun til að vera með okkur sósíalistum, en af einhverjum ástæðum fá sig ekki til þess. Við þessa menn er gott að tala og við þá er rétt að tala. Fer mikið af rúmi blaðsins í greinar um Rússa? Rétt er að taka fram, að þegar talað er um Rússa í þessu sam- bandi, er að jafnaði átt við allar þær þjóðir, sem mynda Sovétríkin, en eins og kunnugt er eru Rússar þar aðeins ein þjóð af mörgum, raunar sú fjölmennaáta en nýtur engra réttinda fram yfir aðrar þjóð- ir sambandsins. Fer mikið af rúmi Þjóðviljans í að tala um þessar þjóðir? Það er alkunna að í stríðsfrétt- um allra blaða skipa fí'egnir frá þessum þjóðum fyrsta sess, af þeirri eðlilegu ástæðu að ferlegustu átök hildarleiksins fara fram innan landa mæra þeirra. Hvað þetta snertir er Þjóðviljinn ekkert frábrugðinn öðr- pm hlutlausum fréttablöðum, og er þá fyrstu síðunni lokið. Við fl^ttum blaðinu. /• 'V A annari síðunni er Bæjarpóstur- inn, þar er mjög sjaldan minnzt á Rússa, mikið fremur greinar um ýmis innlend efni. Þriðja síðan er helguð bókmennt um, málefnum kvenna og íþróttum, sjaldan er minnzt á málefni Rúss- anna þar. Þá koma þriðja og fjórða síðan, þar er leiðarinn fyrstur, hann er nær eingöngu um íslenzk málefni Síðan kemur löng grein, þýdd eða frumsamin, um ýms efni, oft birtast þarna greinar um mál- efni Sovétþjóðanna. Á sjöttu síðu eru auglýsingar, ekki eru þær um Rússa, á sjöundu síðu sögur, ekki rússneskar, á áttundu síðu fréttir og auglýsingar, og þær ekki rússneskari en gengur og gerist. Þegar þetta er athugað svona í öll- um rólegheitum kemur í ljós, að það er ekki sérlega mikið of rúmi blaðsins sem fer í greinar um Rússa. Er þetta of eða van? Það er áreiðanlega deiluefni hvort Þjóðviljinn skrifar of mikið eða of lítið um málefni Sovétþjóðanna. Það er augljóst að blað, sem bersf. fyrir því að fræða þjóðina um skipulag sósíalismans, hlýtur að leggja milda áherzlu á að skýra frá hversu til hefur tekizt þar sem betta skipulag hefur verið reynt í framkvæmd, og það engu síður þó að blaðinu sé full ljóst að þessu skipulagi verð- ur ekki komið á með sama hætti í öllum löndum né á öllum tímum, og að framkvæmd þess muni verða með nokkuð mismunandi hætti á ó- líkum tímum og með ólíkum þjóð- ur á markaðinn (gærur). Skort ur á rgforku. Of mikill tilkostn aður. Vöntun á starfsfólki (stúlk um). Innflutningshömlur. Of háir skattar. • NV. EFNAIÐNAÐUR Skortur á efnivöru (sykri). Ríkjandi hernaðarástand. -um. Öllum ber að iæra af reynsl- unni, þess vegna er skylda Þjóðvilj- ans að fræða um þá reynslu, sem fengist hefur og fæst af framkvæmð sósíalismans hjá Sovétþjóðunum. Hvort Þjóðviljinn ver of miklu eða of litlu af rúmi sínu til þessarar fræðslu getur svo auðvitað verið óendanlegt deiluatriði. Ofurlítil sálfræðileg at- hugun Allir erum við með þeim ann- marka, að gamlar venjur og fornar kenningar fjötra okkur, og það jafn vel þó að við vitum og viðurkenn- um að þær séu úreltar. í flestum okkar er fyrir hendi tregða eða jafn- vel óvilji gegn því að gefa okkur á vald nýjum hugsunum og nýjum stefnum sem að meira eða minna leyti kollvarpa gömlum erfðakenn- ingum. Þetta er eðlilegt, ef til vill nauðsynlegt. Þessi tryggð okkar við hið gamla og tregða gegn því nýja er einskonar hreinsunareldur, sem nýjar stefnur og skoðanir verða að ganga í gegn um, en gæta þurfum við þeSs að mynda ekki hinum nýja tíma of miklar hindranir í þess um hreinsunareldi. Þegar við erum á leið til nýrra skoðana, komumst við að jafnaði fyrr eða séinna á það stig, að rök- semdir hins gamla þrjóta og við finnum að hinar nýju skoðanir hafa náð valdi á okkur, en tryggðin við hið gamla og tregðan gegn því nýja, knýja okkur til að leita að einhverj- um átyllum til að geta lýst því yfir, að við séum ekki búin að játa hin- ar nýju skoðanir og satt að segja er það furðu bamalegt sem við finnum okkur til afsökunar þegar við vilj- um ekki viðurkenna að við höfum öðlast nýjar skoðanir. Þannig er nú viðhorf margra til sósíalismans Þeir eru mjög mar^ir sem á síð- usu tímum finna, að rök auð- valdsskipulagsins eru fánýt. Rök sósíalismans hafa raunverulega- sann fært þá, en eftir er að yfirvinna tryggðina við hið gamla og óttann við hið nýja, og þessir menn leita ósjálfrátt að afsökunum fyrir að gefa sig ekki skoðunum sósíalism- ans á vald. Eitt hálmstráið sem þeir grípa í er að sósíalistar séu alltaf með Rússa á vörunum. Þessi afsökun er þeim tiltæk af því að um 25 ára skeið hafa öll áróðurstæki auðvalds ins um allan heim, dreift út blekk- ingum og ósannindum um Sovét- ríkin, slíkur áróður skilur eftir spor. Það er satt, að stundum erum við furðu bamaleg þegar við erum að verja okkup fyrir nýjum skoðun- um, sem eru búnar að ná tökum á okkur, en það er gott fyrir okkur að gera okkur þetta ljóst, það leið- ir til þess að við verðum ærlegri og djarfari í viðskiptum við nýjar hugsanir. Ríki, sem er sjálfu sér sundurþykkt Það er maður hér í borginni sem er sjúkur af ofdrykkju, — þvíNmið- ur einn af mörgum. — Ríkið hefur varið miklu fé vegna ofdrykkju þessa manns, bæði til að reyna að lækna hann og til að koma undir þak nótt og nótt. í gær kom þessf maður úr „biðsal dauðans“ eftir að Ólafur hafði gefið honum ávísun £ „dýra ríkinu" á þrjár flöskur. Hann var með þessar flöskur. í vasanum. Ríki sem selur aumingjum áfengi, sömu aumingjunum sem það ver jfé til að bjarga frá áfengisnautn, er sannarlega sjálfu sér sundurþykkt.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.