Þjóðviljinn - 28.12.1943, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 28.12.1943, Blaðsíða 3
l>riðjudagur 28. desember 1943 ÞJÓÐVILJINN Það þætti ef til viU viðeig- andi, að ég byrjaði greinina með því að biðjast afsökunar. Eg hef svo oft orðið þess var, að margir meðal f jöldans áli'ta umræöur varðandi listir sé eitthvað það er komi almenn- ingi lítið við, að slík mál Ifggi fyrir ofan eða neöan hugarheim venjulegra manna. Éigi ósjaidan hef ég orðið þess var, að menn telja skoð- anir listamanna á þeirra eig- in málefnum lítils virði, og stundum kemur það jafnvel fyrir að menn telja þekk- ingu á myndlist vera þess valdandi að listamenn getisíð ur en leikmenn metið listir að réttu og sé ekki dómbærir ,á mál þær varðandi. Menn á- líta margir hverjir að verk listamannsins sé framleiðsla og sala á myndum og annað ekki. i Eg fyrir mitt leyti álít að málefni varðandi listir eigi ekki að vera almenningi óvið- komandi eða óskiljanleg og skoðanir listamanna, hafa á- reiðanlega ekki síður rétt á sér en skoðanir. leikmanna. i trausti þess að til séu ein- hverjir þeir er líta þetta sömu augum og hafi ánægju af að lesa um þessi efni, leyfi ég mér að skrifa enn á ný, gera nokkrar athugasemdir og yfir vega þaö sem hr. Kristinn Andrésson hefur skrifað um listir í Þjóðviljann. fyrir stuttu síðan. í fyrri grein minni, þeirri er Kr. A. vitnar í, lagði ég áherzlu á, að hið listræna eða myndlega væri höfuð- uppistaða myndlistarinnar.' Af þessu leiðir að við list- sköpun er nauðsynlegt fyrir myndlistamann að hugsa myndlega er hann vinnur. Á sama hátt er nauðsynlegt fyr- ir áhorfandann 'að leita eftir myndrænni fegurð er hann vill njóta listaverks. Þá til- íærði ég nokkur dæmi því til sönnunar að ýmislegt það er væri 'hinu listlega óviðkom- ^andi gæti bft orðið óþarft og I stundum truflandi vegna þess i að það leiddi athygli lista- ! mannsins jafnt og áhorfand- Gunnlaugur Schevíng: Hvaða sjónarmið ei'g'a að ráða er við metum listir? ans frá aðalatriðinu. Þetta sem hér er sagt hef ur verið og er skoðun margra myndlista- manna, manna er alizt hafa upp við listir frá barnæsku — meðal beztu listaverka heirhsins og hafa eytt öllu starfi sínu og hugsun í þágu listarinnar. Hr. Kr. A. segir að áður- nefnd grein hafi verið vand- lega samin og yfirveguð, en lætur þess þó,jafnframt getið, að hún hafi inni að halda öfugmæli, og væri hún kruf- in til mergjar beri hún mót- sögnina í sjálfri sér. Hann viröist álíta að þetta viðhorf leiði til „formeinangrunar" er myndi eyðiieggja listina, slökkva síðasta lífsneista hennar. Vél en ekki maður gæti framleitt slíka list. Þá bendir Kr. A. á, að bak við listaverkið standi maðurinn er skapaði það og bak við manninn lífið sjáift meö margs konar fyrirbrigðum. Og hann segir að listamaöur þurfi ekki að láta sér detta í hug er hann skapar listaverk aö hann kveiki líf þess meö litum eða línum. Orö hans hníga ótvírætt í þá átt að list leg eða myndfræðileg túlkun á mynd sé léleg eða engin skýring, jafnvel svo fráleit að hún verki sem snuprur á þann er fræðast vill um mynd list. 3: $ $ Sú staöreynd, að höfundur skapar verk og að lífið er höf undur meistarans, mun ekki verða því til fyrirstöðu að myndlistin veröi sjálfri sér samkvæm. Og það hefur ekki ennþá komið fyrir að , listin hafi boriö sjálfa sig ofurliði og slökkt síðasta neista síns eigin lífs. Hin listlega hugs- un, hið myndræna líf er ekki dauði listarinnar heldur frum Sjómaður. Teiknimynd eftir G (Mynd þessi er í bókinni ísl skilyröi þess að myndin sé listaverk. Menn útskýra myndir á marga vegu og líta þessi mál frá mjög mismunandi sjónar- miðum. Það er litið á land- lagsmynd sem endurminn- ingu frá góðu sumarfríi, menn dæma listina út frá p'ersónulegum, hagkvæmum eða pólitískum sjónarmiðum. Stundum sjá menn allt ann- að í mynd 'en hún á að sýna, t. d. verður mynd af Hengl- inum aö þremur skeggjuðum mannshausum — tveimur kúm og sex tonna mót- orbát, o. s. frv. í útvarpinu fá heiðraðií' hlustendur smásög- Sjómenn í bat. Málverk eftir Gunnlaug Scheving. (Myndin er í bókinni íslenzk myndlist). unnlaug Scheving. enzk myndlist). ur sem skýringartexta. —• Elskendur úti í skógi. — Tunglsljós, lygnt fljót. — Síð- ar kóma dramatískir hvellir meö vopnaviðskiptum og gauragangi. — Þarna var líf- ið eins og það var, og er enn. — Mér finnst þó að svona saga eða hugleiöingar henni viðkomandi sé til lítils annars en að draga athyglina frá að- alatriðinu, hljómlistinni. Fyrir mitt leyti álít ég að beinast liggi við að leiða at- hygli áhorfandans að list- rænni fegurð myndarinnar, að litum hennar og línum, hrynjandi og hreimi hins sýnilega. Þaö kemur fyrir að menn viija lesa þá sögu í mynd er hún hefur að segja, t. d. þarna stendur Kristján annar konungur Dana, hann var geðveikur og sat lengi í fangelsi o. s. frv. Slíkar at- hugasémdir sem þessar eru til lítils annars en að leiða athyglina frá því myndlega, og auðvitað getur það verið gott, ef myndin er nógu léleg. Sumar myndir hafa enga sögu að segja. Þær eru að því leyti innihaldslausar, eins og myndir af hversdagslegum hlutum — Keri, könnu, hníf og tóinat á hvítum dúk. Og til eru myndir sem eru ekki af neinu úr náttúrunni, þær eru aðeins litafletir og línur. Slík- ar myndir veröur að skoöa frá myndlegu sjónarmiði, því þar er lítið annað að hafa en hiö myndlega. En slíkar myndir eru einmitt mörgu fólki alveg sérstakur þyrnir í augum vegna þess að það er ekki hægt að finna einhver þau hugsanasambönd, er snúast úm annað en hið listræna. Hr. Kr. A. segir í grein sinni: „Um persónuleika en ekki form er að spyrja í list- um". Þessa sjónarmiðs hefur oft gætt hjá mörgum þeim er skrifað hafa bækur um mynd- list, og það hafa verið skrif- aðar góöar bækur út frá þessu sjónarmiði. í þessum verkum hefur verið skýrt frá því umhvérfi er listamaður- inn lifði í, venjum, háttum og tíðaranda samtíðar hans. Sið- an er skýrt frá lífi listanianns ins, skapferli og einkennum, þá er reynt að gera verkum hans skil, út frá fengnum upp lýsingum. Þessar bækur hafa verið fróölegar margar hverj- ar en um eitt fræða þær lítið og þaö er um hið listlega. Hið þögula myhdræna mál er þaö sem áhorfandinn þarf að skilja, það er aðalatriðið sem ekki má gleymast á kostnað minna varðandi málefna. Eg tel að hugsunin um sitt eigið „ég" verði listamannin- um harla lélegt hjálparmeðal þegar hann vinnur að list sinni. Eg tel aö hugsun um listrænt form, kunnátta á því myndlega verði sterkara hjálp armeðal. Og á sama hátt tel ég það víst að hugsun um hið listræna færi áhorfandann nær listaverkinu en hugsun um persónu þess manns er skapaði það, um skaplyndi hans, mannlega kosti eða bresti. Eg lít ekki á list sem neitt einangrað fyrirbrigði. Allt sem við þekkjum stend- ur innbyrðis r sambandi hvað við annað að einhverju leyti, og ég fæ ekki séð að þó að ég leggi áherzlu á meginatriði málsins þá gefi það sem ég hef skrifað, ástæðu til þess að ætla að ég álíti listina eitthvaö það sem sé utan og( ofan við tilveruna, eins og Kr. A. virðist hugsa að ég álíti. * # >;: Meistarinn skapar verkið. En hvaða þáttur í huga hans kveikti hiö fyrsta líf þess — og vann að því, gerði hugar- sýn að veruleika? VarVþað heims'borgarinn — stjórn- málamaðurinn, heimspeking- urinn, raunsæísmaöurinn, draumóramaðurinn. — Eg álít að þaö hafi veriö hinn listræni þáttur mannsins. Sú I ástríða að þrá fegurð og til- biðja hana. Þaö er sannfær- ing mín að ólistræn sjónar- mið hafi skaðað listir okkar og menningu. Þegar verk listamanna og þó sérstaklega sumra skálda, hafa veriö met- in hér heima, hafa persónu- leg, hagsmunaleg, pólitísk og allskonar sjónarmið nesja- mennsku og hins auðvirðileg- asta kotungsháttar, eigi ó- sjaldan verið ráðandi. Og dómar byggðir, á röngum for- sendum verða bæði óréttmæt- Frarnh. á 5. síðu. i-

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.