Þjóðviljinn - 28.12.1943, Side 7

Þjóðviljinn - 28.12.1943, Side 7
Þriðjudagur 28. desember 1943 ÞJÓ1'VILJINN 7 Karlinn, sem alltaf talaði í spakmælum (Lauslega þýtt og endursagt) „Hershöfðingi minn segir að það sé alveg vandalaust að sigra nágrannana“. „Mest bylur í tómri tunnu“, sagði karlinn. „Hershöfðingi minn segist geta sigrað hvern sem hann vilji“, sagði kóngur. ,,Raup er rags manns gaman“, sagði karlinn. „Nú er mér nóg boðið. Eg fer“, sagði hershöfðinginn og fór. „Enginn getur sín forlög flúið“, sagði karlinn. „Þessu get ég hlegið að“, sagði ráðgjafinn og fór líka. „Sá hlær bezt sem síðast hlær“, sagði karlinn. „Á ég þá að fylgja þínum ráðum og hætta við stríð- ið?“ spurði kóngur. „Hafa skal heilræðin, hvaðan sem þau koma“, sagði karlinn. ,,Þá er bezt að ég fari og tali við hina ráðgjafana“, sagði kóngur. „Ekki er ráð, nema í tíma sé tekið“, sagði karlinn. „Ertu ekki alveg hissa, drottning mín?“ sagði kóngur- inn. „Nú er gamli maðurinn búinn að koma í veg fyrir stríðið“. „Oft veltir lítil þúfa þungu hlassi“, sagði karlinn. „Eg hef unnið veðmálið og nú lætur kóngurinn byggja handa þér gott og fallegt hús“, sagði drottningin. Þá varð gamli maðurinn loksins orðlaus, en það gerði ekkert, því að veðmálið var unnið. ENDIR. Þaö er talið, að fáar bæk- ur hafi orð’ið meiri féþúfa en Tarzanbækurnar svo kölluöu. Höfundurinn', Edgar Rice Burroughs, sem átti heima í Chicago, á aö hafa fengið hugmyndina ein hvern tíma í steikjandi sólskini, þegar honum þótti ólíft fyrir hita. Tveimur árum seinna, fyrir 30 árum, kom bókin út og seldust strax 3 millj. eintaka. Síöan hafa komiö út 55 Tarzan-bækur um svipaö efni og sú fyrsta, En fólk er þeim alltaf jafn fegiö og hafa selzt eitthvaö yfir 30 millj. eintaka af þeim samtals. Og þær hafa veriö þýddar á 18 tungumál. Höfundurinn varö af þessu stór efnaöur maöur, sérstak- lega eftir aö 'fariö var aö kvikmynda bækurnar. En þaö eru til um 20 Tarzan-kvik- myndir af ýmsu tagi og 365 grammófónplötur meö sam- tölum og ööru, sem tekiö er úr Tarzanbókunum. Vöru- merkið Tarzan hefur einnig verið mjög eftirsótt og gefið höfundinum of fjár. Síöast sá ÞETTA hann sér ekki annaö fært en stofna félag til að vera á veröi og klófesta allan gróöa, sem árlega veröur af þessari margvíslegu framleiöslu. ★ Einu sinni fórust Knut Hamsun þannig orð: , “ — Hann er áttræður. Það er birt mynd af honum í blööunum, vegna þess aö hann er átt- ræöur. Hann deyr áttatíu og fjögra ára. Þá birta blööin aftur myndir af honum, vegna þess aö hann er dáinn. Hálfum mánuöi síöar er hann jarðsunginn. Þá segja blööin frá athöfninni. Loksins er hann þá alveg úr sögunni. En maöurinn hefur í raun og veru veriö steindauður í tutt- ugu—þrjátíu ár. Hann hefur bara ekki verið grafinn fyrr en þetta“. Þegar Knut Hamsun varö áttræöur, fyrir fjórum árum, var ritgeröasafn hans gefið út. Þá hefur þessi lífsspeki sjálfsagt lent einhvers staöar meö. vxð SKÁLDSAGA eftir JOHAN FA LKBERGET Þaö stóö gamall kotbær undir Hognafjalli. Úti á túni lá ung stúlka og teygði úr sér í grasinu. Hún var dökkhærö og fölleit. Hár- iö var ófléttaö. Hún horfði upp til fjall- anna. Nú átti hún hér heima, á heiöinni í nágrenni jökl- anna, þar sem alltaf var þögn. Svalur vindur þaut í gras- inu. Túniö hafði ekki veriö sleg- iö í mörg ár. Bóndinn var dá- inn. Þegar náman viö Fjalls- vatn hrapaöi vornótt eina fyr ir nokkrum árum, týndist hann. Ekkjan varö ein eftir á bænum uppi á heiöinni og enginn var til aö slá túniö. Unga stúlkan greip hend- inni um brjóstiö. Þar fann hún til. Þessari tilfinningu fylgdi ótti og angist. Einkum haföi oft gripiö haria hræösla með- an hún átti heima niöri í bænum. Hvergi heföi hún síöui' viljaö deyja en þar — og láta grafa sig í stóra kirkjugarðinum. Upp til fjalla varð hugsunin um dauöann mildari. Hún var brjóstveik. Þar haföi blætt úr sári og úr því sári átti henni eftir aö blæöa út. Læknirinn haföi bara sagt, aö þaö væri misjafnt hvaö þaö tæki langan tíma. En svo bætti hann því við, aö fjallaloft mundi geta bjargaö henni. Hún haföi lititö á hann og brosaö kuldalega. Þetta var ekki aö gefa lífsvon. Hún vissi,, að sér yröi sökkt hægt og hátíölega niöur í moldina og kirkjuklukkunum hringt, því aö það þurfti aö gerast kraftaverk til þess, aö hún gæti komizt upp til fjalla. En kraftaverkiö geröist. Fólkiö, sem vann méö henni, skaut saman ofur lítilli upphæö. Þaö var góöhjartaö í örbirgö sinni. Þeir voru fölir og lotnir í heröum allir sem unnu í verksmiöjunum. Þeir unnu þar dag eftir dag, ár eftir ár. Loks eitt kvöld fóru þeir heim og komu ekki aftur. Þá voru þeir gleymdir. — Þa’o kom fjallalækLir hoppandi niöur hlíöarnar og þyrlaöi hvítum úöa. Hann var kominn alla leiö ofan frá jökl- inum og rauí þögn óbyggöar- innar, hvar sem hann fór. Stúlkan hlustaöi á lækjar- niöinn og henni fannst hann í raun og veröu ekki trufla kyrröina. Hann var rödd þagn arinnar sjálfrar. Johan Falkbcrget cr fœddur árid 1870 í námubœnum Röros í Noregi. Faðir Vians og forfeður höfðu unnið í námunum. Sjálfur fór liann að vinna þar níu ára gamall og vann þar í átján ár. Jlann naut engrar skólamcnntunar annarar en barnafrœðslu. Fyrsta bók hans, „Svartc fjelde', kom út árið 1007. Þá var Falk- bcrget orðinn ritstjóri við vcrkamannablað í Alasundi. Skömmu síðar komu út skáldsagan „Ved den evigc sne“ og „Urtidsnatt'*, sem cr framhald af hcnni. l>að cru þær, sem birtast hcr í blaðinu og heita í þýðingunni „Nótt við fjöllin Flestar bœkur Falkbergets lýsa starfi námumanna, örbirgð þeirra og upp- rcisnarhug á fyrsta skeiði verklýðshrcyfingarinnar. I skáldsögunni „Brœndoffcr ‘ lýsir hann hrakningi sveitapilts til borgarinnar á jyrstu árum vclaiðnaðarins og baráttu lians við skort og vanlieilsu, sem leiddi iil örþrifaráða. „Christianus Sextus“ cr merkasta ritverk lians. Efnið er tekið úr sögu málmnámsins i Röros, en það hófst um miðja 17. öld. Umhvcrjið þekkti höjundurinn vel af reynslu. Söguhetjur Falkbergets eru flestar einrœnar og þunglyndar. Ilann lýsir ör- eiganum, hvernig liann lieyir tvófalda baráttu: aðra við skortinn og hina gegn hugarstríði sínu. En oft bregður því fyrir í sögum hans, að jafnvel hið snauðasta líf geti átt œvintýralega fegurð. Stór, dökkblá augu hennar fylltust tárum. Þaö er svo margt, sem getur komiö konu til aö gráta. Hún var aö hugsa um samverkafólkið, þaö hafði sagt, aö þetta væri bara örlítill þakklætisvottur. Eitthvaö fleira var sagt — og lífi hennar bjargaö. -----Þaö var seint um kvöld, stormur af hafi og þrimiö gnauöaöi viö strönd- ina. Hún haföi vafiö sjali um höfuöiö og ráfaö eii'Öarlaus um göturnar. Þessi óró greip hana í hvert sinn, sem óveö- ur var 1 aðsigi. Hún gat ekki ráöiö viö þaö. Þá vaknaöi ó- kyrröin, sem henni var í brjóst lögö, og brauzt fram riieö valdi. Þaö var haröur vetur. Snjór iixn lá á þakglugganum í her- berginu hennar og súöina hél aöi. Á nóttunni fannst henni stundum hún vera stödd í helli langt inni í fjalli. Væri stormur, þyrlaöist hríöarfjúk inn um gisiö þilið. Þá var föl á gólfinu á morgnana. Þaö var lítill múrsteinsofn í her- berginu. Hann hitaöi lítiö, en reykti mikiö. Á kvöldin sat hún oft lengi — lengi með hendurnar á ofninum og hlustaöi í leiöslu á veöurhljóö iö. Þá fannst henni stundum einhver vera inni lxjá sér og stara á sig köldum grimmdar- augum. Þá varö hún hrædd, flýtti sér í rúmiö og hnipraöi sig undir yfirsængina. Á slík- um nóttum setti aö henni grát. Á daginn vann hún í verk- smiöjunni. Þegar hjólin hvinu sem hæst allir unnu sem hraö ast, fannst henni hún ein vera lifandi. Allir að’rir hreyföu sig hugsunarlaust, eins og hjólin, frá morgni til kvölds. Andlitsdrættir þeirra voru alltaf eins, augun störöu í blindni, grá og kyrr. Eng- inn kvartaöi, en þaö var dul- in þjáhing í hverju orði. -----Hún nam staöar viö ljósker. Þaö var él og snjór- inn þyrlaöist um hana. Kol- dimm vetrarnóttin var í aö- sigi. ÞaÖ haföi veriö launa- greiösludagur 1 verksmiöj- unni. Þær stóöu í röð fimm- tíu konur, utan við dyr féhirö isins. Þegar hurðin loksins var opnuö og þær komu inn í ski'ifstofuna úr kuldanum, steig andardráttur þeirra upp eins og móóa og dögg kom á veggi og loft. . Þær fæi'öu sig ein og ein fram hjá boröi féhiröis og réttu bláa fingur eftir pening unum. Augnabliki seinna höföu þær fengið sultarlaun sín handa á milli í skínandi silfurpeningum. Þær horföu á peningana amiars hugar, eins og þær væru aö reikna. Sein- ast voru þeir bundnir innan í vasaklút eöa þeim stungiö niöur í lúna, feituga buddu. Síðan gengu þær aftur út í óveöriö, og stormurinn hrakti þær eins og skugga gegnum hríöina. Sumar stóöu kyrrar viö boröiö augnablik, eftir aö þær höföu tekiö viö peningunum, rétt eins og þær ættu von á meiru. Þá kallaöi féhiröir á þá næstu í í'öðinni og sú sem haföi gleymt sér viö borðiö, sagöi eitthvaö í hljóöi viö sjálfa sig um leið og hún skeílti á eftir sér huröinni. Dagbjört var meö þeim síö- ustu. Peningar! Þessir auÖviröiT legu peningar! hugsaöi hún, staönæmdist og var rétt aö því komin að fleygja þeim af öllu afli framan í manninn. En hún stillti sig. Hvaó heföi hún líka unnið meö því? Og nú stóö hún uixdir ljós- kerinu úti í hríóinni. Rétt hjá var stórt hús meö ljós í glugg pixx. Þaö sixxall í fána, senx storixxurinn kippti í á ýmsa vegu. Rauöur fáixi! í ljósbirt- uixni var hamx eiixs og ólg- axxdi blóö, þar sem hamx bar viö íxýfallinn snjóinn.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.