Þjóðviljinn - 28.12.1943, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 28.12.1943, Blaðsíða 8
I Or borginni Næturvörður. Lyfjabúðin Iðunn. Ljósatími ökutækja er frá kl. 3 að kvöldi til kl. 10 að morgni. Útvarpið í dag. 19.25 Hljómplötur: Lög úr óperett- um og tónfilmum. 20.30 Erindi um Carl Sandburg (dr. Edvard Thorlaksson — tal- plata). 20.55 Tónleikar Tónlistarskólans (dr. Edelstein; celló. — dr. Urbantschitsch; píanó): a) Bloch: Bæn. b) Borodin: Serenata alla spangola. c) Reger: Ronianze. í d) Chopin: Introduktion og Poonaise. 21.15 Hljómplötur: Jólalög frá ýms- um löndum. Jólakveðjur frá ís- lendingum í Noregi Utanríkisráðuneytinu hejur bor- izt skeyti jrá sendiráði lslands í Stokkhólmi, þar sem það er beðið að koma á framfœri jólakveðjum frá eftirfarandi íslendingum i Nor- egi. Frá Guðrúnu EðvaLd Bóasson til ættingja Reyðarfirði og Siglufirði. Frá frú Sæborg til Björns Guð- mundssonar og systkina, Sandgerð- isbót, Akureyri. Frá Þorleifi Þor- leifssyni til Sigríðar Þorleifsdóttur, Vallargötu, Siglufirði. Frá Sigur- i laugu Jónasdóttur til Jónasar Jó- hannssonar, Öxney, Brpiðafirði. Frá Óskari Sveinssyni til Þorsteins hjá verðlagsnefnd. Frá Áslaugu Strand, Hólmfríði Jónsdóttur og Gullu Stang til Málfríðar Jónsdótt- ur, ísafirði. Frá Páli Hafsta.ð til Hafstaðs og Snælands, Sauðár- króki. Frá Hólmfríði Jónsdóttur til Jórunnar Sigurjónsdóttur, Litlu- Brekku, Hörgárdal. Frá Guðna Benediktssyni til Björgvins Bene- diktssonar og ættingja, Fáskrúðs- firði. Frá Kristjáni og Guðríði Pjaaten til Þorsteins Sigurðssonar, Þórsnúpi, Rangárvallasýslu og Sig- ríðar Einarsdóttur, Hátúni 13, Reykjavík. lnnrásín~ Framhald af 1. síðu. ræma og sameina alla krafta Bandamanna til að tryggja það, að hvergi yrði nein truflun eða, snurða á þræðinum. Hann.sagði, að í hernaðar.aðgerðunum 'í Norð- ur-Afríku hefði komið'i fram sllk samvinna, að öll misklíð, sem áður hefði verið Bandamönnum fjötur um fót, hefði þurrkazt út. Það hefði verið 'sagt, að sigrar Napoleons hefðu verið því að þakka, að hann átti í höggi við Bandamenn. Slíkt mundi ekki koma fyrir. aftur. Eisenhower við- urkenndi, að sókn Bandamanna hefði valdið sér vonbrigðum. Rússneska blaðið Pravda hefur, í tilefni af þessum breytingum á yfirherstjórn Bandamanna, látið svo um mælt, að allt væri nú til- búið fyrir sigur hinna sameinuðu þjóða. Örlög Þýzkalands yrðu á- kveðin árið 1944. þlOÐVIUlNN Scharnhorst sökkt Brezk flotadeild í J'ylgd með skipalest á leið til Norður-Rúss- lands sökkti í fyrradag þýzka orustuskipinu Scharnhorst. Þýzk flotadeild ætlaði að gera árás á skipalestina, og segja Þjóðverjar að brezku herskipin hafi komið þeim á óvart vegna myrkurs. Lenti flotunum saman skammt frá Nord Kap. NÝJA BÍÓ Var Scharnhorst sökkt eftir stutta viðureign. Af brezku her- skipunum urðu aðeins tvö fyrir lít- ilfjörleguni skemmdum, en skipa- lestin slapp ósködduð. Nánari fregnir eru væntanlegar síðar, en herskipin geta að svo stöddu ekki notað loftskeytatæki sín vegna þess að þau eru enn á hættusvæði. Scharnhorst var 26.000 smálestir að stærð og hafði 1700 manna á- höfn. Va'r það eina stóra orustu- skipið, sem Þjóðverjar áttu sjó- i fært. En tvö vasaorustuskip eíga þfir sjófær, sem eru 10.000 smá- lestir hvort. Þessi frétt hefur vakið mikla hrifningu í Bandaríkjunum og Sovétríkjunum. Er fullyrt, að Verkföllín í Bandaríkjunum Rúmlega 140000 járniðnaðar- verkamenn í Bandaríkjunum hafa lagt niður vinnu, þrátt fyr ir tilmæli Roosevelts forseta. Er það aðallega í Pittsburgh. Aftur á móti hefur hættan á á'llsné'rjarverkfalli járnbrauta- verkamanna liðið hjá, því að 15 af 18 félögum þeirra hafa geng- ið að tillögum ríkisstjórnarinn- ar. um kauphækkun og sam- þykkt Roosevelt forseta sem milligöngumann. Öll hin róttækari verkamanna félög Bandaríkjanna hafa fyr- ir löngu skuldbundið sig til að hefja ekki verkfall á meðan á stríðinu stendur án þess þó að slaka nokkuð til á fullum rétti sínum. Hins vegar hafa afturhalds- samir verklýðsleiðtogar eins og Lewis einatt æst til verkfalla í góðri samvinnu við ýmsa ein- angrunarsinna og fasistavini, er með því hafa séð sér leik á borði að slá tvær flugur í einu höggi, bæði að lama vígbúnaðar framleiðsluna og koma í gegn- um þingið frumvörpum, sem takmarka réttindi verkamanna undir því yfirskyni, að sýnt sé að þeir kunni ekki með þau að fara. Hafa hin róttækari verk- lýðssambönd eins og CIO sífellt varað við þessari hættu. Alþjóðábankínn Innan skamms er búizt við sovétsendinefnd til Washington til að ræða um undirbúning að stofnun alþjóðabahka. Bendir ýmislegt til, að í kjölfar þess- ara viðræðna komi alþjóðleg myntráðstefna á næsta ári. Þurfa peningamálin að komast á fastan grundvöll vegna við- reisnaráætlunarinnar. þetta tjón torveldi mjög Þjóðverja, þegar innrásin hafin. varmr verður i Tónsnillingurinn j („My Gal Sal") • Litmynd með góðum og gam ; alkunnum söngvurum. Rita Hayworth, Victor Mature, • Carole Landis j Sýnd kl. 5, 7 og 9. 5 BARNASÝNING KL. 3 • (sama mynd) • Sala hefst kl. 11 f. h. TJARNAR BÍÓ GLAUMBÆR (Holiday Inn) 5 Amerísk söngva- ; mynd. og dans- • ¦¦ 13 söngvar — 6 dansar. Í BING CROSBY FRED ASTAIRE • MARJORIE REYNOLDS : VIRGINIA DALE Ljóð og Berlín. lög eftir Irving : Sala aðgm. hefst kl. 11 f. h. Hvar er dugnaður húsaleigunefndar ? i f llr aí 8 i isiirra hæfla hfisi slaada óDolaiar 'A sama ítma vctöur fólk ad hafasf i víð í allskonar bröggum, skúrum o$ kföllurum Fjögnrra hæða hús — 8 íbúðir — stendur að mestu autt og ónotað. Þetta gerist á sama tíma og húsnæðisvandræðin í Reykjavík eru mest. Hús þetta er Þórsgata 19. í því eru 8 íbúðir en að- eins tvær þeirra eru í notkun. Þessum tveim f jölskyld- um, sem í því eru, er ókleift að hita það upp og verða því að hafast við í því köldu. — Hitaveitan er ekki logð inn í húsið.' Verður ekki annað séð, en að þjösnaskapur húseig- andans og slóðaskapur húsaleigunefndar hjálpist að til þess að Iáta þessa smán viðgangast. Hús þetta, Þórsgata 19, var áður í notkun hjá Bretum, en þegar þeir hættu að nota það sjálfir fluttu þeir í það íslend- inga, sem orðið höfðu að flytj- ast úr húsum sínum í fyrrahaust vegna hernaðaraðgerða. Flestir þessara manna hafa nú fengið hús sín endurbyggð eða fengið annað húsnæði og fyrir nokkru Prentfrelsið í Indlandi Stjórnin í Borribey í Indlandi hefur krafizt 1500 rupea tryag- ingar af útgefendum vikublaðs indverska Kommúnistaflokks- ins, sem nefnist „Stríö alþýö- unnar" og einnig 1500 rupea tryggingar af prentsmiöju Kom múnistaflokksins, „Nýju öld- inni". Verður tryggingarféð upp tækt, ef stjórnarvöldunum mis- líkar einhverjar riismíðar þess- ara aðila. T „Stríð alþýðunnar" hefur mótmælt þessu og skorar á alla föðurlandsvini að taka undir mótmælin. Skugga-Sveinn leikinn í Svarvaðardal Ungmennafélag Svarfdœla hafði frumsýningu á Skugga-Sveini nú um jólin. Aðsókn að leiknum var hin bezta. — Stei-ngrímur Þorstéinsson stjórnaði leiknum. síðan voru aðeins tvær fjöl- skyldur eftir í húsinu, hinar höfðu smátt og smátt flutzt burt. Að því sem næst verður kom izt vilja Bretar nú losna við þetta hús, þar sem þeir eru að mestu leyti hættir að nota það, en að húseigandi vilji aftur á máti ekki taka við því, fyrr en allir eru fluttir úr húsinu. HIÐ ÓNOTAÐA HÚSNÆÐI OG AÐBÚNAÐUR FJÖL- SKYLDNANNA TVEGGJA, SEM í HÚSINU ERU Eins og áður hefur verið sagt er húsið fjórar hæðir. Á hverri hæð eru 6 herbergi og 2 eldhús. í þessu stóra húsi eru nú að- eins tvær fjölskyldur og tveir einstaklingar í einu herbergi. Sex íbúðir af átta eru því ó- notaðar. ¦ • En það er ekki nóg með það, að mestur hluti hússins standi ónotaður, heldur gerir þessi ráð stöfun það að verkum, að þess um tveim fjölskyldum er gert næstum ólífi í húsinu vegna kulda. Þannig er frá miðstöðinni gengið að hita verður allt hús- ið, því 'ekki er hœgt að skrúfa fyrir ofna í einstökum íbúðum. Þeir sem dvöldu í húsinu s. 1. vetur þurftu um 1 tonn af kol- um á'vik'u til þess að hita hús- ið. Með núverandi kolaverði myndi því hitunarkostnaður hússins nema um 1000 kr. á mánuði. Tveim fjölskyldum er vitanlega ókleift að hita húsið, en það væri hinsvegar fram- kvæmanlegt ef húsið væri allt í notkun. Rafleiðslur í húsinu hafa verið úr sér gengnar og af þeim or- sökum lét rafveitan fyrir nokkru síðan taka strauminn af gangaljósunum, og hafa gangar hússins, ásamt geymslu, þurrk- lofti og miðstöð verið ljóslaus síðan. Hitaveitan hefur verið lögð í götunp, en heita vatninu mun þó ekki að svo komnu máli verða veitt í húsið, á hverju sem stendur. Eldavélar eru ekki í eldhús- unum og verða íbúarnir því að nota rafmagssuðuáhöld. HVE LENGI A VIÐGANGAST? ÞETTA AÐ Hve lengi á það að viðgang- ast, að sex íbúðir af átta í einu húsi séu látnar standa ónotað- ar, á sama tíma og fólk verður að hafást við í algerlega ónot- hæfu húsnæði. Hvers vegna lætur húsaleigu nefnd ekki' taka þetta húsnæði til notkunar og gera ráðstafanir til þess að bætt verði úr ágöll- um þess, í stað þess að láta 6 íbúðir af 8 standa auðar, með þeim afleiðingum að illlíft er í þeint tveim sem í notkun eru? Um verkefni og valdsvið húsa leigunefndar segir svo í húsa- leigulögunum (L málsgrein 5. gr.): „Húsaléigunefnd er heimilt að taka til umráða auðar íbúðir og ráðstafa þeim til handa hús- næðislausu innanbæjarfólki, enda komi fullt endurgjald fyr ir. Á sama hátt er húsaleigu- nefnd heimilt að taka til sinna umráða annað ónotað húsnæði og útbúa það til íbúðar", Fólk hefur skilið það svo, að húsaleigunefndin hafi verið sett til þess að greiða úr vandræðum húsnæðislausra manna. Aðhafist hún ekkert í þessu máli hefur hún algerlega brugð izt skyldu sinni — en með því staðfestir hún einmitt það álit ýmissa húsvilltra manna, að hún sé óhæfasta nefndin af öll- um þeim starfslitlu og lélegu nefndum. sem hér hafi verið settar til starfa.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.