Þjóðviljinn - 29.12.1943, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 29.12.1943, Blaðsíða 1
LJINN 8. árgangur. Miðvikudagur 29. des. 1943. 292. tölublað. Iflssar fala Karastlsllf ao Haslaoila r:mm Sfálíðnaðarverk~ íallfnu afléff Stálverksfniðjurnar í Ohio í Bandaríkjunum voru aftur komnar næstum í fullan gang í gær, eftir að framleiðslan hafði orðið minni en nokkurn tíma síðan árásin var gerð á Pearl Harbour. Verkamönnum fjölgaði um hver vaktaskipti, er verka- menn höfðu fallizt á fyrirmæli Stríðsverkamálanefndarinnar og skeyti höfðu borizt frá Philip Murray forseta sambands stál- iðnaðarverkamanna. Áhrif Roosevelts forseta máttu sín og mikils. Lofaði hann, að verka menn skyldu fá kjarabætur, sem verkuðu aftur fyrir sig að svo miklu leyti sem kauphækk unin fylgdi reglum þeim, sem settar hafa verið um kaup og kjör. Stríðsverkamálanefndin endurskoðaði þá afstöðu sína samkvæmt þessu og veitti verka mönnum þóknanir fyrir visst magn stáls. Auk þess er verka- mönnum lofað, að sérhver kaup hækkun í nýjum samningum Framhald á 8. síðu. Rauðí herinn 12 km frá Korosfen Hin nýja sókn Rússa á Úkraínuvígstöðvunum ryðst fram eins og snjóflóð. Úrvalshersveitir Vatutins hers- höfðingja, sem eru í broddi fylkingar, mola víggirðingar og virki Þjóðverja með fjölda fallbyssna og skriðdreka í sókn sinni til Korosten og Sitomír. — Á leiðinni til síðarnefndrar borgar tók rauði herinn í gær bæina Kos- inovka og Korostiséff. Hann er nú um 15 km. frá Sito- mír í suðaustri. Meginsóknarþungi rauða hersins beindist þó í norð- vestur í gær. Þar sóttu Rússar svo langt fram í gær, að þeir eru aðeins 12 km. frá Korosten. Víðast hvar á þess- um vígstöðvum sótti rauði herinn fram 15—30 km. í gær. Suðurarmur sóknarhersins náði og miklum árangri í gær. Er hersveitum Þjóðverja í Dnépr-bugðunni talin stafa mik- il hætta af því, ef Rússar taka Berdiséff eða rjúfa járnbraut- irnar fyrir suðaustan eða norð- vestan hana. Samtals tóku Rússar þarna í gær yfir 60 bæi og þorp. Þeir hafa nú á einni viku náð aftur % hlutum þess land- svæðis, sem Þjóðverjar lögðu undir sig í 6 vikna árásum. Auk þess hafa þeir tekið tölu- vert landsvæði, sem Þjóðverjar hafa haft á sínu valdi síðan á fyrsta stríðsárinu. Sóknin hefur verið svo hröð, að Þjóðverjum hefur ekki gef- izt neinn tími til að endurskipu leggja lið sitt, — og varla ver- ið hægt að tala um skipulegt undanhald þeirra. Á Vitebsk-vígstöðvunum hafa Rússar þokazt enn nær borg- inni og tekið marga byggða staði. Á setulið borgarinnar að- eins tvær undanhaldsleiðir eft- ir: þjóðveginn vestur til Minsk og járnbrautina suður til Orsja. Þjóðverjar hafa hert m'jög á- hlaup sín fyrir norðan Kirofo- grad. Beita þeir miklu fótgöngu og skriðdrekaliði. Hafa þeir ekki náð neinum árangri, en orðið fyrir feikilegu tjóni. Samtals eyðilögðu Rússar 105 skriðdreka fyrir Þjóðverjum í gær og 15 flugvélar. Erindasafn Útvarptsíðinda II. hefti, skrifafl af GuBmundi Thoroddsen Annaö hefti af Erindasafni Útvarpstíðinda er nýkomið wt. Guðmundur Thoroddsen pró- flessor skrifar þetta hefti. Eru það minningar frá æsku höf- undar, Flateyjarferð, Horn- strandaþáttur og ýmsar frá- sagnir af ferðum höfundarins. Þeir, sem hlustað hafa á frá- sagnir Guðmundar Thóroddsens í útvarpinu, af ferðum hans um landið, munu hlakka til að lesa þessa bók. IBJa á Akureyri semur Samningar tókust í gcer milli Iðju, félags verksmiðjufólks á Akureyri og S. I. S. Skulu samningarnir gilda til eins árs og uppsagnarfrestur 3 mánuðir. Hafði len.gi staðið í þófi og tókust samningar loks fyrir milligöngu sáttasemjara þar Þorsteins M. Jónssonar. SKELKAÐIR N AZISTAR VÍGGIRÐA VESTRIÐ Duke of York átti drýgstan fsátt í að sökkva Scharnhorst Nánari fregnir hafa borizt af sjóorustunni í norðurhöfum. Það voru átta brezk herskip og eitt norskt, sem tóku þátt í að sökkva Schamhorst. Voru sex þeirra undir beinni yfirstjórn 1 sir Bruce Frasers, yfirmanns brezka heimaflotans. í brezka flotanum voru omstuskipið Duke of York, beiti- skipin Jamaica, Belfast, Norfolk og Sheffield og fjórir tundur- spillar (einn þeirra norskur). Skipalestin var stödd suð- austur af Bjarnarey og brezka flotadeildin skammt undan er vart varð við Scharnhorst. Nor- folk réðst þegar til atlögu og kom einu skoti á hann. Sneri Scharnhorst þá burt á fullri ferð til norðausturs. Nokkrum klukkutímum síð- ar leitaði Scharnhorst enn fær- is við skipalestina. Var Norfolk enn fyrir og varð nú fyrir skoti frá Scharnhorst. Hvarf Scharnhorst svo frá, en beiti- skipin og tundurspillarnir fylgdu á eftir og gekk svo lengi dags. Var nú farið að rökkva og stefndi Scharnhorst á fullri ferð suður. Var nú orustuskipið Duke of York komið á vettvang. Tókst því að komast í skotfæri við Scharnhorst með öllum byssum á bakborða í einu, og hitti fljót- lega í rnark. Sneri Scharnhorst nú fyrst í norður en tók síðan stefnu í austur á fullri ferð. Hófu nú öll brezku herskipin eltingaleik, og leit um tíma út fyrir, að Scharnhorst ætlaði að sleppa sökum hraða síns. Tókst þó tundurspillunum að skjóta á hann tundurskeytum og munu 3 þeirra hafa hæft. Duke of York hóf nú aftur skothríð á Scharnhorst og kom brátt upp mikill eldur og skipið stöðvað- ist. Jamaica skaut þá síðustu skotunum á Scharnhorst, sem sökk skömmu seinna. Nokkrum mönnum af áhöfn- inni var bjargað. Auk Norfolk .varð einn tund- Framhald á 8. síðu Ilvenær verður innrásin gerð? er hin mikla spurning, sem milljónir manna í löndum Bandamanna liafa beðið óþreyjufullar mánuðum saman eftir að fá svar við. Innrásarundirbúningurinn er nú það á veg kominn, að innrásarhershöfðingjarnir hafa verið skip- aðir. — Myndin sýnir liluta af vesturströnd meginlands Evrópu. I

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.