Þjóðviljinn - 29.12.1943, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 29.12.1943, Blaðsíða 4
TOÐVILJINN — Miðvikudagur 29. desember 1943. þJÓDVILJINN Otgefandi: Sameiningarfiokkar albýSa — SóMalistcjlokkarinn. Ritstjóri: SigarSur GuÓmundason, Stjórnntájaritstjórar: Einar Olgeirsson, Sic -• Sigurhjartarson. Ritstjórnarskrifstcíu : Aasturstrœti 12, sími 2270. Afgreiðsia og augiýaingar: Skólavör&astíg 19, sími 2184. Prentsmiðja: Víkingsttrent h. GarSastrœti 17. Áskriftarverð: í Reykjavík og ágrenni: Kr. 6,00 á mánuði. — Úti 6 landi: Kr. 5,00 i mánuði. Uppsögn Dagsbrúnarsamninganna Allsherjaratkvæðagreiðsla á að fara fram í Verkamannafélaginu ' )agsbrún, um hvort segja skuli upp þeim samningum, er nú gilda til 2. febrúar 1944. Stjórn og trúnaðarráð Dagsbrúnar hafa samþykkt að næla með því að samningunum verði sagt upp. Dagsbrún hefur hvað eftir annað, með hógværð og festu, sýnt fram i hverjar breytingar væru nauðsynlegar á högum verkamanna. Dags- rún hefur reynt að fá réttlætismálum sínum framgengt með samkomu- igi við stjórnarvöldin. Dagsbrún hefur beðið og gefið ríkisstjórninni ækifæri í 6 mánuði til þess að semja við verklýðsfélögin um vísitölu- itreikning, sem verkamenn gætu treyst. Dagsbrún hefur beðið átekta im hve vel Alþingi og ríkisstjórn ætluðu að hugsa fyrir atvinnu og af- comu verkamanna á árinu 1944. ® / Itíkisstjórnin hefur ekki notað þennan frest til samnjnga við verk- -ýðsfélögin. Hún hefur þvert á móti hundsað kröfur verkamanna og ■grað þeim með frumvörpum, sem hún hefur lagt fram í þinginu, cins ig tollafrumvarpinu nú síðast. Meiri hluti þingsins, sá, er að stjórn- nni stendur, og ábyrgð tók á afgreiðslu fjárlaganna, hefur vitandi vits ;engið fram hjá því að tryggja sem mesta heilbrigða atvinnu og ný- köpun atvinnulífsins á næsta ári, en hinsvegar kastað tugum milljóna cróna í það að kaupa niður vísitöluna á kostnað launþega og í upp- bætur til stórbænda. Hafi ríkisstjórnin og hennar fylgifiskar á þingi búist við að verka- menn sætu aðgerðalausir, meðan samsæri er myndað um að rýja ríkis- sjóðinn og allar réttlætiskröfur verkamanna um örugga afkomu hunds- aðar, þá hafa þeir reiknað skakkt. Þeir 28 samsærismenn, — milljónaræningjarnir, — og ríkisStjórnin bera ábyrgð á því, ef nú kemur til harðvítugri átaka á landi hér en verkamenn hefðu kosið. Verklýðssamtökin hafa sýnt hógværð, stillingu og þolinmæði. Samsærislýðurinn hefur sýnt storkandi yfirgang og tak- markalausa frekju. Ríkisstjórnin hefur reynzt dula í höndum samsæris- mannanna, en ekki haft þá ábyrgðartilfinningu að reyna að afstýra hörðum átökum með því að ná samkomulagi við verkamenn. Nú mun fara, sem fara vill. Það getur enginn kastað steini að verklýðssamtökunum fyrir það, að þau nú rétti sjálf sinn hlut með mætti samtaka sinna, fyrst sam- komulag hefur ckki náðst eftir öðrum leiðum að bæta svo hag þeirra og auka öryggi verkamanna um afkomu að viðunandi væri. \ Og sjálfir munu verkamenn sem endranær standa sem cinn maður á rétti sínum. Dagsbrún mun ríða á vaðið sem fyrr. Hvað líður fisksölusamnmgunum? Fisksölusamningurinn við Breta rennur út um áramótin. Vafalaust mun langt komið með að semja nýjan. Undir þessum samningi cr af- koma mikils hluta íslendinga komin. Verðákvarðanir hans skammta þorra íslenzkra sjómanna og smáútvegsmanna kaup þeirra og kjör. Fyrir afkomu mikils hluta vinnandi stéttanna við sjávarsíðuna eru þessir samningar mikilvægari en nokkrir kaupsamningar. En við þessa samningagerð eiga sjómenn og smáútvegsmenn enga fulltrúa. Þeir, — sem mest eiga undir því að fá ranglátustu ákvörðun- um, svo sem verðhlutfalli fisktegundanna, breytt, cða tryggingarákvæð- um gegn okri á aðfluttum vörum, svo sem olíu, bætt inn í aftur, — eiga enga fulltrúa í samninganefndinni, viðskiptanefndinni svokölluðu. Hún er enn skipuð eins og þjóðstjórnin skipaði hana forðum daga. Gagnvart launakröfum verkamanna er brezka fisksölusamningnum og verðákvæðum hans beitt livað eftir annað, til þess að sanna að vísi- talan megi ekki hækka. En verkamenn mega ekki eiga fulltrúa í riefnd- inni, sem semur um þenna grundvöll fyrir afkomu þeirra, sem þeim sífellt er vísað á, ef þeir heimta launabætur. Hvað eftir annað.hafa verkamenn og fiskimenn og fulltrúar jieirra krafizt þess að fá fulltrúa í viðskiptanefndinni. Því hefur aldrei verið sinnt af ríkisstjórninni, lieldur þvert á móti. Nú verður fróðlegt að sjá hverjar endurbætur fást á samningi þeim, sem verkalýðurinn er svo vandlega útilokaður frá að mega bafa áhrif á. ★ ★ Grein sú, sem hér birtist, var upphaflega prentuð sem greina- flokkur í blaði brezkra samvinnumanna „Reynold News“. „Klíkur þær, sem ráða yfir heimsveldum framleiðslu og við- skipta, hafa rænt og tekið í sínar hendur hinum óvéfengjanlega rétti fólksins til að stjórna utanríkismálum“. Henry Wallace, varaforseti U. S. A. ★ ★ Rannsókn var hafin af nefnd öld- • stjórnmála, sem Chamberlain hafði ungadeildar þjóðþingsins og hinar I forystu fyrir. Enginn vafi er á því, ægilegustu staðreyndir komu í Ijós. að sumir af þeim, sem stóðu að Á meðan alþýða Þýzkalands var að halda hátíðlega stofnun Wei- mar-lýðveldisins, sem hún vonaði að mundi færa henni frið og frclsi, byrjuðu hinir þýzku stóriðjuhöldar og hernaðarsinnar að gera áætlanir um dag hefndarinnar. Þeir byrjuðu með kaldri skyn- semi og hugviti að leita vopna. gegn brezka hafnbanninu, sem hafði orðið herjum keisarans að falli. Þcir beittu hinni frægu tæknilegu og vísindalegu þekk- ingu Þýzkalands til að smíða nýtt herveldi. í rannsóknarstofun- um fundust hergagnaframleiðslu- hráefnin, sem áður þurfti að flytja inn yfir hafið. í Þýzkalandi var engin olía í jörðu, þess vegna varð að taka upp olíuframleiðslu úr kól- um. Gúmmí var ekki til þar, því var farið að nota bcryllium. Efna- stað. Tin var ekki til, þess vegna var farið að nota baryllium. Efna- fræðingar og vísindamenn byrjuðu á skipulagðan hátt að fylla í skörð vígbúnaðar Þýzkalands. I fyllingu tímans var Hitler, af- kvæmi þýzku auðhringanna, teflt fram til að mola lýðræðið og undir- búa hið komandi stríð. Braut hans var gerð auðveldari af brezkum og frönskum afturhaldsseggjum, sem skoðuðu hinn mikla þýzka vígbún- að sem varnargarð gegn bolsévism- anum, og voru reiðubúnir til að fórna öllu, því að þeir voru sann- færðir um, að Þýzkaland mundi ráðast í austur en ekki í vestur. En þýzku stríðsundirbúnings- mönnunum var ekki nóg að efla eigin krafta, þeir þurftu líka að finna tæki til að veikla væntanlega andstæðinga. Og þeir fundu leið- ina. Með aljjjóðlegum auðhringum fengu þcir því til leiðar komið, að í lýðræðislöndunum var takmörk- uð framleiðsla á þeim efnum, sem eru nauðsynleg í stríði. Þessi hug- mynd var, eins og allar snjallar hugmyndir, sérstaklega einföld. Hinir miklu auðhringar lýðræðis- ríkjanna höfðu aðeiris eitt mark- mið — að auka gróða sinn. Þeir voru hræddir við þær allsnægtir, sem vísindin höfðu veitt mannkyn’- inu aðgang að. Þeir óttuðust nýjar uppfinningar, sem gætu eyðilagt markaðinn fyrir vorur þær, sem þeir höfðu á boðstólum. 'k Þjóðverjarnir buðust til að hjálpa þcim. Þeir hófu samninga- umleitanir við auðhringi annarra landa, mörkuðum hcimsins var skipt niður, framleiðsla utan Þýzkalands um leið takmörkuð, en Þýzkalandi veitt leyfi til að fram- leiða eins mikið og það gat. Annað vopn var handhægt. Einkaleyfislög Bandaríkjanna og annarra landa var hægt að, nota til að takmarka hagnýtingu uppfinninga. Framleið- endur geta keypt einkaleyfi og stungið því undir stól til að hindra képpinauta í að nota það. Þjóðverjar vissu, að þeir höfðu ckki einkaleyfi til vísindalegra rannsókna, en með því að láta fé- laga "Sína í auðhringunum hafa einkaleyfi sín gátu þeir hindrað öll fyrirtæki utan auðhringanna í að setja á stofn verksmiðjur utan Þýzkalands, sem kepptu við þá. Og með áhrifum sínum í auðhring- unum gátu þeir hindrað, að einka- leyfin væru fyllilega hagnýtt. Þetta var hin snjalla ráðagerð Hitl- ers. Hún var framkvæmd með flá- ráðu hugviti. Hún bar feikilegan árangur, IÐNAÐARGRUND- VÖLLUR NAZISTA. Þcgar nazistaherirnir ruddust yfir pólsku landamærin árið 1939, höfðu þeir að baki sér hergagna- iðnað í fullum gangi. Frakkland, Upp frá þessu hefur Bandaríkj- unum verið ljós hættan af auð- hringunum. Framsækin blöð hafa flutt greinar, þar sem rannsakað hefur verið, að hve miklu leyti þessir samningar hafi dregið úr mætti landsins. Henry Wallace, varaforseti, sem hreif huga alls heimsins með ræðu sinni, er hann krafðist réttlætis til handa alþýð- unni, hóf harða árás á auðhring- ana, sem hann kallaði heimsveldi framleiðslu og viðskipta, sem tækju í sínar hendur vald alþýð- unnar. „HIÐ SNJALLA ÁFORM ÞÝZKALANDS“. Tveir af starfsmönnum andauð- hringadeildar bandaríska dóms- málaráðuneytisins, Joseph Borkin og Charles A. Welsh, menn sem hafa aðgang að geisimiklum heim- ildum, skrifuðu bók, þar sem öll effír GORDON SCHAFFER sem gortað hafði verið af sem mesta herveldi Evrópu, átti cngan iðnað, sem framleitt gæti hergögn í svo stórum stíl, sem þurfti til að mæta Jjýzka herveldinu. Bretland, sem hafði varið tvö þúsund milljón um punda til endurvígbúnaðar síð- ustu árin fyrir striðið, var ekki einu sinni byrjað að koma á fót hinum nauðsynlega iðnaðargrund- velli fyrir hergagnaframleiðslu. Bandaríkin voru, þrátt fyrir alla framleiðslugetu sína, jafnsnauð að hernaðarnauðsynjum, þegar Jap- anar réðust á Pearl Harbour. Að hve miklu leyti var þcssi van- máttur lýðræðislandanna að kenna hinum tilbúna skorti, sem auð- hringarnir miðuðu að? Við vitum það ekki. Okkur er ekki leyft að vita það, hvað Bretland snertir. Erí eitt vitum við samt sem áður: Opinberar rannsóknir í Bandaríkj- unum hafa leitt í ljós, að takmark- anir auðhringa hafa valdið stór- um skörðum í bandarískum iðnaði og beinlínis borið ábyrgð á mörg- um ágöllum í hergagnaframleiðslu þeirra. Við vitum líka, að opinber skjöl hafa komið í ljós, sem sýna ckki aðeins athafnir auðhringanna fyrir stríð, heldur koma líka upp um ráðagerðir þeirra um að geyma vissar samþykktir þangað til eftir stríð og endurgreiða þýzku fyrir- tækjunum peninga þá, sem þau mundu tapa á ófriðarárunum. Þessar staðreyndir hafa komið í ljós í Bandaríkjunum, af því að í því landi eru til lög á móti auð- hringum og öll tæki til að flytja fram í dagsljósið athafnir hinna al- þjóðlegu auðhringa. Þegar Japanar hertóku helztu gúmmíframleiðslu- lönd heimsins, komst almenningur í Bandaríkjunum að því, að fram- leiðsla gervigúmmís hafði verið hindruð þar í landi með samkomu- lagi milli bandaríska félagsins Standard Oil og þýzka efnaverk- smiðjuhringsins I. G. Farben. sagan er sögð. Eftir að ég hafði vakið athygli á þessari bók í „Reynold News“, voru bornar fram spurningar um hana í neðri deildinni. Ilug Dalton, forseti viðskipta- nefndarinnar, svaraði, að bókin fjallaði aðallegá um sambönd bandarískra og þýzkra fyrirtækja. Hann bætti við, að ríkisstjórnin væri að athuga málið, og hann væri satt að segja vantrúaður á, að frekari rannsókn mundi leiða fleira í Ijós en þegar væri kunnugt. Af svari Daltons er næstum því svo að sjá sem ríkisstjórnin taki sömu afstöðu til auðhringanna og hún hafði Jyrir stríð að því er snerti vopnaframleiðslu einkafyrir- tækja. Þá var það að rannsókn í Bandaríkjunum kom ýmsu ófögru upp um alþjóðlegu vopnahringana. Brezka ríkisstjórnin samþykkti þá, að rannsókn færi fram, eftir að hafa lengi látið kröfum almennings um það ósvarað. En hún gerði eng- ar ráðstafanir lil að tryggja sér skjöl frá fyrirtækjum þeim, sem Voru við málið riðin, og breiddi í raun og vcru yfir athafnir vopna- hringanna. Þegar 15. júlí 1943 beindi Stra- bogli lávarður athygli stjórnarinn- ar að ákærum bandaríska dóms- málaráðuneytisins gegn ])rem bandarískum félögum fyrir að hafa gert samsæri með þýzkum, brezk- um, ítölskum og japönskum til að mynda verzlunarhring. Talsmenn stjórnarinnar flýttu sér að fullvissa þingmenn um, að hver svo sem ákvæði bandarískra laga væru, þó væri víst, að hér væri ekki um neitt brot á brezkum lögum að ræða. Þeir fullyrtu, að hér væri ekkert sem þyrfti rannsóknar. Auðvitað hefur ríkisstjórniri rétt fyrir sér. Jafnvel þó að brezk félög færu að eins og bandarísku félög- in, þá riiundu þau ekki brjóta lög- in. Athafnii' þeirra íyrir stríð væru ekki ólöglegar fremur en samsvar- andi athafnir á sviði utanríkis- baki auðhringunum, héldu að þeir væru að vinna þjóðinni þarft verk. Brezka þjóðin hefur samt sem áður rétt til að svara þeirri spurn- ingu sjálf, og hún á rétt á fullurii upplýsingum til að byggja álit sitt á. Við skulum athuga 'það, sem Thurman W. Arnold, aðstoðarlög- fræðiráðunautur Bandaríkjastjórn- ar, segir um þetta. Ummælin eru í formála að bókinni „Hið snjalla áform Þýzkalands“: „Hinir ágætlega skipulögðu auð- hringir Þýzkalands urðu verkfæri í hendi einræðisherra, sem beitti þeim miskunnarlaust í þágu rnetn- aðar síns. Auðhringir lýðræðisríkj- anna reyndust auðveld veiði. Hitl- er gat hjálpað þeim til að tak- marka framleiðslu sína á meðan framleiðsla Þýzkalands fór fram úr öllu valdi. Hinir auðugu fram- leiðsluhringir Bretlands og Banda- ríkjanna fylgdu eindregið hinni skammsýnu stefnu sinni: takmörk- uð framleiðsla, rnikill kostnaður og lítil velta. Þeir skoðuðu þýzku hringana sem bandamenn en ekki óvini. Þessunr alþjóðlegu hringum get- um við þakkað Munchen-friðinn. Okkar eigin hringir bera ábyrgðina á kyrrstöðu bandaríska iðnaðarins fyrir árásina á Pearl Harbour. Á- hugi þeirra fyrir að halda uppi verði og takmarka framleiðslu veld ur núverandi skorti okkar á öllum undirstöðuefnum. Hið bága ástand iðnaðar okkar í byrjun stríðsins var að miklu leyti að kenna því, að Þýzkaland með hjálp hinna alþjóðlegu auð- hringa byggði upp sína eigin fram- leiðslu og aðstoðaði lýðræðisríkin við að takmarka framleiðslu þeirra á rafmagnstækjum, lyfjum, kem- iskum efnum, á ýmsum undirstöðu efnum hergagnaframleiðslu svo sem magnesium og aluminium. Iíinir alþjóðlegu auðhringir hafa með aðstoð bandarískra fjárafla- samtaka stuðlað að því að svipta okkur mörkuðum í Ameríku sjálfri og afhenda þá Þjóðverjum .... Við getum ekki látið einkafyrir- tæki stjórna viðskiptamálum okk- ar í framtíðinni án opinberrar á- byrgðar eins og við höfum gert áður. Við verðum ekki aðeins að vinna stríðið, heldur líka friðinn, sem kemur á eftir. Við getum ekki unnið friðinn, ef auðhringavanda- málið verður óleyst“. ÁSTANDIÐ I BANDARÍKJUNUM. Arnold, sem auðsjáanlega talar með mikilli ábyrgðartilfinningu, virðist vera á þeirri skoðun, að það sé heilmikið órannsakað enn, ekki aðeins í Bandaríkjunum, heldur líka í Bretlandi. Þegar Bandaríkjamenn tóku að rannsaka gúmmí-skortinn, kom í ljós, að Standard Oil hafði veitt Þjóðverjum upplýsingar um banda rískt gervigúmmí, sem kallast „butyl“, en á allan hátt liindrað framleiðslu á „búna“-gúmmí, sem Þjóðverjar höfðu gefið þcim for- skrift að. Rannsóknarnefndin fékk bréf frá Standard Oil, þar sem var játað, Framhald á 8. síðu. Miðvikudagur 29. desember 1943. — ÞJÓÐVILJINN Leíkfélag Reykjavíkur BDDA f*' Sjónleikur í 5 þáttum eftír Davíð Stefánsson trá Fagraskóg. <» * * Úr klettaborginni í 3. þætti. — Theodas, seiðmaðurinn — Har- aldur Björnsson — þá dansmeyjar. Alda Möller og Ævar Kvaran sjást út við vegg klettaborgarinnar. I. Konungur, sem ætlar að leggja undir sig heiminn, og hirðir hvergi þótt hann glati sálu sinni, — þjóðir, sem stynja undir oki hans og að lokum rísa upp til að varpa því af sér: það er efnið í „Vopnum guðanna“. Konungur óttast að sá spádómur rætist, að sonur hans, Jósafat, snúist gegn hon- um og sigri hann og lokar hann því inni í hallargarðinum, til þess að spádómurinn rætist ekki. En kenningar friðarvina smjúga inn í fangelsið líka. Fóstri konungssonar fylgir friðarvinum, Bariamssinnum, á laun. Kenningar friðarvina breiðast út, herteknu þjóðirnar vígbúast á laun. Þær sigra heri harðstjórans að lokum, sendi- fulltrúar herteknu þjóðanna mæta hjá harðstjóranum, bjóða frið, — Barlam, friðarpostulinn og aðrir útlagar halda niður úr óbyggðum til að hvetja fólkið til „andlegrar uppreisnar“, leggja niður vopnin. — Harð- stjórinn neitar öllum áskorun- um um frið, — elding lýstur hann, — Jósafat og fóstri hans taka við, friðarríkið hefst. Tjald ið fellur. Þetta er í allra stærstu drátt- um rauði þráðurinn í leikrit- inu „Vopn guðanna“. II. Það er ekkert smáræði, sem Davíð Stefánsson færist í fang í leikriti þessu, sem Leikfélag Reykjavíkur hefur valið sem jólaleik sinn. Það er hvorki meira né minna en sjálf frels- isbarátta kúgaðra þjóða gegn harðstjórninni, sem hér á að sýna í táknrænu leikriti, — stórfenglegasta efnið, sem nokk urt skáld getur valið sér. Þegar Friedrich Schiller tók þetta efni til meðferðar t. d. í „Don Carlos“ eða „Wilhelm Tell“, eða Kai Munk í „Nils Ebbesen“, þá létu þeir þessa aldagömlu baráttu koma fram í ákveðnum myndum, er tengd- ar voru við tíma og rúm, stund og stað. Meira að segja allra ljóðrænasta skáldið, sem feng- izt hefur við leikritagerð um þetta efni, Shelly í „Prome- theus unbound“, heldur goð- sagnarblæ hinnar upprunalegu sögu á leikriti sínu, frekar en reyna að sýna sjálfa frelsis- þrána „almennt“ í baráttunni gegn harðstjórninni „almennt“. Davíð hefur ekki kosið að fara þá leið sem manni finnst eðli- legri: að tengja leikritið við tíma- og staðbundna fyrirmynd, t. d. úr frelsisbaráttu íslend- inga eða baráttunni á fyrstu öld um eftir Krists burð („tíma” Jósafats og Barlams) eða sjálf- an nútímann: stórfelldasta frels isstríð mannkynsins gegn harð- stjórninni, — heldur ætlar hann sér hitt: að sýna aðilann í þess um aldagömlu átökum almennt —: og það er honum og flestum skáldum ofvaxið, ef gera á þær nútímakröfur til leikrits að í því séu persónur, „karakterar“ en ekki aðeins manntegundir, ,,typur“, eins og í frumstæðum moral-prédikandi leiksýningum miðaldanna. Þessi aðferð Davíðs gerir það frá upphafi að verkum að persónurnar í leikritinu eru að- eins typur: typa harðstjórans, typa postulans o. s. frv. — ó- umbreytanlegar í leikritinu sjálfu, taka engri þróun né þroska, — eru í raun og veru ekki persónuleikar (— eins og t. d. Jón var í „Gullna hliðinu“, sem ekkert missti af persónuein kennum sínum, þótt honum væri þvælt eftir öllum kráku- stígum til himnaríkis), — held- ur hugtök, stundum hugsjónir, íklæddar persónugervi. — Þann ig voru „moral-leikir“ miðald- anna og þetta leikrit Davíðs sver sig í ætt við þá, — ef til vill vísvitandi. Og út frá því sjónarmiði mun réttast að dæma það og meta. Að hætti hinna gömlu „moral leikja“ er „lærdómurinn“, sem í leiknum felst, boðaður bæði á undan og eftir. Það er garð- yrkjumaðurinn, sem er að kenna garðyrkjunemanum. Er þar margt fagurlega sagt, mörg göm ul og ný speki snjallt rímuð svo sem vænta mátti af ljóða- snillingnum. En þó barátta frelsissinna gegn harðstjórninni sé hin eðli- lega uppistaða leikritsins sam- kvæmt efnisvali höfundar, þá virðist þó annað vaka fyrir hon um um leið: það er að boða einhliða baráttu ,,andans“ og reyna öðru hvoru að læða inn fyrirlitningu á byltingarkenn- ingum frelsissinna með því að túlka þær sem kenningar um undirbúningslaus uppþot o. s. frv. Líklega hefur boðskapurinn um afnám harðstjórnar án þess, að beita valdi gegn harðstjórn- inni átt að verða uppistaðan í þessu leikriti, — það hefur átt að flytja friðárstefnuna í formi „pasifismans“ svokallaða, svip- að og Tolstoi á sínum tíma. En leikritið bara gerir það ekki. Hafi slíkt verið tilgangur höf- undar: að sýna fram á að steypa skuli harðstjórninni ein ungis með „vopnum guðanna11: boðun réttlætis, sannleika og annarra dyggða, en ekki með Jósafat, sonur konungs — Ævar Kvaran — og Lajla dóttir her- tekna konungsins — Alda Möller sverðinu líka, — þá nær höfund ur alls ekki tilgangi sínum. Þó Davíð Stefánsson hafi sjálfur ætlað að gerast Barlamsmaður eða Tolstojisti í þessu leikriti, þá tekst honum það alls ekki. „Innsti kjarni íslendingsins, ofurkapp og víkingslund“ eru alltof sterk í honum sjálfum til þess. Kenning leikritsins hefur máske átt að vera þessi: beitið ekki ofbeldi gegn ofbeldinu, gangið vopnlausir í dauðann og sigrið harðstjórnina eingöngu sem uppreisnarmenn andans. En lærdómurinn af því, 'sem 1 leikritinu gerist, verður alveg þveröfugur, sem sé þessi: Her- teknu þjóðir! Smíðið vopn á laun! Berjizt heilögu stríði! Sigrið harðstjórann og heri hans í orustum! Eyðileggið heri hans „innan frá“ með því að fá þá til að leggja niður vopn og ganga í lið með ykkur! Hjarta skáldsins — og áheyr- endanna — slær líka heitgst með, þegar fulltrúar hinna kúg uðu lýsa hetjubaráttu þjóða sinna, — þótt heilinn hugsi máski að fjallræða Barlams sé aðalatriðið, — eða hvað skyldi Davíð hafa sagt um einn slíkan Barlam í hópi blökku- mannanna, er þeir voru að sigra harðstjórnarherina? Hvernig ætti líka að vera hugsanlegt að flytja boðskap- inn um að beita ekki valdi gegn valdi einmitt á þessum tímum, valdi frelsis og réttar, andlegu og líkamlegu, gegn valdi harðstjórnarinnar, — þeg ar við liggur, að öll veröldin hafi orðið harðstjórninni að bráð sakir andvaraleysis þorr- ans af lýðræðisþjóðum heims, — og það eitt barg mannkyninu, frá þeirri tortímingu, að til voru þó þjóðir, — sovétþjóðirnar —, sem í senn höfðu siðferðislegt þrek, pólitíska framsýni og vopnavald, til að stöðva harð- stjórnina á sigurbraut hennar og hrekja heri hennar til baka? En mótsetningin á milli þess sem skáldið virðist hafa ætlað sér að boða, — og veruleikans, sem það lýsir, — skapar tví- skinnung í leikritið, sem dreg- ur stórum úr þeim áhrifum, sem það ella myndi hafa, ef því væri einbeitt í þá stefnu, sem er hjarta skáldsins næst. í stuttu máli er misskilningur inn þessi: Skáldið, sem er í hug og hjarta með frelsisstríð- inu gegn harðstjórninni, er að búa til leikrit á móti stríði al- mennt, án þess að gera greinar- mun á réttlátu og óréttlátu stríði. III. Það er auðsjáanlega ekkert til sparað að gera sýninguna á þessu leikriti sem áhrifamesta. Leiktjöldin og búningar, allur leiksviðsútbúnaður er sá feg- ursti, er hér hefur sézt, — og og er þó auðfundið, að ekki er unnt að fullnægja þeim kröf um, sem höfundurinn 1 rauninni gerir 1 þessu efni. Strandar hér sem oftar á stærð sjálfs leik- sviðsins. Það eru allmikil tilþrif í ýms um leiksýningunum, t. d. í fyrsta þættinum, þegar hliðið er opnað og ógnarmyndir stríðs ins birtast, — sömuleiðis í þriðja þættinum, t. d. þegar ást- mey konungs er fórnað guðun- um. Benda þessi atriði til .vax- andi skilnings á tækni og mætti leiklistarinnar hjá höfundi og aukinna hæfileika til að nota sér mátt hennar, þegar hann væri búinn að ákvarða til hvers nota skyldi. Hlutverkin í leikritinu eru þessi: Konunginn, harðstjórann, er ætlar að leggja undir sig allan heiminn, leikur Jón Aðils. Skáld ið hefur auðsjáanlega haft Hitl- er sem fyrirmynd. Og konungur inn er í rauninni eina persónan, sem er meir en „typa“ í leik- ritinu. í þriðja þættinum sést, að nokkur barátta fer fram í sál hans, milli leifanna af mann legum tilfinningum og drottn- unarandans. Hann þarf „mögn- unar“ við frá sér sterkari og harðvítugri mönnum, til þess að geta verið harðstjórinn — og það er Theodas, sem magnar. Jón Aðils leikur konunginn. Það er stærsta hlutverkið, sem þessi efnilegi leikari hefur fengið. Hann lgikur leikarann Hitler mjög vel —, hinn skrúðmálga, ofsafulla harðstjóra, — typuna, manntegundina sjálfa, — en hann skortir margbreytileikann einmitt þar, sem mest á reyn- ir og höfundurinn hefur gætt konunginn fleiri persónueigin- leikum en harðstjórans. Theodas heitir seiðmaðurinn, einkavinur harðstjórans. Það er hið sígilda hlutverk, sem ým- ist Mefistofeles og Kölski hafa á hendi í leikritum eða bak- tjaldamenn harðstjóranna, frá kardínálum og‘ machiavellum miðaldanna til vopnabraskara nútímans, í sjálfri sögunni. Haraldur Björnsson leikur hlut verkið vel. Jósafat, sonur konungs, — góðviljuð persóna, en alltof lit- laus frá höfundarins hendi. Ævari Kvaran tekst ekki að gefa því flykki líf, sem varla er von, — ekki éinu sinni í ,,ástar-senunum“ með Lajlu, dóttur hertekna konungsins. Hvernig á það líka að vera? Lajla, sem leikin er af Öldu Möller, talar ca. 5 setningar í öllu leikritinu! — Skáldið slepp ir áreiðanlega góðu tækifæri, — sem því hefði tekizt að nota vel — með því að ætla ekki ástar- ævintýri Jósafats og Lajlu meira rúm í leikritinu. Zardan, fóstra Jósafats, leik- ur Þorsteinn Ö. Stephensen virðulega, en lítt sjást á hon- um merki eftir pindingarnar í þriðja þætti. Barlam, postulann, foringja „uppreisnarmanna andans“, leik ur Lárus Pálsson. Gervið er Framhald á 8. síðu fulltrúi stendur fyrir framan hann.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.