Þjóðviljinn - 29.12.1943, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 29.12.1943, Blaðsíða 7
Miðvikudgur 29. desember 1943. ÞJÓ7' VILJINN Einu sinni var risi, sem hét Mosaskeggur. Hann bjó aleinn, og honum leiddist. Mosaskeggur hafði aldrei haft tíma til að gifta sig. Hvers vegna haldíð þið, að hann hafi ekki haft tíma til þess? Hann var alltaf að safna peningum. Nú var hann orðinn ríkasti risinn í landinu og átti marga poka fulla af gullpeningum. En hann var orðinn gamall og átti hvorki konu né krakka og hann var hætt- ur að hafa gaman af að telja peninga- Mosaske^gur var ekkert grimmur, þó að hann væri nirfill. Og hann hafði aldrei gert fólki mein og hafði ekki ætlað sér að ræna börnum. En einu sinni gekk Ása litla í Kotinu fram hjá hellinum hans, þegar hún var að smala. Þá þreif hann í öxlina á henni og fór með hana inn í hellinn. Ása fór að gráta. Risinn fór þá að skæla líka og sagði: „Farðu þá heim til þín stelpa. En ég á enga krakka, og þú getur ímyndað þér, hvað það er skemmtilegt á gamals aldri að kúra hér einn og telja pþninga. Eg er líka hættur því“. Ása kenndi í brjósti um risann og þurrkaði sér um augun. Hún sagðist skyldi spyrja mömmu sína, hvort hún mætti ekki koma og heimsækja hann einhvern tíma. Og risinn varð liíandi feginn að eiga von á gesti. Það var á aðfangadag sem Ása kom aftur. Og hvað haldið þið, að hún hafi þá gert? Hún sópaði allan hell- inn. Hann hafði ekki verið sópaður í hundrað ár. Gamli risinn varð ákaflega glaður og sagðist aldrei á ævi sinni hafa séð svona hrein og falleg húsakynni. Og hún gerði meira: Hún fór að elda jólagraut handa risanum. Hann hafði aldrei heyrt getið um jólin, og Ása var að reyna að koma honum í skilning um, hvað gaman væri á jólunum. En hann skildi það aldrei og Ása gafst alveg upp. Þegar hún var á leiðinni heim, var hún alltaf að hugsa um það, hvað það hlyti að vera bágt, að hlakka ekki til jólanna- x Þá mætti hún jólaálfinum, sem alltaf var vanur að Tfltt ÞETTA Skammt or öfganna á milli: Fyrst eftir að tóbakið fluttist tii Evrópu, var það kallað ýmsum nöfnum, svo sem „drottningar- jurt“, „lækningajurt" og jurtin lielga“. Og af því voru sagðar hin- ar undarlegustu sögur. Það mun hafa tíðkast meðal aðalsins í Frakklandi, að kvcnfólk tæki í nef- ið, því í mansöng einum frönskum er lýst yndisþokka meyjarinnar, einmitt, þegar hún tekut í nefið. En fyrst cr allt frægt: Vísindin viðurkenndu ekki tóbakið sem heilsulyf. Þvert á móti sögðu vitrir menn Iærisveinum sínum, að heil- inn þornaði og harðnaði af tóbaks- reykingum. Kirkjan gekk, aldrei |>essu vant, í lið með „vísindun- um“, og Urban páfi VIII lysti í banni hvern þann mann, sem tæki í nefið undir messugjörð. Þessi til- skipun var i gildi í hundrað ár. Þá afnam Benidikt páfi XIII hana. llann var sjálfur neftóbaksmaður. Rússneska prestastéttin nefndi tóbakið djöflajurt og áleit, að tóbaksreykur væri samskonar svæla og syndarar væru kæfðir með í Víti. En Pétuf mikli hafði þessar kenningar að engu. — — — Það er sagt, að tóbak hafi ekki flutzt til Islands fyrr en á fyrri hluta 17. aldar. Arngrímur lærði ritaði óla Worm bréf á latínu árið 1631, og hann „fýsir að fræð- ast sem fyrst um, hver áhrif tóbak- ið hefur“ og kvcðst hafa reynt, að það sé gott: við magakvillum. Worm svarar þvi, árið eftir, að vísu sé tóbakið læknislyf, en það hreinsi einkum slím úr heilanum. „Jurtin er kaldrar náttúru og eink- um lioll fyrir þá, scm eru vots eðlis“, segir hann ennfremur. Séra Stefán Ólafsson fullyrti, að tóbak læknaði: heilaveiki, brjóst- mæði, blóðnasir, og kvef. p ♦ ♦♦ p 0 ♦ zjLoíí v0 ' •joi im SKÁLDSAGA atir ú JOHAN FALKBERGET r Dagbjört vissi ekki fyrr en hún var komin inn í húsiö. Það var íjölmennt inni. Fá- tækir menn, með merki dap- urra hugsana 1 hverjum and- litsdrætti. Hávaxinn maöur var aö flytja ræðu. Andlit hans var grábleikt og hárið' féll ógreitt nið'ur á enni. Hann hafði yfir vísuorð meö kaldri, sterkri rödd: ,,— Vér vöknum í eíning til varnar í nauð og vinnan skal gefa okkur brauð —“ Ræðumaöurinn var fölur af geðshræringu. .Áheyrendurnir réttu úr sér í sætum sínum og augnaráð þeirra varö djarfara. Þeim haföi verið fluttur nýr og ó- væntur fagnaðarboöskapur. Dagbjört gleymdi sér í hrifningu, eins og nýr dagur væri runninn meö fangiö fullt af frelsi og fyrirheitum. Nú þurftu mennirnir ekki annaö en breiöa út faðminn. Kvöldió eftir stóö hún á götuhorni og seldi flugrit. Og hún átti eftir að gera það oft. Þaö var hlegiö aö henni. Enginn vissi til þess, að kven- maður heföi tekið sér annaö eins fyrir hendur. Hún hlaut að vera eitthvaö rugluð, manneskjan. Hún lét þetta sem vind um eyrun þjóta. Þaö kom aöeins örsjaldan fyr ir, aö feimni og hlédrægni greip hana. og þá skamm- að'ist hún sín fyrir það'. Dagbjört óð krapann á göt unum á vondum skóm. Henni kom þaö’ aldrei í hug, aö þetta gæti gert henni mein, að dauð’ inn lægi í launsátri í köldu krapavatninu. Hrifningin — hugsjón henn ar, bar hana yfir allar tor- færur. Hún brann af óstjórn legri löngun til aö’ vinna fyr- ir þá, sem áttu bágt. Hún vildi sjálf vera ein þeirra, sem leiddi mannkynið nær og nær degi irelsisins. Hjartaö baröist í brjósti henn ar, heitt og þróttmikiö’. . Stundum laumaöi hún síð- asta tíeyringnum í lófa ein- hvers vesalings. En hún hljóp af stað til að komast hjá aö heyra þakklætisorö'. Hún fyr- irleit þakklæti. Þakklæti var auðmýkt. Þaö kom oft fyrir þegar hún var stödd í loftherberginu sínu, aö gleðin varö a'ö söng í sál hennar og augun fyllt- ust tárum. Hún horföi út í bláinn. — Eg er svo hamingju söm, góö'i gnð. en veit ekki hversvegna! Líklega vegna þess, aö ég á eitthvaö til aö' lifa fyrir. Það eru svo marg- ir, sem þú hefur aldrei * unnt neins, hvíslað’i hún. Allir dagar uröu nýir og henni fannst hún ljafa gert sáttmála viö eitthvað senr var æöra en hún sjálf. — Á morgnana þegar hún vaknaöi mundi hún gleöi sina og henni fannst eitthvaö mikiö í vændum. --------Á útmánuöum fór hún aö finna til mæði og hún fékk hjartslátt af aö ganga upp stigann. Hún skeytti því engu í fyrstu, en henni versn aöi meö’ hverjum degi. Hún haföi hósta á nóttunni og hana skar í brjósti'ð, milli hóstaþviöanna lá hún and- vaka og horföi út um þak- gluggann. Þaö var heiður himinn. Létt, hvít ský komu siglandi og hurfu aftur. Stór- •ar skærar stjörnur depluöu augunum niður til hennar, eins og stjörnur gera allt af til þeirra, sem bíöa dauðans. Dagbjört greip dauþa haldi í lífiö'. Þaö var sem eldur brynni í blóöi hennar. Ást hennar var'ö’ aö örvæntingu og) trega. Hún gat ekki dáið frá honum. Ekki strax! Bara ekki strax. Hún þráði hann, þráöi aö’ gefa honum ást sína. Það var eins og þorsti hefði vaknaö í blóöi hennar. Lífiö var henni svo kært og unaðs- legt, aö hún varö aö miðla öörum af því — nei gefa þaö' allt, áður en hún fjaraö'i út. Ó, aö hún gæti hrópaö til hans yfir fjöllin, a'ö nú yr'ö'i hann aö koma, me'ð'an hún enn var liíandi og ætti eitt- hvaö aö gefa. Hún vafð’i utan um sig sænginni me'ö heitum titrandi höndum og þrýsti handleggjunum a'ö brjóstinu. Æ, þetta voru hitaveikisór- ar. Ekkert annaö! Fyrirboði dau'öans! Þegar glugginn var opinn, heyröi hún kvak fuglanna niöri í garöinum. En stund- um heyr'ð'i hún órólegar radd- ir hvísla milli trjánna. --------Dagbiört lá í gras- inu og rifjaði allt þetta upp aftur. Nú var það liöiö. Hún ætláöi aö veröa hraust og sterk. Loítiö' ,var hreint og alltaf sólskin. Þaö’ rökkvaði. Húmiö seig yfir fjöllin. Þó var enn bjart yfir jöklinum á Hognafjalli. Þaö rauk heim’a á bænum. Ekkjan haföi lagt vel í eld- inn og neistar flugu upp úr reykháfnum og sindruðu í myrkrinu. Dyrnar stóöu í hálfa gátt og ljósbirtan féll út á hlaðið. Þarna inni sat ekkjan, laut höfö'i, reri fram á gráðið, og háði baráttuna viö sorg sína. — — — Þaö komu yndis- legir dagar, þegar leiö á sum- ariö. Dagbjört gekk um heið arnar frá morgni til kvölds. Stundum gekk hún upp í Hognafjall. Hún drakk úr fjallalækjum, óð berfætt yfir mýýarnar og baöaöi sig í tjörn unum. Óttinn viö dauðann var horfinn. Lífiö hafði aftur tekiö hana í faöm sinn. Stund um fór hún ' að 'velta stórum steinum og horfði á eftir þeim steypast fram af hömrum, taka loftköst, stall af stalli, niöur fjallshlíóarnar og skjóta gneistum. Stundum kallaði hún hátt og bergmál hamr- anna endurtók orö hennar. Einu sinni aö morgunlagi gekk hún hátt upp í fjalliö. Þaðan sá hún blá fjöll og vötn í fjarlægð. Þar var náman við Fjallsvatn. Og yfir klettaþök- um hennar skein sólin skær- ast. Dagbjört ætlaöi að fara þangað einhverntíma. Hún ætlaði að’ fara meö eimvagn- inum niö’ur í námugöngin, langt niður i jöröina, þar sem fótatakiö varö annarlegt og dularfullt. — Þangað heyrðust þung hamarslög og málmbor- inn suöaöi og svarraði. Þaó var söngur vinnunnar. gam- all ódauölegur undir rótum fjallsins, sem jökullinn krýnir til eilífð’ar. — Þannig hafð’i Jón oröaö þaö, eínu sinm, þegar hann kom aö finna hana seint um kvöld. Jón hallaði höfðinu út að glugganum. Dökk augu hans voru sljó af þreytu. Þetta var í maílok. Þó snjó- aði enn á fjöllum uppi. Það hafði verið blíðviðri nokkra daga. Sólbjartir dagar og ljósar, íölvar nætur! En þá syrti og kólgan hrannaði loftið. Hann stóð kyrr og horfði á héluð þökin á kofum námumann anna. Klakaströnglar héngu nið ur úr þakskeggjunum. Það var eins og hvítar ábreiður rpeð síðu kögri hefðu verið breiddar yfir þökin. Hann hallaði höfðinu alveg upp að gluggarúðunni. Hann hafði ekki sofið í margar nætur, heldur staðið nótt og dag við stóru grjótvélina. Þreytan seytl- aði um líkama hans. Knjálið- irnir svignuðu við hverja hreyf ingu. Handleggirnir héngu blý- þungir og máttlausii’. Áugi-ja- lokin sigu aftur. Hann stóð hreyfingarlaus og

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.