Þjóðviljinn - 29.12.1943, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 29.12.1943, Blaðsíða 8
■« NÝJA BÍÓ TJAKNAR BÍÓ Or bou®g!nnl þlÓÐVILMN Ar liðið síðan Darian var drepinn Næturvörður. Lyfjabúðin Iðunn. Ljósatími ökutækja er frá kl. 3 að kvöldi til kl. 10 að morgni. Útvarpið í dag: 19.25 Hljómplötur: Söngvar úr ó- perum. 20.20 Leikrit: „Orðið“ eftir Kaj Munk (Leikfélag Reykjavík- ur. — Leikendur: Valur Gísla- son, Gestur Pálsson, Arndís Björnsdóttir, Helga Brynjólfs- dóttir, Lárus Pálsson, Klemens Jónsson, Brynjólfur Jóhann- esson, Haraldur Björnsson, Jón Aðils, Anna Guðmundsdóttir, o. fl. — Leikstjóri: Lárus Pálsson). Jólaglaðningur til blindra. Fyrir jól voru formanni Blindravinafélags íslands afhentar frá ónefndum Reykvíkingi kr. 1000.00, til jólagjafa handa blindum. Hinum hugulsama gefanda færum vér vorar innileg- ustu þakkir. F. h. Blindravinafélags íslands Þórsteinn Bjamason. Gjafir og áheit til Blindravina- félags fslands. í Blindraheimilis- sjóð: Frá Fríðu 100 kr., áheit frá N. N. 10 kr., frá H. Halldórs 50 kr., áheit frá sjómanni 500 kr., frá konu 10 kr„ frá O. S. 250 kr., frá Lóu 100 kr„ frá ónefndum 5 kr„ frá O. P. P. 80 kr., áheit frá I. 100 kr. — Til jólagjafa: Frá Gunnu 50 kr„ frá N. N. 10 kr„ frá H. H. 50 kr„ frá A. B. 50 kr„ frá B. H. B. 10 kr„ frá tveim vinum 50 kr., frá A. S. 20 kr„ frá ekkju 50 kr„ frá I. J. 25 kr„ frá G. P. 25 kr. — Kærar þakkir. Þórsteinn Bjarnason, formaður. Leiðrétting. Kvæði Stephans G. Stephanssonar, sem vitnað var til í leiðara Þjóðviljans í gær, heitir „Martíus". Ljóðlínur þæf, sem teknar voru úr kvæðinu, eru þann- ig: „Hófu sólarljóðs söngva samerfingjar jarðar, sérhvert þjóðemi þekkti þar í sína tungu“. Flokkurinn Sósíalistar i Reykjavík! Nú um áramótin ganga í gildi ný flokksskírteini og fer afhending þeirra fram í skrifstofu * Sósíalista- félags Reykjavíkur, Skólavörðustíg 19, kl. 4—7 daglega. Eru félagsmenn áminntir um að vitja þeirra hið fyrsta._______ VERKFÖLLIN Framhald af 1. síðu. afturvirka til loka þess tíma, sem samningarnir ná til. Þetta varð til þess, að verk- fallshreyfingin, sem náði til um 165000 manna í stáliðnaðinum féll niður. Vegandínn heiðraður látínn Dómsmálaráðuneyti frönsku þjóðfrelsisnefndarinnar gaf út í gær yfirlýsingu þess efnis, að ósatt væri að De La Cheppelle, vegandi Darlans, hefði verið í þjónustu möndulveldanna. Hann hefði þvert á móti sýnt bæði í Frakklandi og Alsír framúrskar- andi þjóðrækni og baráttuhug gegn möndulveldunum. Tilefni yfirlýsingarinnar var það, að ár var liðið síðan þessi ungi Frakki drap sVikarann Darlan í Alsír. En sjálfur var hann tekinn af lífi skömmu , • seinna. I gær var hans minnst í Alsír á ýmsan hátt. M. a. lagði hópur mikilsmetinna borg ara og hermanna auk margra meðlima þjóðfrelsisnefndarinn- ar blómsveig með litum franska fánans á gröf hans. Þessi atburður hefur vakið at- hygli á, að „réttvísin“, sem var svo viðbragðsfljót fyrir ári síð- an og tók föðurlandsvininn af lífi, er nú mjög svifasein í af- skiptum sínum af þeim, sem eru ákærðir fyrir landráð. Skoð un manna er, að hinir þrír al- ræmdu fasistaforsprakkar, sem nýlega voru handteknir í Norð- ur-Afríku af frönsku Þjóðfrels- isnefndinni, þeir Flandin, Pey- routon og Boisson noti fjár- mála- og stjórnmálasambönd sín í London og Washington til Scharnhorst Framhald af 1. síðu. urspillanna fyrir skoti, en skemmdir voru smávægilegar á báðum skipunum. Nokkrir menn féllu eða særð- ust. Skipalestin hélt leiðar sinn ar í friði og án nokkurs tjóns. Sigurvegurunum bárust skeyti frá Georg VI. konungi og Chur chill forsætisráðherra. — Skeyti konungs var svohljóðandi: „Duke of York og öll hin, — vel af sér vikið. Eg er stoltur af ykkur“. Skeyti Churchills var svona: „Hjartanlegar hamingjuóskir. — Sá, sem kann að bíða, sigr- ar að lokum“. Duke of York eða hertoginn af Jórvík er nafn það, sem Georg VI. bar áður en hann varð konungur. Er það eitt af stærstu her- skipum heimsins og eitt af þeim bezt brynvörðu. Það kom fyrst við sögu fyrir tveim árum síð- an, er það flutti Churchill til Bandaríkjanna. að róa undir því, að þeir fái „Mosley-meðferð“,- Er eftirtekt- arvert, að eitt brezkt blað, sem um þetta mál ritar, kallar þá þrjá „mikilsmetna“ Frakka og gagnrýnir, að þeir skuli hafa verið handteknir. Flandin hafði víðtæk sambönd í fjármálaheim inum og var einu sinni mjög nátengdur vissum brezkum blaðaeiganda. Peyrouton inn- leiddi fyrstur lög á móti Gyð- ingum í Frakklandi, og hann þakkaði hernámsliði ’ nazista opinberlega fyrir aðstoð við að ráðast á frönsku mótspyrnu- hreyfinguna. Sagði hann þá, að aðeins brjálaðir menn tryðu á sigur Breta. Boisson er fyrrverandi land- stjóri Frakka í Vestur-Afríku. Hann skipulagði vörnina í Dak- ar, er Bandamenn gerðu þar landgöngutilraun 1940. Væru þessir menn látnir laus- ir, mundi það vera hnefahögg framan í þá karlmenn og konur, sem árum saman hafa barizt við Þjóðverja og þessa alræmdu svikara. Leyniheimsveldið Framhald af 5. síðu. að „vissir erfiðleikar“ liindruðu „I. G. vini“ þcirra í að veita þeim full- komnar tæknilegar upplýsingar, cn ekkert væri hægt að gera í þessu máli fyrr en leyfi Þjóðverja væri fengið, á meðan svo væri ástatt gæti félagið ekki gert annað en að halda sig innan þeirra takmarka, sem I. G. félagið hefði sett því. Samningarnir milli Standard og I. G. voru undirritaðir 9. nóvem- ber 1929, þ. e. a. s. áður en Hitler kom til valda. Þessir tveir hringir lofuðu að aðstoða hvor annan, hvar sem væri í heiminum, og að bcita kröftum sínum sameiginlega að því inarki að ná heimsyfirráð- um yfir nýrri gerviefnaframleiðslu. — Standard Oii viðurkenndi for- réttindastöðu I. G. í kemiskum iðnaði, og I. Q. viðurkenndi for- réttindastöðu Standard í fram- leiðslu olíu og náttúrugass. Það kovn auðvitað engum af samningamönnum Standards við, að sá hluti, sem var sérstaklega œtlaður hinu þýzlca félagi, hafði í sér fálgnar einmitt þœr framleiðslu- vörur, sem Þýzlcaland varð að framleiða, ef það þyrfti einhverrn tíma að heyja styrjöld. í þess stað verður lokuð þann 30. og 31. þ. m. Hsillðf MiiUf og iggmoois var haldið áfram samningum og samþyklct að hafa samvinnu, ef til þess kœmi, að einhver réðist á nolckur af einkaleyfum þeirra. Standard Oil var þannig skuld- bundið til að vcita viðnám öllum vísindarannsóknum utan sinna eig- in rannsóknarstofa og I. G. félags- ins. Það hafði aðstöðu til að skrá- setja víðtæk einkalcyfi á fram- leiðslusviðinu og hefja dýrar máls- sóknir gegn hverju því félagi, sem ,kæmi of nærri sérréttindum þeirra. Tónsnillingurinn : („My Gal Sal“) 5 Litmynd með góðum og gam : alkunnum söngvurum. : Rita Hayworth, : Victor Mature, • Carole Landis ; Sýnd kl. 5, 7 og 9. • ÁsKriftarsími Þjóðviljans er 2184 •••••• GLAUMBÆR (Holiday Inn) Amerísk söngva- og dans- mynd. 13 söngvar — 6 dansar. BING CROSBY FRED ASTAIRE MARJORIE REYNOLDS VIRGINIA DALE Ljóð og lög eftir Irving Berlín. Sala aðgm. hefst kl. 11 f. h. Vopn guðanna Framh. af 5. síðu. ljómandi gott. Lárus „deklam- erar“ snjallt ljóðin og spakmæl- Fræðslurit Dagsbrúnar: Æska og arfur eftir ÁRNA ÁGÚSTSSON. Fyrsta ritið, er fræðslunefnd Verkamannafélagsins Dagsbrúnar gefur út, er nú nýkomið. Ileitir það Æska og arfur og hef- ur Árni Ágústsson skrifað það. Leggur hann þar áherzlu á nauð- syn þess að hinir ungu verkamenn, sem nú bætast óðum í raðir verka- mannastéttarinnar, k'ynni sér bar- áttusögu verkamannasamtakanna og þær fórnir sem brautryðjendur samtakanna hafa fært í baráttunni fyrir þeim kjarabótum, sein áunn- izt hafa fyrir verkamannastéttina. Slík þekking er hinum ungu verkamönnum nauðsynleg til þess að þeir kunni að meta þau rétt- indi, er verklýðssamtökin nú veita þeim, og vera reiðubúnir til að verja þau og auka. Um það segir Árni eftirfarandi: „En þurfum vér þá ekkert meira að gera, en njóta þess, sem gengn- ar kynslóðir hafa með furðulegri þrautseigju og fórnandi starfi og harðri baráttu unnið oss til handa? Munum vér geta haldið því, sem oss hcfur hlotnazt, þótt vér leggj- um lítið eða ekkert fram til við- halds því né verndar? Nei, ef vér ekki höldum starfinu áfram, helgum krafta vora þeim samtökum, sem lífshamingja vor og velfcrð heimila vorra og afkom- enda er svo nátengd, munum vér vakna við það fyrr en varir, að vér stöndum að nýju sundraðir og van- máttugir uppi andspænis sama ör- lagavaldi og því, er fyrir aðeins um 40 árum sat yfir réttarhlut hvers einasþa manns í landniu. Það er í vitund þessarar alvöru, sem andi sjálfrar lífsbaráttunnar kallar á sérhvern ungan mann til þess áð gegna skyldum sínum við verkalýðsfélögin. 1 starfi verklýðs- samtalcanna felst fyrirheit um betra ísland og sterkari íslendinga. Sjálfs sín vegna má enginn bregð- ast þessu kalli“. Það voru engar einkaleyfahömlur á þýzkum félögum innan Þýzka- lands. I. G. ruddi sér braut með allar tæknirannsóknir Þýzkalands að bakhjarli. Brátt varð það I. G. sem sagði fyrir verkum. Eftir því sem leið á stríðsundir- búning nazista byrjaði það að tak- marka upplýsingar um fram- leiðsluaðferðir, sem það hafði kom- izt yfir samkvæmt hinum uppruna- lega samningi. (Framhald). in, sem skáldið leggur Barlam í munn, en fyrir leiklist er ekki mikið rúm í þessu hlutverki. — Og það verður að segjast jafnt um Lárus, þennan snilling í upplestri, sem alla aðra leik- ara í þessu leikriti, að — með allri virðingu fyrir þeim og þeirra list, — þá njóta ljóðin hans Davíðs sín svo langsam- lega bezt, er hann sjálfur mæl- ir þau fram, að menn sakna þess í hvert skipti, er menn heyra annan mæla þau, að hann skuli ekki vera að lesa upp sjálfur. Indriði Waage leikur hinn _ hertekna konung blökkumanna, Tómas Hallgrímsson sendifull- trúann frá kúguðu hvítu þjóð- unum, Gestur Pálsson sendifull trúa blökkumanna, Valur Gísla son sendifulltrúa Kínverjanna. Gervi þeirra allra og búning- ur er með afbrigðum og fram sagnarlist í ræðum þeirra góð. Þóra Borg Einarsson leikur portkonu, er birtist í 1. þætti og Gunnþórunn Halldórsdóttir sturlaða konu. Báðum tekst mjög vel. Brynjólfur Jóhannesson leik- ur garðyrkjumanninn, Haukur Óskarsson garðyrkjunemann, Wilhelm Norðfjörð hershöfðingj ann. Fleiri mætti telja og fara flestir vel með hlutverk sín, en öll eru þau lítil. IV. Leikrit þetta mun verða vin- sælt sakir þess fagra búnings, sem höfundur, leikstjóri og leiktjaldameistarar íklæða það, — sakir þess frelsisanda og mannúðar, sem gagnsýrir það, — og óhjákvæmilega nýtur það þess líka, að höfundur þess er vinsælasta ljóðskáld þjóðarinn- ar. — En tvískinnungurinn, sem í því er sem skáldverki, spillir áhrifum þess. Þegar höfundin- um skilst að boðberar mannúð- ar, réttlætis og friðar þurfa að gera meira en vera reiðubúnir til þess að láta krossfesta sig fyrir hugsjón sína, þurfa að geta hert sál sína svo, að þeir sjóði sverð úr hlekkjum og beiti þeim í „sannleiks 'og frels- isins þjónustugerð“, án þess að láta valdið og valdbeitinguna spilla sér — þá væru skapaðar forsendurnar fyrir því að búa j til heilsteypt listaverk úr þessu mikla efni. „Þeir sem stríði vilja verjast, verða stundum fyrst að berjast“. Enn er „Hrærekur konungur í Kálfsskinni“ meira listaverk en „Vopn guðanna“. B:

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.