Þjóðviljinn - 31.12.1943, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 31.12.1943, Blaðsíða 1
8. argangur. Föstudagur 31. des. 1943. 294. tölublað. *Wáscm ¦ sileosiF tm í sbk tia lárabraufariníðstððíii Kasafín fekín í gær, Pfzhí herínn i Dnépr*»bugðunní í sfóraubínní faæffu Loftsöknin gegn megin- íandinu iiarðnar enn Berlín varð enn fyrir ákafri loftárás í fyrrakvöld. Var varp að á borgina yfir 2000 smálest- um sprengna. Var byrjað með því að gera árásir í blekkingarskyni á ýmsa staði í nágrennihu, en kl. 8 var ráðist á Berlín. Duku sprengjuflugvélarnar verki sínu á tæpum hálftíma. Flugmennirnir segja að svo bjart hafi verið af kastljósum og fallhlífarblysum að mátt hafi sjá að sprengjugötin opn- uðust og sprengjurnar svifu til jarðar. Aðeins 20 flugvéla er saknað úr árásinni og er það mjög lít- 111 hundraðshluti af öllum flug- vélafjöldanum. Svíar, sem staddir voru í Ber- lín, lýsa ægilegu tjóni í borg- inni, sérstaklega í Nordköln- og Tempelhofen-hverfunum. f gærdag fóru fleiri amerísk- ar spréngjuflugvélar til árása á Suðvestur-Þýzkaland en nokk- urntíma áður eða yfir 1300. Um miðjan dag í gær gaí Stalín marskálkur út dagskipun til Vatútins hershöfðingja. Var í henni lýst árangri af sex daga sókn hersveita Vatútins á Kieff- vígstöðvunum. Rauði herinn hefur brotið um 300 km. breitt skarð í varnarlínu Þjóðverja og sótt fram 50—100 km. Yfir 1000 bæir og þorp hafa verið tekin. Tuttugu og tvö þýzk herfylki eru á flótta vestur á bóginn. Rauði herinn er kominn langt vestur fyrir Sitomír. í gærkvöld var svo tilkynnt, að rauði herinn hefði í gær tekið yfir 300 bæi og þorp á þessum slóðum og sótt fram 15—30 km. Þýðingarmesti sigurinn í gær og e. t. v. í allri sókninni hingað til, var taka bæjarins Kasatín. \ Á þessum sex dögum hafa Rússar náð aftur næstum öllu því landssvæði, sem Þjóðverjar tóku í sex vikna árásum sínum, og eru komnir miklu lengra frá Kieff en nokkurn tíma áð- ur. Er< rauði herinn kominn meira en 150 km. norðvestur frá Kieff, álíka langt beint vest ur frá borginni og eru þar komnir framhjá Sitomír, vest- lægasti staðurinn, er þeir hafa tekið er bærinn Servonarmiask, og eins langt til suðvestírrs, þar sem þeir hafa tekið Kasa- tín. Sásigur rauða hersins er tál- inn eitt þyngsta áfall, sem sam Óvenjulegnr atbtirður kmlRU Iraíf í inmnuniu Vestmannaeyingar belnir að láta lögregluna vlta e! einiwer skyldð vita hvar það er niðurkomið Aðfaranótt 28. þ. m. hvarf allmikiö af dynamiti, hvellhett um og kveikjuþráðum úr geymsluskúr Vestmannaeyjabæjar við Heiðaveg í Vestmannaeyjum. Yfirvöldin í Eyjum hafa heit- ið á alla, sem kyhnu að hafa einhverja yitneskju um hvar sprengiefnið er niðurkomið, að láta; lögregluna vita um það, þar 'sem. það gæti orsakað al- varleg slys væri það í höndum unglinga eða annarra, er ekki kynnu með það að fara. Það er mjög óvenjulegur at- burður að sprengiefni sé stolið hér, enda vara, sem fremur h'tið mun vera til af. Sprengiefni mun ekki vera í vörzlu annarra en þeirra, sem hafa með höndum opinberar verklegar framkvæmdir eða byggingar og það verður að krefjast þess, að þeir vandi b'et ur til geymslustaða þess en svo, að óvitar eða misindismenn geti komizt þar inn og haft það á brott með sér, því slíkt getur haft hinar alvarlegustu afleið ingar. göngur Þjóðverja við þýzka her inn í Dnépr-bugðunni hafa hlotið. Kasatín er á aðaljárn- brautarlínunni suðvestur frá Kieff, og gegnum hana liggur ein af hinum fáu járnbrautar- línum Þjóðverja suðaustur í Dnéprbugðuna. Kasatin var tekin eftir ákafa stórskotaliðs- árás. Sumir hernaðarsérfræð- ingar álíta, að her sá, sem tók Kasatin sé hægri armur afar- mikillar tangarsóknar sem miði að innikróun Þjóðverjanna í Dnéprbugðunni, en vinstri arm urinn séu hersveitirnar, sem sækja vestur frá Saporossi. Meðal hinna flýjandi her- fylkja Þjóðverja á Kieffvíg- stöðvunum eru frægustu her- fylki þeirra, Reich-herfylkið og Adolf Hitlers-herfylkið. Bardiséff og Sítomír eru tald ar í mjög aukinni hættu. Sigrunum var fagnað í Moskvu í gærkvöld með 20 skotum úr 227 fallbyssum. Eggert Stefánsson tilar í útvsrpið „Óðurinn til ársins 1944". Svo nefnir Eggert Stefánsson, söngv ari, erindi er hann mun flytja í útvarpið ánýársdageftirkvöld fréttir. — Mun marga fýsa að hlusta á hinn vinsæla söngvara, sem nú hefur sýnt það, að hann kann jafnvel að rita sem syngja Sóknin á Saparossi-vígstöðv- unum gengur að óskum. Sóttu Rússar fram um 10 km. þar í gær og tóku yfir 30 bæi og þorp. Voru stór svæði af fljóts- bökkunum hreinsuð að Þjóð- verjum. Premstu hersveitir Rússa eru komnar nálægt mik- ilvægum magnesium námasvæð um. Rússar sóttu enn nærVitebsk í gær og tóku mörg þorp. Samtals eyðilögðu Rússar í gær 128 skriðdreka fyrir Þjóð- verjum og 10 flugvélar. Alþingi kvatt $mm 10. jan. Lðg staðfest Á rikisráðsfundi, sem hald inn var í gær, var gef ið út rík- isstjórabréf, er stefnir Alþingi saman til reglulegs fundar mánudaginn 10. janúar 1944. Ennfremur voru á sama ríkis ráðsfundi staðfest 31 lög frá Al- þingi og ennfremur gefin út ein bráðabirgðalög. Forsætisráðherra tekur á mðti gestum á nýársdag Forsætisráðherra tekur á móti gestum á nýársdag kl. 2.30— 4.30 í embættisskrifstofu sinni í stjórnarráðshúsinu. Sendiherra Dana tekur á mðti gestum á nýársdag Danski sendiherrann, Fr. de Fontenay og frú hans taka eins og venja er til á móti gestum á nýársdag frá kl. 3—5 í sendi- herrabústaðnum. AIÞJóðaSiersveit stofnuð í Bretlandí í gær var stofnuð í Bretlandi alþjóðahersveit (korps). Eru í hersveitinni menn af NJklðr uiiibætur í skólðmálum Bretlands Skólafrv. það, er brezka rík- isstjórnin lagði fyrir þingið í síðastliðinni viku, gerir ráð fyr- ir, að öll börn sæki skóla til 15 ára aldurs. Börnin eiga að fara á framhaldsskóla 11 ára gömul. Margar umbætur í frumvarp- inu eru að þakka áhuga þeim, sem álmenningur hefur sýnt menntunarmálunum síðan rík- isstjórnin gaf út „hvíta bók" um málið á síðastliðnu sumri. Þýðingarmesta breytingin er áukning fjár þess, sem varið skal til að framkvæma þessar ráðstafanir, af því að það er trygging fyrir góðum árangri. í frumvarpinu er gert ráð fyr- ir fimm sinnum meiri útgjöld- um fyrsta árið en lagt var til í „hvítu bókinni". Framlög til æðri menntunar verða þrefölduð og viðbótar- fjárframlögin eru hækkuð úr 67 milljónum punda í 80 millj- onir. Framh. á 5, síðu. Þjóðviljinn þakkar lesendum sínum fyrir liðna árið og óskar allri alþýðu gleðilegs nýárs. fjölmörgum þjóðernum, m. a. Þjóðverjar, Austurríkismenn, Spánverjar, Belgíumenn, Búlg- arar, Danir og Norðmenn. Hver þjóð er í hereiningu út af fyrir sig en þær allar mynda fastsamtengda herdeild undir einni yfirherstjórn. Hersveit þessi tilheyrir vík- ingasveitunum (commandos). Ber hún brezka einkennisbún- inga, og hefur einkenni kon- unglegra skotliða. Fyrirkomulag virðist svipað og haft var í hinni frægu al- þjóðahersveit, sem barðist með spænska lýðveldinu. Hefur brezka stjórnin með þessari ráð stöfun loks látið undan þrálát- um kröfum brezks almennings og er vafalaust fagnaðarefni hinum mörgu erlendu andfas- istum, sem nú dveljast í Bret- landi, og margir hverjir börð- ust áður í alþjóðahersveitinni á Spáni. Þess má geta, að nýlega var stofnuð hersveit búlgarskra sjálf boðaliða innan júgóslavneska ' þ jóðf relsishersins. Búðum lokað kl. 4 í dag Verða lokaðar til 4. janúar Um áramótin verður búðum lokað sem hér segir: í dag er búðum lokað kl. 4 síðdegis. Mánudaginn 3. jan. er lokað allan daginn, vegna vörutaln- ingar. Athygli almennings skal vak- in á því sérstaklega, að um ára- mótin eru búðir lokaðar í 3% dag, eða frá kl. 4 á gamlársdag til þriðjudagsmorguns, 4. jan.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.