Þjóðviljinn - 31.12.1943, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 31.12.1943, Blaðsíða 5
gUÓÐVILJINH Otgefanai: Sameinir.garflok.kur albýSa — Sósíalistnjlokkurinn. tjitstióri: SigarSur Gu&mandsson. ’stjómníájaritstjórar: Eir.ar Olgcirason, Sit o Sigurhjartaraon. Hitstjórnarskrifstcfu: : Awdurstrœti 12, sfmi 2270. AfgreiSsla og augiýsingar: Skólaoörðustíg 19, sími 2184. Prentsmiðja: Víkingsorent h. f., Garðastrœti 17. Áskriftarverð: í Reykjavík og ágrenni: Kr. 6,ö0 á mánuði. — Uti á landi: Kr. 5,00 á mánuði. 1944 Allir frjálslyndir menn og þeir, sem frelsi unna, heilsa því ári, sem byr'jar á morgun með björtustu vonum. 1944 verður nazisminn að velli lagður í Evrópu, versta oki sem lagt hefur verið á hvítar þjóðir, af þeim létt. 1944 öðlast tugir kúgaðra þjóða frelsi, fá í orði og verki viður- kenndan sinn helga rétt til að ráða sjálfar stjórnskipulagi sínu, svo sem þegar hefur verið yfirlýst með Atlanzhafssáttmálanum og Teheransamningunum. 1944 stofna íslendingar eftir 680 ára erlend konungsvöld sitt eigið sjálfstæða lýðveldi á ný. 1944 mun sjá víðtækari, voldugri, sigursælli samfylkingu allra frelsissinna gegn fasismanum en þekkzt hefur áður. Úr öllum þjóðum og stéttum munu framfaraöflin sameinast til þess að reyna að skapa komandi kynslóðum' tryggan frið, mannkyninu öllu vaxandi velferð, öryggi og frelsi. • Það, sem árið 1944 þarf að flytja oss íslendingum auk lýð- veldisins, er eining allra þeirra samtaka og afla, hvaða stéttum og flokkum, sem þau tilheyra, sem taka vilja höndum saman um að tryggja, að einnig ísland verði hluti úr þeim nýja heimi, sem upp rísi úr þessi stríði, og þekki hvorki atvinnuleysið né fátækt- arbölið, sem þjáði oss fyrr. Framtíð lýðs og lands er undir því komin að sterk og djörf þjóð^ylking, er vinni að þessu marki, geti skapazt sem fyrst. Við þessi áramót ber hverjum þeim, sem afstýra vill því, að gamli vesaldómurinn, kreppurnar, eyðsla kraftanna og atvinnu- leysið, komi aftur, — að stíga á stokk og strengja þess heit að leggja fram alla krafta sína til þess að skapa slíka virka einingu íslendinga um stærstu framfara- og réttindamál þjóðarinnar. / , Þeir, sem öngþveitið skópu Samtök Hriflunga í báðum flokkum, Framsókn og Sjálfstæð- isflokknum, eru nú að vera lýðum, ljós. Þess er ekki síður van- þörf, að þjóðin sjái, hvernig þessir Hriflungar hafa vitandi vits komið á öngþveiti í f járhagsmálum þjóðar og ríkis og ætla sér nú að nota það öngþveiti til að hefja sjálfa sig til valda en kúga alla launþega. Hriflungar í báðum flokkum skipulögðu haustið 1942 hina alræmdu aukningu dýrtíðarinnar. í krafti einræðisvalds síns í verðlagsnefndum tóku þeir á einni vörutegund, eins og kjötinu, 10 milljónum króna meira af neytendum og ríki en þeim bar samkvæmt grundvelli 6-manna-nefndarinnar. — Með þessari dýr- tíðaraukningu voru skapaðir höfuðerfiðleikarnir, sem þjóðin nú á við að stríða í dýrtíðarmálunum. © Haustið 1943 gera svo þessir Hriflungar samsærið alræmda um að ræna milljónatugum úr ríkissjóðnum, svo hann sé tæmdur. Þegar Hriflungar eru þannig búnir að koma á öngþveiti á sviðum þjóðar- og ríkisbúskapar, hrópa þeir svo upp að allur ránsfengur þeirra sé í hættu og nú verði að slá niður kommúnista. Þjóðin þarf að sameinast um að taka fram fyrir hendur þess- ará glæframanna. Það er sama, hvort hér eru á ferðinni heiðarlegir og vel metnir bændur,, eins og Jón á Reynistað, eða alrænjdir braskarar á fjármála- og stjórnmálasviðinu, eins óg þeir, sem til „forustu“ veljast úr Framsóknar-hópnum í þessari svörtu samfylk- ingu, — útkoman fyrir þjóðina verður jafn iil, þó heiðarlegt fólk láti misnota sig í þágu þessara stjórnmálaglæfra. © Hriflungaöldinni verður að ljúka á íslandi á því ári, sem nú er að byrja. Fyrir því verður íslenzk alþýða að sjá. Afstada flokkana á Alþíngi tíl málefna sjávarótvegsíns, Blekkíngar og rangfœrslnr blada Sfélfstaedísflokksins Blöð Sjálfstæðisflokksins hafa rekið upp mikið ramakvein óg ekki þreytzt á að afflytja skatta tillögur, sem fyrir þinginu lágu og fluttar voru af sósíalistum ásamt þingmönnum úr Alþýðu- og Framsóknarflokknum, og sem Framsóknarmenn hjálpuðu Sjálfstæðismönnum til að láta daga uppi. Svo er að sjá sem einstaka maður hafi tekið þessar blekk- ingar og rangfærslur alvarlega, sumar hverjar. Á það bendir m. a. álitsgerð frá stjórn Far- manna- og fiskimannasam'bands ins, sem Morgunblaðið blæs upp og kallar „mótmæli“. Álitsgerð þessi er skrifuð í þeim lofsverða tilgangi að hvetja þingið til að hlynna að nýsköpun útgerðar- innar — en í henni eru veiga- mikil atriði, sem eru byggð . misskilningi. Álitsgerðin varar við eigna- aukaskatti, að svo miklu leyti, sem hann snertir „varasjóði11 útgerðarinnar. Athugum þetta: úýbyggingarsjóðirnir skulu vera algerlega skattfrjálsir samkv. frumvárpinu um eignaauka- skatt. En sá hluti „varasjóðsins“ sem ekki fer í nýbyggingarsjóð er eins og hvert annað eyðslu- fé, sem notað er í rekstur fyr- irtækisins og raunar til hvers sem vera skal. Fyrir fé „vara- sjóðanna“ er hægt að kaupa „villur“, búgarða, bíla o. s. frv. Þeir koma að engu haldi til að tryggja nýbyggingar á sjávarút- veginum. Aftur á móti er lagt til í tillögum sósíalista, að all- ir varasjóðirnir, allt hið skatt- frjálsa framlag, Vs af tekjun- um, skuli renna í nýbyggingar sjóð. Þar með yrði tryggt, að allt þetta fé íæri til nýbygg- inga, og yrði hvorki greiddur af því tekjuskattur né eigna- aukaskattur. Samkvæmt frumvarpinu um eignaraukaskatt, er aðeins lagt til að lagður verði nokkur skatt ur á stríðsgróða, sem safnazt hefur á síðustu fjórum árum, og aðeins á þann hluta hans, sem er fram yfir 100 þús. kr. Skattur þessi munar vitanlega ekki miklu á fyrstu hundrað þúsundunum, en kemst upp í 30% af þeim hluta fjárins, sem er yfir eina milljón. Mikill hluti fjárins skal renna í fram- kvæmdasjóð ríkisins, þar á með al til nýbygginga 1 sjávarútveg- inum. Þá segir í nefndri álitsgerð, að frumvarpið um breytingu á tekju- og eignaskattslögunum, stefni að vísu í rétta átt, að aukningu nýbyggingarsjóðanna, en komi ekki að haldi vegna takmarkana upp á við, (tak- markana, sem koma til greina, þegar sjóðurinn qr orðinn yfir 2 milljónir, eða jafnhár vá- tryggingarverði skipanna). Þetta er mikill misskilning- ur. Samkvæmt núgildandi lög- um má aldrei draga frá skatt- skyldum tekjum nema Ve til þess að leggja í nýbyggingar- sjóð. Samkvæmt frumvarpinu mega öll félög undantekningar- laust leggja þessa upphæð, V&, í nýbyggingarsjóð skattfrjálst. En hjá öllum þeim félögum, er ekki eiga nýbyggingarsjóði, sem komnir eru í fyrrgreint hámark, hækkar hið skattfrjálsa hárnark í nýbyggingarsjóðina úr Ve upp í %. Við þetta bætist svo að ein- staklingar skulu hafa rétt til að leggja 'Vs í nýbyggingarsj.óð, eins og félög — en samkvæmt núgildandi Ixigum hafa þeir aö- eins rétt til að leggja Vs í vara- og nýbyggingarsjóði. Það er þvá ekki lagt íil ac framlag til nýbygginga v.erði lækkað hjá neinum aðila, hvorki einstaklingi né félagi, heldur er lagt til að það verðí stór- hækkað hjá næstum öllum skattgreiðendum landsins, því það munu ekki vera nema tvö félög sem eiga sjóði, sem bún- ir eru að ná hámarki því, sem takmörkunin er miðuð við. Rétt ur þessara tveggja félaga, að því, er tekur til nýbyggingar- sjóðanna, <gr hinn sami og áð- ur. Þá er í frumvátpinu ákvæðí til að tryggja það, að ný- byggingarsjóðirnir verði ekkí notaðir í taprekstur. En það, sem er eitt aðalatriði frumvarpsins, eru tillögur þess um mikla skattalækkun á al- menningi jafnframt því, sem skattfrelsi það, sem almenn hlutafélög njóta nú, er afnum- íð. — Persónufrádrátturinn er hækkaður, svo að fímm manna fjölskylda í Reykjavík greiðir ekki skatta fyrr en tekjur henn ar eru komnar talsvert yfir 17 þús. kr. á ári. — Þetta leiðir af sér mjög verulega lækkun skattabyrðarinnar á öllum al- menningi. Yrði þetta m. a. mik ill léttir á smáútgerðinni, sem mest nauðsyn er að hlynna að. Öll ákvæði þessara tillagna miða því að því: 1. Að auka mjög framlög til nýbygginga, efla og tryggja ný- byggingarsjóðina. 2. Að bæta hag þess fólks, sem fiskveiðar stundar. Það er sjálfsagt og lofsvert að gera meiri kröfur til Alþing- is um framlög til sjávarútvegs ins. En áhugamenn mega ekki láta frá sér fara neitt, sem hægt er að skilja sem andmæli gegn því, sem miðar vel í átt- ina, heldur fagna því, enda þótt vissulega þurfi miklu meira til. Og það verður um fram allt að forðast misskilning, sem mið ur holl öfl eru ekki sein að hagnýta sér. Aðalandmælandi Sjálfstæðis- flokksins í efri deild játaði, að frumvarpið um tekju- og eígn- arskatt, sem hér um ræðir hefði ijnni að laaslda ákvæði, sem vseru aramför, hagstæð útgerðinni. Sn það rvoru önnur gróðaíélög einkum í verzlunmni, sem iiiann rbar fyrir brjóstL HVERJIR ERID MEÐ OG •HVERJIR MÓTI EFLINGIT ÚT- GERÐARINNAR OG HAGS- 'WUNUM FISKIlvlANNA? ' Úr þvS að blö3 Sjálfstaéðis- ilokksins eru sífellt að stagast á ást sirmi á útgerðinni, er rétt áð rifja upp nokkxar staðreynd- ii: Hverjír voru þ*.ð, sem báru fnam tillogu um það að verja 16 milljónum króna til bygg- ingar fiskiskipa og hverjir felldu hana? Það voru sósíálistar, sem bár« hana íram og Sjálfstæðis- menn, sem félldu hana ásamt félögum sínum frá þjóðstjórnar tímunum. Hverjir eiga sök á því, að framlag það, sem einstaklingar mega leggja í nýbyggíngarsjóðí 'lækkar aftur úr Vs niður í Vs, og hverjir reyndu að koma í veg fyrir það? Það eru Sjálfstæðismenn, er eiga sök á því, og það voru sós- íálistar, sem reyndu að koma í veg fyrir þetta misrétti gagn- vart einstaklingum, sem útgerð stunda. Hverjir báru fram tillöguna um að verja 4 milljónum króna til þess að tryggja hluíamönn- um og smáútvegsmönnum lág- markslaun? Og hverjir felldu hana. ' , Það voru sósíalistar, sem 'báru þessa tillögu fram. Og það voru Sjálfstæðismenn, sem felldu hana með liðsstyrk Framssókn- armanna og þingmanna úr Al- þýðuflokknum. Aftur . á móti samþykktu þeir að veita millj- ónir króna úr ríkissjóði í styrk til forríkra manna, sem reka landbúnað. Hverjir báru fram tillöguna um að hefjast handa til að koma á fót tryggingarkerfi, til þess að skapa fiskimönnum sambærileg laun við aðrar stétt ir og meira efnahagslegt ör- yggi? Og hverjir sáu um, að Al- þingi hummaði þessa tillögu fram af sér? Það voru sósíalistar, sem báru tillöguna fram og Sjálf- stæðismenn og félagar þeirra úr öðrum flokkum, sem sáu um að hún hæði ekki fram að ganga. Tillaga sósíalista, sem fjall- aði um byggingu fiskiskipa í Svíþjóð, dagaði uppi. Er þar enn einn votturinn um áhuga Sjálfstæðismanna og félaga þeirra í þinginu fyrir málefn- um sjávarútvegsins. Síðast en ekki síit er að minn ast þess, að það eru forsprakk- ar Sjálfstæðisflokksins í stórút- gerðarmannastétt, sem bera höfuðábyrgðina á fisksölusamn- ingnum. En , til hans má fyrst og fremsl rekja erfiðleika báta útvegsins. Loks er að 'geta þess, sem gert er. Tillbgur sósíalista um undir búning að söltun og niðursuðu síldar í stórum stíl fyrir Evrópu markað og um útvegun skipa- kosts til að greiða fyrir útflutn- ingi á nýjum bátafiski voru báð ar samþykktar nokkuð breytt- ar. Er nú að sjá hverjar fram- kvæmdirnar verða. SkaJ nú staðar numið um sinn. Jólakveðjur ftá ísðenzkum stddentum I Amerlku Jólakveðjur frá nokkrum stúdentum. við YVLsconsin háskól- ann í Madison, hafa borizt ættingjum þeirra og vinum hér heima, í gegnum upplýsingadeild Bandaríkjastjómar hér. Hér fer á eftir útdráttur úr kvsðjum þeirra: Framhald af 2. síðu. vettvang til að slökkva elda, er höfðu verið kveiktir í kössum og hálmi í húsasundum. Voru það mest unglingstrákar, sem :stóðu fyrir þeim íkveikjum. Þetta sama kvöld var ráðizt á iögreglustöðína með grjótkasti og margar rúður brotnar. Yenjulega eru það ungling- ar, :sem koma ólátunum af stað, með því að hefja óp og ó- hljóð. Fólk þyrpist að til að vita, hvað um ér að vera, og stundum endar þetta með stymp ingum eða almennum áflogum. Gagnvart unglingunum hefur lögreglan ekki beitt öðrum ráð stöfunum en að „taka þá úr umferð“ og flytja þá síðan heirn % til sín að afstöðnum ólátunum. FLOKKAR ÖLVAÐRA MANNA Þá gat Erlingur þess, að oft færu flokkar ölvaðra manna um göturnar á gamlárskvöld, og í þessum fylkingum hefur mátt líta háa sem lága, allt frá em- bættismönnum og háskólaborg urum til króniskra drykkju- ræfla. t ÞESSI ÓLÁTABRAGUR ÞARF AÐ HVERFA ‘ Þetta er ekki fögur lýsing, en Reykvíkingar vita það sjálf- ir að hún er rétt. Að þessu sinni er ekki rúm til þess að leita orsaka þess ó- látaæðis, sem fram kemur á gamlárskvöld með íkveikjum og allskonar hrekkjabrögðum, sem geta haft hinar alvarleg- ustu afleiðingar. Hvað ölvuninni viðvíkur, er það t. d. ríkisstofnun, sem á- fengið veitir — en að þessu sinni er ekki vettvangur til að ræða það. Um hitt ættu allir að geta verið sammála, að þessum ó- menningarbrag þurfi að breyta. Það ætti að mega gera þá kröfu til fullorðinna manna, að þeir láti ekki ærsl nokkurra unglinga verða til þess að draga sig út í ólæti og áflog. Séu það hinsvegar fullorðnir menn sein fyrir þeim standa hafa þeir á Þórhallur Halldórsson send- ;ir kveðju móður sinni, frú Svövu Þófhallsdóttur, Laufási, IReykjavík, <og systrum sínum. Hann segir, að þeir bræðurnir ;eyði jólaleyfinu sínu í Madison, Visconsin, óg skemmti sér veL Þórhallur héfur nær því lokið fyrri hluta námsársins við há- skólann, þar sem hann stundar nám. Er þar margt að læra, seg ir hann, sem að gagni mætti koma fyrir íslenzkan landbún- að. Ágúst Sveinbjömsson, frá Kothúsum í Garði, dvelur einn- ig í Madison 1 jólaleyfinu. Hann segist muni ljúka kandí- datsprófi í vísindum í næsta mánuði, en í febrúar byrjar hann að starfa sem aðstoðar- maður í lífrænni eðlisfræði við háskólann þar sem hann stund- ar nám. Hann hyggst að halda áfram námi og ganga síðar undir meistarapróf í vísindum. Ágúsi segir ennfremur: „Ný- lega mynduðu íslenzkir stúdent ar hér Islendingafélag, til þess að kynna ísland og íslendinga þeim, sem það nær til. Okkur líður öllum vel, og þótt vér höfum ærið að starfa í skólan- um, fellur okkur námið ágæt- lega. Óska ég öllum mínum kunningjum og fyrri skólasyst- kinum gleðilegra jóla og góðs nýs árs.“ Jón Ragnar Guðjónsson, son- ur Guðjóns Guðjónssonar, skóla stjóra 1 Hafnarfirði, sendir kveðju heim til sín. Hann gerir ráð fyrir, að halda náminu á- fram á næsta sumri til þess að geta lokið því sem fyrst. Hann segist kunna vel við sig, þar sem hann eh Unnsteinn Stefánsson send- ir kveðju til foreldra sinna, Stefáns Þorsteinssonar og Her- borgar Björnsdóttur, Stöðvar- firði. Hann býst við að ljúka prófi 1945. Stefán Ólafsson, sonur Ólafs Þorsteinssonar læknis í Reykja- vík, sendir foreldrum, ættingj- um og vinum jólakveðjur og segir, að sér líði vel, og að hann uni sér prýðilega. Sigurður Sigurðsson sehdir frænku sinni, Hólmfríði Kristj- ánsdóttur, Laufásvegi 10, jóla- kveðjur. Hann segist kunna vel átakanlegan hátt sýnt skort sirjn á umgengnismenmngu. Foreldrar geta einnig stuðlað að því, að börn þeirra séu ekki þátttakendur í slíku. Menn ættu því að taka þess- um samvinnutilmælum lögregl- unnar vel og sýna í verkinu að menn geta skemmt sér og hald- ið hátíðir án þess að efna til hættulegra hrekkjabragða. Slíkur ómenningarbragur er Reykvíkingum ekki samboðinn. við sig, og að sér líði vel, og biður að heilsa öllum kunningj um sínurn. Júlíus Guðmundsson, sonur Guðmundar Júlíussonar og Jar þrúðar Bernharðsdóttur, Hverf- isgötu 42, Reykjavík, sendir for eldrum sínum jólakveðju. Seg- ist hann kunna mætavel við sig, og falli sér vel í skólanum. Hann biður að heilsa kunningj- um sínum. Seytján nemendur við Minn- esotaháskólann í Minneapolis senda sameiginlega kveðju til ættingja sinna. Kveðjan er stíl- uð til: Fjölskyldunnar Hring- braut 120 frá Hannesi Þórarins- syni; Péturs Björnssonar, skip- stjóra, Reykjavík, frá Ester Bjömson; Geirs Þorsteinssonar, Skólavörðustíg, Reykjavík, frá Þorsteini Þorsteinssyni; Frið- riks Þorvaldssonar og fjöl- skyldu, frá Edvard og Guð- mundi Friðrikssonum; Sveins Sveinssonar og fjölskyldu, frá Guðmundi og Páli, Sveinsson- um; Oddnýjar Stefánsson, Laugavegi 22, frá Diddu Stef- ánsson; Svövu Þórhallsdóttur og Önnu Magnúsdóttur, Lauf- ási, frá Birni Halldórssyni; Ásgeirs Guðnasonar og fjöl- skyldu, frá Eiríki Ásgeirssyni; Magnúsar Péturssonar og fjöl- skyldu, frá Braga Magnússyni; Sólveigar Benjamínsdóttur, Hverfisgötu, Hafnarfirði, og Þórunnar og Einars Sigurðsson- ar, Rauðarárstíg, Reykjavík, frá Kristbjörgu og Benjamín Eiríks syni; Hólmfríðar Gísladóttur, Njálsgötu 72, Reykjavík, frá Dóru Kristins; Þorbjörns Þor- steinssonar og fjölskyldu, Bald ursgötu og Sigurdísar Sæ- mundsdóttur, Hringbraut 188, frá Sigurbirni Þorsteinssyni; og til Gunnars Árnasonar og fjöl- skyldu frá Herði Gunnarssyni. Kveðjan hljóðar þannig: „Við erum seytján alls, flest nem- endur við Minnesota háskól- ann, sem sendum þessa kveðju. Við leggjum hart að okkur til að læra sem mest. Á síðustu tveim árum hafa þrír íslenzkir nemendur útskrifast héðan, þau Þórhhallur Ásgeirsson, Ið- unn Eylands og Oddný Stefáns- son. íslendingarnir í Minneapolis eru gestrisnir og góðir við okk- ur. Við komum oft saman til að sýngja íslenzka söngva á heim- ilum Gunnars Björnssonar, Vil- hjálms Eiríkssonar og Tryggva Aðalsteinssonar. Bandaríkja- fólk, sem við höfum kynnzt, hefur einnig tekið okkur vel. Kennarar við háskólann eru skilningsríkir og hjálpfúsir. Fulltrúar íslands hérna megin hafsins hjálpa til að greiða úr vandræðum okkar. Við sendum ykkur heima okk ar hjartanlegustu jólakveðjur og óskum -ykkur aílrar bless- unar á komandi ár.“ Fcsiud.agur 3). des. 1943. — ÞJÓÐVILJINN. Samyrkjubúskapur öflugur í Búigaríu Michael Padev, ágætur ungur rithöfundur frá Búlgaríu, skýrir svo frá, að allir verkamenn í Búlgaríu taki þátt í verk- lýðshreyfingunni, sérstaklega í samvinnufélögxun verkamanna og bænda. Reka þau samyrkjubúskap með líkum hætti og gert „Ég varð að skjóia hana eins og hina" Þýzkur undirforingi skýrir frá hryðjuverkum nazista Kral Neumann undirforingi í þýzka hernum var nýlega tek inn höndum af rauða hernum. Hann sagði frá eftirfarandi atburði, sem skeði þegar hann var í Varsjá fyrir nokkrum mánuðum: Stormsveitarmennirnir voru eitt sinn sem oftar á leið til Gyðingahverfisins í árásar- skyni. En er þeir nálguðust hlið ið , var tekið á móti þeim með skothríð úr rifflum og hand- vélbyssum. Um 70 nazistar féllu, og hinir urðu að leita sér hælis á bak við veggi skammt frá. — Þrem tímum seinna gerðu þeir aðra tilraun í skjóli brynvarinna bíla. En það var kveikt í bílunum og því næst hófst ákafur götubardagi. Þjóðverjarnir byrjuðu nú að skjóta með skriðdrekavarna- byssum og kveiktu þannig í hverju húsinu á fætur öðru, og í marga daga geisaði ógurlegur eldur í Gyðingahverfinu. Einn stormsveitarmaðurinn sagðist hafa séð Gyðinga stökkva ofan af þökum logandi húsa, og konu með barn í fang- inu kasta sér ofan af fimm hæða húsi. Þessum stormsveit- armanni sagðist svo frá: „Gyð- ingastúlka féll á kné fyrir fram an mig og sárbændi mig um að þyrma lífi sínu, og það kom dálítið á mig, þegar hún sagði mér, að hún væri frá Hamborg. En ég varð að skjóta hana eins og hina. Skipanir eru skipanir.“ Athugasemd Eftirfarandi athugasemd frá stjórn F.F.S.Í. hefur Þjóðvilj- inn verið beðinn að birta: „Út af kauptaxta þeim er aug lýstur var í dagblaðinu í gær um kaup og kjör á öllum mó- tor- og gufuskipum undir 130 rúmlestir, vill stjórn Farmanna og fiskamannasambands Is- lands láta þess getið, að því er snertir kaup og kjör skipstjóra og stýrimanna: 1. að innan F.F.S.Í. eru öll skipstjóra og stýrimannafélög landsins að einu eða tveimur undanteknum; 2. félögin eru sjálf að semja um kaup og kjör; 3. að samkomulags um fyrr- nefndan kauptaxta hefur ekki enn verið leitað til þeirra og þau því óaðspurð ekki í neinn máta háð honum eða ákvörð- unum þeirra félaga er undirrita hann, enda þar á meðal ekkert skipstjóra eða stýrimannafélag. 30. desember 1943. 'Stjórn F. F. S. í. Halldór Jónsson.“ Jólakrossgátan. í verðlauna- krossgátu Jólablaðs Þjóðviljans féll niður ein skýring: 4 lóðrétt — viðhöld, og skýringin á 19 lóðrétt á að vera drepur. Frest- urinn til að skila ráðningum framlengist til 7. jan. er í Sovétríkjunum. Fátækt bændanna olli því, að samvinnufélög fengu sér lán í bönkum samvinnumamia til að kaupa jarðyrkjuverkfæri og vél ar. Voru lánin síðan skipulögð, kosnir ráðsmenn, komið á sam- eiginlegri sölu afurða og sam- eiginlegum kaupum á nauðsynj um og ágóða skipt niður á fé- laga. Hin hálffasistiska ríkisstjórn Búlgaríu tók ekki eftir hinum vinstrisinnaða anda þessarar hreyfingar fyrr en hún var orð- in of öflug til að hægt væri að bæla hana niður. Afleiðing þess arar hreyfingar er sú, að efna- hagsástand Búlgaríu er betra en ástand Rúmeníu og Ung- verjalands, sem eru þó frjó- samari lönd. Líklegt er, að hreifing Titos í Júgoslavíu hafi mikil áhrif í Búlgaríu, þar sem júgoslav- neska þjóðfrelsisnefndin hefur leyst vandamál Makedoníu með því að skipa makedoniskan varaforsætisráðherra, og hefur þannig komið á einingu og sam vinnu í stað kúgunar. Þessi að- ferð mundi leysa vandamál Balkanskaga, ef henni væri beitt víðar. Skólafrumvarpið hrezka Framhald af 1. síðu. Ennþá er þó þörf á endurbót- um. Skólaskyldualdur þyrfti að hækka til 16 ára. Námssam- bönd verklýðsfélaga og sam- vinnufélaga leggja einnig á- herzlu á, að bundinn sé -endi á hin tvöföldu afskipti ríkis og kirkju af sveitaskólunum. Al- menningsálitið er yfirleitt á þeirri skoðun, að bæja- og sveitafélög ættu að taka kirkju skólana í sínar hendur. I. 0. G. T. Unglingastúkan Unnur nr. 38. Fundur á sunnudaginn 2. jan. kl. 10 f. h. í G.T.-húsinu. Kosning og innsetning em- bættismanna. Afhending aðgörtgumiða að j ólatr ésskemmtun. Fjölsækið. Gæzlumenn. Minningargjafjr til „Hringsins“ Eftirfarandi, minningargjalir hafa kvenfélagjnu Hringnum borizt: Minningargjafir: — Frá Gísla Magnússyni, múrarameistara, Brávallagötu 8, kr. 1000 —, til minningar um látna ástvini: Fyrri konu hans Þórunni og Benjamín son þeirra, og seinni konu hans Guðlaugu og Helgu dóttur þeirra. — E. A., 1000 kr. til minningar um móður hans, Kristínu Sigurðardóttur. Áheit: 100 kr. frá H. S. 10 kr. frá S. B. 10 kr. frá N. N. 20 kr. frá N. N. Safnað af drengunum Orra, Jóni, Halldóri og Óttari kr. 48.60. — Kærar þakkir. Stjórn Kvenfél. Hringurinn. Áfengi siolið Nítján flöskum af áfengi var stolið í Digranesi rétt fyrir jól- in. Hafði þjófurinn farið inn um fjósdyrnar og komizt þaðan inn í íbúðina þangað sem áfengið var geymt. hálfsárs áskrift að ÞjóðvHjan- um í nýársgjöf DAGLEGA NY EGG, soðin ög hrá Katfisalan Hafnarstræti 16. jf§L G* T. dansleikur verður í Listamannaskálanum á nýársdag kl. 10. síðdegis. Aðgöngumiðasala samdægurs kl. 5—7. Sími 3240. Næsti dansleikur S.G.T, verður sunnudaginn 2. jan- úar kl. 10 síðd. Aðgöngumiðasala þann dag kl. 5—7. Danshljómsveit Bjarna Böðvarssonar spilar á báðum dans- leikjunum. 1 I i I !

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.