Þjóðviljinn - 31.12.1943, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 31.12.1943, Blaðsíða 7
Föstudagur 31. desember 1943. ÞJÓ1'VILJINN Konan í kjallaranum hét Ólöf, og hún var mamma Unnar. Unnur var sjö ára. Hún átti lítinn bróður, sem ekki var farinn að leika sér úti. Hann bara sat á gólfinu og talaði við ýlustrákinn sinn. En enginn skildi hvað hann sagði. Litli bróðir hét Finnur, en hann var aldrei kall- aður það. Pabbi Unnar var sjaldan heima. Hann var sjómað- ur. En daginn sem hann kom heim, sagði mamma Unn- ar alltaf þetta sama: „Nú áttu að vera fjarska góð, því að pabbi þinn er kominn.“ Fyrir jólin saumaði Ólöf rauðan kjól handa Unni, rauð föt handa litla bróður, og bláan kjól handa sjálfri sér. Hún þvoði þvott og hún þvoði hillur og skápa. Síð- ustu dagana fyrir jólin bakaði hún og sauð. Á aðfangadag var gott veður. Unnur var úti að leika sér við Lilju. Hún var sjö ára og átti heima á efri hæð- inni. Mamma hennar hét líka Ólöf. Og Lilja átti lítinn bróður, eins og Unnur. Pabbi Lilju var bankastjóri. Þær voru staddar úti á dyrahellunni, Unnur og Lilja, og voru að tala um nýju kjólana sína. Þá kom ókunnug kona og spurði Lilju, hvort frú Ólöf ætti ekki heima í þe'ssu húsi. Lilja játaði því. Þegar konan var gengin inn spurði Unnur: „Hvers vegna er mamma þín alltaf kölluð frú Ólöf, en mamma mín bara Ólöf?“ „Það segi ég ekki,u svaraði Lilja. En Unnur vildi fá að vita þetta. Hún varð vond og sagði: ‘,,Ef þú segir mér það ekki, skal ég segja mömmu þinni, að þú hafir brotið fallegu skálina um daginn og stokkið svo burt. Og ég skal líka segja, að þú hafir lamið hann litla bróður þinn í gær.“ „Þú ert vargur og það er ljótt að klaga,“ sagði Lilja. 'vid SKÁLDSAÖA eftir JOHAN FALKBERG ET Marcautonio Rimini: Sjálfs- * elska. EINRÆÐISHERRANN Eg sjálfur. Og síðan ég sjálfur. Og alltaf ég sjálfur. Uppáhaldshetja mín: Eg sjálfur. Uppáhalds samtíðar- maður minn: Eg sjálfur. Uppáháldsforfaðir minn: Eg sjálfur. Uppáhaldsniðji minn: Eg sjálfur. Uppáhaldsræðu- maður minn:: Eg sjálfur. Eg er mikilsvirtur. Ef ég væri ekki til, mundi einhver hafa þurft að finna mig upp. ‘Eg er hamingjusamur maður. — Eg er svo hamingjusamur að vera minn eigin samtíðar- maður. Eg vildi-----fæöast aftur el'tir eina öld og lesa ævisögu mína sem skólapiltur, — kyssa stúlku 1 skugganum af minnismerkinu, sem gert veröur eftir mig. Eg vildi búa í götunni sem nefnd verður eftir mér. Eg vildi vera amerískur ferðamað ur og ganga um safniö, sfm ETTA kennt veröur við mig. Eg vildi vera frægur sagnaritari, sem skrásetur hin stóru af- rek mín. Eg vildi vera sonar-sonar- sonur minn, sem er ákaflega hreykinn af hinum ódauölega forföður: Mér. . Eg vildi vera stúlka, sem er ástfangin í mér. Eg vildi vera dagurinn, sem ég fædd- ist á. Maðurinn er mikill. Maður- inn er ódauðlegur. Sönnunin: Eg er til. Eitt stærsta afrek mitt er þaö, aö ég hef afmáö örbirgö- ina. Þaö er að segja mína eig- in örbirgö. Og ein stærsta dyggö mín er það, aö ég hata völdin. Þaö er að segja þegar þau eru í höndum annarra. Eg trúi. Eg trúi á sjálfan mig. Samt sem áöur er ég af- brýðisamur. Afbrýöisamur við andrúmsloftið sem ég anda að mér. Afbrýöisamur við stólinn sem ég sit á. urnar glömruðu 1 munninum. Þó var "sæmilega heitt í elda- skálanum. Honum varð óglatt og hann iangaði til að kasta upp. Marteinn Finni herti á mitt- isólinni og drógst út úr dyrun- um. Jón settist aftur á bekkinn. Þréytan var honum ofurefli. En hvað var þetta? Þarna stóð þá Niels við ofninn og svaf. Níels var unglingspiltur, finnskur, eins og Marteinn. Hann kreppti hnefana innan í stagbættum vettlingunum og það fóru kippir um gráfölt and- litið. Rétt í þessu féll hann áfram og lenti með ennið á heitan ofninn. Jóni varð það samt á að hlæja. „Fjandinn sjálfur“, nöldraði pilturinn milli tannanna og tók hendinni um ennið. Jón reis á fætur og fóf aö leita að skónum sínum. Það voi'U járnbentir tréskór. Þeir særöu hann á fótunum, þeg- ar hann lét þá á sig. Jón horföi á finnska drenginn, meöan hann fór í skóna. Hann var eins og veikt dýr sem staöið hefur í sveltu. Bak ið var bogiö eins og á gamal- menni. Hann bar hendina hvað* eftir annað upp að enn- inu. Hans gamli rak mjóa spýtu hvaö eftir annaö inn um rif- una á ofnhurðinni, lét kvikna 1 henni en slökkti það jafn ótt aftur. Elín breiddi götótta ábreiöu ofan á eitt rúmiö. Þeir, sem áttu aö fara niður í námuna, stóðu nú ferðbúnir meö rjúkandi lampa í hönd- unum. Marteinn kom aftur inn í dyrnar. „Svona, flýtiö þiö ykkur“, hreytti. hann úr sér og hvarf. „Eg kem, mannskratti“, kallaöi Jón á .eftir honum. Hann setti upp barðastóran hatt og tróð honum niöur að eyrurn. Svo lagði hann af staö. Níels kom á eftir honum. Þegar þeir voru komnir út, stanzaöi pilturinn og kastaöi upp. Jón heyröi hann hiksta og kjökra þar sem hann kom haltrandi eftir tröðunum. Eftirlitsmaöui’inn 1 skósíöa kuflinum kippti í klukku- strenginn í síðasta sinn og kiknaði í hnjáliðunum um leið. Hringingin dó út. Þaö var nótt. Grjótkvörnin urgaöi og skröllti. Þaö heyröist langar leiðir í kyrrð og auön nám- unnar. Hjólin hvinu og stál- tennur kvarnarinnar slógu eld úr brennisteinsgrjótinu. Þi’ír menn stóðu við kvörn- ina. Þaö voru þeir Jón, Mar- 'teinn Finni og Níels. Níels stóö á bryggju milli hjólanna og stjórnaði hraöa kvamar- innar. Hver dráttur 1 andliti hans var eins og meitlaður í grjót.' Hann var hættulega staddur. Þaö mátti engu hand taki muna, þá gat liann orö- ið fyrir hjólunum. Svartur hárlubbi, gljáandi af svita, hékk niður á enni. Þaö var ótti í augum hans. Hann hélt föstu krampakenndu taki um sveifina, sem hann stýrði kvörninni með. Til beggja handa hvæstu hjólin að hon- um. Það var eins og gustur úr gini dauöans. Jón og Marteinn stóöu viö kvörnina og íleygöu grjóti í gráðugt gin hennar. Þeir höfðu farið úr treyjunum og unnu snöggklæddir. Jóni fannst svefninn og þreytan læsa sig um hverja taug. Og augnalokin sigu aftur. Hann greip steinana gnnars hugar. Þeir hrufluðu hendur hans — en sársaukinn — sársaukinn friðaði hann, hvernig sem á því stóö. Óviðfeldin gleöi greip hann, þegar hann horfði á blöðugar hendui' sínar. Þetta blóð var komið alla leiö frá hjartanu. Hér stóö hann og fórnaði hjartablóöi sínu fyrií þennan djöfulsins málm. Kvörnin var óseðjandi. Hún gæti étiö allt fjalliö, án þess aö íá nóg. Marteinn reif af sér húfuna og fleygði henni. Hann kraup á hnjánum viö verk sitt og beit um tunguna. Það hafði gripiö hann ein- hver geygur. Hann var hrædd ur um, að eitthvað skelfilegt mundi koma fyrir. Hann haföi dreymt fyrir því. Mar- tein hafði dreymt,. aö hann sæi föður sinn dansa um nám una í líkklæöum. Þaö skrölti í beinagrindinni. Dauöinn gerði oft boð á undan sér. „Heyröu Jón“, sagði hann og sleykti rykið af þurrum vörunum. „Hvað viltu?“ sagöi Jón og leit ekki upp. „Þaö deyr einhver í nótt“. Jón svaraöi engu. En augu finnska drengsins leiftruöu af skelfingu. Handfangiö, sem hann hélt um, sjóöhitnaöi undan átaki hans og hjólin sveifluöust til beggja handa, eins og þau ætluöu að glefsa í hann. Skuggalegar verur komu í ljós og gengu fram hjá kvörn- | inni. Þaö voru námumenn aö j , i koma til vinnu. Þeim brá fyr- ir í skímunni, lotnum og hæg íara. Járnaðir tréskórnir glumdu í grjótinu. Þeir gengu þegjandi léiöar sinnar og horföu niöur fyrir fætur sér. Þaö var komið dimmviöri og renningur. Marteinn var enn að tauta um þaö við sjálf an sig, að eitthvaö ætti eftir aö gerast í nótt. Ilann haföi séð mann á ferli úti við námu opið. Marteinn hélt áfram og sagði, aö þetta hefði áreiöan- lega veriö vofa, því að hann hefði ekki séð betur en mað- urinn væri höfuðlaus og drægi fótinn á eftir sér. Þaó fór hrollur um Jón. Hann var hræddur um að j Marteinn væri ekki með sjálf- um sér. Níels Je'f spyrjandi augum á Jón, því aö hann hafði ekkí heyrt glöggt, hvað Martemn sagöi, aöeins haft veöur af, að það var eitthvað um dauö- ann. Hann skalf í hnjáliöun- um og hugur hans var í upp- námi af skelfingu. „Það var bara vitleysa“, sagði Jón og heyröi sjálfur skjálftann í röddinni. Marteinn hristi höfuöið. — — Um miðnætti hvíldu 1 þeir sig eina klukkustund. Jón og Marteinn komu aftur frá eldaskálanum og fundu Níels sofandi við kvörnina. Hann hallaði höfðinu upp aö steini, hafði veriö of þreyttur og ekki treyst sér til aö rísa upp aft- ur og ganga heim aö elda- skálanum. Þá kom eftirlitsmaöurinn. Hann varð hinn versti, þegai' hann sá, að kvörnin stóð kyrr Það voru komnar tvær mín- útur fram yfir tímann. Hann tók bjöllu upp úr vasa sínum. „Heitasta helvíti“, sagöi hann. „Hér liggur Lappastrák urinn sofandi“. Eftirlitsmaðurinn sparkaði í Níels. „Letiblóð“, öskraði _ hann. Pilturinn spratt á fæt- ur, skjálfandi og ringlaður, hljóp að kvörninn og setti hana af staö. Eftirlitsmaöui’inn greip aft- ur til bjöllunnar. Nú varð að hraða sér. Var það nokkurt vit aö gleyma tímanum svona? Síöan fór hann leiöar sinn- ar. " Mennirnir viö kvörnina unnu um stund. Allt í einu heyrðist skerandi vein — dauöavein.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.