Þjóðviljinn - 09.03.1944, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 09.03.1944, Blaðsíða 2
P J ó Ð V I L J I N V Fimmtaáagur 9. marz 1944. Frá Dalvík og Svarfaðardal Föstumessan á kvöldvök- unni Líklega er jafn tilgangslítið að kippa sér upp við fyrirvaralaus- um dagskrárbreytingum hjá Út- varpinu og veðrabrigðum útsynn- ingsins, hvort tveggja íslenzkt og óhagganlegt. En þegar föstu- messan kom inn í kvöldvökuná miðvikudagskvöldið 23, febrúar, jafn ólíklega og endursent heið- ingjatrúboð frá Kína, beindist at- hyglin ósjálfrátt að þessum skeikulu dagskrármáttarvoldum útvarpsins, en enginn fannst lyk- illinn. Kannski skráin sé ekki lyk- ilhæf. En sú hugmynd að hefja hér heiðingjatrúboð í gegnum útvarp- ið, úr því að Kína er dottið af skaftinu, væri náttúrlega stór- sniðugt meðal annars fyrir það að hafrarnir meðal útvarpsnot- -enda eru gerðir jafn virkir fjár- hagsbakhjarlar og hinir frómu sauðir. Og það sparar sláttinn er fylgdi Kínatrúboðinu. Þetta er náfctúrlega gott og blessað, En það upprætir ekki ógeð mitt á þessari óf yrirleitnu dagskrár-1 breytingu. Og það upprætir heíd ur ekki ógeð mitt á hinu óbil- gjarna falboði útvarpsins á prestsverkum yfirleitt (t. d. um Mtíðar þegar þau eru gerð að uppistöðu og ívafi dagskrárinn- ar). Af því að ég sé ekki að þessi verk séu betur unniri. en önnur, né fórnfúsara og því fram bærilegri. . Þetta er brauðstrit eins og hvað annað. Um gjaldr Tirði þess má vitanlega deila eins og gert er um gjaldvirði hvers annars starfs. En sleppum því. Mér finns-t að þeir sem um dag- skrána eiga að fjalla, eigi að skipta svo sanngjarnlega hugðar- efnum hennar milli útvarpsnot- enda að þangað sé hverjum þeirra hugan að sækja. Og það minnsta er, að staðið sé við ®rð og gjörðir og gefin loforð efnd, Óánægður. ÞÖgul umferð Hér á árunum var, góðu heilli, tekin upp sú stefna. hér í bæ, að gera umferðna „þogla" þ. e. a. s bifreiðum var bannað að þeyta horn sín, er þær staðnæmdust við hús og einnig að mestu eða öllu er þær óku um bæinn. Þetta mæltist mjðg vel fyrir og var 4 annan hátt til bóta Nú virðist einhver breyting á orðin. Jafnt daga sem nætur ber þwð við að bif reiðar öskra úti f yrir húsum og á strætum og gatna- mótum er lúðurinn óspart þeytt- ur. Hvað veldur? Er horfið frá hinni „þöglu" umferð, eða er eftirlitið orðið slappt? Vill ekki lðgreglustjóri upplýsa það. Þrifnaður Víkverji Morgunblaðsins var nýiega að tala um gðturyk og hver ráð væru tii að losna við það, ég held að hann hafi heitið -rerðlaunum þeim, sem fmdi ráð gjega rykinu. Ráðið er ofur einfalt, Það er að malbika eða steypa hvern einast blett gatna og gang- stétta, bæði í bænum og við hofn- ina. Síðan þarf að hreinsa allt þetta svæði dag hvern, rétt eins og forstofurnar í húsunum. Þeg- ar þýtt er veður, þarf að þvo göt- urnar, um þær þarf að renna vatnsbíll og síðan þarf að hreinsa þær með kústum. Kæri Víkverji. Það er frábært sleifarlag á gatnagerðinni sam- fara óþrifnaði, sem veldur gö'tu- rykinu, Hvort tveggja er afleið- ing þess að bænum er og hefur verið illa stjómað. Við skulum velja bænum þróttmikla og víð- sýna forustu. Þá hverfur rykið og aðrir „skuggar íhaldsins", sem angra okkur Reykvíkinga. Svör við spurningum „Landkrabba" Að gefnu tilefni vil ég biðja Bæjarpóstinn fyrir eftirfarandi oi;ða-skýringar. 1, Að eiga „hundinn" á dekki. „Hundur" er stytting úr orðinu hundavakt. Tímabilið frá kl. 12 á miðnætti til kl. 4 að morgni = Að eiga að vera á þilfari þann tíma. 2, „Pusa": Fata, venjuleg tré- fata, notuð til að ná í sjó, — kallað að „pusa" sjó, — saman- ber „:pus-ágjafir". 3, „Skuðuskinn": Ekki algengt orð á minni sjómannstíð. Eldri menn notuðu það þó oft, og mun upphaflega hafa verið notað á skinnklæðatímanum, en nú þýddi það „olíusvunta", svunta úr lér- efti, olíuborin. 4, „Þvo niður": Þarf varla skýr ingar við. — Þveginn fiskurinn, látinn niður um op á lestinni, þar sem hann var saltaður. 5, „Kufctar": Dregnir vetlingar — þófnir svo að vart varð hendi komið í. 6, „Porra": Að vekja, þó seg- ir það ekki allt. „Porr", gaf ekki eingöngu til kynna að þá skyldi vekja, heldur einnig, að þá vant- aði kl. 20 mín. í vaktaskipti eða »glas"' 7, „Pumpan lens": Dælan hafði tæmt skipið af austri. „Það v&r enginn sjór í skipinu. 8, „Hosilógarbekkur": Fremsta rúm skipsins undir þiljum í lúkar, var kallað hosilóg, og bekkirnir á báða vegu, sem skárust í odda fram við stefni skipsins, voru nefndir „hosilógarbekkir". 9, „Poka": Þegar menn, sem áttu að vera á þiljum uppi, lðgðu sig fyrir á bekk í lúkara eða ká- ctu. án þess að vera sjúkir, hét það að poka, og þótti ekki ætíð manndómsmerki. 10, „Koma upp á glasi": Að koma á þilfar á réttum tíma, vera stundvís. 11, „Fantur": Leirílát — krukka, sem var drukkið úr, 12 „Hala upp um": Að láta skipið hala, var séretok tilhögun á seglum þess; tilhögun sem tak- markaði hraða skipsins eins og við þótti eiga; og að láta hala upp um, var að láta skipið stefna til lands. 13. „Meinvættio": Gælunafei á Dalvíkinga vantar stærri báta og Irystihús Símalagning og jarðabætur Svarídœlinga Viðtal við Kristinn Jónsson, íormann Verkalýðsfélags Dalvíkur Kristinn Jónsson, formaður Verklýðsfélags Dalvíkur var staddur hér í bænum fyrir skömmu. Hann á sæti í hreppsnefnd Svarfdæla og raun meðal ann- ars hafa komið hingað í erindum hreppsins. Þjóðviljinn náði shöggvast tali af honum og spurði hann frétta af atvinnu- og áhugamálum Ðalvikinga og Svarfdæla og fer frásögn hans hér á eftir. eldavélinni, sem venjulega var kölluð „Kabísan", 14. „Affelt": Að verða útund- an í aflabrögðum. „Affelt" sagði þó meira; gaf í skin að dulræn ofl náttúrunnar væru að verki; væri fyrirboði einhvers, sem ekki varð vitað. • , 15. „Glær": Þegar skipið rekur undan stormi eða straumi, svo að færin fljóta, var það nefndur „glær", Sunnlendingar kölluðu það „gjót". 16. „Að liggja út um": Þegar skipið. sneri stefni til hafs, var það kallað að liggja „út um". 17. „Milliklifur":, Á kútterum voru tvö forsegl, fokka og klífur. Hverjum kútter fylgdu þrír til fjórír „klífar", allt frá lognklíf, sem var mjðg stór, og niður i stormklíf, sem var mjðg lítill. Hinir tveir voru þar mitt á milli að stærð, og voru kallaðir stærri — og minni „milliklífur". Notk- un seglanna fór alveg eftir veð- urfari. 18. Sjpurningin er eitthvað brengluð, — í frásögninni „um borð í skútu" stóð hvergi „að leggja skipi til kuls", enda aldrei svo mælt. En þar stóðu aðeins orðin: „Til kuls" og þýða vind- megin á skipinu eða við skipið. — Að leggja skipi til" var al- mennt sagt, eða „leggja skipinu til drifs" og þýddi að láta reka, í ósiglandi veðrum. 19. „Húðlaus sjór af roki": Yfirborð rjúkandi sjávar má kall- ast húðlaust, — verður freyð- andi hvítt, 20. „Pikkur": Það er aftur- endi „gaffalsins", sem einnig mætti kalla „efriseglás". Efri brun seglsisins er fest (bensluð) við gaffalinn, og sá endi hans, sem aftur snýr, var nefndur „pikkur" eða „gaffalhnokki". Hinn endinn, gaffallinn sjálfur, sem lék um siglutréð, hét „Kló" og er það réttnefni. „Að hálsa": — Breytt um stefnu skipsins á þann hátt, að skipinu er snúið undan, í % eða meira úr heilum hring, og er þá su hlið skipsins, sem áður var í hlé, orðin vindsíða. 22. „Lappar": Þegar segl voru „klossrifuð" sem kallað var, minnkuð eins og hægt var, og ætlazt var til hvað gerð og út- búnað snerti, kölluðu menn þau „lappa". Eg verð að biðja „Landkrabba" að anda rólega, þótt þessar orða- skýringar fullnægi ekki þrá hans í því efni. — I sannleika, sagt treyBti ég mér alls ekki til að skýra mðrg þessara orða á tæm- andi hátt, Gamal! sjómað'nr. 11 VÉLBÁTAR Á DALVÍK — ARSLAUN HUTAMANNA 800—1200 KR. — Hvað er að frétta af at- vinnumálum á Dalvík? — Aðalatvinnugreinin er, eins og í öðrum þorpum, við sjóinn, sjávarútvegur. Um miðhluta vetrarins er að venju, engin atvinna.' . — Hvað eru margir bátar á Dalvík? — Þeir eru 11, flestir 12— 22 tonn aö stærð. 2 þeirra eru í vetur gerðir út frá Siglufiröi og 3 frá Sandgeröi. — Félagsrekstur eða einka- útgerð ? — Það er allt einkaútgerð. Samvinnufélag var raunar stofnað fyrir nokkrum árum, en af ýmsum ástæðum af völdum stríðsins hefur ekki þótt ráðlegt að leggja í skipa- kaup fyrr en að nú hefur ver- ið sótt um kaup á einum 70 tonna bát af þeim sem byggö- ir veröa í Svíþjóð. — Hefur útger,ðin aukizt eða minkað? — Útgerðin stendur í stað, nema á s. 1. ári hafa verið seldir nokkrir trillubátar en ætiunin mun vera að kaupa stærri báta í staðinn. — Afli? " — Róðrar stój5u á s. 1. vetri fram í nóvember og hófust aftur í febrúar. Hlutamenn munu á s. 1. ari hafa haft frá 800—1200 kr. yfir árið. ÞÖRF STÆRRI RATA OG STÆRRI HAFNAR — Hvernig er höfnin? — Það er verið að vinna að hafnarmannvirkjum. Siðast liðið sumar var lokið viö þann hluta hafnargarðsins, sem ráð gert var að hafa lokið við sumarið 1942. Innan við hafnargarðirm er brj'ggja, sem bátar geta Jégið við í flestum veðrum. Fyrir- hugað er að garðurinn nái mikið lengra út, en ekki er gert ráð fyrir að unnið verði að byggingu hans í sumar. Hafnarbætur mega teljast viðunandi fyrir þá útgerð sem nú er, en of Titlar fyrir aukna útgerð. Dalvíkingar hafa mikla -þörf fyrir að eignast stærri og betri báta. LANDVINNA ER SAMA OG ENGIN AÐ VETRINUM — Atvinna í landi? — Atvinna í landi er mjög lítil, að vísu hafa 10—12 menn stóðuga vinnu allan vet urinn á netaverkstæði Krist- ins Jónssonar, en vinna viö frystihús K. E. A. er mjög lít- il og stopul, og um aöra land- vinnu er naumast að ræða yf- ir vetrartímann. Hraöfrystihúsiö sem K. E. A. rekur á Dalvík er allt of lít- ið og myndi það draga úr at- vinnuleit manna út fyrir kaup túnið ef til væri stærra hrað- frystihús, sem gæti tekið á móti afla skipanna. ¦> Um síðastliðin áramót hafa um 70—80 manns oröið að leita atvinnu utan Dalvíkur, aðailega til Kefiavíkur, Sand- gerðis og Njarðvíkur. RAFMAGN TIL DALVÍKUR — Hvernig er með raf- magn? — Raímagnið er algerlega óviöunandi. Á Dalvík eru tvær litlar vatnsaflstöðvar, sem verða báðar að hafa oiíumót- ora til viðbótar og fullnægja þó ekki nálægt því þörfinni. Nú er í undirbúningi að leggja rafmagnslínu frá Ak- ureyri út eftir ' Eyjafiröi til Dalvíkur. Úrbætur á þessu sviði eru mjög aðkallandí. SVEITARSÍMI — Hvað er í fréttum úr sveitinni? — Það er mikill áhugi fyrir því að fá síma á bæina frammi í dalnum. Ætlunin er aö fá- sveitasíma í sambandi við lín- una sem liggur frá Dalvík: um sveitina vestur í Hjalta- dal. Eg hef átt tal um þetta mál við póst- og símamálastjóra og tók hann mjög vel í málið og lofaði að taka þaö til at- hugunar á næstunni. GÖNGUBRÚ Á SVARFAÐAR- DALSÁ Það er aðkallandi að fá göngu- brú á 'Svarfaðardalsá. Einkum er það nauðsynlegt vegna skólagöngu barna og einnig vegna funda og almennra samgangna um sveitina, því áin er mjög torsótt yfirferðar að vetrarlagi. RIÐUVFJKI VELDUR BÆND- UM ÞUNGUM BÚSIFJUM Nokkur undanfarin ár hafa marg- ir bændur orðið fyrir allmiklu tjórii á sauðfé af völdum riðu- veiki. Fjárstofn sumra bænda hef- ur algerlega eyðilagzt. Á. s.l. vetri Framhald á 5. síðia.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.