Þjóðviljinn - 09.03.1944, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 09.03.1944, Blaðsíða 8
MfeggL- r s® boi*g8nni Næturlæknir læknavarðstofunni í Austurbæjarbarnaskólanum, sími 5030. Ljósatími ökutækja er frá kl. 6,30 að kvöldi til kl. 6,50 að morgni. Nœturakstur: Bifreiðastöðin Hreyfill. ÚTVARPIÐ í DAG. 18.30 Dönskukeiuisla, 2. flokkur. 19.00 Enskukennsla, 1. flokkur. 19.25 Þingfréttir. 20.00 Fréttir. 20.20 Útvarpshljómsveitin (Þórarinii Guð- mundsson stjórnar): a) Austurlenzk- ur lagaflokkur eftir Popy. b) Mim- osa-vals eftir Jönes. c) Spanskur dans eftir Dazar. 20.50 Frá útlöndum (Björn Franzson). 21.10 Hljómplötur: Lög leikin á cello. 21.15 Lestur íslendingasagna (dr. Einar 01. Sveinsson). 2) .40 Hljómplötur: Stefán Guðmundsson syngur. Háskólafyrirlestur: Hjörvarður Arna- son M. F. A., flytur fyrirlestur í há- ííðasal háskólans á morgun, föstudag- inn 10. marz um Myndlist Jrá endur- reisnartímabilinu til Rococo-tímabilsins. Fyrirlesturinn verður fluttur á íslenzku og hefst kl. -8,30 e. h. Skuggamynd- ir sýndar. Ollum heimill aðgangur. TILKYNNINC FRÁ Í.R.R. Leikmót, sem heyra undir íþróttaráð Reykjavíkur, fara fram í sumar sem hér segir: Víðavangshlaup ÍR 20. apríl (sum ard. fyrsta). Drengjahlaup Armanns 23. apríl. Flokkaglíma Ármanns 26. apríl. Hnefaleikameistaramót l.S.I. 29. apríl. Tjarnarboðhlaup KR 21. maí. íslands- glíman 1. júní. Iþróttamót KR 4. júní. 17,-júní-mótið 17. júní. Drengjamót Ár- manns 3.—4. júlí. Boðhlaup meistara- mótsins 24. júlí. Drengjameistaramót I. S. í. 29.—30. júlí Fimmtarþraut Meist- aramótsins 3. ágúst. Meistaramót I. S. I. (aðalhluti) 12.—13. ágúst. Öldungamót- ið 27. ágúst. Septembermót I. R. R. 3. sept. Loks heldur KR glímukeppni fyrir drengi seint í marz. IþróttaráS Reykjavíkur. Leikfélag Reykjavíkur sýnir leikritið ..Eg hef komið hér áður" eftir Priest- ley kl. 8 í kvöld. Aðgöngumiðasalan er opin frá kl. 2 í dag. Hjónaefni: Trúlofun sína hafa opih- berað ungfrú Inga Osk Sigurðardóttir í Austurbæjarskólanum og Páll Björg- vinsson bóndi á Efra-Hvoli í Rangár- vallasýslu. Gjöfum í vinnuhœlissjóS Sambanda íslenzkra berklasjúklinga er veitt móttaka í skrifstofu sambandsins. Lœkjargótu 10 B, sími 5535. Skrifstofan er opin Í(f. 2—4. Allskonar veitingar á boðstólurn. Hverfisgöfu 69 Kaffisöluna Hafnarstræti lí Bárðín á Eyrabakka skorar á Alþingi ðð samþykkja tillogurnar í öryggismálunum Verkamannafélagið Báran á Eyrarbakka hefur samþykkt svofellda áskorun til Alþing- is út af öryggismálum sjó- manna: „Fundur haldinn í verka- mannafélaginu Báran á Eyrar- bakka þ. 3. marz 1944, skorar hér með a hið háa Alþingi.að samþykkja framkomnar tillög- ur í öryggismálum sjómanna, sem Alþýðusamband íslands hefur lagt fyrir yfirstandandi Alþingi". Tveir menn slðSðst á Akureyri Það slys vildi til á Akureyri 22. febrúar að hestur fældist fyrir mjólkurvagni frá Mjólk- ursamlagi Eyfirðinga. Tryggvi Haraldsson, sem stjórnaði vagn- inum, og drengur sem sat á vagninum meiddust báðir alvar- lega. Meiddist Tryggvi á höfði og mun hafa fengið heilahrist- ing, einnig meiddist hann á síðu. Drengurinn handleggsbrotn- aði og fór úr liði um olnboga. Vinnan Pramh.af 3. síðu formaður félagsins. Birtir ritið myndir af helztu forvígismönnum félagsins fýrr og siðar, ásamt mynd af Sauðárkróki. Tveir samningar um sjómanna- kjör eru í heftinu, eru það samn- ingar um kaup og kjör á ísfisk- flutningaskipum, svo pg skipum, sem eru í vöruflutniugum innan- lands, og samningur um kaup og kjör á öllum mótor- og gufuskip- um undir 130 rúmlestir, sem stunda ísi'iskveiðar með dragnót (snurrevaad) og botnvörpu og gerð eru út frá félagssvæði Sjó- mannafélags Reykjavíkur og Sjó- mannafélags Hafnarf j arðár. Finnur Jónsson alþingismaður á þarna grein um ofhleðslu fiskiskip- anna, sem nefnist: „Við megum ekki sofna enn á ný". Þá er í heftinu kvæðið „Fátæk börn" eftir Nordahl Grieg, „I verk- smiðjuhverfinu", kvæði eftir Kristo ' fer Uppdal, og tvö kvæði eftir Sig- urð Einarssonn, sem hann nefnir: „Höll dauðans" og „Móðir ver- öld". Lokaþátturinn úr leikritinu Niels Ebbesen eftir Kaj Munk, sambandstíðindi 0- fL Þó að nú sé aðeins rúmt ár liðíð síðan tímaritið Vinnan hóf göngu sína, hefur það fengið mikla út- breiðslu og á sífellt auknum vin- sældum að fagna, enda ei' hér á ferðinni rit sem á crindi inu á hvert einasta alþýðuheimili á landinu. Er þess að vænta að þeir af les- endum Þjóðviljans, sem enn hafa ekki gerzt kaupendur Vinnunnar, láti það ekki dragast lengi úr þessu. Ályktðnir Sjómðnnð- félags ísfirðingð í ðryggismðium sjó- manna A stjórnarfundi í Sjómanna- félagi Isfirðinga, sem haldinn var 20. fébrúar s. I. voru gerð- ar eftirfarandi alyktanir: 4 Að skora á ríkisstjórn og Alþingi að taka. þegar í stað til greina tillögur Alþýðusamb. ís- lands varðandi öryggismálin á sjónum. 2. Að skora á ríkisstjórn og Alþingi að beita sér fyrir því, að viðgerðarstofur fyrir talr stöðvar verði settar upp í stærstu verstöðvunum út um land. 3. Að víta harðlega ríkjandi sleifarlag á framkvæmd gild- andi laga um skipaeftirlit og oryggi sjómanna. 4. Að skora á Alþingi að veita meira fé í styrkjum og rentu- lausum lánum til nýbygginga íslenzkra fiskiskipa. Amerískir hermenn ráððst á íslenzkð stúlku Tveir amerískir hermenn gerðu árás á stúlku vestur á Framnesvegi í fyrrakvöld. Lögreglunni tókst að hafa uppi á hermönnunum eftir til- vísun stúlkunnar. Stúlkan, sem er 25 ára göm- ul, skýrir svo frá, að hún hafi verið á leið vestur Tryggvagötu er tveir amerískir hermenn komu til hennar og báðu hana að vísa sér á kaffistofu. Vísaði hún þeim á kaffistofu á Vest- urgötu. Hélt hún svo leiðar sinnar vestur á Framnesveg, veitti hún því þá eftirtekt að hermennirnir komu í humátt á eftir henni, náðu beir henni brátt og hófu þegar árás á hana. Slóu þeir hana niður í götuna, en hún varði sig eftir beztu getu, tók annar hermaðurinn fyrir munn henni en hinn reyndi að svipta hana klæðum. Gat stúlkan þó losnað frá þeim og hlaupið á brott. Rétt í þessu bar þarna að bifreið og tók bifreiðastjórinn stúlkuna inn til sín og keyrði hana á lögreglustöðina. Hermennirnir höfðu sagt stúlkunni frá hvaða herstöð þeir væru og gat lögreglan þess vegna haft hendur í hári þeirra. Stúlkan meiddist nokkuð við fallið í götuna og er bólgin og fleiðruð d andliti. TJARNAR BÍÓ Æskðn vill syngjð (En trallande jánta) Sænsk söngvamynd. Alice Babs Nilsson, Nils Kihlberg, ftniia-LIsa Ericsoa< g$nd S,& l m & NYJA BI0 Hefðarfráin svooefeda C„Lady for a Night") JOAN BLONDELL, JOHN WAYNE, Sýnd kl. 9. I vrt/s^j%^rtrt/%Artrtrt^í^/Wi^rt<ft^w^rtrtrtrt KAUPIÐ ÞJÖÐVILJANN wviwwww^rt/wv%^wv,-j-un--^%^u^ DRAUGASKIPIÐ (Whispering Ghosts) Brenda Joyce Milton Berle. Aukamynd: Viðhorf á SpánL (March of Time) Pönnuð börnum yngri 12 ára. Sýnd kl. 5 og 7 •LEIKFELAG REYKJAVtKUR. „Ég hef komið hér áður" Sýning- í kvöld kl. 8. Aðgöngumiðar seldir frá kl. Z í dag. Unglinga va Sósíalistar hjálpið til að útvega unglinga tíl að I I bera Þjóðviljann í eftirtöld hverfi: ! RÁNARGÖTU, ) BRÆÐRABORGARSTÍG, | ÞINGHOLTIN. I \ I Afgreíðsla Þfódvíljans Skólavörðustíg 19, sími 2184. IIIIKlllllltlUllllllll.....HllllllllHillllHUIIIIKIIIIIItl.....OIIIIIIIItlllllUMIIIIIHIIKIIIllllUII.....IKIIHIIUHHII).....llillIUHXHlllim'l MALFUNDAHOPUR Æ.F.R. heldur fund á Skólavörðustíg 19 í Icvöld. Sovétsendiherann Framhald af 1. síðu. hefur til fulls fengið að læra það hvernig Þjóðverjar eru í rauninni, og vesturhluti Sovét- ríkjanna hefur orðið fyrir ægi- legum hörmungum. En eins og þið skrifið um dag lega er rauði herinn nú í sókn á öllum vígstöðvum, — og þjóð vor hefur aldrei efazt um að hún mundi vinna úrslitasigur- inn". * A. N. Krassilnikov sendi- herra er fæddur í Kasan árið 1909, og var faðir hans lækn- ir bar í ,borg. Tvítugur hóf hann verkfræðinám við Lenín- gradháskólann og útskrifaðist þaðan sem verkfræðingur. Vann hann við verkfræðitímarit þar til árið 1940 að hann- hóf starf í utanríkisráðuneytinu í Moskva og hefur starfað á vegum 'þess síðan, um tíma í Arkangelsk í Norður-Rússlandi, þar til nú að hann er skipaður fyrsti sendi herra Sovétríkjanna í^ Reykja- vík. , . Austurvígstöðvarnar Framh. af 1. síðu. um eindregið til að draga ekki lengur að semja við Rússa. Ny Dag, blað sænskra Komniún- ista, hefur það eftir finnskum heim ildum, að miklir liðflutningar fari nú fram í Norður-Finnlandi. Sví- um er bannað að ferðast til Finn- lahds um Norður-Finnland. Árás á Berlín Framh. af 1. síðu. flugvélar Þjóðverja, en ekki hefur enn verið skýrt frá, hversu marg- ar þær síðari skutu niður. Bandaríkjamenn misstu 16 or- ustuflugvélar og 38 sprengjuflug- vélar. DAGLEGA NY EGG, uoðin og hré Kaíf isalas Hafnar8træti 164

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.