Þjóðviljinn - 24.05.1944, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 24.05.1944, Blaðsíða 2
2 ÞJÓÐ VILJINN Miðvikudagur 24. maí 1944. I búr: #g eldhúsilí gamla daga Gamli bærinn stendur austan í Mylluhólnum. Bæjarþilin eru fjögur með lágu risi og litlum glugga með tveim rtiðum yfir dyrunum. Á þiljunum eru uglur úr birki, og maurarnir vefa ner á þiljunum í hundraðatali, sem glitra eins og smágjörvir silki- þræðir í morgunsólinni Þeir veiða í þá flugur í þúsundatali dag hvern, en þó sér ekki högg á vatni í . þessari flugnasælu sveit. Stofan er sunnan við bæjar- dyrnar. Hún ber hærra. því að yfir henni er geymsluloft. Það er sex rúða gluggi á stafninum fram á hlaðið. Það er stærsti glugginn á bænum. í stofuna er gengið úr bæjardyrunum og inn angengt úr hemji í skemmuna. Það er stór gæít milli þils og veggjar. Þar eru allir draugar heimilisins. I skemmuna er lika gengið af hlaðinu. Hun er veg- legt hús með traustum veggj- um og geymslulofti með fjög- urra rúða glugga. í skemmunni er slátrað öllum skepnum, sem lagðar eru niður til bús. Þor eru kjöttunnur, saltkagginn og handkvörn í suðvesturhorninu. Þar er og slegið upp bekkjum fyrir mjólkurbakkana eftir frá- færurnar. Mér er illa við þessa skemmu vegna drauganna. Smiðjan er syðst og álíka há og bæjardyrnar.. Hún er skemmtilegt hús með fýsibelg og afli og litlu borði í einu horn inu, sem á er fest skrúfstykki. Hér er steðji Hamrar, klöppur og sagir hanga á stoðinni innan við borðið. Þarna eru einnig geymdir reiðingar ,og reipi, og hér smíðar húsmennskumaður- inn hestajárn. Það eru skemmti legir dagar. Milli allra þessara húsa eru auðvitað veggir úr torfi og grjóti. Þökin eru gróin grænu grasi og vinaleg. Yfir sundið milli stofu og skemmu eru lögö tvö tré, og á milli þeirra eru rár. Þar eru silungsbönd látin signa. Það er rólegt. og gaman að sitja í bæjarsundunum Þar sitjum við, ég og bróðir minn. og skipuleggjum leiki okkar, bústörf og brek. Veggurinn milli stofunnar og bæjardyra er prýði heimilisins og stolt. Þar vex burnirót, sem amma gróðursetti endur fyrir löngu. Burnirótin fær fyrsta kossinn hjá morgungeislunum, og hún vaknar fyrst allra blóma af vetrardvalanum. Veggurinn er sprunginn sundur neðan við burnirótina, og langt inni í veggnum verpir húsönd, þessi stolta og tígulega drottning í andaríkinu. Þarna situr hún í sinni hvítu dyngju á stórum. grænum eggjum, sem enginn, veit hvað eru mörg, því að eng- inn móðgar hana með neinskon- ar hnýsni. Hún ungar þeim út, hvort sem þau eru sex eða sex- tán. Borðstofan er að baki þess- ara húsa og snýr öfugt við þau, út og suður, en norðan við öll þessi hus er vettvangur þessa dags, búrið og eldhúsið, og snúa þau stöfnum mót austri og vestri og ná jafnlangt baðstof unni að vestan og bæjardyrum að austan. Stafnarnir eru úr torfi og grjóti. Á eldhúsinu eru tveir tréstrompar, annar yfir hlóðunum en hinn vestar. Nú gerið þið svo vel og gang- ið í bæinn. Þið rekið fyrst aug- un í fiskasteininn hægra meg- in við arinhelluna. Á stoðunum eru uglur, og á þeim hanga hríð- arúlpur. Skellidyrnar eru móti bæjardyrum, þá koma miðgöng- in, inn úr þeim fjósdyrnar, en fjósið er undir baðstofugólfr Þá er ranghali til vinstri, þegar inn er gengið, og vestur úr hon- um eru tröppurnar upp í bað- stofuna. Til hægri handar, þeg- ar inn er gengið eru eldhúsdyrn ar. Eldhúsið ’er stórt og rúm- gott, einkum á sumrin, áður en taðið er flutt inn. — Það er flutt í pokum, sem settir eru í smeiga á reiðingshest, og síðan helt úr pokunum um taðgatið , á norðurþekjunni. — Fyrir aust- Hver maður borðar úr sinni skál og af sínum diski með sín- um sérstaka hornspæni og skeiðahníf. í krækjunni er búr- hnífurinn og stór spónn úr hrútshorni. Með honum er skyr- hræran hrærð, þéttinn, lummu- soppa og fleira. Undir borðinu er bekkur. Þar eru mjólkur- bakkarnir á vetrum og graut- arbakkarnir, en til hliðar er annar bekkur, þar sem stundum er setið og drukkið kaffi. Framar í búrinu er enn einn bekkur, þar sem mjólkur- ílát hvolfa. Á stoðinni hangir' þyrillinn og mjólkursigtið. * Klukkan er 6V2 að morgni. Miðaldra kona kemur fram í eldhúsið. Hún gengur að yztu hlóðunum og tekur upp felhell- urnar og rótar í öskunni með eldtönginni. 'Þá verður fyrir henni glóðarskýði, sem falið hef ur verið í kvöldið áður. Hún tekur burt köldustu öskuna, lag EFTIR--------------------*------1 Þuru í Garði _________________________________ urstafninum eru þrennar hlóðir. Miðhlóðirnar eru stærstar, og þar er soðið slátur og aðrar stærri suður. Hinar minni eru notaðar dag hvern. Á stoð við suðurvegginn hang ir þvaran og pottkrókarnir, en milli stoða er hilla, og á henni skálarbrot með fuglamyndum. Mikið langar mig í þessa skál í búið mitt, en þess er enginn kostur að fá hana, því að hún geymir pottaþvöguna og skaf- ann. Á hillunni er líka saltílát, fýsifjöl og Skafti^ lítill pottur með skafti og vör. Þar hvolfir og annar lítill pottur. Hann heit ir Malkus, af því að brotið er af honum annað eyrað. Undir hill- unni er bekkur. Þar eru tréföt- ur með vatni. —.Vatnið er sótt í lind neðan við brekkuna. — í horninu við búrþilið hvolfa stóri og minni potturinn og sil- ungspotturinn. Hann er gamall og bættur. Fleira er þarna góðra muna og gagnlegra. sem ekki verður hér getið. Búrið er í vesturendanum og tvær ‘ grjóttröppur upp í það. Það er oft reykur í því. Undir suðurveggnum eru þrjú keröld: stóra keraldið, miðkeraldið og skyrkeraldið minnst. Þá er tunna, lítið borð og skápur i horninu. Þetta á húsmennsku konan. Fyrir stafninum er búr- skápur mömmu með hvítþvegn- um hurðum. í hillunni er smjör- fjölin, flatbrauðskökur, pott- brauð, súrdeig á diskbroti brauðkeflið, kleinuhjólið og pikkurinn. í einu hólfinu eru lifrarhnallurinn, smjörgrindin og klemmurnar á því neðsta. Þá er búrborðið. Það er sandþveg- ið á hverjum degi. Það er þilj- að ofan við það og diskarekk á þilinu. Þar er og hilla fyrir skálar, bollapör, kaffibaukinn og — kvörnina. Skálarnar eru misstórar og allavega litar. ar til glóðina og leggur að með þunnu, niðurbrotnu sauðataði, lætur nokkra lausa steina á hlóðarsteinana og þar yfir járn- flein, en á honum hangir „sá svarti“, en svo er kaffiketillinn nefndur. Þetta er hugþekkt starf eldri konum og kvarnar- hljóðið lætur vel í eyrum og suðið í katlinum. Þegar sýður í katlinum, er settuv upp vatns pottur. Fólkið kemur á fætur og drekkur morgunkaffið í búri. Þá fer pabbi á netin sín og hús- karlar til ýmsra bústarfa. Mamma kemur ofan og rennir mjólkurbökkunum, hellir und- anrennunni í flóunarpottinn og strýkur rjómann vandlega ofán í rjómadallinn. Á meðan hafa vinnukonan og systir mín mjólk að kýr og ær og við krakkarnir rekið þær í haga. Þá er mjólk- inni sett og ekki rennt fyrr en eftir þrjú dægur. Strokkur er skekinn og tekið af honum smjörið. þegar hann er geng- inn, hnoðað og slegið í sköku. Mjólkin er flóuð og gert upp skyr, þegar hún er mátulega köld, mjólkurílátin eru þvegin með þyrlinum og bökuð. — Þetta er kallað að búverka. — Morgunmatur er skammtaður kl. 9, hádegiskaffi kl. 12, mið- dagur kl. 3 og miðaftanskaffi kl. 6. Systir mín, sem er eldri en ég, ber matarílátin til bað stofu, því að mér er ekki trúað fyrir þeim vanda. Það er yfir hættusvæði að fara: fyrst ofan búrtröppurnar. gegnum eldhús, göng og þrjár tröppur upp í baðstofuna. Mið furðar nú orð- ið, að enginn skyldi hálsbrotna í þeim tröppum. Að máltíðum loknpm ber svstir mín ílátin fram, þvær bau og kemur þeim á sinn stað, þvær borð, bekki og pottblemma. en búr. eldhús og bæjargöng sópar hún með hrísvendi. Veglegt bíó- og samkomuhús reist á Selfossi Á föstudag bauð stjóru Selfossbíó h. f. blaðamönnum að skoða hið nýja bíó- og samkomuhús á Selfossi. Húsið er mjög veglegt, tekur um 330 manns í sæti, en það er álíka margt og allir íbúar Selfoss. Er þetta samkomuhús staðn- um til mikils sóma. Bíósalurinn er stór og við- kunnanlegur 22x11.80 m. í þess um sal verða framvegis skemmt anir og leiksýningar. Stórt upp hækkað leiksvið er þar, og und ir leiksviðinu er búningsklefi fyrir leikendur. Þegar skemmt- anir verða í salnum, eru bíó- sætin tekin upp en borð sett með veggjum og verður þar hægt að veita fyrir 120 manns. Þetta er mikill eldhúsdagur, því að nú þarf að gjöra graut og brauð. Það er gert einu sinni í viku. Það er lagt að í stóru hlóðin, og settur upp stóri pott- urinn. Það er soðinn heilgrjóna grautur í þrjá klukkutíma, síð- an er honum ausið með stóra eyslinum í bakka og borinn í búr, potturinn skafinn og þveg- inn og hvolft á sinn stað. Þá er bætt í eldinn, blikkplata sett yfir og flatbrauðskökurnar látn ar skurna á henni. Það er kallað að stympa þær. Það er mamma, sem bakar þær, og fer henni það vel úr hendi. Hún skarar í glóðina, fýsir með fýsifjölinni, snýr þeim, þurrkar *og skefur. og hráu kökunum. sem raðað hefur verið á f jöl, fækkar óðum, en bunkin af bökuðu kökunum * hækkar að sama skapi. Þær eru bornar í búr og látnar inn í skáp. Vinnukonan hefur hnoð- að upp í pottkökuna, sem súr- degið er búið að brjóta sig í í þrjá tíma minnst. Þegar deigið er meðfærilegt orðið. er hnoðað í það deigslit, og það lagað til '> undir pottinn. Þá tekur mamma við kökunni og býr hana ofan í hlóðirnar. Fyrst tekur hún i nokkur hlóðarskíði og leggur á hlóðarsteininn, lagar til glóðina og leggur yfir hana blikkplötu, sem hún ber á feiti. Þá er kak- an sett þar á, og grjóthella sett framan við hlóðirnar, svo að askan fari ekki fram úr. Síðan er pottinum hvolft yfir kökuna, öskunni mokað í kringum pott- inn og kúlan hulin þunnri ösku. Þá laétur hún glóðarskíðin, sem hún tók frá, ofan á og þar ofan á þurrt torf. Þegar það hefur svælzt upp, er vandlega bvrgt yfir með ösku og kakan látin dúsa þarna í sólarbring. Þegar búið er að hita miðaft- anskaffið. er eldurinn falinn, og er þá talið, að búið sé í eld- húsinu, þó að eftir séu kvöld- mjaltir og — matur. * Þessum degi lýkur á dálítið óvenjulegan hátt. Eftir miðdeg iskaffið kemur gestur á bæinn. Það er bóndi úr sveitinni, þrek- inn og höfðinglegur, svartur á hár og skegg, gráeygur og snar- eygur. Hann er vel búinn og ríður gráum, fallegum og frá- Framh. á 5 sfðw. Blaðamönnum var sýnd stutt kvikmynd. Vélarnar virðast góðar, myndin skýr og hljóm- urinn nýtur sín vel í salnum. Forsalur er 8x15 m. FVrir miðjum gangi ef komið fyrir miðasölu mjög haganlegri. Inn af forsal er skrifstofa fram- kvæmdastjóra. Stærsti veitingasalurinn er mjög fullkominn, húsgögnir. gefa ekki eftir beztu hótelhús- gögnum hér í Reykjavík. Hann rúmar um 80 manns í sæti. Tveir aðrir salir eru og í hús- inu, annar 6x18 m. og tekur 28 manns, en hinn 3x6 m. rúmar 20 manns. Eldhúsið er 24 ferm. gólfflöt- ur og við hliðina á því er upp- þvottaherbergi, 14 ferm., en inn af eldhúsinu er sérherbergi bryta og' snyrtiherbergi. Húsgögnin, . sem öll eru smekkleg. eru smíðuð af Stál- húsgögn og Hirti HafliðasynL Gunnlaugur Halldórsson arki- | tekt teiknaði húsið, en Almenna ! byggingafélagið sá um bygg- | ingu þess. Yfirsmiður var Guð- mundur Eiríksson, Eyrarbakka. Valgarð Thoroddsen, teiknaði raflögnina en uppsetningu önn- uðust Jónas Guðmundsson og Aðalsteinn Tryggvason. Málar- ar voru Osvald Knudsen og Ing ólfur Ólafsson. Sýningarmenn eru Arnold Pétursson og Ágúst Jónsson. Brytinn, Ólafur Sig- urðsson, áður matsveinn á Brú- arfossi, varð sérstaklega vinsæll hjá blaðamönnum fyrir hinn ágæta mat sem framreiddur var. Stjórn fyrirtækisins er skip- uð þessum mönnum: Egill Thorarensen, Sigtún- um (formaður), Theodór Jóns- son, Sveinn Valfells, Sigurður Óli Ólafsson og Grímur Thor- arensen. Framkvæmdarstjóri fyrirtæk- isins er Daníel Bergmann. Hlutafé er kr. 70.000.00, hlut- hafar fjórtán, þar af 10 frá Sel- fossi en 4 frá Reykjavík. Framkvæmdir þessa félags eru auðsjáanlega miðaðar við framtíðina. Nú sem stendur tek- ur bíóið sem sagt alla íbúa þo'rpsins í sæti, en staðurinn er 1 örum vexti eins og Sigurður Óli Ólafsson drap á í ræðu sem hann flutti yfir gestunum: „Þegar ég kom hingað að Sel- fossi fyrir 17 árum voru hér aðeins þrjú eða fjögur hús en nú er hér á íjórða hundrað í- búar“, sagði hann. Samkomuhús þetta mun verða mjögð vinsælt, ekki aðr eins hjá þeim, sem á Selfossi búa, heldur einnig frá Eyrar- bakka og Stokkseyri og sveit- unum þar í kring. J. G.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.