Þjóðviljinn - 24.05.1944, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 24.05.1944, Blaðsíða 7
Miðvikudagur 24. maí 1944. >J0®VÍLJINN 7 Phyllis Bentley KARTAFLAN OG KRAKKARNIR HENNAR (Lauslega þýtt) Um haustið voru kartöflukrakkarnir orðnir svo stórir að mamma þeirra átti erfitt með að halda í þá. Hún var orðin svo þreytt, að hana langaði ekki til neins nema sofa. Og ekki hafði hún hugmynd um hvað börn- in voru orðin mörg. Einn góðan veðurdag varð albjart í kringum hana og einhver hrópaði: „Komið þið og sjáið! Hér er kartafla, sem á sjálfsagt hundrað börn“. Svo mörg voru þau reyndar ekki. En kartöflumóðirin hafði gaman af þessu, og hún var svo ánægð með börnin sín, að hún varð bráðkvödd af kæti. ARFUR Halvor Floden: SKÓLABÖRN Skólabörnin áttu að fá að fara í skemmtiferð til bæj- arins. Ferðin var ókeypis, því að peningunum hafði ver- ið safnað með frjálsum samskotum í sveitinni. Þess- vegría gátu öll börnin fengið að fara. Gunnar varð svo glaður, þegar hann heyrði þetta, að'ríann hljóp stytztu leið heim, berfættur yfir móann, [til þess að geta sagt mömmu sinni þetta sem fyrst. Hann hruflaði íæturna, svo að blæddi. En hvað gerði það? Hann átti að fá að fara með! „Mamma, það kostar ekkert — ekki nokkurn skap- aðan hlut — sagði kennarinn," kallaði Gunnar. „Nú, sagði hann það? En þú þarft þó skó, og eitthvað kosta þeir.“ ‘s „Geturðu ekki lánað mér skóna þína, mamma? Það gerir ekkert, þó að þeir séu heldur stórir.“ „En buxurnar þínar, góði? Þetta eru engar spari- buxur.“ Gunnar varð ofurlítið voteygður. Var mömmu það alvara, að hann ætti ekki að fá að fara, þegar allir aðrir krakkar fóru? Ifíittog I kristnu landshlutunum á Filippseyjum hafa íbúarnir þann sið að lemja sig með svip- um vissa daga ársins, og þeir, sem það gera, ganga í „píslar- bræðra“söfnuð, sem fer ótt vax andi. Er sérstaklega einn smá- bær kunnur fyrir þessa hreyf- ingu, því að þar er ’svo að segja hver maður í píslarsöfnuðinum. Pyndingarnar standa yfir í tvo daga. Fyrri daginn koma menn saman, vefja sig þétt með snær um, liggja hálfnaktir í sólarhit- anum og fasta allan daginn. Seinni daginn mætast þeir aft- ur, hver með sína reyrsvipu, og lemja sjálfan sig miskunn- arlaust. Eftir það fara þeir í skrúðgöngu um bæinn og hlýða messu. Þá er athöfninni lokið og menn þvo sér og láta binda um sár sín. Allir taka þátt í þessu af frjálsum vilja og ótil- neyddir — en oft í þakklætis- skyni fyrir einhverja heppni, sem þeim hefur hlotnast. PEjI lA í Texas og New-Mexiko í Bandaríkjunum eru enn tii sjálfkvalarar af þessu tagi. ★ Fyrir nokkrum árum var stofnað félag í Illinois í Banda- ríkjunum í þeim tilgangi að senda leiðangur til að leita að örkinni hans Nóa. En þess er ekki getið, hvort menn hafi fengizt til ferðarinnar. Efnaður bóndi 1 Sviss hafði átt í málaferlum við nágranna sinn í fjörutíu ár út af landa- merkjum. Honum þótti sárt að deyja áður en málið yrði út- kljáð og kenndi málafærslu- manni sínum um hve seint gekk.’ Þegar bóndi var orðinn sjötugur var honum farið að leiðast þófið. Hann fór sjálf- ur að læra lögfræði, lauk því sómasamlega og vann málið áður en hann dó. Ilann varð óumræðilega hrygg- ur, þegar barnið veiktist og því fór að hnigna. Það' veslaðist upp og dó. Hann gat ekki gleymt þján- ingarsvipnum á andliti barnsins og augum þess, áður en þau brustu. Hann varð önugur í viðmóti, bæði viðBessy ogverkamennina. Honum fannst lífið leiðinlegt og lítilsvirði. Það var varla að hann gæti glaðst, þegar Bessy sagði honum, að hún væri barns , hafandi í annað sinn. Þegar fæðingin nálgaðist fór þó svo, að hann gat ekki annað en hlakkað til að verða aftur faðir. Bessy eignaðist stúlku og Will varð glaður við. Hjónin urðu nú mjög samrýmd En ekki leið á löngu áður en barn- ið veiktist og dó. Þetta varð til óánægju á milli hjónanna og lá við að þau kenndu hvort öðru um vanheilsu barnanna. Will ásakaði hana fyrir að hún vanrækti börnin og skildi ekkert í sjálfum sér, að hafa ekki hugsað nánar út í það, að Bessy var ein lifandi af stór- um systkinahópi. í þetta sinn lét Will skapsmuni sína bitna á vesalings frú Brigg, sem var orðin gömul og heilsulítil. Þriðja barnið fæddist, hraust j og vel skapað eins og hin. En það tærðist upp á skömmum tíma og var grafið hjá systkin- um sínum í Marthwaite-kirkju- garði. Will hafði enga stjórn á skapi sínu framar. Hann jós yfir konu sína ómaklegum ásökunum og brigslaði henni um, að hún gæti ekki eignast heilbrigð börn. Bessy var alltaf vongóð og trúði ekki öðru en hún ætti eft- ir að eignast heilbrigt barn, sem hún þyrfti ekki að horfa á eftir ofan í gröfina. En Will hafði varpað frá sér allri von og hugs aði ekki um annað en verksmiðj una. Syke Mill tók stöðugum fram förum. Will hafði fyrir löngu endurgreitt Brigg þá upphæð, sem hann hafði íengið lánaða hjá honum, og nú keypti hann stórt landsvæði við Irefljótið — í kringum verksmiðjuna. Hann keypti þetta land af Stancliff friðdómara og vinátta þeirra I hélst enn. Þarna reisti Will j hvert stórhýsið á fætur öðru og verksmiðjan var orðin mjög fullkomin Frú Brigg dó skyndilega og það tók Brigg gamli svo nærri sér, að hann hrömaði dag frá degi og var allt í einu orðinn gamalmenni. Will varð því að sjá um að reka verkstæði hans, en það tafði hann mikið að þurfa að vera öðru hvoru á ferð inni þangað. Bessy fór þangað daglega til að líta eftir föður sínum í einstæðingsskap hans. En nú átti hún ekki hægt með það lengur, því að hún geklc með fjórða barn sitt. Brigg gamli var farinn að drekka mik ið og var ekki annað líklegra en það gerði hann að aumingja innan skamms, ef að hann yrði látinn vera áfram heima. Will ákvað því að leggja niður verkstæðið á Bin Royd og taka Brigg heim til sín Við höfum nóg húsrými", sagði hann hæðnislega við Bessv. Hún fór að gráta og vissi að hann átti við, að heimilið væri bamlaust. Viðskiptavinir Briggs komu nú til Will og hann varð að reisa eitt verksmiðjuhús enn. Hann setti þangað nýjar vél- ar og yfirleitt var nýtízku út- búnaður í verksmiðju hans Það leið ekki á löngu áður en hann hafði á annað hundrað verka- menn. Hver ný vél gerði vinn- una léttari ogeinfaldari. Þvívar hann farinn að láta fleiri og fleiri böm vinna í verksmiðj- unni. Hingað til hafði verksmiðjari verið rekin með vatnsafli, en tvö undanfarin sumur höfðu verið þurrkasöm og þá hafði Will oft dottið í hug, að hann yrði að fara að nota gufuafl. Nú, þegar hann hafði tekið framleiðslu Briggs að sér, sá hann ser ekki fært að draga þetta lengur og festi kaup á „Boulton og Watt“ gufuvél, hjá firma einu í Birmingham. Um betta leyti fæddi Bessy fjórða barn sitt. Það var dreng- ur og var honum gefið nafnið: William Brigg Oldroyd. Will veitti drengnum enga eftirtekt. Hann sat ekki við vögguna eins og hannhafði einu sinni gert í sælum draumi og leikið sér að að láta litlar hend- ur kreista fingur sína. Hann hlustaði heldur ekki á það með hrifningu, þegar hjal barnsins fór að breytast í orð. Hann forð aðist drenginn. Enda var hann fyrstu vikurnar svo magur og veiklulegur, að Will efaðist ekki um að hann færi sömu leið og systkini hans. kom niður á steingarðinn og mölbraut hann. Bessy var stödd við glugga á efri hæð í húsinu og sá þá lífs- hættu, sem Will með naumind- um slapp frá. Hún fékk tauga- áfall og mjólkin hætti að falla til brjóstanna. Hún varð að venja Brigg litla af. Upp frá því fór drengurinn að dafna vel. Hann stækkaði og -fitnaði með hverjum degi, sem leið, og var áður en varði orð- inn stærðar strákur. Hann hafði svo hátt, að heyrðist um allt húsið. Það var greinilegt, að þessi drengur ætlaði sér ekki að leggjast út af og deyja, eins og systkini hans. Will undraðist þetta, og sagði við konu sína að hann áliti að þetta væru duttlungar náttúr- unnar, en ekki því að þakka, að hún hefði annast barnið svo vel. Og loksins fór hann að veita drengnum eftirtekt. En þá var drengurinn ekkert ungbarn lengur. Hann var orð- inn fleygur og fær um allt og mikill fyrir sér. Faðir hanshafði misst aí því að fvlgjast með fyrstu framförum hans, sem allir foreldrar hafa mest yndi af. Þessvegna vantaði alltaf eitt hvað í föðurgleði Wills gagn- vart þessum dreng. Og hann fann það sjálfur. Þar að auki gramdist. honum það, að Brigg litli var dökk- hærður og móeygur. Hann líkt- ist móðurætt sinni. Það eina, sem þekktist úr föðurættinni var æðin á enninu sem þrútn- aði, þegar hann reiddist, alveg eins og á afa hans. En Brigg var sjaidan reiður. Hann var sérstaklega fjörugur og glað- lyndur og gat aldrei verið kyrr. Enda fór hann margar hrakfar- ir: Hann datt í lækinn, klifraði upp í trén og datt, brenndi sig í eldhúsinu, labbaði upp á heiði og var burtu allan daginn.'Um kvöldið kom hann aftur hlæj- andi og berjablár út að evrum. Þá hafði fjöldi manns verið að leita að honum allan daginn. Will fann að þetta var dugn- Þá kom óvæntur atburður fyr aðar snáði og hann kenndi hon- ir, sem varð til þess, að Bessy varð að hætta að hafa drenginn á briósti. Gufuvélin frá Birmingham var komin og lokið við að ganga frá henni í verksmiðjunni. Og hans og dökk, tindrandi augu. einn góðan veðurdag kom gufu- 'Hann varð að viðurkenna, að um fljótlega að fara með vél- arnar „Komdu hingað, karl minn,“ kallaði hann. Og dreng- urinn Kom hlaupandi. Will horfði á svartan hrokkinkoil ketillinn. Enoch Smith hafði smíðað hann. Ketillinn var flutt ur á vagni, sem sex hestar drógu. Þegar vagninn fór inn um garðshliðið rakst hann á og hallaðist, svo að járnmöndull- inn valc niður af ækinu. Það munaði ekki nema fáeinum þumlungum, að Will yrði fyrir honum, og það hefði orðið þungt högg, því að möndullinn þetta var fallegur drengur þó að hann væri ekki líkur í föður- ættina, og klappaði á kollinn á honum. Jú, víst þótti honum vænt um drenginn, — en á hóf- legan og skynsamlegan hátt. Heimilislífið var komið í fastar skorður. Það var rólegt og tilbreytingalítið. Bessy unni manni sínum meira en hann henni. En í rauninni var hann

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.