Þjóðviljinn - 24.05.1944, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 24.05.1944, Blaðsíða 8
l Mm^ OrWginni Kvikmyntí af lýðveldiskosnirigunum Næturlæknir er í læknavarðstof- unni í Austurbæjarskólanum, sími 5030. Næturakstur: Litla bílstöðin sími 1380. Útvarpið í dag: 19.25 Hljómplötur: Óperusöngvar. 20.30 Útvarpssagan: Smásaga eftir Johan Falkberget (Helgi Hjörvar). 21.00 Hljómplötur: íslenzkir ein- söngvarar og kórar. 21.15 Erindi (Thorolf Smith blaða- maður). 21.35 Hljómplötur: Stenka Rasin eftir Glasunow. Dregið var í happdrætti Húsbygg ingarsjóðs Verkalýðsfélags Dalvíkur 10. apr. s. 1. Þessi númer hlutu vinn inga: Nr. 1366: Gólfteppi, 2010: ljósakróna, 1415: armbandsúr 19087: málverk, 19306: Kartöflur, 4537: peningar 300,00 kr., 12687: pening- ar kr. 300.00, 9511: peningar kr. 200.00, 6248: peningar kr. 200.00, 11069: peningar kr. 100.00, 9520: peningar kr. 100.00. Handbækur alþýðu. Fulltrúaráð verkalýðsfélaganna í Reykjavík hef ur gefið út tvær handbækur, sem allri alþýðu eru mjög nauðsynlegar. Fyrri bókin heitir Orlof, og hefur hún að geyma lög og reglugerð um orlof ásamt skýringum. Verð kr. 2.00. Seinni bókin er Vinnubók, sem ætluð er til þess að færa í vinnu- stundafjölda og kaupgjald. Mjög auðsynleg bók fyrir þá, sem tíma- vinnu stunda. Bókin kostar 3 krón- ur, og er henni ætlað að duga eitt ár. Bækur þessar fást í skrifstofu Fulltrúaráðsins, Hverfisgötu 21, skrifstofum verkalýðsfélaganna og í bókaverzlunum. Niels Ebbesen, hið fræga leikrit Kai Munks, er komið út á íslenzku í þýðingu Jóns Eyþórssonar. Útgef- andi er félagið „Frie Danske í Is- land". Úrval, 3. árg. nr. 2., er nýkomið út, og flytur að vanda margar skemmtilegar og fróðlegar greinar. Meðal þeirra eru Heimkoman, Með steinskipi yfir Atlanzthaf, Fr'æðsla í kynferðismálum, Tito marskálkur (áreiðanlegri heimildir um Tito er hægt að fá í bók Júgóslavans Louis Adamic: My native land; þessi grein er tekin úr enska íhaldsblaðinu Observer), Villiminnkurinn, Ævin- týri með olíulitum, Fjárglæfrar sænska eldspýtnakóngsins, Blóðrann sóknir, Indó-evrópsk tungumál. Nýj- ungar í vísindum, Hellisbúar, „Skipbrot" á Grænlandsjökli, Ævin- týri læknisins, Bölvunin sem fylgdi Bátsöngnum, þróun skynfæranna, Frjósemi jarðvegsins, Rússnesk veðr átta, Hara-kiri. Heftið flytur auk þess útdrátt úr bók um Edgar Wall- ace, eftir Margaret Lane. Nemendur Handíðaskólans. Allir sem verið hafa nemendur skólans og ekki hafa sótt muni sína eða v teikningar, eru beðnir að vitja þessa í skólann í dag eða á morg- un kl. 5—6 síðd. HVITASUNNUFERÐ Enn er tækifæri að kaupa far- miða til Geysis. Þeir eru seldir á Skólavörðustíg 19. Lagt verður af stað stundvíslega kl. 5 frá Skóla- vörðustíg: 19, og komið aftur í bæ- inn á annan í hvítasunau. Búið verður í leikfimihúsi íþrótta skólans í Haukadal, upphituðum með hveravatni. Við húsvegginn er þægilega heit sundlaug. Geysir gýs og á kvöldia verður dans og annar gleðskapur. 5'erðaaefndin. Tæknin og hraðinn eykst alls staðar í heiminum, einnig hér á íslandi. Lýðveldiskosningarnar hafa staðið yfir í 4 daga. f gær sýndi Óskar Gíslason ljósmyndari blaðamönnum kvikmynd af lýðveld- iskosningunum, sem hann hafði tekið fyrir tveim dögum, eða á öðrum degi kosninganna. Kvikmynd þessi, sem er tekin á mjófilmu, mun á sínum tíma þykja mei'kilegt plagg í íslandssögunni. Þessi mynd er ekki löng — sýning hennar tekur ekki nema örfaar mínútur, en hún varðveitir frá gleymsku nokkrar augnabliks- myndir úr lífi þjóðarinnar þegar borgarar Reykjavíkur greiddu at- kvæði um helgasta mál þjóðarinn- ar: — lýðveldisstofnun á Islandi. Þessi mynd ert aðeins einn kafli úr heildarmynd sem Óskar Gísla- son ljósmyndari hefur í hyggju að taka í sambandi við lýðveldis- stofnunina. Þegar þar að kemur mun hann ætla sér að taka kvik- mynd á Þingvöllum 17. júní og þegar hátiðahöldin 17. og 18. júní eru afstaðin mun hann væntan- lega gefa almenningi kost á að sjá þáj mynd er hann hefur tekið áf því sem fram fór. Á undan myndinni af lýðveldis- kpsningunum sýndi Óskar aðra mynd, sem hann hafði tekið af útifundinum sem æskulýðsfélógin héldu við Austurvöll um lýðveldis- 'málið. Það er alveg nýtt hér á landi, að kvikmynd, sem tekin er af at- burðum er gerast að morgni dags, sé tilbúin til sýningar að kvöldi þess sama dags eða daginn eftir — en þannig verður það í fram- tiðinni. Hestamannafélagið Fákur bauð blaðamönnum í gær að skoða hest- hús sem félagið hefur í Tungu fyr- ir hesta félagsmanna sinna. Var húsið fyrst tekið í notkun á s.l. hausti, en áður voru Fáksmenn margir í vandræðum með hús fyrir hesta sína. Bærinn keypti útihúsin í Tungu á s.l. ári og leigði Fák þau til 5 ára, en félagið lét endur- bæta þau og er þar nú rúm fyrir 36 hesta, en alls munu vera í bæn- um um 250 hestar. Hafa Fáks- menn í hyggju að koma upp húsi yfir 150 hesta, auk þeirra sem nú er rúm fyrir í Tungu. — Stjórnendur Fáks luku miklu lofsorði á Ingólf Guðmundsson ráðsmann sinn fyrir góða hirðingu á hestum félags- manna, enda hefur þessi hesthús- rekstur félagsins orðið vinsæll. Núverandi skeiðvöllur félagsins er gamall ög úr sér g'enginn og er félaginu ætlaður nýr skeiðvöllur í sambandi við íþróttasvæðið í Laugadalnum. Fáksmenn hafa i hyggju að fara ríðandi til Þingvalla 17. júní n.k. í stjórn Fáks eru nú Björn Gunnlaugsosn form., Olgeir Vil- hjálmsson ritari, Óli M. ísaksson gjaldkeri og meðstjórnendur Sig- urður Gíslason og-Birgir Kristjáns- son. í nefndinni, sem aðaifundur félagsins, 5. maí s.l., kaus til þess að undirbúa stofnun landssam- bands hestamannafélaganna, eru þessir menn: Bjarni Eggertsson, Einar E. Sæmundsen og Gunnar í Bjarnason. Auðvitað var drukkin hestaskál og Einar E. Sæmundsen lét heyra margar af sínum snjöllu hestavís- um, sem því miður er ekki rúm fyrir hér, þó skulu tvær teknar með, sú fyrri ort á skírdag s.l.i smgar gurdðrdisir (Hello Beautiful). Amerísk gaman- og músík- [mynd. GEORGE MURPHY, ' ANN SHIRLEY, CAROLE LANDIS, BENNNY GOODMAN |og hljómsveit hans. DENNIS DAY útvarps- [songvari. Sýnd kl. 5, 1 og 9. MUNIÖ Kaffisöluna Hafiiarstræti 16 VorðuriRD vi.ð Rín („Watch on the Rhine") Mikilfengleg stórmynd. Aðalhlutverk: Bette Davies, Paul Lukas. Bönnuð börnum yngri en 12 ára. Sýnd kl. 6,30 og 9. Kappreiðar Fáks á annait í nvítasunnu Kappreiðar Hestamannafélagsins Fáks fara frani á annan í Hvíta- sunnu. Félagið var stofnað 1922 og hefur haldið 50—60 kappreiðar og greitt um 40 þús. kr. í verðlaun. Félagið hefur nú ákveðið að gangast fyrir stofnun landssambands hestamannafélaga á landinu, en þau eru nú 12. Eftir vetrar veðrin stinn, vorsins fann ég blæinn. Góður er hann Gráni þinn, guðsást fyrir daginn. Hin síðari, ort á stundinni fyrir tilmæli blaðamannanna er þannig: Þó að Olgeir veiti vel völdum hestaglönnum, vísuna ég sjálfur sel svona blaðamönnum. Lýðveldiskosniogar Framh. af 1. síðu. S-Múlasýsla: 99.1%. N.-Múlasýsla 98.8%. Austur Skaftafellssýsla 98.0% Vestur-Skaftafellssýsla 100%. Vestmannaeyjakaupstaður: 1965 af 1985, 99.0%-• Rangárvallasýsla: 99.9%. Árnessýsla: 2988 af 3002 99.5%. Gullbringu- og Kjósarsýsla: 3294 af 3312 99,5%. Hafnarfjarðarkaupstaður: 2285 af 2318, 98.7%. Keykjavík: 96"%. AUt landið: 97.3%. þurfa að vera komnar í afgreiðslu Þjöðviljans fyr ir kl. 7 deginum áður era þær eiga að birtast f btað irau. MÓÐVIL.TIMN. <í-»-*<í«liJu«0*»»<I*ft *<*••«*¦••«••• »«?»•«*•••« Rithöfundur sem leyni- lögreglumaður (Over my Dead Body). MILTON BERLE MARY HUGES Sýnd kl. 5 Bönnuð börnum yngri en 12. BBB8B63II Hlll' IHII—H llll.ll Öllum þeim mörgu vinum, ættingjum og kunningjum nær og fjær, sem heiðruðu mig með heimsóknum, gjöfum og Reillaóskum á sextugsafmæli mínu, þ. 14. maí s. 1., votta ég mitt innilegasta þakklæti. Guð blessi ykkur öll! Sigdór V. Brekkan Norðfirði. •••*••••* 4« •••>«« fft«tftt*«ftWlMN»M»#MMMN E F rúða brotnar hjá yður þurfið þér aðeins að hringja í síma 4160. Höfúm rúðugler af öllum gerðum og menn til að annast ísetningu. VERZLUNIN BKYNJA Sími 4160. TIL M' 9 f uieii nesiii Áki Jakobsson héraðsdóms lögmaður og Jakob J. Jakobsson Skrifstofa Lækjargötu 10 B. Málfærsla — Innheimta Reikningshald — Endurskoðuit Hverfisgötu 74. Sími 1447. Allskonar húsgagnamálun og skiltagerð. Sl til íslerJinga í Noregi Eins og áður hefur verið skýrt frá gaf norskur maður, Gunnar Frederiksen konsúll í Noregi fyrir nokkru 2000 krón- ur (norskar) til styrktar í'slend ingum í Noregi. Upphæð þessári hefur nú verið skipt jafnt á milli 10 ís- lendinga og eru þeir þessir: Stúdentarnir Tryggvi Jó- hannsson, Jón Jónsson, Rögn- valdur Þorláksson, Hallgrímur Björnsson, Baldur Bjarnason, Hólmfríður Jónsdóttir Sæhle, í ennfremur Óskar Sveinsson garðyrkjumaður, Sigurlaug Jón asdóttir matreiðslukona, Jó- hann Guðjónsson og Þóroddur Þóroddsson. Gunnar Frederiksen konsúll hefur tvisvar áður gefið jafn- háa upphæð til styrktar íslend ingum í Noregi. VINNU- OG SKEMMTIFERÐ sjálfboðaliða verður farin um, hvítasunnuna austur í land fé- lagsins til að vinna að lagn ingu ca. 150 metra langs vegar. Lagt verður af stað á laugar- dag. Ferðir fríar. Þátttakendur hafi með sér mat, svefnpoka eða teppi og tjöld, ef hægt er, ennfremur vinnuföt. Félagsmenn eru beðnir að hafa með sér skóflu og haka og hjólbörur, ef þess er kostur. , Þeir félagsmenn, sem vilja taka þátt í ferðinni, eru beðn- ir að tilkynna þátttöku sína á skrifstofu félagsins eigi síðar en n. k. fimmtudagskvöld. Nefndin.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.