Þjóðviljinn - 15.06.1944, Page 3

Þjóðviljinn - 15.06.1944, Page 3
Fimmtudagur 15. júní 1944. ÞJÖÐVILJINN Slóð Gamla sáttmála r* Þá er loks þar komið, að Al- þingi og íslenzka þjóðin .hafa slitið í tætlur það plagg, svo- nefndan Gamla sáttmála. sem nokkrir forfeður vorir undirrit- uðu fyrir 680 árum. Eg tel rétt, að við stöldrum enn við andar- tak og hugleiðum afleiðingar þeirrar undirskriftar. Gamli sáttmáli er að vissu leyti mjög sakleysislegt plagg, stuttur, skýr og óbrotinn persónulegur samningur við konung nánustu frændþjóðar okkar. Fljótt.á lit- ið gæti virzt í þessum samn ingi, að erlendi þjóðhöfðing- inn taki að sér flestar skyldurn- ar, en íslendingar tryggi sér réttindi og fríðindi. Svo er og víst, að Kinir ólánsömu forfeð- ur okkar hafa ætlað sér að búa sem bezt um hnútana og gefa útlenda kónginum sem minnsc ítök hér á landi. Við höfum jafnvel verið þakklátir þeim, að þjeir skyldu þó, eftir ástæðum, húa samninginn ekki verr úr garði. í ýmsum greinum hans höfum við átt fasta stoð í sjálf- stæðisbaráttu okl&rt En mikil ■óbætanleg afglöp og,-ég verð að nota rétt orð, mikinn þjóðar- glæp frömdu forfeðuc okkar með gerð þessa sáttmála. Trygg- ingarnar, sem þeir áskildu sér, voru hégómleg atriði hjá því, að þeir sóru erlenduni konungi hollustueið, seldu af hendi sjálfstæði þjóðarinnar fyrir sig ■ og niðja sína. Undirskrift þess- ara manna, svo fljótgerð, svo afsakanleg og meinlaus sem hún gat virzt, hefur kostað ís- lenzku þjóðina, í fullar tuttugu kynslóðir, meira og voðalegra >en nokkur orð fá lýst eða nokk- nr nútíðar íslendingur sé fær um að gera séi í hugarlund. Hve nærri lá, að þessi auðhrip- aða undirskrift, hið sakieysis- lega plagg, hinn tryggilega gerði sáttmáli, kostaði alla íslenzku þjóðina lífið, píndi úr henni líf- ið kynslóð fram af kynslóð, þús undum og tugum þúsunda á öld. Við eigum engan mælikvarða, ■er við getum metið með þær kvalir sem þjóðin varð að þola, kynslóð eftir kynsloð, af völd- um þessarar undirskriftar. Hversu auðhlaupið yfir ann- .ála fyrri alda, þar sem viðburð- ir ársins eru skornir niður í •fvær til þrjár setningar. En hví- líkar staðreyndir, ef við værum færir um, þyrðum eða þyldum, að skynja, þó ekki væri.nema brot af innihaldi þeirra1)- Í Skarðsannál segir um árið 1603: Mannfall af fátæku fólki um allt ísland af harðindum og sulti. Gekk og blóðsótt, dó og mannfólkið af henni mörgum ') Lesið nýútkomna bók, sem Björn Sigfússon hefur tekið saman: Neistar úr þúsund ára lífsbaráttu íslenzkrar alþýðu. - tugum saman í hverri kirkju- sókn. Eyddust bæir. Fiskileysi. Danskir í allar hafnir, ekki haldið kóngsbréf. Misgreining- ur með kaupmönnum og ís- lendingum“. Um næsta ár á eftir, 1604, segir: .... féllu í Hegranesþingi átta hundruð manna. Það var bæði yfirferð- arfólk og fátækir bamamenn, sem inni lágu. Svo hafa menn reiknað, að um allt ísland hafi á þessum þremur árum fallið níu þúsund manna“. Á þremur árum fallið níu þúsund manna! Stutt og laggóð setning, auð- lærð. En ef við færum að skynja í djúp hennar, leysa töl- una, níu þúsund, upp í eining- ar, mannf jöldann upp í einstakl- inga, og reyndum að gera okk- ur grein fyrir örlögum hvers þessa einstaklings. hefðum í- myndunarafl til að sjá að þetta eru menn með lífi og blóði og tilfinningum og kynnum að setja okkur í þeirra spor, mikill ógnarferill er þá þessi eina setning. Hinar níu þúsundir ís- lendinga, sem féllu úr skorti á fyrstu þrem árum einokunar- innar; það hefur a. m. k. verið níundi hver maður á landinu, svo hart leikinn, að harðindin og sulturinn unnu bug á honum. Hve traustlega höfðu þó forfeð- ur okkar búið um hnútana í Gamla sáttmála, er þeir tóku í 4. gr. hans það loforð af erlend- um þjóðhöfðingja, „að sex haf- skip'gangi á hverju ári til lands ins forfallalaust“. • Eg gríp niður í annálana réttri öld síðar. Við árið 1700 segír í Grímsstaðaannál: „Þjófn- aðaröldin í mesta máta. Tveir voru hengdir nálægt Þingeyr- um, þriðji á Suðumesjum, fjórði á alþingi... Á þessum tveim árum fyrirfarandi hef ég séð skrifað, að dáið hafi í Tré- kyllisvík meira en 120 mann- eskjur bæði i hor, hungri og sótt“. Við árið 1702 segir: Rán og þjófnaðir um allar sveitir. Þjófana var verið að hýða og marka. Einn var hengdur í Borgarfirði, en þrír í Gullbringu sýslu.... Sagt var, að kóngur- inn hefði hér innsent með Christian Muller fátækum 600 rd. Var mælt, að fátækir mundu hafa þess lítil not, utan á Suð- urnesjum væru útlenzkum be- talaðar nokkrar skuldir fyrir þá, sem ekki gátu betalað ... Þjófur var hengdur fyrir norð- an, annar á alþingi, margir hýddir og markaðir í vel flest- um sveitum“. Og nokkrum lín- um síðar í annálnum er þessi yfirlætislausa málsgrein: „Mað- ur týndi sér í Hraunhrepp, hét Þorsteinn, fannst dauður í læk nokltrum, setti fyrir sig efna- skort og bágindi sín“. Og af- leiðingin sex árum síðar, 1708, hin skæða drepsótt. Grímsstaða- annáll segir: „Almennilega var mælt ár þetta, að saman hefði reiknað verið það fólk, sem dá- ið hefði, bæði úr bólunni og svo landfarsótt þessi ár, hefði verið nær 19 þúsundir“, eða þriðjungur þjóðarinnar. Og hátt í öld síðar, í Móðuharðindunum, fellur enn fimmtungur þjóðar- innar, á 19. öld er enn mann- fall íslendinga hlutfallslega meira en í nokkurri styrjöld. Mann hryllir við að lesa sögu Timur, grimmdarhöfðingj- ans í Samarkand á 14. öld. Á- nægja hans var að reisa pýra- mida úr hauskúpum. Hann íót um lönd og borgir myrðandi og eyðandi. Hve ósambærilegur verknaður þessa vitfirrings frið samlegri undirskrift smáplaggs eins og Gamla sáttmála. En hver er munur á afleiðirigu? Hver er slóð Gamla sáttmála gegnum aldir íslandssögunnar? Kestir af horföllnum íslending- um, pýramidar af hauskúpum. Við lesum sögur af því, að norrænir menn hafi haft að leik að henda börn á spjótsoddum. Við fáumst varla til að trúa slíkum frásögum. Hve ólík og fágaðri athöfn að setja nafn sitt undir skjal sem afhendist .þjóðhöfðingja í öðru landi. En afleiðingarík getur sú athöfn verið, og grár leikur. Með hryll- ingi lesum við skýrslur af barna dauða á í slandi á fyrri öldum. Jón Hjaltalín segir í Nýjum fé- lagsritum 1853: „Þegar allt er lagt saman, þá nær fólk hjá oss ekki tvítugs aldri að öllum jafnaði, og af hverjum 1000 fæddum bömum hafa aðeins rúm fimm hundmð von um að ná fermingaraldrinum, þar sem lík tala í öðrum löndum hefur, að öllum jafnaði, von um að ná fertugasta og jafnvel fimm- tugasta aldursári". Hve fjarri mun því, að forfeður okkar hafi órað fyrir þeim afleiðingum, sem undirskrift þeirra undir Gamla sáttmála átti eftir að hafa. Getum við hugsað okkur, að þeir hefðu samþykkt hann nokkru sinni, ef þeir hefðu get- að séð afleiðingar hans fyrir? Eg er ekki að rifja þetta upp til að sverta minningu manna, sem eru löngu liðnir. Við erum ekki svo fávísir að ætla, að við getum hefnzt á neinum fyrir, sem orðið er. En mikið vildi ég geta brennt það inn í vit- und þeirrar kynslóðar er nú loks auðnast að afmá Gamla sáttmála, hve ósegjanlegar af- leiðingar hans urðu, svo að henni mætti skiljast, og léti þann skilning ganga í arf til næstu kynslóða, að sáttmála sem þann má aldrei gera, Sá voði má aldrei henda aftur nokkra kynslóð, er þetta land byggir, að hún selji af höndum sjálfstæði landsins, og enginn fulltrúi íslendinga hefur nokk- urn rétt, og getur aldrei öðl- azt neinn rétt til að kaupslaga með líf og örlög óborinna kyn- slóða. Hann getur gengið út og myrt samlanda sína, tekið upp þann leik að henda börn á spjótsoddum. Þá sjá allir og skilja verk hans. En gangi hann að samningaborði til að undir- rita plagg, þar sem hann afsalar Verðandi verkalýðssKðld? Viðtal við Úskar Aðalstein Guðjónsson Árið 1939 kom út á ísafirði skáldsaga eftir ungan óþekktan höfund, Óskar Aðalstein Guðjónsson. Síðar kom út önnur saga eftir þenna sama höfund. Slíkt er ekkert nýmæli hér á landi, að ungir óþekktir höf- undar sendi frá sér skáldsögur, en það sem einkenndi sögur Ósk- ars Aðalsteins Guðjónssonar var efnisval hans: líf alþýðunnar í sjávarþorpi. — Allmargir spurðu, eftir lestur bóka hans: Er þarna verðandi verklýðsskáld á ferðinni? áttudegi verkalýðsins, 1. maí 1919. — Eg vil skrifa um líf alþýð- únnar, baráttu hennar og þraut-- seigju, lífsvilja hennar, sem þrátt fyrir hin erfiðustu kjör gefst aldrei upp, rís upp eftir hvern ósigur, heldur áfram að vera til, berjast, sækja fram á ný, sa^ði hann. —- Hvenær byrjaðir þú að skrifa? -— Eg hef alltaf verið krotandi síðan ég var smástrákur, en það sem ég skrifaði þá brenndi ég vit' anlega og stakk undir stól. — Þú hefur alltaf valið þér sömu verkefni? — Já. Fyrsta bókin, Ljósið í kotinu (sem ég hálf sé þó eftir að hafa birt) er saga um hugsjónir, sem ekki verða virkar, drauma, sem enn ekki hafa fengið fast form. í næstu sögu, Grjót og gróður, hafa samtok verkamanna komið til sög- unnar. — Og næsta bók? — Hún heitir Húsið í hvamm- inum. Hún verður 20 arkir í Skírn- isbroti og kemur út á ísafirði í haust. Hún gerist á síðustu árum — stríðsárunum — og segir frá fólki í sjávarþorpi. Og þegar ég spyr Óskar Aðal- stein nánar um efni hennar verður hann blátt .áfram mælskur, en ' bannar mér jafnframt að skrifa | allt sem hann segir mér. En því ! sem hér fer á eftir má ég þó segja j frá. Aðalpersóna sögunnar er ung stúlka, Auður að nafni. Sagan hefst í sveit én flyzt þegar í kaupstað og segir frá lífi stúlkunnar í „eyr- arvinnu“ — „á reitnum“, ævintýr- um og baráttu. Og þar kemur að hún hefur fundið sinn „útvalda“ og þau fara sjálf að byggja sér hús — húsið í hvamminum — grafa grunn, bera möl -- steypa. Og svo heldur lífið áfram, stríðsgróði, „ástand“, stríðssiglingar — skip sem ekki kemur aftur —, en lífs- í barátta Auðar heldur áfram. Þetta er saga um fólkið sem lif- ir, þrátt fyrir allt, lífið í þorpi á þessum óvenjulegu umbrotatím- um. Óskar Aðalsteinn Guðjónsson Ég hitti Óskar Aðalstein á sunnudaginn var — hann er einn þeirra sem kominn er til þess að vera viðstaddur þegar endurheimt hins íslenzka lýð- veldis er lýst — og notaði tæki- færið til þess að spyrja hann um bækur hans, sjálfan hann og fyrirætlanir. Óskar Aðalsteinn er þrunginn lífsþrótti, fullur af áhugamál- um og fyrirætlunum, hann á enn framtíðina fyrir sér með óteljandi verkefnum — og hann gaf hin greiðustu svör. Óskar Aðalsteinn er sonur verkamanns í ísafirði, hefur al- izt upp við kjör verkamanna- barna, hefur sjálfur verið verka maður, þar til fyrir tveim árum að hann varð bókavörður við bókasafnið í ísafirði. Hann þekkir því af eigin sjón og reynd kjör þess fólks sem hann velur sér að verkefni að lýsa í sögum sínum. Þekkir hin hörðu miskunnarlausu kjör þess manns, sem á lífsframfæri sitt und.ir gróðahyggju og duttlungum atvinnurekenda. Það er því engin tilviljun að hann skuli einmitt sækja söguefni sín í hið mikla nægtabúr sögu- ofna úr lífi alþýðunnar í bæjun- um við sjóinn, — söguefni, sem hafa verið furðulega lítið notuð fram að þessu. Þeir sem alast upp í verkamannastétt hafa sjaldnast mikil tækifæri til ritstarfa, en það hefur Óskar Aðalsteinn ekki látið j á sig fá. — Ilann er fæddur á bar- fyrir hönd sína og niðja sinna réttindum lands og þjóðar, frem ur hann ódæði, sem kemur þyngra og þyngra niður á hverri kynslóð, og skapar sjálfum sér álög einskonar forynju, er held ur áfram að murka líf úr þjóð- inni, ekki í níu ættliði, heldur tvisvar sinnum níu ættliði. Þetta er sá lærdómur af Gamla sáttmála, sem íslending- ar mega aldrei gleyma. Kr. E. A. Fyrsta saga Óskars Aðalsteins, 1 Ljósið í kotinu, hafði öll einkenni byrjandans. Næsta sagan, Grjót og ! gróður, var einnig verk ófullmót- aðs höfundar, en var mikil fram- för og gerði það að verkum, að , næstu sögu hans verður beðið mcð eftirvæntingu (en þetta átti ekki j að verða ritdómur heldur viðtal) ! og allmargir bíða með óþreyju svarsins við spurningunni: Er hér á ferðinni höfundur, sem verður fyrsti landnemi í skáldsagna- gerð verkalýðsins í kaupstöðunum við sjóinn. Óskar Aðalsteinn mun und- Eramhald á 5. síðti. f.á

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.