Þjóðviljinn - 20.06.1944, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 20.06.1944, Blaðsíða 1
VILJINN 9. árgangur. Þriðjudagur 20. júní 1944. Sósíalistafélag Reykjavíkur heldur fund í kvöld kl. 8,30 að Skólavörðustíg 19. Sigfús Sigurhjartarson al- þingismaður flytur framsögu- 132. tölublað. ræðu um stjómmálaviðhorfið. Sveínn Björnsson kjörínn Syrsfí forsetí Islands Ejri myndimar: Frá þingjundinum aö Lögbergi. Alþingismenn rísa úr sœtum. Biskup jlytur rœðu. Neðst: Einar Olgeirsson jlytur rœðu Forseti íslands jlytur rœðu á Reykjavílcurhátíðinni 18. júni. (Vignir). Hátíðahöldin við stofnun lýðveldis á íslandi munu engum úr minni líða sem átti þeirri hamingju að fagna að taka þátt í þeim. Hámark hátíðarinnar var hinn sögulegi þingfundur 17. júní að Lögbergi á Þingvelli sem hófst kl. 1.55, þar sem lýst var gildistöku lýðveldisstjórnarskrárinnar og Sveinn Björnsson kjörinn fyrsti forseti fslands, en mannhafið umhverfis þingstað inn fagnaði lýðveldinu. ' * Forsætisráðherra setti hátíðina kl. 1.30 að Lögbergi, og áður en þingfundur hófst, flutti biskup íslands, hr. Sigurgeir Sigurðsson ræðu, en sálmar voru sungnir fyrir og eftir prédikun. Forseti sameinaðs Alþingis, Gísli Sveinsson, setti þingfundinn með þessum orðum: „Þá er fundur settur í sameinuðu Alþingi, að Lögbergi á Þingvelli við Öxará. Vegna þeirra merkilegu mála, er hér eiga að sæta fullnaðarmeðferð, hefur Alþingi í dag með stjórnskipulegum hætti verið flutt af sínum venjulega samkomu- stað í höfuðstað landsins til þessa fornhelga staðar, þar sem einatt áður dró til úr- slita í tilverumálum hinnar íslenzku þjóðar. Verkefni þessa fundar er tvíþætt, í samræmi við það, sem þegar hefur fullgert verið og lög standa nú til, og er samkvæmt dagskrá fundarins ákvarðað þannig: 1. lýst gildistöku stjórnarskrár lýðveldisins íslands, ásamt öðru er þeim þætti heyrir. 2. Kjörinn forseti íslands, er síðar vinnur eið að stjórnarskránni“. Var gengið til dagskrár og tekið fyrir fyrra málið á dagskránni. Forseti las þingsályktunina frá 16. júní um gildistöku lýðveldisstjórnarskrár- innar og bætti við þessum orðum: „SAMKVÆMT ÞVÍ SEM NÚ HEFUR GREINT VERIÐ, LÝSI EG YFIR ÞVÍ, AÐ STJÓRNARSKRÁ LÝÐVELDISINS ÍSLANDS ER GENG^N í GILDI“. Lýðveldisfáninn var dreginn að hún og eftir örstutta bið hófst klukknahring- in, klukkan var tvö, og er hljómurinn þagnaði varð djúp þögn, menn lutu höfði, snortnir hátíðleik og alvöru. Þegar þjóðsöngurinn rauf þögnina, er varað hafði eina mínútu, fundu menn að þeir höfðu lifað eina þeirra stunda þegar öll tilvera þjóðar- innar einbeitist, hugirnir samstillast í lotningu fyrir tímamótunum. Lýðveldi var end- urreist á íslandi. ÞAÐ SEM GERZT HAFÐI UM MORGUNINN Fyrsta hugsunin morguninn 17. júní hefur hjá flestum verið hin sama: Veðrið. En það hafði ekkert kraftaverk gerzt um nóttina, himininn þungbúinn og loftið þungt af regni. Þá að taka því. Hátíðanefndin hafði fullvissað þjóðina um að stofn- un lýðveldisins á> Þingvelli færi fram hvernig sem veðrið yrði þennan merkisdag. Og svo hlaut að verða. Fremur var fámennt á götum Reykjavíkur þennan laugar- dagsmorgun. Fánaprýdd borgin virtist nærri yfirgefin. Alþingismenn og gestir Al- þingis söfnuðust saman í Al- þingishúsinu og kl. 9 hófst virðu leg athöfn, þingmenn gengu fylktu liði úr þinghúsinu að styttu Jóns Sigurðssonar. For- seti sameinaðs þings lagði blóm sveig að styttunni og flutti stutta ræðu, en að henni lok- inni lék Lúðrasveit Reykjavík- ur þjóðsönginn. Frá athöfn þessari fóru ríkis- stjóri, ríkisstjórn og gestir að bílum og var ekið áleiðis til Þingvalla. Bílaröðin virtist Frh. á 4 síðu

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.