Þjóðviljinn - 20.06.1944, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 20.06.1944, Blaðsíða 2
2 ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 20. júní 1944. Árið 1918 gerðu fsland og Dan- mörk með sér sáttmála, sem fól í sér ákvæði um, að eftir árslok 1943 skyldi hvoru landanna um sig frjálst og heimilt að réttuin lögum að ákveða sjálft og eitt, hvort það samband landanna, sem | þá var um samið, skyldi halda áfram, eða því skyldi slitið. Þann- ig semja lýðfrjálsar þjóðir, sem j byggja á þeirri meginreglu, að hver fullvalda þjóð eigi að ráða öllum sínum málum sjálf qg ein, án í- hlutunar annara. Það eru fáar þjóðir í heiminum, sém eiga því láni að fagna að hafa ýms svo góð skilyrði til fullkomins sjálfstæðis, sem vér fslendingar. Land vort á ekki landamæri að neinu öðru ríki. Það er lukt hafi á alla vegu og því einangrað frá öðr- um þjóðum. Landið hefur í meira en 1000 ár verið byggt af fceinni samstæðri þjóð, án blöndunar ann- arra þjóðarbrota. Þjóðin talar og skrifar sína eigin tungu svo hreina, að hún er ef til vill eina þjóðin í heiminum, sem á engar mállýzk- ur. Vér eigum vora eigin sögu, þar sem skiptist á ljós og skuggi. Þessi saga sannar að oss hefur jafnan vegnað bezt er ljós frelsisins hefur mátt njóta sín, en miður ef skuggi erlendrar yfirdrottnunar hefur ráð ið. Þess vegna höfum vér jafnan trúað á undramátt frelsisins. Þess vegna eigum vér heima í hópi þeirra þjóða sem hafa sömu trú og hafa sýnt það svo áþreifanlega í hinum geigvænlegu átökum und- anfarin ár, hverju þær vilja fórna í baráttunni fyrir hugsjón frelsis- ins og fyrir lögskipuðu félagi þjóð- anna, með virðing fyrir rétti hverr- ar annarrar. Þess vegna hlýjar það oss um hjartaræturnar að svo marg ar þessara þjóða hafa sýnt oss vin- áttu og velvildarhug við þetta há- tíðlega.tækifæri er vér endurreis- um að fullu þjóðveldi íslands. Þær hafa margar mcð þjóðhöfðingja sína í broddi, að vel yfirveguðu ráði sýnt að það eru ekki orðin tóm að þær vilji byggja framtíð- arskipulág mannkynsins á þeim trausta grundvelli, að þá sé mál- um bezt skipað, er hver þjóð ræð- ur sjálf og ein öllum málum sín- um, enda sé ckki á neinn hátt gengið á rétt annarra. Þakklæti vort fyrir þessa af- stöðu þessara vinaþjóða vorra höf- um vér þegar látið í ljós. Vér get- um staðfest það með því að láta ekki á oss standa um að leggja fram vorn Jitla skerf til þess að hjálpa til að byggja upp öruggt framtíðarskipulag allra þjóða, það sem þær hafa gert að hugsjón sinni og fórnað svo miklu fyrir. Það á sín sögulegu rök, að það stjórnarform sem íslenzka þjóðin hefur nú kosið sér er lýðveldi og ekki konungdæmi. Vér höfum lot- ið konungum, en þeir hafa verið erlendir. Vér höfum aldrei átt ís- lenzkan konung, og því ekki átt kost á að mynda sögulega hefð um konung sem sjálfsagt einingar- merki þjóðarinnar. Það er lýð- veldisfyrirkomulagið sem minning- arnar um blómatíð íslenzkrar menningar er.u bundnar við. Þessar eru ástæðurnar fyrir á- kvörðun þings og stjórnar nú, en ekki það, að skipti vor við kon- ung eða sambandsþjóð vora hafi veitt efni til óánægju. Sambands- þjóðin hefur efnt samninginn héið- arlega og konungur hefur farið með konungsvaldið sem góðum þjóð- höfðingja sæmir. Samúð milli sam- bandslandanna hefur aukizt þau 25 ár cr sáttmálinn stóð. Vér hörmum það, að ytri tálm- anir, sem hvorugum aðila eru við- ráðanlegar, hafa aftrað því að við- ræður þæx-, sem sáttmálinn gerir ráð fyrir, gátu farið fram nú á und- an lýðveldisstofnuninni. Ég hygg að flestir eða allir íslendingar hefðu frekar kosið það, þótt niður- staðan væri fyrirfram ákveðin af vorri hálfu. Enda voru ályktanir Alþingis frá 17. maí 1941 birtar konungi og dönsku stjórninni rétta stjórnarleið á sínum tíma, þegar eftir að þær voru gerðar. Og með jxjóðaratkvæðagreiðslunni 20.—23. maí licfur raunverulega verið full- nægt í miklu meira mæli en sam- bandssáttmálinn gerði ráð fyrir, þeirri tjáningu þjóðarviljans, sem hlýtur að skoðast sem megin atrið- ið um form það fyrir fullnaðarslit- um á sambandinu, sem sambands- lögin ákveða. Af þessum ástæðum verða á- kvai'ðanir íslenzku þjóðarinnar um sambandsslit og lýðveldisstofn- un nú ekki sambæiúlegar við nein sambandsslit milli þjóða, þar sem skort ýiefur lagagrundvöll að al- þjóðarétti fyrir •slitunum. Einn af aðalleiðtogum frjálsra Dana komst svo að orði í bréfi til mín alveg nýlega, að liann hafi Jxá trú, að einS og árið 1918 varð til þess að bæta sambúðina milli landa okkar og þjóða, þannig muni einnig vcrða jxað sama um árið 1944. Að því vilji hann vinna. Ég er þess fullviss,' að flestir eða allir íslendingar beri líkar hugsanir í brjósti. Aðdáun vor fyrir hetjubar- áttu konungs og dönsku jxjóðar- baráttunnar nú styrkir vináttuþel vort til beggja. Vér erum noi’ræn jxjóð og höldnm áfram að vera jxað. Þess vegna eru vináttuyfirlýsingar liinna bræðrajxjóðanna norrænu oss sérstaklega kærkomnar. ★ Núverandi forsætisráðherra komst m. a. svo að orði í útvarps- erindi fyrir rúmum 3 misserum síðan: „Með lýðveldismyndun stíg- um vér engan veginn lokasporið í sjálfstæðismálinu. ‘Lolcasporið eig- um vér aldrei að stíga............. Sjálfstæðisbaráttan er í fullum gangi. Núverandi styrjöld og síð- ustu tímar hafa fengið oss ný og mikilvæg viðfangsefni í sjálfstæð- ismálinu, viðfangsefni, sem vér verðum að glíma við á komandi árum“. Eg hygg að flestir hugs- andi menn á Islandi muni viður- kenna jxau sannindi, sem felast í þessum ummælum. Viðfangsefnin, sem vér verðum að glíma við á næstunni, verða auðvitað ekki talin í stuttu máli svo tæmandi sé. En þau eru að ýmsu leyti svipuð þeim viðfángs- efnurn sem rnargar aðrar þjoðix hafa gert sér ljóst iið fyrir þeim liggi og hafa búið sig undir að glíma við þau. Eins og kunnugt er mæðir þungi styrjaldarinnar ekki sízt á ná- grannaþjóð vorri, Bretum. Þeir byggja eyland, eins og við. Þeir verða því að fá talsvert af nauð- synjum sínum frá öðrum löndum og verða því að geta selt öðrum sem mest af framleiðslu sinni um- fram eigin nauðsynjar. Hér má draga samlíkingar, sem eiga við hjá oss. En margt er þó ólíkt. Fyr- ir styrjöldina var Bretland talið mjög augugt land, jxar sem fjöldi manns gat veitt sér meiri lífsþæg- indi en vér höfum nokkurn tírna þekkt. Bretar hafa reynt að hegða sér eftir breyttum viðhorfum. Þeir hafa kunnað að breyta lífsvenjum sínum svo, að nú er hverjum Jxar í landi skammtaður biti úr hendi, bæði um mat og drykk, klæðnað og annað sem talið er lífsnauð- synjar. Þeir haftv gert það upp við sig að þessu verði að halda áfram að minnsta kosti nokkur ár eftir styrjöldina. Allir vinnufærir Bret- ar, karlar og konur, vinna „með einni sál“ til Jiess að vinna styrj- öldina og vinna friðinn a eftir. Þeir geta' með stolti bent á Jxá staðreynd, að þjóð þeirra hefur, Jjrátt fyrir takmarkaðra viðurværi en áður, bætt hedsufar sitt a sti íðs- árunum frá Jxví sem áður var, og þó eru flestir sona þeirra, þeir sem hraustastir eru líkamlega, á víg- völlunum. Þeir hafa nu Jxegar all- an hug á ráðstöfunum til að auka og tryggja útflutningsverzlun sína að styrjöldinni lokinni. Vér íslendingar tölum oft um það, í ræðu og riti, að land vort sé auðugt. En framandi mönnum, sem korna frá frjósömum löndum, mun ekki koma land vort svo fyr- ir, að það sé auðugt land. Og þó er það svo auðugt, að hei* heiui haldizt byggð um meira en þús- und ár, þrátt fyrir plágur og hörm- ungar; þrátt fyrir það að oss hafi um margar íildir verið meinað að njóta ávaxta vinnu vorrar; og þrátt fyrir það rányrkjusnið, sem Iöngum hefur verið á atvinnuhátt- um vorum, samanborið við rækt- unarmenningu margra annarra þjóða. Ég held að kalla mætti Island auðugt land ef vér gætum þess í sjálfstæðisbaráttunni, sem er fram- undan, að vinna öll án undantekn- ingar með aukinni þekkingu og' notfæra oss aukna tækni nútírn- ans. Það er vinnan, framleiðslan, sem ríður baggamuninn um auð eða fátækt þjóðanna. Fyrsta skilyrðið til þess að „vinna friðinn“ að fengnum um- ráðum yfir öllum málum vorum mætti því lýsa með þessum orð- um: Vinna og aukin þekking. Þess vegna ber að leggja mikið í sölurnar á þessu sviði. Ollum vinnufærum mönnum og konum verður að reyna að tryggja vinnu við þeirra hæfi og reyna að gefa Vér höfum skapað nýtt lýðveldi í Evrópu Ræða Elnars Olgeirssonar á fundinum við Stjórnarráðshúsið Islendingar! Vér höfum endurreist lýðveldið á landi voru. Þjóðin hefur sjálf tekið þessa ákvörðun. Þjóðin stend ur öll að henni. íslenzka þjóðin 'hefur endui’reist lýðveldið sitt í trúnni á sjálfa sig, á óafsalanlegan rétt sinn til að ráða þessu landi. Vér höfum getað gert Jxetta, vegna Jxess að frelsisþráin hefur aldi’ei dá- ið með þjóð vorri, hvernig sem að henni hefur verið Jxjarmað á und- anförnum öldum. Áldrei hefur þjóð vor misst trúna á rétt sinn, aldrci glatað að fullu voninni um frelsið, fhve djúpt sem hún sökk, hve dökkt sem virtist framundan. Það er hinni ódrepandi seiglu undan- farinna kynslóða að þakka að vér sem nú lifum, gátum gert djarf- asta drauminn þeirra að veruleika: skapað lýðveldi á íslandi. Það er auk nafnkunnu frelsisfrömuðanna, hundruðum naSnlausra hetja að þakka að vér getum uppskorið ávöxtinn af erfiði Jxeirra í dag, — hundruðum og þúsundum forfeðra vorra og formæðra, sem fram- kvæmdu á einn eða annan hátt kjörorðið „eigi víkja“, einnig áð- ur en Jón Sigurðsson forseti mót- aði með þeirri megini’eglu Jjjóð- frelsisbai’áttu íslendinga. Vér höfurn stofnað þetta lýð- veldi nokkurnveginn á þann hátt, sem Jón Sigurðsson forseti fyrir hundrað árum bjó Islendinga und- ir að gerast myndi. Hann skrifaði í Ný félagsrit 1841 þessi orð: „... valt er fyrir ísland að vænta lijálpar af Danmörku ef ó- frið ber að höndum við þá, sem geta gert íslandi nokkurt mein, en ekki er sagt að Jjað verði af- skammtað, þó viljin væri til að Danmörk verði með þeim, sem íslandi geta orðið hættulegastir. En þegar þannig stendur á, þá er enginn annar kostur en hugsá fyr- ir sjálfum oss og smám saman koma ár vorri svo fyrir borð, að vér gæturn hrundið af oss nokkru ef á lægi, Jjví ekki er land vort auðsótt, ef dug og samheldni er í landsmönnum til varnar. — Ef þeim kost á aukinni Jjekkingu við hvers hæfi. Að vísu er vinnan venjulega nauðsynleg til þess að afla einstaklingnum lífsviðurværis. En vinna vegna vinnunnar, vegna vinnugleðinnar, er meira virði en allt annað. Vinna, sem kölluð er strit, er áreiðanlega meira virði en atvinnuleysi eða iðjuleysi. Ég held, að segja megi að vinnuöi-yggi það, sem fólst í því að flestir unnu að landbúnaði og voru bundnir við jörðina, sem alltaf var gjöful, hafi átt mikinn þátt í Jxví að halda lífi í íslenzku þjóðinni á hörm- ungatímum, þótt við fátækt væri oft að búa. Slíkt vinnuöryggi þarf að skapa nú með breyttum við- horfum. Vinnuöryggið lxygg ég að verði^ aðalatriðið. Hvort menn uppskera Pramh. á 5. síðu. nú svo mætti tiltakast, annaðhvort að stjórnarbreyting yrði í Dan- mörku, eður að slikur ófriður kæmi að Danmörk yrði ofurliði borin og gæti ekki lið' veitt oss eða jafnvel yi’ði að skilja landið við sig eins og Noi’eg, hvoi’t mundi þá vera til- kippilegra að hafa nokkurn stjórn- arvísi í landinu sjálfu. Eg vona flestir munu óska Jxess, að þá yrði nokkur stoð í landsmönnum“. Svo mælti Jón Sigurðsson. Það er engin tilviljun að það hef- ur farið svo sem Jón Sigurðssoxi bjó óss undir þá. Andi og stefna Jiessa raunsæja, framsýna stjórnar- skörungs Islendinga hefur rnótað alla sjálfstæðisbaráttu vora síðan Jxjóð vorri lxlotnaðist þessi glæsi- legi leiðtogi. Það er því ekki und- arlegt þó fullur sigur stjórnarfars- legrar baráttu vorrar hafi unnist. eftir fyrir sögn hans, — fyrir sögn,. sem máski var fæstum oss kunn. Vér höfum skapað nýtt lýðveldl í Evrópu í gær, — endurreist elzta lýðveldi hinnar gömlu Evrópu — vopnlaust og varnarlaust mitt í ægilegustu orrahríð, sem yfir lxeims álfu vora hefur gengið. Það verður ekki eina lýðveldið, sem skapast í þeii’ri Evrópu, sem upp rís úr Ragnarökum harðstjórnarinnar. Það kann að virðast glæfraspil að skapa litla lýðveldið okkar vopnlaust og varnarlaust í veröld grárri fyrir járnum, — staðráðnir í að tryggja raunhæft þjóðfrelsi vort engu að síðúr. Vér sköpum þetta lýðveldi í trúnni á að sú stund sé ekki fjarri að friðurinn, mannréttindin og Jjjóðfrelsið sigri í heiminum og; tryggi.smájxjóð scm vorri réttinn til að lifa og þroskast frjáls og far- sæl. Og vér treystum því á nieðan ágenjpii og yfirdrottnun enn kunni að vei’a til í veröldinni og ógnar oss sem öðrum smáþjóðum, Jjá bresti oss hvoi’ki kjark né sam- heldni til að firra Jjjóðfrelsi vort grandi, — og hvað sem á dynui’, J>á skulum við vax’ðveita frelsisást- ina eigi síður en forfeður vorir gei'ðu, — þeir, sem lögðu horn- steina J)ess lýðveldis, sem vér reist- um í gær. ★ Gamla lýðvehlið okkar var skap að af höfðingjunum, — og voldug- ustu höfðingjarnir tortímdu J)ví. Það eruð þið, fólkið sjálft, sem hefur skapað nýja lýðveldið okk- ar. Frá fólkinu er það lcomið, ■— fólkinu á það að þjóna — og fólk- ið verður að stjórna því, vakandi og virkt, ef hvortveggja, lýðveld- inu og fólkinu, á að vegna vel. Það er ósk mín í dag að fólkið sjálft, fjöldinn sem skapaði ís- lenzka lýðveldið — svo samtaka og sterkur — megi aldrei sleppa af því hendinni, heldur taka með hverjum deginum sem líður fastar og ákveðnar um stjórnvöl þess. Þá er langlífi lýðveldisins og farsæld fólksins tryggð.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.