Þjóðviljinn - 20.06.1944, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 20.06.1944, Blaðsíða 3
IJriðjudagur 20. júní 1944, ÞJÓÐVILJIN& f,-- J'" -7^1 '-T- J'J_— - llll!li.« ..np > I) I ■ WHJIW»» Að loknum þingfundi á L'ógbergi fluttu fulltrúar erlendra rilcja ávörp og kveðjur. Vilhjálmur Þór utanríkisráðherra kynnti fulltrúana, en forseti Islands, Sveínn Björnsson, svaraði ávörpunum og þakkaði kveðjurnar. Fulltrúar Noregs og Sviþjoðar töluðu islenzku, fulltrúar Bretland&og Bandarílcjanna ensku og fuUtrúi Fralcka frönsku. Forseti svaraði hverjum þeirra á sama mali. Fara hér á eftir ávörp fulltrúanna og aðrar kveðjur sem bárust. ÁVARP AMBASSADORS NOREGSKONUNGS: Herra forseti íslands, herra for- sætisráðherra og ráðherrar, herra alþingismenn! Mér hefur verið sýndur sá sómi, að vera skipaður sérstakur og per- sónulegur fulltrúi Hans Hátignar konungs Noregs með umboði til þess að bera fram í dag við þetta tækifæri og á þessum örlagaríku tímamótum í sögu íslands, hjart- anlegustu kveðjur konungsins og ríkisstjórnarinnar og beztu óskir þeirra um farsæla framtíð Islands og íslenzku þjóðarinnar. ÁVARP SENDIIIERRA SVÍA. Herra forseti íslands, herra forsætisráðherra og aðrir ráð- herrar í ríkisstjórn íslands, herra forseti sameinaðs Alþing is, íslendingar! Mér hefur vcrið falið, á þessum þýðingarmikla degi fyrir íslenzku þjóðina, að flytja eftirfarandi orð- sendingu frá Ríkisstjórn Svíþjóð- ar til ríkisstjórnar Islands og þjóð- arinnar: Sænska ríkisstjórnin sem fengið hefur vitneskju um að hið íslenzka lýðveldi verði sett á stofn í dag, viðurkennir hér með lýðveldið ís- land og lætur í t ljós vonir sínar um hamingjuríka framtíð íslenzku þjóðarinnar. Sænska ríkisstjórnin hefur með gleði kynnt sér liina cinróma sam- þykkt Alþingis hinn 10. marz 1944 þar sem segir, að Alþingi .tdlji sjálfsagt, að íslenzka þjóðin kapp- kosti að halda hinum fornu frænd- semi- og menningarböndum, er tengt hafa saman þjóðir Norður- landa og ísland muni taka þátt í norrænni samvinnu að stríðinu loknu. Alþingi hefur með þessu lát- ið í Ijós hugsanir, sem endurspegl- ast hjá sænsku þjóðinni. Mætti hin norræna sameining blómstra á ný, þegar^ öll Norðurlönd geta aftur mætzt sem frjáls ríki. Þetta var orðsending sænsku rík isstjórnarinnar í dag til ríkisstjórn- nrinnar íslands og þjóðarinnar allrar. ÁVARP AMERÍSKA AMBASSADORSINS: Herra forseti, dömur og herrar. Það er mér bæði mikil ánægja og sérstakur heiður að ávarpa yður herra forseti, sem sérstakur fulltrúi forseta Bandaríkjanna við þessa einstöku og sögulegu athöfn — embættistöku fyrsta forseta hins íslenzka lýðveldis, en honum á ég að færa hjartanlegar persónulegar kveðjur og heillaóskir Roosevelts forseta. Mér er það einnig heiður að bjóða íslenzka lýðveldið, yngsta lýðveldi heimsins, velkomið í flokk frjálsra þjóða. Mér er ánægja að því að hafa fundið hver hlýja og vinátta ríkir hér og mér er heið- ur að því að liafa kynnst þeim háu hugsjónum, ættjarðarást, lýð- ræði og góðvilja, sem með íslenzku þjóðinni ríkir. Það er á merkum tímamótum að ég flyt yður þessi boð. Hinir undar- legu atburðir, sem að hetjusögu ís- lands standa, hafa ráðið því, að enn hefur ógurlegt heimsstríð gef- ið áköfum sjálfstæðisóskum íslend inga byr. Lönd ’þau, er forfeður yðar yfirgáfu og þér hafið haft mest skipti við að fornu, eru nú undir hæl kúgarans, sem opinskátt játar að hann prédiki andkristnar kenningar, sem þér hafið_ ásamt öðrum Norðurlandaþjóðum bari- izt gegn í 900 ár. En það er eigi til að rjúfa efnisleg tengsl við Danmörku eða Noreg að þér hafið lýst yfir sjálfstæði yðar í eitt skipti fyrir öll. Þar er fremur um að ræða lokaþáttinn í aldagamalli þrá eftir fullu sjálfsforræði. — Land yðar var numið framgjörnum mönnum, er leituðu í vesturátt að fullkomnu frelsi og sjálfstæði. í dag hefur takmarki þeirra loks verið náð. Það er engin furða þótt aðrir, sem báru sömu ósk í brjósti, hafi öldum síðar einnig leitað vestur á bóginn. Fyrir meir en þúsund árum var stjórn valin að Þingvöllum, þar sem vér stöndum nú, og þing stofn- að með löggjafar- og dómsvaldi. Alþingi, elzta þing heimsins, er al- mennt talið mesta framlag íslend- inga til þróunar fulltrúaþinga og þjóðmálastofnana. Loginn, sem hér var tendraður, læstist um öll lönd, | þau er frjálsir menn byggja. Mann- I kynið mun aldrei gleyma þeirri | skuld, er það á íslandi að gjalda. Hér rifjast upp saga íslands. Fyr ir hugskotssjónum mínum sé ég hetjur líða um langar aldir, allt frá Njáli á Bergþórshvoli, Þorvaldi Konráðssyni liinum víðförla, sem tók kristni og boðaði hana á Al- þingi 984, til Jóns Sigurðssonar, en minningu hans heiðrum við í dag. Jóni Sigurðssyni var það ljóst hvernig sjálfstæðisþráin birtist eins og rauður þráður í sögu Islands. Honum auðnaðist að lifa það að stjórnarskráin var gefin 1874, en þótt gölluð væri, var hún spor í þá átt er hugur íslendinga stefndi og leiddi til sjálfstæðis íslands undir eigin fána 1918. 1 dag eru Bandaríkin og ís- land samhuga um að varðveita það sem þeirn er báðum svo kært, mann réttindin, sem tryggja hverjum og einum þann rétt, sem honum var af guði gefinn. — Samvinnan er beinn árangur þeirrar ábyrgðar, er stjórn Bandaríkjanna tókst á hend ur 7. júlí 1941, að ósk íslenzku stjórnarinnar. Að mínu áliti hafði þetta skref mikla þýðingu, og má á það líta, sem hyrningarsteininn undir hinu góða sambandi hinna tveggja frjálsu og óháðu þjóðh. vorra. Það hefur fært þjóðir vor- ar saman og hefur gert Bandaríkja þegnum, sem trúa á lýðræði, ein- staklingsfrelsi, virkan almennan kjörrétt og tieiðarleik í embættis- færslu, að vinna í vinsamlegu sam- bandi við sína íslenzku meðbræð- ur, sem aðhyllast sömu skoðanir og hugsjónir. Það er einlæg von mín að eftir stríðið geti enn framast menning- ar- og viðskiptasamband milli landa vorra.fÞetta er kærasta á- hugamál mitt, því að ég er þess fullviss að náið samband af þessu tagi muni verða báðum þjóðunum til góðs og verða til þess að auka á réttlátan og varanlegan frið um heim allan. Þeir synir íslands, sem flutzt hafa til Bandaríkjanna, hafa gert sitt til að auka skilning vor á milli, enda hafa þeir verið fljótir að samlagast menningarum- hverfi síns nýja lands, sakir svip- I aðra siða og hugsjóna. Vinarbönd- in, sem knýtt hafa vcrið af hálfu margra Ameríkumanna á íslandi og íslenzkra námsmanna, sem leit- að hafa fræðslu í mínu landi, munu auka á liinn gamla samhug, sem ég er sannfærður um að framveg- is mun haldast. Þér, herra forseti, og þú, ís- lenzka þjóð, standið nú á mótum mikilla tíma, sem færa munu ný vandamál í skauti sér. Megi yður hlotnast sú áræðni, sá kjarkur og sömu dyggðir, er fyrstu norrænu mennirnir sýndu, sem hér námu land. Þeir sigldu úfinn sjó átta- vitalausir á opnum skipum og höfðu stjörnurnar að leiðarvísi og karlmennsku í hug. Með því hug- rokki og þeirri hreysti, er þeir sýndu, mun þér leiðin fær til mik- illar framtíðar. ÁVARP AMBASSADORS BRETAKONUNGS: Herra forseti. Um leið og ég legg fram embætt- isskjöl mín sem sérstakur ambassa • dor Hans Hátignar Bretakonungs hjá yður, lierra forseti, við þenn- an sögulega viðburð, er lýðveldi er endurreist á Islandi og þér kjör- inn fyrsti forseti þess lýðveldis, finn ég mjög til hins mikla lieið- urs, er konungurinn hefur gert mér með því að skipa mig til þessa embættis, og til þeirrar ábyrgðar, er því fylgir. Mér er falið af konungi mínum, herra forseti, að færa yður persónu- lega, og þjóð þeirri, sem yður hef- ur verið falið að ráða fyrir, innileg boð um virðingu og vináttu, og mér er falið að bera fram einlæga ósk konungs um að liið góða sam- komulag, sem jafnan liefur ríkt milli Islands og brezka þjóðasam- bandsins, megi haldast og styrkj- ast. Það er mér einnig heiður að geta fullvissað yður, hcrra forseti, um, að Hans Hátign hefur ríkan áhuga fyrir lýðveldinu, sem stofn- að var í dag, og það er von hans að það megi lialda áfram að bless- ast og blómgast. Ég leyfi mér að nota þetta taád- færi til að færa persónulegar kveðj- ur til yðar, herra forseti, og til ís- lenzku þjóðarinnar, sem sýnt hef- ur mér slíka vinsemd og alúð. Eg ber til hennar djúpan vinarhug og hlýjasta þakklæti. Eg treysti því, að rætast megi allar vonir og ósk- ir velunnara hins endurfædda lýð- veldis um lieim allan, svo að leiða megi til varanlegra heilla iillum þegnum þess. ÁVARP FULLTRÚA FRAKKA. Herra forseti íslands, herra ráðherrar, háttvirtir þing- menn, íslendingar, konur og karlar, vinir mínir! Það er með lirærðum liuga að ég stíg í þennan ræðustól. Lengi hef ég dvalið meðal yðar, og ég skil ! hverja þýðingu þessi dagur hefur fjnir yður, því að um lcið og þér stofnið lýðveldið, rætist gömul þrá langrar og þolinmóðrar baráttu fyrir þjóðfrelsi yðar. Staður þessi, helgidómur þjóðarinnar, þar sem yðar fyrsta þing var kvatt saman fyrir meir en þúsund árum, dagur- inn, sem valinn hefur verið fyrir þessa athöfn í minningu mikil- mennis í sögu yðar, hetju í þjóð- frelsisbayáttu yðar, hin virðulega samkoma, allt hjálpast þetta að því að setja þann glæsibrag á það, sem fram fer í dag og þann sess, sem því er ætlaður í framtíðar- sögu lands yðar. Þekking mín á andlegu lífi yðar, tilfinningum þeim, er gagntaka yð- ur, ásamt vináttu þeirri, er ég ber í brjósti til lands yðar, gera það að verkum, að ég finn til sérstaks stolts yfir því að njóta þess heið- urs, er bráðabirgðastjórn franska lýðveldisins hefur sýnt mér með því að fela mér að færa yður hér kveðju Frakklands. í þeirri grimmdarraun, sem Frakkland verður enn að þola fyr- ir frelsi sitt, hefur franska þjóðin þjáðst, en hefur þó reynzt sjálfri sér trú og hugsjónum sínum. Hún horfir nú með hlýjum hug á yngsta lýðveldið í hópi systra sinna. Hún horfir hingað með blíðu og innileg- um óskum um heill og liamingju íslenzku þjóðarinnar, sem býr nú við stjórnarskrá þá, er hún hefur sjálf gefið sér, og hún treystir góð- vilja þjóðhöfðingja og stjórn hins nýja ríkis. Þetta eru þær tilfinningar og þær óskir af íslands hálfu, scm ég læt hér í ljós, hæstvirtu ráðamenn og þér konur og karlar, og bið yð- ur að veita þeim viðtöku. Lifi lýðveldið ísland! ‘Lifi ísland! AÐRAR KVEÐJUR Að loknum þessum kveðjum til- kynnti utanríkisráðherra, Vil- hjálmur Þór: Til viðbótar kveðjum og árnað- aróskum, sem hinir sérstiiku am- bassadorar og sendimenn hafa fram borið, er ríkisstjórninni á- nægja að tilkynna að borizt hafa kveðjur frá ríkisstjórn hennar Há- tignar Hollandsdrottningar og frá utanríkisráðherra pólsku stjórnar- innar í London. ? KVEÐJA HOLLENZKU ST JÓRNARINNAR: Utanríkisráðherra hollenzku stjórnarinnar í London, herra E. N. van Kleffens, hefur falið aðal- ræðisntanni Hollands, herra Arent Claessen, þessa orðsendingu: „Gerið svo vel að tilkynna við hentugt tækifæri utanríkisráðherra fslands að stjórn Hennar Hátignar Hollandsdrottn'ingar telji sér ah nægju að því að komast i sam- band við hið nýstofnaða íslenzka lýðveldi og sendi einlægar árnaðar- óskir um framtíð þess. Nú er í gildi bann við utanförum, og getur hollenska stjórnin því eigi sent sér- stakan sendiherra til hátíðarinnar út af gildistöku lýðveldisins, en oss væri kært, ef íslenzka stjórnin gerði yður það fært að vera við hana staddur“. KVEÐJA PÓLSKU STJÓRNARINNAR: Utanríkisráðherra pólsku stjórn- arinnar í London, herra Tadeusz Romer, liefur beðið pólska ræðis- manninn, herra Hjalta Jónsson, fyrir þessa orðsendingu: „Gerið svo vel að mæta fyrir hönd pólsku stjórnarinnar við sjálf stæðishátíðina íslenzku 17. júní og færið hamingjuóskir pólsku stjórn- arinnar og beztu'óskir um heill og hamingju íslands“. Herra Arent Claessen. aðalræð- ismaður og herra Hjalti Jónsson, ræðismaður, eru báðir mættir hér og hafa fært mér kveðjur þessar. Eg vil fyrir hönd ríkisstjórnar- innar láta í ljós ánægju og þakk- læti fyrir hinar frambornu kveðj- ur, sem eru mikils metnar og kær- komnar. IIEILLAÓSKASKEYTI: Þessar kveðjur bárust forseta ís- lands til Þingvalla 17. júní: „Einlægar hamingjuóskir til for- seta, stjórnar, Alþingis og íslend- inga við stofnun lýðveldisins. Guð blessi ísland. Grettir Jóhannsson ræð- ismaður, Winnipeg". „íslendingar í Washington senda yður innilegustu heillaóskir. Megi gifta fylgja störfum yðar. Guð blessi lýðveldið og íslenzku þjóð- ina. ■ Thor Thors“. „Einhuga íslenzkar heillaóskir frá TMoskva. Pétur Benediktsson“. „Færeyskir skilnaðarmenn senda hinu nýja íslenzka lýðveldi beztu óskir sínar um áframhaldandi and-, legar og efnalegar framfarir. Sverri Patursson". „Félag íslenzkra námsmanna í Minneapolis sendir þjóð sinni og yður, herra forseti, sínar hugheil- ustu árnaðaróskir á lýðveldishátíð þjóðarinnar og óskir um blessunar- ríka framtíð lýðveldisins íslenzka. Björn Halldórsson“. „Mikil liátíðasamkoma allra ís- lenzkra félaga í Winnepeg sam- þykkti einróma í dag ályktun um að senda hjartanlegar heillaóskir til ríkisstjórnar og íslendinga í til- efni af stofnun lýðveldisins. Valdimar Eyland, fund- arstjóri“. Framhald á 5. síðu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.