Þjóðviljinn - 20.06.1944, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 20.06.1944, Blaðsíða 5
 ÞJÓÐVILJINN — Þriðjudagur 20. júní 1944 iJÓÐVIUI Útgefandi: Sameiningarjlokkur alþýSu — Sósíalistajlokkurinn. Hitstjóri: Sigurður Guðmundsson. % Stjórnmálaritstjórar: Einar Olgeirsson, Sigjús Sigurhjartarson. Ritstjórnarskrifstofa: Austurstræti 12, sími 2270. Afgreiðsla og auglýsingar: Skólavörðustíg 19, sími 21Sý. Áskriftarverð: I Reykjavík og nágrenni: Kr. C.00 á mánuði. Úti á Iandi: Kr. 5.00 á mánuöi. Prentsmiðja: Víkingsprcnt h.j., Garðastrœti 17. Lýðveldið stofeað íslenzka þjóðin hefur á ný stofnað lýðveldi sitt. Fólkið sjálft var hér að verki, — fólkið, sem varðveitt hefur alla tíð allt, sem slandi var dýrmætast. íslenzk tunga lifði á vörum alþýðunnar, þegar danskan var mál embættis- og yfirstéttarinnar. Frelsisástin lifði í hjörtum fólksins þegar þrótturinn hafði ',-erði drepinn úr höfðingjunum. Og nú er það fjöldinn sjálfur, sem hefur endurreist lýð- veldið á íslandi. Það var fólkið sjálft, — 74 þúsundir manna og kvenna, sem ikváðu að ísland skyldi verða lýðveldi með þjóðaratkvæða- jreiðslunni 20.—23. maí. Það var fólkið sjálft sem mætti á Þingvöllum í tugþúsunda- ali 17. júní, til þess að sýna það með nærveru sinni að lýður- nn sjálfur var hér að skapa veldi sitt. Það var fólkið sjálft, sem fylkti liði í tugþúsundatali í Reykja- vík í langstórfenglegustu hópgöngu, sem þar hefur sézt. Og á ;amsvarandi hátt mun fólkið hafa sýnt hug sinn um land allt. Það var hrifning yfir stofnun lýðveldisins á íslandi. Það eru bjartar framtíðarvonir bundnar við það verk sem unnið var að Lögbergi á Þingvöllum 17. júní 1944. • íslenzka alþýðan mun ekki gera verk sitt endasleppt. Hún veit að tilvera og framtíð lýðveldisins byggist á henni. Hún nan hvernig höfðingjarnir fóru með þjóðveldið forna, er nokkr- r þeirra réðu því alveg, — og hún veit hvað einveldi konung- inna og þýja þeirra þýddi fyrir þjóðina. Og nú mun íslenzka alþýðan ganga markviss til þess starfs ir hennar bíður: að tryggja tilveru og frelsi lýðveldisins og sjá ;vo um að það verði’almenningi til þeirrar farsældar, sem þessu stjórnskipulagi er ætlað að vera. Til þess að svo geti orðið þarf alþýðan sjálf sem samtaka heild, að stjprna því hvað gera skuli. Fólkið í Reykjavík fylkti iði um lýðveldið í fyrradag. Samtök fjöldans: íþróttafélögin o. fl. o. fl., sýndu vilja sinn til verndar lýðveldinu. Það eru einmitt fjöldasamtök fólksins sem þurfa að láta til :ín taka. Þau eru tækin, sem fólkið alveg sérstaklega verður að beita til að geta stjórnað ríkinu. Alþýðan þarf að taka stjórnmálin til umræðu í fjöldasam- ökum sínum. Þar þarf að taka ákvarðanir um stefnuna, sem narka skal, — og aðeins þar er það hægt, ef fjöldinn sjálfur á uð marka stefnuna. Bandalag hinna vinnandi stétta er eitt af þeim tækjum, serh alþýðan þarf að skapa sér til ’þess að gefa lýðveldinu það inni- hald sem því ber. Það skorti samtök hjá íslenzku bændaalþýðunni 1262 og 1264, til þess að geta hindrað höfðingjana í að tortíma þjóðfrels- nu. Hún varð að láta sér nægja að hryggjast og reyna að gera írelsisafsalið sem skást. Samtökin má aldrei skorta framar hjá alþýðu íslands, þeg- ar mest liggur á. Alþýða manna sýndi það nú hve mikinn hug hún heíur á að standa feaman um lýðveldi sitt. Hætturnar, sem yfir hinu unga íslenzka lýðveldi vofa, eru miklar. Það er alþýðunnar fyrst og fremst að gera ráðstafanir dl að tryggja það að harmleikurinn frá 1264 endurtaki sig aldrei, í neinni mynd. Lýðveldisbá Þriðjudagur 20. júní 1944 — Þ.TÓÐVIL.TINN Framh. af 1. síðu. endalaus, bíll við bíl af öllum þeim tegundum sem þekkjast á íslandi um þessar mundir, og varð að aka mjög hægt, en leið- in sóttist þó, en þegar gestir stigu úr bílunum við Valhöll, höfðu þeir verið hátt á annan klukkutíma á leiðinni. e í Valhöll var setzt að snæð- ingi. En klukkan 1.15 lagði rík- isstjóri, ráðherrarnir, alþingis- menn, sendiherrar og gestir af stað til Lögbergs og er þeir komu þangað hafði mikill mann fjöldi safnazt saman umhverfis staðinn þar sem Alþingi skyldi háð, og hlýddi á það sem fram fór, án þess að láta veðrið á sig fá, en mestan tímann sem Lögbergsþáttur hátíðahaldanna fór fram, var hellirigning og talsverður stormur. Hvergi sást til fjalla fyrir þoku og regni. ÞIN GFUNDURINN — ÞAR SEM FRÁ VAR HORFIÐ Þingmenn höfðu hlýtt á yfir lýsingu forseta um gildistöku lýðyeldisst j órnar skr árinnar standandi, en nú settust þeir í sæti sín, og forseti sameinaðs þings flutti eftirfarandi ávarp: ÁVARP FORSETA SAMEINAÐS ALÞINGIS Háttvirtu 'alþingismenn. Herra ríkisstjóri. Hæstvirt ríkisstjórn. Virðulegir gestir. íslendingar. Hinu langþráða marki í bar- áttu þessarar þjóðar fyrir stjórn málafrelsi er náð. Þjóðin er nú loks komiri heim með allt sitt, fullvalda og óháð. Stjórnmála- skilnaður við erlent ríki er-full- komnaður. íslenzkt lýðveldi er sett á stofn. Endurheimt hið forna frelsi. Ættfeður vorir, þeir, er hér námu land, helguðu það sér og sínum niðjum til eilífrar eign- ar. Og frelsi sitt innsigluðu þeir hér með stofnun þjóðþings fyr- ir meir en þúsund árum. „Hátt á eldhrauni upp, þar sem ennþá Öxará rennur ofan í Almannagjá — Alþingi feðranna stóð“. Þá varð Alþingi frjálsra ís- lendinga til og dafnaði, og það lifir enn í dag sem öldungur þjóðþinga allrar veraldar, sem þó ávallt yngist upp, og á fyrir sér að þroskast og blómgast á ný með lýðfrjálsri þjóð, er vel- ur sjálf sína foringja. Þessi nú frjálsa þjóð, sem þolað hefur þrengingar margra liðinna alda og stundum undir erlendri kúgun, gleymdi þó aldrei sjálfri sér né afrækti sitt dá- samlega land, sem henni var í öndverðu af guði útvalið, land, sem „hart var aðeins sem móðir við barn“, — hún hefur nú með áþreifanlegum hætti sýnt, að hún þekkti sinn vitjunartíma, kunni að höndla hnossið, þeg- ar það átti að falla henni í skaut. Sérhvað hefur sína tíð. Full- trúar þjóðarinnar völdu hinn rétta tíma, sem fyrir fram mátti kalla ákvarðaðan af eðli- legri rás viðburðanna, en einn- ig vegna aðgerða íslendinga sjálfra. Þetta hafa aðrar þjóðir nú einnig viðurkennt, góðu heilli. Það, sem nú er orðið, á ekki skylt við neina bylting og með réttu hefur ekkert um- hverfis það á sér óróleikans blæ. Það er ávöxtur langrar þróunar, sem engum gat tjóað að spyrna. í gegn. Og slíkt má segja um eðlilega og réttmæta frelsisþrá allra þjóða, sem aldrei verður kæfð. Slíkt er eins og straumþung elfan, sem ómót stæðileg fellur 'um langan veg í hafið. Og „hver vill banna fjalli frá, fljóti til sjávar hvetja“? Vissulega megum vér líta í anda liðna tíð. Það, sem er og það sem verður, á rót sína í því, sem á undan er gengið, með margvíslegum hætti. Vér höf- um árla þessa dags heiðrað minningu eins mætasta sonar þjóðarinnar, Jóns Sigurðssonar forseta. En að verki loknu gefst ávalt betra og sannara yfirlit ýmissa liðinna viðhorfa. Sagan mun hér eftir, á óvéfengjan- legan hátt, skrá á spjöld sín orsakir og afl'eiðingar atburða í lífi íslendinga eins og .ann- arra, frá upphafi véga, og bíð- ur fullnaðardómur þess. Allt mannlíf er í heild órjúfanleg- um lögmálum háð. Vér bindum nú vora bagga sjálfir. Á þessari stúndu hlýðir, að ég í nafni löggjafarþings þjóð- arinnar færi þeim, er síðast og síðastur hefur konungur verið yfir íslandi, Kristján X. Dana- konungi, þakkir fyrir velvilja hans í garð landsmanna á und- anförnum árum, og árna ég ast þessa með þakklæti o fögnuði. Og það er ósk vor t allra þjóða, að sem fyrst me^ linna þeim hörmungum styr. aldar, sem nú þjaka mannkyr ið, um leið og vér viðurkenr um bljúgum huga, að við þ\ böli hefur forsjónin hlíft os að þessu. Hver siðmenntuð þjóð ska sínum stjórnarháttum ráða. Un það ber eigi lengur að efast. - íslendingar hafa nú að sjáli ráðu og trúir frumeðli þjóða sinnar valið einum rómi þai stjórnarform, er þeir telja bezt hæfa frjálsri þjóð í frjálsu landi — lýðveldið. Nú er að gæta þess vel, sem réttilega er aflað. Ábyrgðin er vor og störfin kalla, störf, sem oss ber að vinna sameinaðir og með það eitt fyrir augum, sem í sann- leika veit til vegs og gengis og blessunar landi og lýð. í dag heitstrengir hin íslenzka þjóð að varðveita frelsi og heiður ættjarðarinnar með árvekni og dyggð, og á þessum stað votta fulltrúar hennar hinu unga lýð- veldi fullkomna hollustu. Til þessa hjálpi oss guð drott- i * Ræða forseta Islands íslenzk alþýða jylkir liði um lýðveldið. — Mannhajið á Lœkjartorgi 18. júní. (Vignir). mn. Kosning forseta fsfanðs Nú var tekið fyrir síðara mál- ið á dagskránni: Kosning forseta íslands fyrir tímabilið frá 17. júní 1944 til 31. júlí 1945. Forseti tilkynnti að forseta- kjörið færi fram eftir sömu reglum og kosning forseta sam- einaðs Alþingis. Kusu þingmenn með því að skrifa nafn forseta- efnis á seðla eins og venja er til. Úrslit urðu þau að Sveinn Bjömsson hlaut 30 atkv., Jón honum, f jölskyldú hans og \ Sigurðsson, skrifstofustjóri Al- hinni dönsku þjóð allra heilla. Það er viss von vor, að .haldast megi vináttubönd vor . við riá- granna- og frændþjóðir vorar allar á Norðurlöndum, sem vér einlæglega óskum friðar, frelsis og farsældar, jafnframt og vér treystum því, að oss auðnist að lifa í fullri vinsemd og góðri kynning við voldugar nágrannaþjóðir vorar og aðrar, er oss vilja samúð og stuðning veita og frelsi vort virða, svo sem einnig greinilega hefur komið í ljós á þessum örlaga- ríku tímum. Munum vér minn- þingis, hlaut 5 atkv., en 15 seðl- ar voru auðir. Tveir þingmenn, Gísli Guðmundsson og Skúli Guðmundsson, voru fjarstaddir vegna veikinda. Þingforseti lýsti því yfir að Sveinn Björnson væri réttkjör- inn forseti íslands. Hinn ný- kjörni forseti vann því næst eið að stjórnarskránni, en þing- menn og mannfjöldinn allt um- hverfis þingstaðinn hyllti for- setann með ferföldu húrrahrópi. < Sveinn Björnsson, forseti ís- lands, flutti þá svohljóðandi ávarp: Tjaldborgin á Þingvöllum. (Vignir). ÁVARP FORSETA ÍSLANDS Herra alþingisforseti! Háttvirtir alþingismenn! Eg þakka fyrir það traust, sem mér hefur verið sýnt, með því að kjósa mig forseta ís- lands nú. Er ég var kjörinn ríkisstjóri í fyrsta skipti fyrir réttum 3 árum síðan, lýsti ég því, að ég liti á starf mitt framar öllu sem þjónustu við heill og hag íslenzku þjóðarinnar. Og bað guð að gefa mér kærleika og auðmýkt svo að þjínusta mín mætti verða íslandi og íslenzku þjóðinni til góðs. Síðan eru liðin þrjú ár. sem , hafa verið erfið á ýmsan hátt. En hugur minn er óbreyttur. Eg tek nú við þessu starfi með sáma þjónustuhug og sömu bæn. Á þessum fornhelga stað, sem svo ótal minningar eru bundn- ar við, um atburði sem mark- að hafa sögu og heill þjóðar- innar, vil ég minnast atburð- ar sem skeði hér fyrir 944 árum. Þá voru viðsjár með mönnum sennilega meiri en nokkru sinni fyrr þau 70 ár, sem þjóðveldið hafði starfað þá. Og ágreiningsefnið var nokkuð sem er öllum efnum viðkvæm- ara og hefur komið á ótal styrj- öldum í heiminum. Það voru trúarskoðanir manna. Forfeður vorir höfðu haldið fast við hina fornu trú, Ásatrúna, sem flutzt hafði með þeim til landsms. Nú var boðaður annar átrúnaður, kristindómurinn. Lá við full- kominni innanlandsstyrjöld milli heiðinna manna og krist- inna. Alþingi tókst að leysa þetta mikla vandamál hér á Lög- bergi. — Um þetta segir svo í Njálu: „Um daginn eftir gengu hvár- irtveggja til Lögbergs, ok nefndu hvárir vátta, kristnir menn ok heiðnir, ok sögðust hvárir ór lögum annarra. Ok varð þá svá mikit óhljóð at Lögbergi, at engi nam annars mál. Síðan gengu menn í braut ok þótti öllu horfa til inna mestu óefna“. Forustumaður kristinna manna fól nú andstæðingi sínum, hin- um • heiðna höfðingja, Þorgeiri Ljósvetningagoða, að ráða fram úr vandræðunum. Hann ger- hugsaði málið. — Um endalok segir m. a. svo í Njálu: „En annan dag gengu menn til Lögbergs. Þá beiddi Þorgeir sér hljóðs ok mælti: „Svá lízt mér sem málum várum sé 'komit í ónýtt efni, ef eigi hafa ein lög allir. En ef sundur er skipt lögunum, þá mun sundur skipt friðnum, ok mun eigi við þat mega búa“. Heiðinginn Þorgeir Ljósvetn- ingagoði segir því næst svo: „Þat er upphaf laga várra at menn skuli allir vera kristnir hér á landi“. Undu allir þessum málalok- um með þeim árangri að af leiddi blómöld íslands, unz sundurþykkið varð þjóðveldinu að fjörtjóni. Nú á þessum fornhelga stað og á þessari hátíðarstundu bið ég þann sama eilífa guð, sem þá hélt verndarhendi yfir ís- lenzku þjóðinni, að halda sömu : verndarhendi sinni yfir íslandi og þjóð þess á þeim tímum sem vér nú eigum fram undan. Að loknu ávarpi forsetans sleit forseti sameinaðs þings fundinum, en þingmenn og gest ir sátu kyrrir í sætum sínum á þingpallinum, því nú hófust á- vörp erlendu fulltrúanna. Var þeim öllum vel tekið en sér- staka athygli vakti hve noi'ski sendiherrann, Iir. August Es- march var hylltur af mannf jöld anum. IIÁTÍÐAHÖLDIN Á VÖLLUNUM. Menn voru farnir að óttast að síðari hluta hátíðahaldanna á Þingvelli yrði aflýst vegna þess hve ákaft rigndi. En veðrið skán- aði nokkuð undir lok Lögbergsat- hafnarinnar, og tílkynnti liátíða- nefndin að meginhluti dagskrái-- innar á Völlunum yrði látinn fara fram. Var því tekið með ánægju, mannfjöldinn var í hátíðaskapi og kærði sig kollóttan um rigninguna. Við rætur Fangbrekku liafði ver- ið reistyur xnyndarlegur íþróttapall- ur og fór þar fram síðari lxluti há- tíðadagskrárinnar, þó nokkuð breyttur frá því sem upphaflega var fyrirhugað. Mannfjöldmn safnaðist saman umhverfis pallinn og þó einkum í brekkuna, og var það mikilfengleg sjón að sjá livern- ig þessi víðáttumikla hlíð bók- staflega fylltist af fólki, og hafði það flest sæmilega aðstöðu til að Eramhald á 8. síðu. Lfðveldíshátíðfn í ReYbjavíb Slíkt mannhaf hefur aldrel sést fyrr ð götum Reyli|avíkur Aldrei hefur jafn virðulegur há- tíðarblær verið yfir Reykjavík og í fyri-adag þann 18. júní, á fagn- aðarhátíð höfuðborgar hins endur- heirnta lýðveldis. Fánar blöktu við hún um allan bæinn og nokkrar götur og hús voru fánum skreytt. Hátíðahöldin hófust með því að ýmis félög söfnuðust sarnan við Háskólann og í grennd við hann, nokkru eftir kl. 1. Þar var skipu- lögð mesta skrúðganga, sem sézt hefur í Reykjavík, skrúðganga lýðveldishátíðarinnar. Fi-cmst gekk fylking lögreglu- manna, þá lúðrasveit, síðan sá hluti skrúðgöngunnar sem mesta athygli vakti: börnin, sem eiga að erfa landið, standa vörð um lýð- vcldið, efla það, hin komandi kyn- slóð — framtíð íslands. Öll báru börnin litla, íslenzka fána. Margar litlu stúlknanna klæddust upphlut eða peysufötum. Næst á eftir komu ýrnis félög o^ stéttir undir fánum sínum. Stúdentar, góðtemplarar, skátar, Verzlunarmannafélag Reykjavík- ur, Iðnaðarmannafélagið, nqkkur verkalýðsfélög undir fánum sínum og Alþýðusambandsins, Iðnskól- inn undir sínum fána, Breiðfirð- ingafélagið o. fl. Skrúðgangan lagði leið sína yf- ir Tjarnarbrúna, Fríkirkjuveginn, Lækjargötu, Vonarstræti Templ- arasund og fram hjá Alþingishús- inu og hyllti mannfjöldinn hinn nýkjörna forseta, er stóð á svölurn Alþingishússins. Þaðan liélt skrúð- gangan um Austurstræti að Stjórn- arráðshúsinu. Þegar sveit lögreglu- manna kom á Lækjartorg hafði siðasti hluti skrúðgöngunnar enn eigi farið yfir Tjarnarbrúna. Er þetta fjölmennasta skrúðganga sem sézt hefur í Reykjavik og var hún hálfa klukkustund að, ganga fram hjá Alþingishúsinu. Meðfram götunum, senx skrúð- gangan fór um, allt frá Tjai-nar- brúnni liafði safnazt þéttur vegg- ur af fólki og þegar skrúðgangan hafði lokið göngu sinni náði mann- hafið yfir allt Lækjartorgið, vest- ur eftir Austui'sti'æti, upp á Hverf- isgötu og Arnarhólstún, upp eftir Bankastræti og út í Lækjargötu, auk þess fór fjöldi manna upp í liús umhvei'fis torgið. Fánaberar í’öðuðu sér annars- vegar á blcttinn framan við stjórn- arráðshúsið, en börnin hinum megin. Forseti íslands og formenn þing- flokkanna fluttu ræður. Birtir Þjóðviljinn í dag ræður forsetans og formanns Sósíalistaflokksins, Einars Olgeii'ssonar. Síðar um daginn söng Þjóðhá- tíðarkór Sambands íslenzkra karla- kói'a í Hljómskálagarðinum og um kvöldið lék Lúðrasveit Reykjavík- ur í Hljómskálagarðinum. ★' 17. jxxní nxót íþróttamanna var sett á íþi’óttavelliixum kl. Sþó- Forseti í. S. í., Ben. G. Waage, setti það með ræðu, en síðan flutti Framhakl á & dða. m ',?>• “'Á; •' , '• "Z ■ • : x.:. -u "1 Bómin jyrir jraman stjórnarráðshúsið. (Vignir). Framh. af 2. síðu. ■yrir vimxu síixa sömu eða hærri krónutölu, verður aldrei að eins miklu atriði. Verðnxæti pening- xnna er háð sífelldum breytingum. Þeir eru því að vissu leyti eins og mýrarljós sem villir mönnum sýn, en er í sjálfu sér ekkert ljós. Og rinnuöryggi er því aðeins hægt að dcapa til langframa, að franx- eiðsluvörur verð.i ekki óxitgengi- 'egar vegna dýrleika. Enginn mun ’áanlegur til að greiða hærra verð fyrir framleiðsluvörur vorar, en það, sem hægt er að kaupa sams- konar vörur fvrir, annars staðar. Þessari einföldu staði'eynd ættu flestir að geta gert sér grein fyrir með því að grípa í eigin barnx. Með aukinni þekkingu má öðl- ast nxciri tækixi til að franxleiða útgengilegar vörur með samkeppn- isfæi'unx tilkostnaði. En þangað til fengin er sú þekking, og að því leyti sem hún hrekkur ekki til, verðum við að gera það sama senx Bretar og ýnxsar aðrar þjóðir hafa gert, annað hvort af fúsum vilja eða vegna kúgunar, að breyta lifs- venjum vorum, lækka kröfurnar unx stund unx það, sem vér nú tclj- um nauðsyn, en liefur reyixzt öðr- um þjóðum hægt að konxast af án, nxeðan vér erum að gera oss hæf- ari til sanxkeppnisfæi'rar fram- leiðslu. Að sameina kraftana um þetta verður einxx af fyrstu prófsteinun- um í framhaldssjálfstæðisbai'áttu vorri. Menn skipa sér í stéttir og flokka um sameiginleg hugðarnxál. Svo hefur verið og svo nxuix verða. Barátta nxilli stétta og flokka virð- ist óumflýjanleg. En þá baráttu verður að heyja þannig, að menn missi aldi'ei sjónar á því, að þcgar allt kemur til alls, erunx vér allir á sama skipinu. Til þess að sigla því skipi heilu í höfn, verðunx vér að læi'a þá list að setja öryggi þjóð- arheildarinnar ofar öðru. Hér á laixdi er ekkert ganxalt og rótgróið auðvald eða yfirstétt. Heldur ekki kúguð og uixdirokuð alþýða. Flest- ir ,okkar eiga frændur og vini í öllum stéttuixx þjóðfélagsins. Oss ætti því að vera auðveldara en ýmsum öðrunx, að vilja hver öðr- unx vel. Að bera ekki í brjósti heift og hatur, öfund og tortryggixi hver til arinars, þótt vér höfum lent í mismunandi stéttum í þjóð- félaginu. Oss ætti að vera auð- veldara að leggja hver sinn skei’f eftir efnunx og ástæðum til þess að byggja upp fyrirmyndar þjóðfélag á þjóðlegum grundvelli. Vér verðum að sækja þekkingu til annarra um margt. En vér verð- um að temja oss það, að senxja þá þekkingu að íslenzkum lxögunx og háttum. Það muix aldrci blessast að færa íslenzku þjóðina í erlend- aix stakk, sem sniðinn er eftir öðr- um aðstæðum. Vér verðum að sníða stakkinn sjálfir eftir vorum eigin vexti. Ég lief veitt því eftir- tekt í löggjöf vorri, að innflutt löggjöf annnarra laixda, svo að segja óbreytt án þess að laga liana eftir íslenzkum aðstæðunx, licfur ekki komið að því gagni, sem ætl- ast var til. Það cru ekki rnargir áratugir síðan vér þóttumst vanfærir um að færast nokkuð verulegt í fang, vegna fátæktar. „Vér höfum ekki ráð á því“ var viðkvæðið. Á því sviði hefur oss vaxið svo ásnxegin að sunxir telja oss nú liafa ráð á hverju senx er. Vér verðunx að reyna að tenxja oss þá hugsun, að það er til takmarkalína, senx ekki verður farið út fyrir, ef vel á að fara. Sú takmarkalína er fram- leiðslugeta þjóðarinnar sem heild- ar. Oss Ber að varast þá liættu að eyða íxxeii-u eix vér öfluixx, þjóð- in seixx heild og einstaklingai'nir. Merkur daixskur bóndi sagði við mig á kreppuárunum eftir 1930: „Búskapur getur alltaf borið sig, hvernig sem árar, ef hann er ekki byggður á skuldunx. Ilæfilegt bú nxun alltaf sjá bóndanum farborða. En það gefur aldrei þau. uppgrip að það geti staðið uixdir háum vöxtunx og afborgunum af skuld- um“. Má ekki heimfæra þetta upp á þjóðai'búið íslenzka? Vorum vér ekki fyrir fáunx árum að sligast undir þessari skxddabyrði? Nú teljum vér oss vel stæða vegna gi'óða á stríðsárununx. Otal mörg- unx hefur tekizt að losa sig úr skuldunx og standa því betur að vígi en nokkru sinni fyrr, ef þeir kunna sér hóf. Þjóðarbúið muixdi einnig standa allt öðru vísi að vígi, ef ríkið gerði sama og einstakling- arnir, að losa sig úr skuldum. Og okkur ætti að vera það hægt. Ef 'vér svo gættum þess að nota þá fjármuni, seixx oss liafa safnazt, að öðru leyti til þess að auka þekk- ingu vora, framleiðslutækni og' aðra menningu, þá getum vér horft með bjartsýni franx á veg. Þá ættum vér að geta skapað vinnuöryggi fytir allt vinnufært fólk i landinu. Þá gætunx vér orð- ið liðtækir í samvinnunni með öðr- unx lýðfrjálsum þjóðum til þess að skapa beti-a framtíðarskipulag þjóðanna. Þetta er hægt, ef mönnum tekst að samlaga skoðanir sínar og stefnur betur exx verið hefur á þessu sviði og vilja færa þær fórn- ir, senx íxauðsynlegar eru til þess. Með þessum orðunx flyt ég allri þjóðinni, hverjum einstökum, kveðju nxína og bið þess að bless- un megi fylgja þjóð vorri á þeirri braut, senx hún lxóf með stofnun j lýðveldisins á Lögbei'gi í gær. 17. iúnfmótia Húseby og Skúli Guð- mundsson setja glæsi leg met í kúlovarpi og bástðkki 17. júní íxxótið fór fraixx í gær- kvöldi og setti Gunnar Iluseby þar glæsilegt met í kúluvarpi, varpaði hann kúlunni 15.32 m. (eldra metið 14.79) og fékk kon- ungsbikarinn fyrir bezta afrekið í nxótinu. Hástökksmet Skúla var 1.93 m. (eldra metið 1.85). Verður nánar sagt frá nxótinu síðar.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.