Þjóðviljinn - 04.07.1944, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 04.07.1944, Blaðsíða 1
9. árgangur. Þriðjudagur 4. júlí 1944. 144. tölublað. A MORGUN hefst í Þjóðviljanum greinaflokkur eftir Tito marskálk um hernaðar- og stjórn- málaástandið í Júgó- slavíu. Minsk Hesti sigur sumarsóknarinnar - Yfir 8O.000 fangar teknir Verkamenn á Akur- eyri semja við at- vinnurekendur Samningar voru undirritaðir 30. júní milli Verkainannafélags Akureyrarkaupstaðar og Vinnu- veitendafélags Akureyrar og fé- lags byggingameistara á Akur- «yri. Breytingar urðu nokkrar á kaupi. Almennt dagvinnukaup var áður kr. 2,24 á klst. er nú kr. 2.50. Eftirvinna greiðist eins og áður- með 50% álagi á dag- vinnukaup og nætur- og helgi- dagvinna með 100% álagi. Samningar munu vera óund- irskrifaðir við bæjarstjórnina ■enn þá, en samningsumleitanir munu halda áfram milli verka- mannafél. og bæjarstjórnar. 44 þjöBir sitja sjaldeyris Táðstefnu í Bandarfkjsnum Alþjóða gjaldeyrismálaráð- stefnan í Bretton Woods í New i Hampshire kom saman á laug- ardag. Morgentau fjármálaráðherra Bandaríkjanna var kjörinn for- seti ráðstefnunnar. 44 þjóðir taka þátt í ráðstefnunni, sem um 500 manns sitja. 3 nefndir hafa verið kjörnar og á fulltrúi íslands á ráðstefnunni sæti í einni þeirra. (Fréttatilkynning frá utan- ríkisráðuneytinu). Rauði herinn tók í gær Minsk, höfuðborg ráðstjórn- arlýðveldisins Hvíta-Rússland- Minsk var síðasta stóra varnarvirkið, sem Þjóðverj- ar höfðu á sínu valdi á rússneskri grund. í fyrradag var rauði herinn um 20 km. fyrir austan borgina. en tók hana með áhlaupi frá báðum hliðum í gær, þrem árum og 6 dögum eftir að Þjóðverjar tóku borgina. ,/ 28. júní til 1. júlí tóku Rússar yfir 80 000 fanga í Hvíta-Rússlandi. ift«wwiwwwwiywwi#wwwwyywwwi#wwwywwwwiwwwwyww í Það er ekki lengra síðan en á sunnudag, að Þjóðverjar sögðust verða að halda Minsk hvað sem það kostaði. Þá voru Itússar enn 20 km. fyrir austan borgina, en á síðast liðnum 10. dögum hafa þeir sótt fram allt að 300 km. og eiga þá eftir álíka langa leið til landa- mæra Austur-Prússlands. Rauði herinn hefur með töku Minsks unnið stærsta sigurinn í sumarsókn sinni hingað til. 1 dagskipan Stalíns var sagt, að .3. og 1. hvítrússnesku herirnir Forseti íslands hefur svarað heillaóskum de Gaulle hershöfðingja, foringja frjálsra Frakka á þessa leið: „Eg þakka yður hjartanlega kveðju yðar í tilefni af stofnun lýðveldisins og kjöri mínu til forseta, svo og af- stöðu bráðabirgðastjómar Frakklands til þessa sögulega viðburðar. Eg get fullvissað yður um að íslenzka þjóðin og ég fylgjumst með mikilli ánægju með þeirri þróun, sem færir frönsku þjóðina nær og nær markinu að fá frjáls umráð yfir hinni sögufrægu fósturjörð sinni og flyt um leið frönsku þjóðinni, bráðabirgðastjóminni og yður sjálfum innilegar framtíðaróskir mínar og íslendinga með von um góð framtíðarviðskipti milli þjóða okkar. Sveinn Bjömsson11. Sovétflugmaðurinn Rosénko. Hann er aðeins 22 ára, en hef- ur hlotið Leninorðuna, æðsta heiðursmerki Sovétríkjanna fyrir hetjulega framgöngu í stríðinu. Dailp lalla tn scisla mmmrn „Enn ekki tlmi kominn til almennrar upp eisnar" Danska frelsisráðið hefur snúið sér til sænsku stjómarinnar og farið þess á leit við hana, að leggja að Þjóðverjunum eftir „diplómatiskum" leiðum að uppfylla kröfur þess. Frelsisráðið setti fram fjórar kröfur við Þjóðverjana, að Schalburgsherfylkið væri flutt úr dönsku landi, að hernaðar- ástandinu yrði tafarlaust aflétt, að umferðarbannið við Kaup- mannahöfn yrði afnumið og að engar handtökur ættu sér stað vegna verkfallsins. Þjóðverjarn- ir hafa einungis uppfyllt kröf- una um afnám umferðabanns- ins við Khöfn og aðeins að nokkru leyti kröfuna um afnám hernaðarástandsins. Sænska stjómin hefur mót- tekið orðsendingu frelsisráðs- ins og sænska utanríkisráðu- neytið gaf til kynna „að það hefði athugað málaleitunina en gæti ekki skýrt nánar frá henni fyrr en eftir nánari at- hugun“. í hvatningu til dönsku þjóð- arinnar segir frelsisráðið, að enn sé ekki tími til kominn til al- mennrar uppreisnar, en meiri óbeinn mótþrói sé nauðsynleg- ur og að verkfallið megi ekki Framh. i 8, ilðu. hefðu tekið borgina í samciginlegu i áhlaupi. Þessir herir eru undir stjórn hershöfðingjanna Rokossofskis og Sérniokofskis. Er sá fyrri frægast- ur fyrir herstjórn sína í orustunni um Stalíngrad. — i dagskipun Stalíns voru auk þess nefndir 15 hershöfðingjar úr flughernum, 8 úr skriðdrekahernum, 3 riddara- liðshershöfðingjar. sem stjórna kósakkahersveitum, 4 stórskota- liðshershöfðingjar, 8 fótgönguliðs- hershöfðingjar og 1 hershöfðingi brautryðjendahersveitar. MINSK. Minsk var í stríðsbyrjun ný- tízku borg. íbúatala hennar hafði þrefáldazt á árunum 1917—1939, og var orðin milljón. — Þar var víðkunnur háskóli, fræg listasöfn og Ieikhús, .mikill iðnaður og verzl- un. Fmmhald á 8. Ljósmyndasýningin „Leningrati — Stalin- " : grad fróðleg og áhrifamikil Sýningin verður aðeins opin í fjóra diga enn Ljósmyndasýning „Leníngrad-Stalíngrad“ var opnuð í gær í Sýningárskála myndlistamanna að viðstöddum ráðherrum, sendi- herrum erlendra ríkja, biskupi, borgarstjóra og fjölda annarra gesta. Hr. ívan Kortschagin, fyrsti sendiráðsritari sovétsendiráðs- ins, setti sýninguna, en sovétsendiherrann, hr. Alexei Krassilni- koff, flutti ræðu. Klukkan 4 var sýningin opnuð fyrir almenning. geta keypt í anddyrinu 5 kr. kort, sem seld eru til ágóða fyr- ir endurbyggingasjóð sjúkra- húsa í Leningrad og Stalíngrad. Sýningin er opin kl. 1—11 e.h. • en stendur aðeins til 7. þ.m., svo þeir sem ætla sér að sjá hana, ættu ekki að láta það dragast. Sýningin gefur áhrifamikla hugmynd um ástandið í Lenín- grad í hinni ægilegu umsát, er mikill fjöldi borgarbúa fórst, og hetjudáðir borgarbúa, er aldrei misstu kjarkinn, en héldu áfram vinnu sinni, rithöfundarnir, bók menntaiðju og tónskáldið Dim- itri Sostakovitsj semur hina víðfrægu Leníngradsymfóníu. Annað aðalatriði sýningar- innar er orustan um Stalíngrad, hin ægilegu átök er hersveitir Þjóðverja komust allt austur til Volgu, en voru ekki einung- is hraktir til baka af sovétherj- unum, heldur fóru stórkostleg- ar hrakfarir, er höfðu áhrif á allt framhald styrjaldarinnar. Athyglisverð er sýning af sviði bókmennta og lista, sem mætir gestunum fyrst þegar inn er komið. Sýningin er á vegum félags þess er vinnur að auknum menn ingarsamböndum milli Sovét- ríkjanna og annarra ríkja. Öll- um er heimill aðgangur, og er hann ókeypis, en þeir sem vilja Vörubílstjóraverk- fallið heldur ðfram Verkfall vörubifreiða- stjóra sem hófst s. I. laug- ardag heldur enn áfram. Á luídegi s. 1. laugardag töldu atvinnurekendur sig mundu ganga að síðasta tilboði Þróttar, en þegar til kom sögðust þeir hafa „misskilið“ það. Engar samningaumléitan- ir fóru fram í gær. Lesið greinargerð um deiluna á 8. síðu Þjóðvilj- ans í dag.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.