Þjóðviljinn - 04.07.1944, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 04.07.1944, Blaðsíða 2
»JÖ»YILJINN Þriðjudagur 4. júlí 1944. Hafnarbætur í Bolungarvík eru óhjákvæmilegar ef þar á að vera lífvænlegt í framtíðinni Viðtal við Jón Tímóteasarson formann Verkaiýðsfél. Boluogarvíkor Jón Tímóteusson, formaður Verklýðsfélags Bolunga- ríkur, var nýlega staddur hér í bænum. Bolungavík er einn þeirra fiskibæja landsins, sem liggur að ágætum íiskimiðum, en skortur hafnarmannvirkja er hindrun eðlilegrar þróunar, eins og glöggt. kemur fram í frá- sögn Jóns Tímóteussonar hér á eftir. l>ar sem dekkbátar* eru dregnir á land með hand- afli. — Hvað er að frétta af at- vinnumálum í Bolungavík? — Atvinna Bolvíkinga er sem kunnugt er aðallega sjósókn. Sjór er stundaður svo að segja allt árið nema ca. hálfs mánað- artíma á vorin meðan viðgerð fer fram á bátunum. — Hvernig er höfnin og önn- ur skilyrði til sjósóknar? — Frá Bolungavík er stytzt á fiskimið af öllum stöðum á Vestfjörðum, en það er erfitt að sækja sjó, þótt stutt sé á miðin vegna erfiðrar landtöku. í Bolungavík er 'engin höfn frá náttúrunnar hendi og liggur höfnin sem sagt fyrir opnu hafi, og þótt ca. 80 tonna bátar geti flotið á flóði við hafnargarðinn sem þar er, þá er ekki hægt að athafna sig við hahn í slæmu veðri. Á haustin og vetrum verður að setja bátana á land, sem sagt á hverjum degi, og eru þeir dregnir á land með spilum sem knúin eru með handafli. Eins og gefur að skilja eru það vinnubrögð sem fara mjóg illa með menn. Verði ekki bætt úr hafnleys- inu innan skamms virðist frá- gangssök að auka útgerðina og næstum frágangssök að halda henni áfram. — Hvað eru margir bátar í Bolungavík? — Þeir eru 14 frá 3— 12 tonn að stærð. Það eru dekkbátar, en vegna hafnleysisins er ekki unnt að nota stærri báta. — Hvernig skilyrði eru til þess að byggja höfn í Bolunga- vík og hvað mundi bún kosta? — Teikningar liggja fyrír af bátahöfn og ennfremur kostnað- aráætlun, þar sem áætlað er að bátahöfn muni kosta um 1 millj. og 800 þús. kr. og er þar miðað við að byggð verði sæmileg bátahöfn. —¦ Hafa verið gerðar ráðstaf- anir til þess að hefjast franda með hafnarbyggingu? Á síðasta alþingi var sam- þykkt tillaga frá Barða Guð- mundssyni og Sigurði Bjarna- syni um að byrja á verkinu þegar fé væri fyrir hendi á fjárlögunum, en þorpinu er lífs- nauðsyn að fá þessa höfn, ef allt á ekki að fara í auðn. — Hafið þið frystihús?, — Já, hraðfrystihús, en það er alltof lítið, mun í mesta lagi hafa tekið á móti ca. 5 tonnum á dag. Einkum hefur geymslu- rúmið verið of lítið. Verið er að stækka það. Ræktunarskilyrði. — Hvernig eru ræktunarskil- yrði? — Ræktunarskilyrði eru tölu- vert mikil í Bolungavík. Margir er stunda sjó stunda líka land- búnað jafnframt". Verið er að leggja veg út í Skálavík, en þangað mun vera um 10 km. leið. Þar eru ágæt ræktunar- skilyrði, en þar er hafnlaust með öllu. Vegasamband. — Hvernig er með vegasam- band frá Bolungavík? — Bolungavík er vegasam- bandslaus, en rætt hefur verið um að leggja veg um Óshlíð- ina til ísafjarðar. Það yrði frek- ar erfið laghing vegna ofanfalls úr hlíðinni. Óviðunandi húsa^ynni. — Hvernig er með húsnæði? — Það er eitt af mestu vanda- málum Bolvíkinga. Raunveru- lega býr meiri hluti þorpsbúa í húsakynnum, sem eru alger- lega óviðunandi, og er þó raun- ar svipaða sögu að ségja af fleiri þorpum vestra. Mikill hluti húsanna í Bol- ungavík eru verbúðir frá gam- alli tíð, eða þeim tíma, þegar Inndjúpmenn byggðu sér yer- búðir þar og stunduðu sjó það- an, en engin byggð var í þorp- inu sjálfu. Þessar verbúðir voru síðan endurbættar og farið að búa í þeim allt árið. — Hefur lítið annað verið byggt? — Já, alþýða manna þar hef-" ur ekki efni á því að byggja, hve brýn nauðsyn sem er til þess, nema njóta mjög hag- kvæmra kjara. Okkur finnst að lögin um verkamannabústaði komi ekki fyllilega að notum í hinum smærri stöðum, af því að tekj- ur manna eru oft lægri en á stærri stóðunum. — Hvað eru margir íbúar í Bolungavík? . — Þeir eru rúmlega sjö hundruð og hefur heldur fækk- að upp á síðkastið. — Orsakir? — Orsökin mun vera minni þénusta en hægt er að fá ann- arsstaðar. "II fx* Jón Tímóteusson. Verklýðsfélagið. — Hvað er að frétta af Verk- lýðsfélaginu? — Verklýðsfélagið var stofn- að 1931 og átti í hörðum deilum fyrstu árin, en nægilega marg- ir verkamenn skildu nauðsyn félagsstofnunarinnar og veittu því brautargengi til sigurs í þeim deilum. Áhugi félags- manna hefði hins vegar mátt vera almennari en hann hefur verið hin síðustu árin. Kjör verkamanna í Bolunga- vík eru nú hin sömu og annarra verkamanna í hinum smærri stöðum á Vestfjörðum. Sjómenn eru sem deild ínnan Verklýðsfélagsins og hafa sér- samninga. Konur eru einnig í félaginu og er samið jafnframt fyrir verkamenn og verkakon- ur. I Verklýðsfélaginu eru nú allir, sem stunda vinnu í landi. Sjúkrasamlag stofnað. — Verkalýðsfélagið hefur beitt sér fyrir því undanfarin ár, að stofnað yrði sjúkrasam- Iag og atkvæðagreiðsla um það* fór fram 20.—23. maí s.l. og var samþykkt með yfirgnæfandi meiri hluta að stofna sjúkra- samlag. — Læknir og sjúkrahús? — í Bolungavík er læknir, en ekkert sjúkrahús, en mikil nauð syn er að koma þár upp sjúkra- skýli. Félagslíf. — Hvernig er með félagsstarf- semi í Bolungavík? — Auk verklýðsfélagsins eru starfandi ungmennafélag, kven- félag og stúka. Stúkustarfsem- in er dauf en ungmennafélagið og kvenfélagið starfa aftur á móti sæmilega. — Samkomuhús? — Samkomuhúsið er rnjög gamalt, var byggt um síðustu aldamót og er úrelt og úr sér gengið. Félögin hafa öll haft samkomuhúsmálið til meðferðar Enn um húsnæðisleysið í Reykjavík Hér í Bæjárpóstinum gerði ég nýlega að umtaÍsefni alla þá erfið- leika sem „íbúar" hermannaskál- anna eiga við að búa, samfara heilsuspillandi aðbúð, þar sem bæði fullorðnir og börn eiga í hlut. Nú ætla ég, vegna tilefnis, að minnast 'rneð nokkrum orðum á dálítið aðra hlið húsnæðisvandamálsins. Þið hafið sennilega, lesendur góðir, veitt því athygli að bæði í Morg- unblaðinu og Vísi hefur að undan- förnu verið talsvert um auglýs- ingar, bæði frá húseigendum sem auglýsa, „góða stofu", „forstofu- herbergi" eða aðeins herbergi, til leigu og æskja tilboða. Á móti koma svo auglýsíngar frá þeim húsnæðislausu; sem auglýsa eftir herbergi og æskja tilboða frá hús- eigendum. Það er vitað að í flest- um tilfellum, hvort sem um er að ræða heilar íbúðir eða einstaklings- herbergi, er okrið á leigunni svo takmarkalaust, að enginn trúif því að óreyndu. Og er þá langt geng- ið. Ekki er svo nóg með að hús- eigendur krefjist hárrar mánaðar- leigu, heldur láta þeir oft fylgja geisjháa fyrirframgreiðslu. Stundum getur húseigendum verið nokkur vorkunn. Þeir eru að byggja, og það er dýrt að byggja nú á tímum hér í Reykjavík. En oft eru þessar okurgreiðslur, mán- aðarlegar eða fyrirfram, eitthvert tízkufyrirbrigði sem orðið er al- þekkt. sem einhver mesta svívirða á viðskiptalífi þessa bæjar. Einn sem auglýsti og fékk 16 tilboð Kunningi minn einn, sem er sjó- maður og er sjaldan í bænum, aug- lýsti eftir herbergi í Mogganum fyrir hálfum mánuði síðan. Hann gat þess í auglýsingunni hvaða at- vinnu hann stundaði og hét dá- lítilli fyrirframgreiðslu. Ekki kvaðst hann hafa gert sér miklar vonir um svör við þessari auglýs- ingu, en raunin varð önnur. Hann fékk 16 tilboð um herbergi. En þegar hann hafði athugað öll þessi tilboð, kom í ljós að ekki var hægt að nota eitt einasta þeirra. Hið lægsta hfjóðaði á kjallaraherbergi af meðalstærð, sem átti að kosta 300 kr. á mánuði og tveggja ára fyrirframgreiðsla, eða 7200 kr. — sjö þúsund og tvö hundruð — en hið dýrasta var stofa á hæð, að vísu nokkuð stór, en hún átti líka að kosta 400 kr. á mánuði og fyr- irframgreiðsla fyrir 7 ár, eða 33600 kr. — þrjátíu og þrjú þúsund og sex hundruð —. ílér er aðeins get- ið tveggja tilboða af sextán, hinsi ódýrasta og hin dýrasta. Hvernig hin hafa verið liggur nokkurnveg-, inn í a-ugum uppi. °g hyggjast að leysa það í sam- einingu í náinni framtíð. — Bókasafn? — Bókasafn er sæmilegt til. Aftur á móti vantar lesstofu. Veittar voru 1000 kr. á fjárlög- um Alþingis til sjómannales- stofu í Bolungavík, en því mið- ur verður aldrei stór stofa byggð fyrir það fé, en bættur aðbúnaður bókasafnsins er eitt af því, sem þarf að komast í framkvæmd. Bókasafnið er tölu vert notað. J. B. Bærinn á að byggja í öllu eftirliti með húsnæðis- málunum ríkir hið herfilegasta mók frá hendi hins opinbera. Að nafninu til hefur verið skipuð húsa- leigunefnd, en ekki verður séð að hún hafi miklu#áorkað. Mikil þörf er róttækra aðgerða á þessu sviðL Víðsvegar í bænum eru lausar íbúðir. Ég hef veitt eftirtekt hús- um sem í eru heilar hæðir er stað- ið hafa auðar síðan 14. maí s.L og sfimar Jengur.. Ástæðan fyrir þessu er undantekningarlítið sú, að þessi hús á að selja eða íeigja, með okurverði. Þessu ófremdar- ástandi verður ekki aflétt fyrr en hin fámenna stétt húsnæðisbrask- aranna verður völdum svift og' al- þýðunni sjálfri fengin völdin í hendur. Krafan um það, að bær- inn eigi að byggja og leigja út íbúðir með kostnaðarverði, verð- ur æ hsaværarr. En sigur þess máls táknar ósigur bæjarstjórnarmeiri- hlutans í Reykjavík. Það ættu hinir húsnæðislausu að hafa í huga. Ó.Þ. „Útvarp Reykjavíkur". Það orkar ekki tvímælis að Rík- isútvarpið er langsamlega áhrifa- ríkasta menningartæki þjóðarinn- ar. Það er því í fyllsta máta vanda- samt starf að hafa með höndura stjórn þess og ákveða hvaða efni það flytur almenningi. Eg ætla mér ekki þá dul að fara að gefa út- varpsráði.og öðrum ráðamönnum: þeirrar stofnunar heilræði, en ég; vildi aðeins minna þá á, að gefa meiri gaum þeim röddum er ber- ast frá hlustendum utan af landL Úti um land er viðhorf fólks tilL útvarpsins allt annað en hér í Reykjavík. Þar finnst mönnum út- varpið^ hafa rofið einangrunina og; rutt nýjar brautir fyrir menningar- áhrif höfuðborgarinnar. Frétta- flutningur útvarpsins kemur þar í stað dagblaðanna hér og flytur' nýjustu fréttir daglega, í stað 'þess- að áður lásu menn þær í vikublöð- um, sem ekki komu þó til lesend- anna fyrr en hálfum eða heilum mánuði eftir útkomudag. Því er jafnvel haldið fram, að bóklestriS hafi hrakað síðan útvarpið náði útbreiðslu. Útvarpið er líka tengi- liður milli þeirra er úti á Iands- byggðinni búa og þess bezta er höf uðborgin hefur upp á að bjóða á sviði leiklistar, sdnglistar, skáld- skapar og fræðimennsku. Það er því eðlilegt að fylgzt sé með meiri athygli út um land hverju því efni er útvarpið flyt- ur, en hér í Reykjavík, þar sem sumir virðast hafa viðtæki sín í gangi í þeim eina tilgangi „að gera hávaða". Það ,er alveg ó~ þekkt fyrirbrigði annarstaðar, þar er hlustað á það sem menn vilja heyra og lokað fyrir það sem menn vilja ekki heyra. Af því leiðir að gerðar eru mikl- ar kröfur til útvarpsins ufh efnis- flutning og efnisval og verð ég að játa að erfitt sé fyrir útvarpsráð að uppfylla allar þær kröfur er til þess munu gerðar, og erfitt að skera úr hvað eigi að velja og hverju að hafna. En almenningi finnst oft frásögn og efnisval út- varpsins um of miðað við Reykja- vík, eins og það vilji gleymast að þjóðin sé ekki öll búsett þar. Hveð- ur svo ramt að þessari gagnrýni, að látið hefur verið svo um niælt að þulur útvarpsins ætti ekki að^ byrja' lesturinn með því að segja: „Útvarp Reykjavík", heldua: „Út- varp Reykjavíkur". Framhald á 5. síðu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.