Þjóðviljinn - 04.07.1944, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 04.07.1944, Blaðsíða 3
Þriðjudagur 4. júlí 1944. ÞJÓÐVILJINN 3 Nadesda Krúpskaja: Ævi mín Nadesda Krúpskaja mun lifa í sögu Sovétríkjanna og hinnar alþjóðlegu verk- lýðshreyfingar sem nánasti samstarfsmaður Leníns, og fyrir mikilvæg störf í þi'ujv alþýðuríkisins ú fyrstu áratugum þess. í grein þeirri er hér birtist, rekur Krúpskaja sjálf hokkur atriði œvi sinnar, á Ikinn yfirlœtislausa hátt, sem einkennir endurminningar hennár. Greinin er upphaflega. rituð fyrir málgögn ungkomm^iista í Sovétríkjunum. Eg er fædd árið 1869. Foreldrar mínir voru af áðalsættum, en þeir áttu hvorki bæ né búslóð og þau urðu ofl að taka lán fyrir brýn- ustu þörfum. Móðir mín var alin upp á ríkis- stofnun á kostnað hins opinbera. Hún var munaðarlaus og varð, jafnskjótt og hún hafði lokið námi, að byrja að vinna fyrir sér sem kennslukona. Foreldrar föður míns dóu einnig, þegar hann var barn að aldri. Fað- ir minn var alinn upp í herskóla og brautskráðist þaðan sem liðsfor- ingi. A þeim tímum voru margir tiðsforingjanna óánægðir. Faðir minn las mikið, trúði ekki á guð •og var nákunnur hinni sósíalistisku hreyfingu í Vestur-Evrópu. Meðan hann lifði var löngum gestkvæmt af byltingamönnum hvaðanæva áð á heimili okkar. Eg veit ekki, hve virkan þátt faðir minn tók í byltingarhreyfingunni. Hann dó, jþegar ég var aðeins fjórtán ára. 'Skilyrði fvrir því, að menn fengju að taka þátt í byltingarstarfsem- inni, var alger þagnarskylda. Bylt- ingarmennirnir ræddu því sjaldan fyrirætlanir sínar-. Jafnskjótt og Tbyrjað var að tala um eitthvað, :sem að bvltingarstarfseminni laut, var ég oftast nær send í búðir eða ■einhverja aðra snúninga. Eigi að ■síður hevrði ég á mörg samtöl um byltinguna, og auðvitað var öll samúð mín með byltingarmönnun- um. Faðir minn var mjög réttsýnn. Sæi hann einhvern rangindum.beitt an snerist hann ætíð öndverður gegn slíku. Þegar hann var fyrir skömmu brautskráður frá liðsfor- ingjaskólanum, varð hann að hjálpa til að bæla niður uppreisn í Póllandi. Én hann reyndist ekki dyggur kúgari. Hann sleppti pólsk- um föngum, hjálþaði þeim. til að flýja og gerði rússneska hernum á margan hátt erfitt fyrir í stað þess að hjálpa honum til þess að undiroka Pólverjana, sem höfðu gert uppreisn gegn hinni óþolandi kúgun rússneska keisaravaldsins. Eftir að uppreisnin hafði verið bæld niður, fór faðir minn í her- toga-skólann, og þegar hann hafði lokið þar námi, varð hann umdæm- ishöfðingi í Póllandi. Þegar hann kom tii umdæmis þess, sem hon- um hafði verið falið, komst hann að raun um, að margskyns ósvinná dafnaði þay í skjóli keisaravalds- ins: Gyðingarnir voru hýddir op- inberlega, og meðan bumburnar þrumuðu, voru hliðarlokkarnir, sem hinir heiðvirðu Gyðingar létu vaxa, klipptir burt. Pólverjunum var bannað að af- girða grafreiti sína. Svínunum var hleypt þangað inn og þau rótuðu í gröfunum. Faðir minn afnam allan þennan ruddaskap. Hann kom á stofn sjúkrahúsi, sem hann rak með prýði. Hann hafnaði hinum al- gengu mútum og aflaði sér því brátt óvinsælda og haturs meðal setuliðsins og rússnesku embætt- ismannanna. En jafnframt vann hann vinsældir og ást meðal íbú- anna, einkum Pólverjanna og hinna fátæku Gyðinga. Bráðlega komust á loft margs konar nafn- lausar ásakanir á föður minn. Hann var talinn „óhæfur stjórn- málamaður“, vikið frá embætti, án þess að orsakir væru tilnefndar, sviptur rétti til þess að takast á hendur störf í þágu ríkisins og dreg inn fyrir dómstólana. Tuttugu og tvö afbrot voru á hann borin: Hann talaði pólsku, dansaði maz- urka (pólskur dans), skreytti ekki skrifstofu sína á afmæli keisarans, hlýddi ekki á guðsþjónustur o. s. frv. Málaferlin stóðu í tíu ár og að lokum koin mál hans fyrir sen- atið (æðsta dómstól Rússlands á dögum keisarans), sem dæmdi hann að lokum.sýkn saka, skömmu áður en hann dó. Eg hafði snemma lært að hatast Þannig voru liúsakynni rússnesku bœndanna, sern , Kruyskaja segir frá. Þýzki kommúnistaleiðtoginn Klara Zetkín og Nadesda Krupskaja. « við þjóðflokka-kúgunina. Mérsagði að } hafði snenima skilizt, að Pólverj- ar. Gyðingar og aðrir j)jóðflokkar voru á engan hátt verri en Rúss- ar. Þegar mér óx aldur og ]>roski, hallaðist ég því að stefnu rúss- neska kommúnistaflokksins, þar sem rík áherzla er lögð á fullkomið frelsi og sjálfsákvörðunarrétt þjóð- anna. Viðurkenningin á sijálfsá- kvörðunarréttinum fannst mér rétt og skyld. Eg komst snemma að raun um, hvað ráðsmennska hinna keisara- legu embættismanna, gjörræði einstakra manna, hefði að segja. Þegar ég komst á fullorðinsár, varð ég byltingarsinni, sem barðist gegn hinu, keisaralega einveldi. Þeg'ar faðir minn hafði misst stöðu sína, tókst hann á hendur, hvað sem honum bauðst. Hann var líftryggingamaður, endurskoð- andi, málaflutningsmaður o. s. frv. Við ferðuðumst borg úr borg og mér gafst ]>ess því kostur að sjá fjölda ólíkra manna og gat gefið því gætur, hve margskonar mann- tegundir eru til. Móðir mín sagði oft frá því, þegar hún var kennslukona hjá stórjarðeiganda nokkrum, og hvernig lienni þá .gafst tækifæri á því að fylgjast með ]>ví, hvern- ig jarðeigendurnir léku leiguliðt ana, eins og þeir væru skepnur. Eitt sinn um sumartíma, þegar við vorum í heimsókn hjá jarðeiganda- frúnni, móður drengjanna, sem móðir mín hafði kennt, varð ég mér til skammar, þó að ég væri þá aðeins fimm ára. Eg fékkst hvorki til þess að heilsa né kveðja né þakka fvrir matinn, svo að móð- ir mín varð alshugar feginn, þeg- ar faðir minn kom að sækja okkur og við yfirgáfum Rússanovo (svo hét bærinn). Um veturinn, þegar við fórum frá Rússanovo fyrir fult og allt, akandi á sleða, lá við sjálft, að við yrðum myrt á leiðinni af leigu- liðunpm, sem héldu, að við værum jarðeigendúrnir. Þeir börðu ekilinn okkar og ætluðu að drekkja hon- um niður um vök á ísnum. Faðir minn álasaði bændunum ekki fyr- ir þetta tiltæki, og síðar, þegar hann ræddi um þennan atburð við móður mína, minntist lninn á hið aldagamla hatur, sem leiguliðarnir hefðu borið til jarðeigendanna, og l- verðskulduðu slíkt hatur. í Rússanovo komst ég í mikið vinfengi við börn leiguliðanna og konur þeirra. Eg stóð jafnan með leiguliðunum. Eg lief minnst orða föður míns alla mína ævi og þess vegna er það skiljanlegt, hvers vegna ég barðist síðar fyrir því að jarðirnar yrðu teknar af stórjarð- eigendunum og fengnar í liendur bændunum, sem erjuðu þær. Eg var heldur ekki nema sex ára, þegar ég fékk megna andúð á iðnaðarauðmönnunum. Faðir minn var endprskoðandi við Hovard- verksmiðjuna í Úglitsj og ræddi oft um það ófremdarástand, sem þar ríkti, uin hvernig verkamennirnir voru arðrændir o. s. frv. Þetta hlýddi ég á. Eg lék mér alltaf við börn verka- mannanna og við þjálfuðum okkur í að kasta snjókúlum í umsjónar- menn verksmiðjanna, þegar þeir gengu fram hjá. Eg var átta ára, þegar styrjöldin við Tyrki hófst. Þá bjuggum við í Kieff. Þjóðræknishjalið ómaði alltaf fyrir eyrum mér, og mikið var rætt um svívirðileg hryðju- verk Tyrkjanna. En ég sá einnig fjötraða fanga' bundna saman, ég lék mér með tyrknesku barni, sem tekið hafði verið tiF fanga, og ég fann, að styrjaldir eru válegur verknaður. Síðar tók faðir minn mig með sér á málverkasýningu Ventsagíns stríðsmálara. Þar gat að sjá her- stjórnarráðið, þar sem það sat á öruggan stað í hvítum einkennis- búningum með einhvern stórfursta í broddi fylkingar og horfði á ]>a# gegnum sjónauka, þcgar hermenm- irnir féllu í baráttunni við fjand- mennina. Þó að ég skyldi ógerla þá, hvað var að gerast, þá fór- það svo síðar, er ég öðlaðist gleggri skilning á þessum málum, að sá herinn hlaut samúð mína óskipta, sem kinokaði sér við að halda á- fram þessari landvinningarstyrj- öld. Þegar ég var tíu ára gömul, var mér koþiið fyrir í sveit vegna las- leika. Þar kynntist ég ungri kennslukonu, sem ég fékk miklar mætur á. Hún var félagi í „Norad- naja Volja“. Hún rækti starf sitt af mikilli alúð og með glæsileik. Ilún umgekkst sveitabörnin eins Og jafningja sína og ræddi við þau af alvöru um alla skapaða hfuti. Allan daginn var herbergi hennar fullt af glóhærðum piltum og, stúlk um. Eg komst í vinfengi við börn- in og fvrir kennslukonuna hefði ég fúslega fórnað lífinu. Um vetur- inn, þegar ég sat í bekknum, teikn- aði ég alltaf lítil hús með áletr- uninni: „Skóli“, og ég hugsaði ekki um annað en að verða einhver* tíma sveitakennslukona sjálf. Frá þessari stundu lief ég alla mína ævi látið mig sveitaskólana og kennarana miklu skipta. Ura veturinn frétt ég, að kennslukon- an hefði verið handtekinn. Tveim- ur árum síðar sat hún í fangabúð- um í Pskoff í myrkvaklefa. Var þá ekki leyfilegt að fylgja þeim, sem hugðú á byltingu? Eg minnist ennþá mjög vel kvöldsins 1. marz 1881, þegar fé- lagar úr „Norodnaja Volja" drápu keisarann, Alexander II. með sprengjutilræði. Fyrst komu ætt- ingjar okkar til okkar. Þeir voru skelfingu lostnir, en sögðu ekkert. Því næst kom gamall skólafélagi föður míns. Hann var í hernum. Ilann skýrði frá morðinu í einstök- urn atriðum, hvernig vagninn hefði • splundrast ,o. s. frv. „Eg hef nýlega keypt mér sorg- arborða á ermina", sagði hann og sýndi okkur efnið. Eg undrast, að hann skyldi harma zarinn, sem hann hafði alltaf kvartað undan. Og ég ályktaði, að þessi vinur föð- ur míns hlyti að vera metorða- gjarn maður, úr því að hann væri að baka sér óþarfafjárútláta með því að kaupa sorgarborða. Eg gat ekkert sofnað alla nóttina. Eg hugsaði að nú, þegar zarinn hafði verið myrtur, þá myndi allt snm- an batna, þá myndi fólkið fá frelsi. Framh. á 5. síðu. Samyrkjubœndvr Sovétríkjanna hafa tekið vélarnar í þjónustu sina.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.