Þjóðviljinn - 04.07.1944, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 04.07.1944, Blaðsíða 4
ÞJÓÐVILJINN — Þriðjudagur 4. júlí 1944 Útgefandí: Sameiningarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokkurinn. Ritstjóri: Sigurður Guðmundsson. Stjómmálaritstjórar: Einar Olgeirsson, Sigfús Sigurhjartarson. Ritstjórnarskrifstofa: Austurstrœti 12, sími 2270. Afgreiðsla og auglýsingar: Skólavörðustíg 19, simi 218ý. Áskriftarverð: í Reykjavík og nágrenni: Kr. 6.00 á mánuði. Úti á landi: Kr. 5.00 á mánuði. Prentsmiðja: Víkingsjjrent h.f., Garðastrœti 17. Skömmtun á nauðsynjavörum íslandi eru nú skammtaðar allar vörur, sem það þarfnast og getur "engið. Ákveðið magn af vörum kcniur hingað til landsins og meira "æst ekki. Hér á landi er kaupgeta hinsvegar það niikil að eftirspurnin verður nikhi meiri en framboðið. Troðningurinn við skóbúðirnar, þegar ný kósending kernur, og skorturinn á ýmsum tegundum vefnaðarvöru er irækust sönnunin. I»að virðist liggja í augum uppi að það sé ófært ástand að vörurnar éu skammtaðar inn í landið, en innanlands, rífi svo liver til sín, eftir >ví sem fjárhagsleg geta, verzlunarsambööd og aðstæður leyfa. Éina ráðið til þess að skapa eitthvert réttlæti í þéssum málum er 8 koma skömmtun á vefnaðarvöru, skófatnað og fleiri nauðsynjar, em fyrirsjáanlegt er að ekki sé nóg til af til þess að fullnægja eftir- puminni. Það hefur áður hér í blaðinu verið vakin athygli á nauðsyn ííkrar skömmtunar, en yfirvöldin hafa því engu sinnt. Verði því sinnu- :ysi haldið áfram verður afleiðingin sú, að þeir, sem bezta aðstöðu afa til þess að ná í vörurnar, sölsa sem mest af þeim til sín, en hinir itja á hakanum. Slíkt ástand er ófært. Það er enn tækifæri til að koma í veg fyrir . ersta galla skömmtunarinnar á vörum til landsins, þann að fjölda íanna skorti nauðsynjavörur, en aðrir hafi birgðir. Og það tækifæri arf að nota strax. ini Nadesda Krupskaja: Ævi mín Allsherjarverkfallið í Höfn Frelsisbarátta Dana hefur aldrei komizt á hærra stig en nú, síðan ún var hafin. Allsherjarverkfallið í Kaupmannahöfn og götubardag mir þar sýna betur en allt annað að þar berst óbuguð þjóð, sem reiðu- úin er til að fórna öllu fyrir frelsi sitt. Þátttaka dönsku verkaimpin- nna hefur aldrei verið meiri og skeleggari í baráttunni en einmitt nú. Það fer ekki hjá því að Islendingum hitni um hjartaræturnar er eim berast þessar fréttir. Af alhug óska þeir þess að Dönum megi sem Jrum undirokuðum þjóðum Evrópu takast að brjóta af sér ok fasism ns sem allra fyrst. Hinn aðdáunarverði þróttur, fórnarhúgur dg dirfska, sem lýsir sér baráttu Dana sem Norðmanna, Frakka, Jugoslafa og annarra hetju- jóða Evrópu, er sönnun þess að þe ar þjóðir eru að endurfæðast í dskírn þeirri, sem þær nú ganga í gegnum, og koma út úr þeim ógn- n skorts og harðstjórnar sem sterkari og samhentari, andlega og sið- . rðilega stórbrotnari þjóðir en þær áður voru. Vér íslendingar erum stoltir af að tilheyra Evrópu, að vcra skyldir ' -ssum þjóðum, er vér heyrum fregnirnar af afrekum þeirra. En vér ::rðum að gæta þess, að eigi andlegur skyldleiki vor við þær að hald- ;t, þannig að vér getum skilið þær til fulls, einnig eftir þetta stríð, i verðum vér að kappkosta að skilja hvílíkt víti harðstjórnarinnar ið er, sem þær hafa orðið að þjáðst í, — skjjja hve sterk, voldug og úptæk sú frelsishreyfing er, sem nú gagntekur þær. Vér verðum ilfir að geta fylgt þeim eftir, ef vér eigum að halda þeim andlegu mböndum, sem vér höfum haft við þessar þjóðir, — og það er alltaf fitt að skilja til hlítar það, sem menn lifa ekki sjálfir. En einmitt barátta Dana og Norðmanna er oss svo nærri að mörg- i okkar finnst við næstum vera með í henni. Og það er gott. Það er ímitt sú tilfinning, sem þarf að verða enn sterkari hjá oss, svo and- : gu böndin við hinar Norðurlandaþjóðirnar styrkist. Borgarráð Leningrads tók - fyrravor sérstakar ákvarðanir í því skyni að bæta heilsufar ( barna borgarinnar í sumarleyf- um þeirra. Málið var lagt fyrir verklýðs- félögin á staðnum til þess að veita skólabörnum Leningrads tækifæri til þess að notfæra sér sem bezt tómstundir sínar og endurheimta h'eilsu sína. .Sam- kvæmt ákvörðun stríðsráðs Leningrads voru 124 byggingar, sem voru að gólffleti 32.000 fer- metrar, og voru á fallegum svæðum í umhverfi borgarinn- ar, rýmdar til þess að hýsa 13 Ungherjasveitir. Erfiðleikarnir við þetta stöf- uðu af því, að byggingarnar þörfnuðust viðgerðar mjög til- finnanlega. En þar sem sjó- menn í Eystrasaltsflotanum, Komsomol-æskan (Komsomol er stytting á nafni félagsskapar rússneskra ungkommúnista, — þýð.), og virkir verklýðsfélagar veittu hjálp, var byggingunum komið í lag á skömmum tíma. Foreldrar barnanna skipulögðu sjálfboðaliðsvinnu við viðgerð- ina á húsunum. Leningrad, hin sögufræga borg, er óðum að ná sér eftir hinar ægilegu raunir er hún varð að þola meðan hún var umsetin af nazistaherjunum. Greinin sem hér fer á eftir, er rituð af P. Kasakoff, fulltrúa stjórnar Verkalýðsfélagasam- bands Sovétríkjanna, og birtist nýlega í rúss- nesku blaði. umhverfi liðum Meðal þeirra var hinn 22 ára gamli Sasja Kotelnikoff, sem hafði hlotið þrjú hciðursmerki — orðu rauða fánans, Leningrad-orðuna og Alexander Nevskí-orðuna. Litlu stúlkurnar og drengirnir drukku í sig hvert orð, sem hann sagði. Unga hetjan sagði þeim hvernig skæruliðarnir hefðu gert árásir á aðalbækistöðvar óvinanna, tekið höndum þýzkar vélbyssuskyttur og bjargað hópi ungra skólakenn- ara úr klóm óvinarins. Um sumarið horfðu börnin á 92 kvikmyndasýningar, og fyrir þau voru haldnar 100 skemmtisýning- ar og 150 hljómleikar. Elestar skemmtanir vorii samt á vegum skemmtihópa barnanna sjálfra. Leningrad. lá hressingarhælum og hrcint loft fiafa orðið þeim til mikils gagns. Allar þessar ráðstafanir, sem gerðar hafa verið til að bæta heilsu barna hinnar rústuðu Leningrads, eru enn ein staðfesting á hinni ríku umhyggju sem Sovétstjórnin ber fyrir liinni vaxandi kynslóð. wwuvw EFTJÍt vwwwwwwwwvwwwwvvwwvv P. Kasakoff Þegar lokið var við viðgerð- ina, skipulögðu verklýðsfélögin flutning barnanna. Öll húsin voru opnuð á þeim tíma, sem ákveðinn hafði verið. Það var í fimmtán sólríkum sambygg- ingum, sem áður höfðu verið hvíldarheimili verkamanna Len ingrads, — komið á fót fyrir forgöngu Lenins árið 1920, — að fyrsta hópnum var komið fyrir. Þar var rúm fyrir 3.000 börn, að mestu leyti börn her- manna og manna sem særzt höfðu í stríðinu. Þriðja hópnum var komið fyr ir á bökkum grunnra smávatna. Börnurium voru fengin nokkur falleg sveitaskýli til umráða. Heiðursgestir við opnun hús- anna voru hershöfðingjar á Leningradvígstöðvunum og ýms unum- ir alkunnir menn. Þarna eyddu bömin tíman- um aðallega í alls konar les- hringjum, við útiæfingar og 1- þróttir. Það mátti sjá greinilegar um- bætui' á heilsu barnanna. Flestir Lýðveldis- op íþrótta- niót í Borgarfirði íþróttamót Borgjirðinga — sem að þessu sinni var nejnt lýðveldis- og íjnóttamót Borgjirðinga —■ jór jram að Ferjukoti s.L laugardag og sunnudag og sóttu það um 3000 manns. Á sunnudaginn voru ræður flutt- ar, lesin kvæði og sungið, auk í- ' þróttakeppninnar. Ilæður fluttu próf. Richard Beck, Bjarni Ásgeirsson alþm. og Pétur Ottesen alþm. Frumsamin kvæði fluttu Guðmundur Böðvars- son og Guðmundur Sveinbjörns- cþ'engirnir og stúlkurnar þyngdust son' um t.vö til tíu pund. En þetta voru samt ekki einu ráðstafanirnar sem gerðar voru í Leningrad til heilla hinna ungu borgara. Snemrna um vorið voru börn, sem ekki höfðu náð skóla- aldri, og smábörn flutt í sveita- býli, þar sem þau hafa noðð hins hreina lofts og sólskinsins í ríkum rnæli. Yfir 17000, skólabörn eyddu dögunum í sérstökum hvíldar- görðum sem komið var upp við skólana. Þau eyddu tímanum á svipaðan hátt og áður hefur verið lýst. Matvælaskammturinn var aukinn til þess að bæta upp þann mat, sem börnin fengu á heimil- Börnin í Leningrad, sem er í fremstu víglínu, lifa erfiðu lífi. En þær ráðstafanir, sem gerðar eru til að bæta andlegt og líkamlegt heilsufar þeirra að sumrinu til, Karlakór Borgarness, undir stjórn Halldórs Sigurðssonar, söng og lúðrasveit lék. Að lokinni íþróttakeppninni var dansað fram eftir nóttu. Um það bil 300 leshringir hafa reynzt svo vcl, að þær duga voru skipulagðir í ýmsum efn- jþeim.hini1 hliita ársins. Leningrad- Á meðal þeirra voru les- huar 8era ahf hvað þeir gcta til Bíll mölbrotnar við Svartsengi Það slys vildi til í sambandi við útiskemmtun að Svartsengi í grennd Grindavíkur, sem hald- in var s. 1. sunnudag, að vöru- bíll, sem í voru 2 menn, fór út af veginum og mölbrotnaði í hrauninu. Framhjólin fóru bæði uridan bifreiðinni og stýrishúsið og pallurinn mölbrotnuðu. Bifreiðarstjórinn meiddist eitt hvað og var fluttur til læknis í Keflavík, en hinn hruflaðist aðeins á fingri. um. hringir í hervísindum, bÓk-iað vernda æskuna frá erfiðleikum menntum, sögu, landafræði og ýmsu öðru, auk þess lærðu börn in dans og söng. Hermenn af vígstöðvunum, flugmenn, sjó- liðar\ skriðdrekastjórar voru tíðir gestiv hjá börnunum. Eg átti þess kost að vera við- staddur á samkomu hjá einum hópnum. Hún var haldin í rúm- góðum Ijorðsal. Gorodnerski liðs- foringi var héiðursgestur, og þegar hann ræddi um dáðir og afrek á vígstöðvunum, hlustuðu ungling- arnir með leiftrandi augum og þeim hljóp kapp í kinn. Þessi sami hópur fékk .heimsókn frá skæru- stríðsins, til að gera hana heil- brigða og hrausta.. í ár var komið á stofn fyrsta reglulega livíldarheimilinu fyrir skólabörn og unglinga. Æðsta ráð verklýðsfélaganna veitti 1.300.000 rúblur í þessum tilgangi. Tvö slík heimili, seni. rúma 1300 börn, erú nú starfandi. Börnin, sem dveljast á þessuvn hvíldarheimilum, skemmta sér vel við leiki, og skemmtiferðir út í sveit. Þau te'ngja líka gagu við gaman, hlusta á fyrirlestra og not- færa sér bókasafnið. Heilnæmur matur, mataræði eins og tíðkast Vinnubókin er nauðsynleg öllum þeim er vintia tímavinnu. Fæst í skrifstofu verk- lýðsfélaganna, í bókaverzl- unum og hjá útgefanda. FULLTRÚAKÁÐ VERKLÝÐSFÉLAGANNA Hverfisgötu 21. KAUPÍÐ ÞJÖÐVIUANN Framh.af 3. sCBu En svo fór þó ekki. Allt sat við hið sama eða versnaði að stórum mun. Lögreglaiv tók félagana í „Norodnaja Volja“ fasta, og þeir, sem höfðu inyrt zarinn voru drepn ir. Leiðin til liússins, þar sem máls- ránnsóknin fór fram, lá meðfram skólanum, sem ég var í. Að kvöldi þess dags, sem aftakan fcír fram, sagði frændi okkar frá því, hvern- ig Michailov hefði rifið sig lausan úr hengingarólinni, þegar þeir ætl- uðu að fara að hengja hann. Upp fi'á þessum degi var öllu pólitísku lífi lokið í Rússlandi. Allir kunn- ingjar okkar, sem voru hlypntir byltingastarfseminni, voru teknir höndum. Fyrstu kennslu lilaut ég í heima- húsum hjá móður minni. Eg lærði snemma að lesa. Bækur voru mér einkar hugleiknar. Eg svalg hvcrja á fætur annarri. Bækurnar luku upp öllum heiminum fyrir sjónum mér. Eg vildi sem fyrst komast í skóla. Þegar ég var tíu ára gömul rættíst sú þrá. Bekkurinn var yfir- fullur. Það voru kringum 50 börn í honum. Eg var fáskiptin og kvíða full og naut mín ekki í margmenn- inu. Enginn tók hið minnsta tillit til mín. Kennararnir fengu okkur verkefni, tóku ncmendurna upp, hlýddu þeim yfir og gáfu þeim eink unnir. Við þorðum einskis að sp.yrja. Kennslukonan okkar var værukær og smásálarleg. Hún lét séi' annt uin efnuð börn, sem komu akandi í einkavögnum í skólann, en hún leit niður á þau börn, sem voru tötrum klædd. Það var held- ur engin eining né vinfengi meðal barnanna. Eg las af kappi og tók betur eftir en liin börniri, en ég svaraði illa út úr, því að ég var oftast með hugann bundinn við eitthvað annað cn það, sem spurt var um. Þegar faðir minn varð þess áskynja, að ég nam ekkert í þessum skóla, sendi hann mig í einkaskóla. Þar var allt á annan veg. Engin leit niður á okkur, börnin voru frjálsleg og voru góðir vinir. Einnig ég eignaðist! þar vini. Kennslan var mjög skemmtileg. — Enn þann dag í dag minnist ég þessa skóla með hlýju. — Ilann veitti mér þekkingu, kenndi mér að vinna og gerði úr mér mann- eskju, sem liugsar og skynjar á mannlegan hátt. Þegar faðir minn, sem ég gat rætt við um allt, dó, var ég fjórtán ára. Þá var ég alein lijá mömmu. Hún var mjög góð og fjörug kona, en fór með mig cins og barn. Ég vann af ákafa til þess að komast áfram. Það var ekki fyrr en síðar, þegar þroskamunurinn á milli okk- ar tók að þverra, að okkur fór að koma vel saman. Hún hafði mikl- ar mætur á mér, og hún var hjá mér það, sem eftir vár.ævinnar. Hún gladdist yfir því, að ég skyldi vera byltingarsinnuð, og hún gerði sitt til þess að svo yrði. Allir félag- arnir, sem vöndu komur sínar til okkar, kynntust henni og þótti mikið til hennar koma. Hún lét engan soltinn frá sér fara og lét sér örlög allra varða. Þegar faðir minn dó, urðum við að fara að sjá um okkur sjálfar. Ég tók að mér stundakennslu og í sameiningu unnum við ýmiss- konar skriftir. Við tókum eimrig að leigja nokkur af herbergjunum í húsinu. Þannig gafst -mér kostur mennirnir höfðu ennþá ekki skipu- á að kynnast margs konar fóllri: stúdentum, fátækum gáfumönn- um, símastúlkum, saumastúlkum, hjúkrunarkonum o. s. frv. Þegar ég hafði verið hæst í skólanum, leituðu margir nemendur til nrin. Kennslan var ekki alls kostar þægileg viðureignar. Efnaðir for- eldrar voldu kennslukonurnar að ofan frá og skiptu sér mikið af kennsluhöguninni. Ég hafði þráð að verða kennslukona að loknu námi, en ég gat engá stöðu fengið. í frístundum mínum las ég rit Leos Tolstojs af miklum áhuga. Hann gagnrýndi mjög óhóf auð- valdsins og iðjuleysi, hann gagn- rýndi þjóðskipulagið og sýndi fram á, að allt miðaði að því að aúka á þægindi og vellíðan stórjarðeigend- anna og annarra auðmanna á kostnað lágstéttanna. Hann lýsti því, hvernig verkamennirnir slitna um aídur fram sökum allt of erf- iðrar lifsbaráttu, og sífellt strit. Leo Tolstoj kunni að lýsa þessu ástandi. Ég hugsaði til þess, sem ég sjálf hafði séð, og komst að lagt baráttu sína. Verkalýðsfélög fyrirfundust ekki. Ég var tuttugu ára gömul og liafði ekki hugmynd um að neinn Marx hefði verið uppi, ég vissi ekkert um verkalýðs- baráttuna að mun né heldur um kommúnismanu ■ 'aun um', að Tolstoj hefði á réttu að standa. En um leið birtist mér barátta byltingarmannanna í öðru óg skýrara Ijósi. Ég skildi betur fyrir hverju þeir börðust. En hvað átti að gera? Með hermdarverkum með því að myrða einstaka skað- lega embættismenn og zarinn, yrði aldrei komizt langt áleiðis. Leo Tolstoj benti á líkamíega vinnu og fullkomnun mannsins sem eina úr- ræðið. Ég tók sjálf að vinna öll störf innan húss. Á sumrin vann ég hin erviðustu landbúnaðargtörf. Ég vísaði á bug öllu óhófi, tók að veita mönnunum nánari athygli og sýna þeim meiri þolinmæði. En ég komst brátt að raun um, að allt þetta breytti raunverulega engu, ranglætið ríkti eftir sem áður, hversu mjög, sem ég þjakaði sjálfa mig með líkamlcgu erviði. Reynd- ar kynntist ég betur lífi bændanna, ég lærði að ræða við einstaka bændur og verkamenn og komast þannig á snoðir um lífsviðhorf þeirra og vilja, en hvað stoðaði það? Ég hugði, að ef mér auðn- aðist að afla mér frekari mennt- unar, myndi ég öðlast beti'i skiln- ings á því, hverra aðgei'ða væri þörf til þess að breyta þessu bága lífi og koma í veg fyrir arðránið. Á þeim tímum fékk kvenfólk hvorki aðgang að háskólunum né öðrum æðri menntastófnunum. Keisarainnan, sem áleit, að konur ættu eingöngu að hýrast á heimil- unum og hugsa um karlmennina og börnin, kom því til leiðar, að konum var gert óklcift að afla sér læknismenntunar eða nokkurrar annarrar æðri menntunar. Ég nam tilsagnai'laust svo mikið sem mér var unnt. Að lokum var æðri skóli fyrir konur opnaður í Pétursborg. Ég hóf nám þar, en þegar að tveimui' mánuðum liðnum liöfðu vonir mín- ar beðið skipsbrot. Ég komst að raun um, að hér væri ekki að finna það, sem ég leitaði. Þar var að vísu mikinn vísdóm að fá, en að- eins ekki þann, sem að haldi mætti koma í dægurbaráttunni. Það voru allt aðrir tímar þá en nú. Þá fengust engar bækur, er fjölluðu um þjóðmál, það þekkt- ust heldur engir fundir. Verka- Dag nokkurn leiddu örlögin mig í hóp nokkurra stúdenta (þá var hin róttæka stúdentahreyfing að hefjast í Rússlandi) og þá var sem hulu væri svipt frá augum mér. Þetta var einskonar leshringur. Ég tók til að lesa og-byrjaði að læra í hringnum. Ég tók til að lesa Marx og aðrar nauðsynlegar bæk- ur„ og skildist mér, að einungis hin byltingarsinnaða verkalýðs- hreyfing er þess megnug að breyta lífinu, að ég varð að helga vérka- Iýðshreyfingunni allan þrótt sálar og líkama, ef ég ætlaði að verða nýtur þegn. Nú var mér Ioks frið- þægt. I þrjú ár sótti ég leshringinn, las mikið og öðlaðist gerbreytt lífs- viðhorf. Ég vildi ekki aðeins afla mér þekkingar, ég vildi einnig eitthvað þarft. Stúdentarnir höfðu þá aðeins ónáið ,samband við verkamennina, en þeir áttu visst fylgi meðal verkalýðsins í hvert sinn, er þeir sneru sér til hans. Stjórnin leitaðist við að staðfesta óbrúanlegt djúp milli stúdentanna og verkalýðsins. Ef stúdent. vildi tala við verkamann, varð hann að breyta um búning (stúdentar báru einkennisbúning) og fara til fund- ar við hann á laun, til. þess að verða ekki uppgötvaður sem stúd- ent. Lögreglan fylgdist gaumgæf- lega með öllu atferli stúdentanna. Þá ákvað ég að hefja starf mitt sem kennslukona við sunnudaga- skóla í Smolenshoje, sem liggur að baki Nove-garðsins. (Nú heitir þessi borgarhluti Volodorski-um- dæmið til heiðurs við hinn myrta félaga okkar Volodorski). Þetta var stór skóli fyrir nær 600 manns. Iíann var sóttur af verksmiðjuverkamönnunum í Pal, Semjanikoff . og mörgum öðrum vei'ksmiðjuþorpum. Ég kom þang- að nærri því daglega. Ég hafði mikla ánægju af því að fræða verkamennina. Ég þekkti vel kjör þeirra og vinnuhögun. Þessi þekking kom nú að góðum notum. Ég minnist þess, sem verkamennirnir sögðu mér. Þá voru erviðir tímar. Ef launþegi ympraði á '>ví við vinnuveitanda, að þegar vinnudagurinn lengdist bæri verkamanninum hærra dag- kaup, var honiun tafarlaust vikið úr vinnu. Verksjniðjustjórinn eða meistaririn voru ósparir á hand tökur. Áfengisneyzla og þekking- arskortur voru mjög mikil meðal launastéttanna. Ég kenndi í fimm ár við þenn- an skóla, þangað til ég var sett í fangelsi. Við vorum sniátt og smátt byrj- uð að skipuleggja starfsemi okk- ar. Að dæmi þýzka verkamanna- flokksins, sem var fyrirmynd okk- ar, nefndum við samtök okkar Sosíaldemokratiska-flokkinn. Árið 1894 kom Vladimir lljitsj (Lenín) til Pétursborgar, og upp frá því tók okkur að vegna betur. Skipu- lagningin varð brátt traustari. Ég vann með Vladimir lljitsú í sama Þriðjudagur 4. júlí 1944 — ÞJÓÐVlLJINN umdæmi, og við urðum brátt góðir vinir. Nú tókum við að útbreiða stefnu okkar mcð flugritaáróðri. Við tók- um að gefa út ólöglega bæklinga, síðan hugkvæmdist okkur að gefa út almennt, ólöglegt tímarit. Þeg- ar tímaritið var að hlaupa af stokkunum, var Vladimir Iljitsj og fjöldi annarra félaga handtekn- ir. Með því var útbreiðslustarf- seminni reift þungt högg, en við söfnuðum þrótti á ný og fórum að gefa út flugrit. í ágúst 1896 hjálpuðum við til að leiða til lykta verkfall meðal iðnaðarverkamanna, og leituðumst við að skipuleggja það sem bezt. Að verkfallinu loknu fóru fram fjöldahandtökur og mér var einnig varpað í fangabúðir. í útlegðinni giftist ég Vladimir Hjitsj. Upp frá því fylgdumst við að, meðan bæði lifðu. Ég aðstoðaði •hann við störf hans eftir því, sem mér var unnt. En að segja frá því ölln væri hið sama og að segja frá störfum og lífi Vladimir Iljitsj. Þau ár, sem við lifðum sem flótta- menn utan Rússlands, voru mest öll störf niín í því fólgin að lialda sambandinu við Rússland. Árin 1905—1907 var ég ritari í mið- stjórn flokksins og frá 1917 vann ég að alþýðufræð.slunni. Ég ann þessu starfi og mér hcfur verið það mjög mikils vert. Til ]>ess að ná lokatakmarki októberbylting- arinnar verða verkamennirnir að afla sér þekkingar. Einnig bænd- urnir verða margt að nema, ann- ars munu þeir ekki geta fylgt verkalýðsstéttinni eftir og munu dragast aftur úr. Störf mín i þágu alþýðufræðslunnar eru nátengd á- ; róðus- og útbreiðslustarfsemi | flokksins. ] Mér hefur fallið sú mikla gæfa ! í skaut að sjá, hvernig verkalýðs- ! stéttin óx að þroska og þrótti, ég ■ var vottur að stærstu byltingu ■ veraldarsögunnar. Mér hefur auðn- azt að sjá korn hinnar sósíalist- isku þjóðmálastefnu vaxa úr moldji, að sjá lífið umskapast frá rótum. Ég harmaði löngum, að ég skyldi aldrei eignast barn, en nú harma ég það ekki lengur. Nú á ég mörg börn: Ykkur ,hina ungu kommún- ista og landnema. Þið eruð öll Leninistar, og munuð verða Lenin- istar. Að ósk hinna ungu landnema er þessi saga einnig rituð. Ykkur er hún helguð, kæru börn. Einar Bragi þýddi. BÆJARPOSTURINN Framh. af 2. síðu. Útvarp frá íþróttamótum ;! knattspyrnukappleikj- !; um- og Þá' vil ég víkja að eirium þætti útvarpsins, er þó nánast heyrir undir fréttaflutning þess, en það er útvarp frá íþróttámótum og kappleikjum hér í Reykjavík. Það er án efa citt. vinsælasta útvarpscfniö, sérstaklega mcðal unga fólksins. Eg hef verið sjónar- vottur að því, úti á landi, að fylgzt liefur verið með útvarpi frá í- þróttakeppni liér í Reykjavík, með slíkum áhuga að líkast hefur verið því að hlustendur væru sjálfir c þátttakendur í keppninni. Sérstak- !; Iega ber þó á þessu, þegar féiög og £ einstakir menn utan af landi eru S að keppa hér, og ætti bokstaflega 4 að hafá það fyrir fasta rcglu að c útvarpa frá íþróttamótum þegar § þannig stendur á. MYNDAFRÉTTIR Þannig hugsar teiknari sér endalok þýzkrar jlugvélar, Junkers 88, í viðureign við strandvamarjluglið Breta. Brezka strand- varnajlugliðið hejur valdið Þjóðverjum tiljinnanlegu tjóni. Áhnerísk hergögn bíða jlutnings í höjn í Ameríku. Brezki kafbáturinn Uproar að fcoma lieim úr leiðangri. Brezka jlugvélamóðurskipið Ravager.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.