Þjóðviljinn - 04.07.1944, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 04.07.1944, Blaðsíða 8
Ur borglnn! Næturvörður er í Reykjavíkurapó teki. Næturakstur: B.S.B., sími 1720. Útvarpið í dag: 19.25 Hljómplötur: Lög úr óperett- um og tónfilmum. 20.30 Erindi: Vopnaframleiðsla og vopnaverzlun I (Hjörtur H-all- dórsson rithöfundur). 20.55 Hljómplötur: a) Þættir ur ævi minni eftir Smetana. b) Kirkjutónlist. Næturvörður er í Iðunnarapóteki. Næturakstur: Bifröst, sími 1508. Trúlofun. í fyrradag opinberuðu trúlofun sína ungfrú Valgerður Björgvinsdóttir, Garði í Mývatns- veit og Bjarni Bjarnason, Skíðastöð- um, Skagafirði. Afgreiðsla Heyrnarhjálpar, Ingólfs stræti 16 verður lokuð 5,—12. þ. m. Notendur Sonotone-heyrnartækja eru vinsamlega beðnir að athuga þetta og kaupa þær rafhlöður, sem þeir kunna að þurfa fyrir þann tíma. FLOKKURINN Skrifstofa Sósíalistafélags Reykja- víkur, Skólav.st. 19, er opin alla virka daga kl. 4—7. Félagsmenn eru vinsamlega beðn- ir að koma þangað og greiða gjöld sín. Skrifstofan á Skólavörðustíg 19 er opin daglega kl. 6—7 e. h. Félagar ættu að koma sem oftast til að greiða gjöld sín og fá fréttir af starfseminpi. Stjómin. Drengjamót Ármanns Fyrri hluti drengjamóts Ár- manns jór jram á íl>rát tai> e llin um í gœrhvöldi. Úrslit urðu sem hér segir: 80 METRA HLAUP. Bragi Friðriksson (K.R.) 9.8 sek. Halldór Sigurgeirsson (A.) 9.8 sek. Magnús Þórárinsson (A.) 9.9 sek. HÁSTÖKK. Þorkell Jóhannesson (F.H.) 1.60 m. Árni Guðlaugsson (F.H.) 1.60 m. Bragi Guðmundsson (Á.) 1.50 m. 1500 METRA IILAUP. Óskar Jónsson (Í.R.) 4.25.6. Gunnar Guðlaugsson (Á.) 4.36.0. Páll Halldórsson (K.R.) 4.38.4. LANGSTÖKK. Bragi Friðriksson (K.R.) 6.24 m. Þorkell Jóhannesson (F.IJ.) 6.14 m. Halldór Sigurgeirsson (Á.) 6.12. m. SPJÓTKAST. Ásbjörn Sigurjónsson (Á.) 43.90 m. Bragi Friðriksson (K.R.) 42.42 m. Haraldur Sigurjórtss. (Á.) 40.58 m. 1000 METRA BOÐHLAUP. Sveit K. R. 2.14.2. Sveit Á. 2.14.5. Svcit í. R. 2.15.4. Mótinu lýkur í kvöld. Verkfall vðrubifreiðastjóra Atyínniirekendyr þðtíyst misskiija íillioð Þrótíar Verkfall vörubifreiðastjóra heldur enn áfram. Hér fer á eftir greinargerð um deiluna, samkvæmt upplýsingum frá Jóni Sig- urðssyni, framkvæmdastjóra Alþýðusambandsins. Kristalskðlaa (The Crystal Ball). Bráðskemmtíl'egur gamanleik ur um spádóma og ástir. PAULETTE GODDARD, RAY MILLAND, VIRGINIA FIELD. Sýning kl.' 5, 7 og 9. HrakfallaMlkar („It Ain ’t Hay“). Fjörug gamanmynd með skopleikurunum BUD ABBOTT og LOU COSTELLO. I Sýnd kl. 5, 7 og 9. Samningar Vörubílstjórafélags- ins „Þróttur" við Vinnuveitenda- félag íslands voru utrunnir 28. júní s.l. Samkvæmt þeim samningum var kaup fyrir vörubifreiðir í akstri innanbæjar kr. 10.11, en þar af reiknaðist sem grunnkaup bifreið- arstjórans kr. 2-.50 (sumarleyfi innifalið), og á {iað skyldi koma full dýrtíðaruppbót samkvæmt vísitölu kauplagsnefndar eins og hún væri á hverjum tíma. Skömmu eftir að samningur þessi var gerður setti „Þróttur“ sérstakan taxta fyrir bifreiðar með svokölluðum. vélsturtum og var sá taxti allmiklu hærri en sá taxti seni fjn-r er gi-elndur, en hefur þó almennt verið greiddur 2 s.I. ár. Þær kröfur, sem bifrciðarstjórar gerðu nú, voru, að fyrir bifreiðir allt að tveggja tonna væri greitt kr. 12.50 um klst., en fyrir bifreið- ir tveggja og tveggja og liálfs tonns væri greitt kr. 15.20, enda hefðu þær vélsturtur. Áf þessu átti grunnkaup bifreiðarstjóra að vera kr. 3.25. Einnig var sú krafa ýerð, að ef unnið væri hjá sama atvinnu- rekanda og ekið 100 km. eða meir, miðað við 8 stunda vinnu eða "skemmri tíma, skyldi greitt við- bótargjald samkvæmt langferða- taxta „Þróttar“ á hvern hlaupandi km. sem fram yfir væri 100. Á þeim eina fundi, er stjórn Vinnuveitendafélagsins og samn- inganefnd „Þróttar“ áttu saman, buðust atvinnurekendur til þess að greiða hækkun á kaupi bifreið- arstjórans sem næmi 16.6%, og hærra gjaldið því aðeins að vél- sturtur væru notaðar. Um þetta varð ekkert samkomu- Iag og var málinu vísað -til að- gerða sáttasemjara ríkisins. Samningaumleitanir fóru síðan fram fyrir milligöngu hans, en báru ekki árangur, og fékk þá stjórn „Þróttar“ heimild til vinnustöðv'- unar, ef samningar hefðu ekki tek- izt fyrir 1. júlí, og var sáttasemj- ara, Vinnuveitendafélaginu, Reýkjavíkurbæ og Almenna bygg- ingarfélaginu h.f. tilkynnt sú á- kvörðun. Skömmu áður en til vinnustöðv- unar kom, bar sáttasemjari fram tillögu um, að samningsuppkast „Þróttar“ skyldi lagt til grund- vallar, með þeirn breytingum: 1) að í stað kr. 12.50 kæmi kr. 11.00 og í stað kr. 15.20 kæmi kr. 14.95, 2) að grunnkaup bifreiðarstjóra væri kr. 3.00 um klst. í stað kr. 3.25, sem krafizt var, 3. að við- bótargjald fyrir hvern hláupandi km. fram yfir 100 skyldi vera kr. 0.80 fyrir minni bifreiðir. en kr. 1.00 fyrir þær stærri. Fyrir sitt leyti vildi „Þróttur" ganga að samningum á þessum grundvelli, en Vinnuveitendafélag- ið með þeirri breytingu, að hærri taxtinn gilti aðeins þegar vélsturt- ur væru notaðiir. Kl. um 12 á föstudagskvöld sendi „Þróttur“ það boð tíl Vinnu- veitendafélagsisn, að félagið væri reiðubúið tjl að gera samnínga á grundvellí tillögu sáttasemjara, með þeirri breytingu, að gjald fyr- ir minni bifreiðir væri kr. 12.00 og kr. 14.00 fyrir þær stærrí, enda hefðu þær vélsturtur. Þessu gátu atvinnurekendur ekki svarað um kvöldið og hófst því viimustöðvun á laugardags- morgun. Um hádegi konm boð frá sátta- semjara um að Vinnuveitendafé- lagið hefði gengið að boði „Þrótt- ar“, en.þegar til undirskriftar kom þóttust þeir hafá nvisskilið tilboðið og haldið að hærri taxtinn ættí einungis að grciðast ef yélstúrtur væru notaðar, og varð því ekkert af samningum og heldur því vinnu- stöðvunin áfram. i SQlD D CherbDiFasHag liafa rofíd 35 feisi. stofd í víglífin Pjóðverja og sótt ímm 3—5 fcm. V Klukkan 5,30 í gærmorgun hófut Bandaríkjamenn sókn vest- arlega á Cherbourgskaga. Þeir hafa rofið vamarlinu Þjóðverja á 35 km. breiðu svæði og sótt fram 3—5 km.. Markmið soknarinnar er fyrst í i fullum gangi dag og nótt á brú- stað bærinn La Maye. — Á miðri arsporðinum á eystri bakka Odons. leið milli hans og Carentan, tóku Annars eru bardagar þar vægir Bandamenn þorp í gær. Fyrir suðvestan Caen er st(ir- skotalið Breta og Kanadamianna lliustOlDii íorlr aistia llill? AððHuadur verkamannaféíagsins Þórs Aðalfundur Yerkamannafélagsins Þórs í Sandvíkurhreppi í Ámessýslu, var haldinn 30. júní s. 1. Auk venjulegra aðalfundarstarfa var rætt um kaup- og kjara- samninga og hófst allsherjaratkvæðagreiðsla í fundarlok um heimild til vinnustöðvunar frá og með 11. júlí. Lauk henni að kvöldi 2. júlí og var verkfallsheimildin samþykkt. Á fundinum var samþykkt að félagssvæðið skyldi framvegis ná einnig yfir Hraungerðis- hrepp, en það hefur hingað til aðeins náð yfir Sandvíkurhrepp. í stjórn voru kosnir: Formaður: Björgvin- Þor- steipsson. Ritari: Bjarni Sigurgeirsson. Gjaldkeri: Ásbjöm Guðjóns- son. Þá var einnig samþykkt á fundinum að bæta inn í lög fé- lagsins ákvæði um trúnaðar- mannaráð. Fyrir fundinum lá uppkast að ’ kaup- og kjarasamningi við atvinnurekendur í hreppnum. I fundarlok hófst allsherjarat- ’ kvæðagreiðsla um heimild til vinnustöðvunar frá og með 11. júlí, ef samningar hafa ekki náðst fyrir þann tíma hjá Kaup félagi Árnesinga Selfossi, Sig- urði Ó. Ólafssyni kaupmanni og hreppsnefnd Sandvíkurhrepps. Atkvæðagreiðslan stóð yfir 1. og 2. júlí og lauk að kvöldi 2. júlí. Af 24 félagsmönnum greiddu 18 atkvæði, eða allir sem heima voru í hreppnum að einum undanskildum. Vinnu- stöðvunarheimildin var sam- þykkt með 18 samhljóða atkvæð um. Félagið hefur undariarið ekki haft samninga við atvinnurek- endur. Taxtinn sem greiddur hefur verið undanfarið er kr. 2,10 (gamli Dagsbrúnartaxtinn) og unnið hefur verið í 10 stund- ir. Kröfur félagsins eru í aðal- atriðum þær, að á félagssvæði þess gildi sömu kjör og nú eru á Eyrarbakka og í Hveragerði, en þau eru í samræmi við nú- gildandi Dagsbrúnarsamninga. Austurvígstöðvarnar Framh. af 1. síðu. Frá borginni liggja ágætir vegir og járnbrautir í allar áttir. ÓSTÖÐVANDI SÓKN. í herstjórnartilkynningu Rússa í gærkvöldi var sagt að sókn rauða hersins væri látlaus. Þegar á sunnudaginn • höfðu Rússar rofið járnbrautirnar frá Minsk til Eystrasaltslandanna og frá Minsk til Varsjá. — Síðari hluta dags í gær var rauði herinn kominn inn í úthverfi bæjarins Molodeksno, á miðri leið milli Vilna, þar sem járnbrautin frá Polotsk sker þá járnbraut. — llauði lierinn hefur tekið bæinn Glúbkoje miðja vega milli Molo- deksno og Polotsk. — Götubar- dagar eru liáðir í Polotsk. Stormovik-flugvélar Rússa halda uppi stöðugum árásum á hinn fljúgandi her Þjóðverjá. Rússar tóku yfir 450 }>orp og . bæi í gær í Hvíta-Rúselandi, og' úm 300 í fyrradag. Á Finnlandsvígstöðvunum tók rauði herinn um 50 bæi og þorp á Petrosavodsk-svæðinu. Amerísk flugrvél varpar sprengjuoa á stöðvar Þjóðverja. og nota Bandamenn hléið til að skipuleggja lið sitt. Bandamenn hafa 11 vegi frá Caen á valdi Sínu, en Þjóðverjar aðeins 2. Þjóðveriar missa 22 hershöfðingja á einum mánaði Þjóðverjar haf misst 22 hers- höfðingja á einum mánuði á öllum vígstöðvum. Á austurvígstöðvunum féUu 4 en 8 voru teknir til fanga. í Normandí féUu 6, en 2 vora teknir til fanga. í Finnlandi fórust 2 í flog- slysi. Danmörk Framh. af 1. síðu. hætta, fyrr en Þjóðverjarrúr hafi látið undan. Skýrt er frá því, að hingað til hafi 100 manns verið drepn- ir en 1000 særðir í Kaupmamaa höfn. (Frá danska blaðafulltrúaa- um).

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.