Þjóðviljinn - 14.07.1944, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 14.07.1944, Blaðsíða 1
Mannijón setnlíðsíns í bardðgum um borgína 13000 K. R. vöRn Allsherjar- raótið Allsherjarmóti í. S. t. lauk í gœr- kvöld. K. R. hlaut titilinn: Bezta í- þróttajélag íslands i jrjálsum i- þróttum, hlaut 136 stig. í. R. jékk 90 stig, Ármann J/3 stig og F. 11. stig. Keppnin í 10 km. lilaupinu fór frani í gærkvöld. Aðeins 2 kepp- endur mættu til leiks. Varð Indriði Jónssoxi K. II. fyrstur á 36,49,8 mín, en hinn keppandinn Stein- ar Þorfinnsson A. var 39,33,6 mín. FIMMTARÞRAUT 1. Jón Hjartar K R 2562 st. 2. Bragi Friðrikss Iv R. 2449 st. Framh. á 8. síðu. Stalín marskálkur gaf út sérstaka dagskipun í gær um töku Vilnius, höfuðborgar Litháens. Setuliðið var sigrað í 5 daga bardaga. 8000 Þjóðverjar voru drepnir, en 5000 teknir hönd- um. Meðal herfangs voru 156 fallbyssur, 68 skriðdrekar og vélknúnar fallbyssur og 1500 herbílar. Vilnius er einhver þýðingar- mesta samgöngumiðstöð í Norð- .austur-Evrópu. Þjóðverjar ætluðu ekki að sleppa borginni fyrr en í fulla Imefana. Sendu þeir fallhlífar- lið þangað hvað eftir annað næstum fram á síðustu stund, eftir að borgin hafði verið um- kringd. Sigrinum var fagnað í Moskvu með 27 skotum úr 324 fallbyss- um. Vilnius er hin forna höfuð- borg Lituvu (Litháens). Pólsku stórveldissinnarnir eigna Pól- landi hana og nokkru eftir end- urreisn Póllands réðust Pólverj ar á Lituva og hernámu borg- ina. Lituvar sættu sig aldrei við jþennan órétt og neituðu jafnan upp frá því að eiga nokkur við- skipti við Pólverja, — höfðu meir að segja ekki stjórnmála samband við þá, fyrr en Pól- verjar neyddu þá til þess með stríðshótun árið 1938. — Seint á árinu 1939 afhentu Rússar Uituvum Vilnius. UÁTLAUS SÓKN Á EYSTRA- SALTSVÍGSTÖÐVUNUM Rauði herinn hafði þegar fyr ir nokkru síðan farið framhjá Vilnius. — í gær tók hann 200 bæi og þorp í viðbót á þessu svæði. Sækir rauði herinn hratt fram vestur og suðvestur frá Vilnius. Víða annars staðar á Hvíta- Rússlands og Eystrasaltsvígstöðv- unum sóttu Rússar frarn 25—30 km. í gær. Sókn rauða hersins miðar vel áfram til Dvinsk. Tók hann vfir 20 bæi og þorp þar í gær, m. a. bæinn Drissa. Nálægt Idritsa voru yfir 100 bæir og þorp teknir. Fyrir suðvestan Dvinsk tóku Rússar meir en 100 bæi og þorp í gær. Sóknin gengui- líka vel frá Lida og frá Honin. ÞÝZKT FÓLK FLUTT BURT í Berlín er tilkynnt, að lokið sé við að flytja 350000 þýzka íbúa burt úr Austur-Evrópu. Sumar fjölskyldur höfðu verið þar margar kynslóðir. Þekkt svissneskt blað fullyrðir, að það hafi algjörlega brugðizt all- ir útreikningar sínir á austurvíg- stöðvunum. Hafi þcir gert ráð fyr- ir, að llússar myndu í sumar leggja aðaláherzlu á að sækja yfir Karp- atafjöll og suður á Balkanskaga. Bandamenn 3 km. frð Lessay Á vesturströnd Cherbourgskaga eru Bandaríkjaherimir rúm- lega 3 km. frá bænum Lessay. St. Lo er nú vel innan skotmáls. Hafa Bandamenn komið fallbyssum sínum fyrir í hæðum iy> km. frá bænum og liggja vamarvirki Þjóðverja undir stöðugri skothríð. Bandaríkjamenn sækja að St. XiO í 65 km. löngum hálfhring. Er annar fylkingararmurinn næstum því kominn á bak við 'Þjóðverjana. Fyrir sunnan Carentan tóku Bandamenn tvö þorp í gær. Nálægt Caen tóku þeir líka 2 þorp. Bandamenn eiga þar í höggi við 5 þýzk vélaherfylki, sem eru úr þýzka hernum í Normandí. Bretar og Kanadamenn hafa undanfarna daga eyðilagt þarna eða skemmt mikið 118 skriðdreka. Mikið er.enn barizt um hæð nr. 112. Bretar og Kanadamenn endur skipuleggja lið sitt báðum meg- in við Caen. Á eystri bakka Ornefljóts, ná- lægt bænum St. Honoriu, hafa Bretar orðið að hörfa lítið eitt vegna harðra gagnáhlaupa Þjóð verja. íbúar Túnis fagna dé Gaulle, leiðtoga frjálsra Frakka. (Lesið greinarnar um frelsisbaráttu Frakka) 0nnuf mesta fafmagnsvírkjun hér á íandí Borgarstjóri og forstjóri Rafmagnsveitu Reykjavíkurbæjar, buðu í gær ríksstjóm, bæjarstjóm, blaðamönnum og öðmm gestum austur að Ljósafossi til að vera viðstadda vígslu hinnar nýju viðbótarvirkjunar Ljósafoss. Ilin nýja virkjun er 5500 kilowött og ræður þá Rafmagnsveitan yfir 17.500 kilowöttum. Þessi virkjun er annað mesta rafmagnsmannvirki, sem unnið er hér á landi.-Stærsta virkjunin hér á landi er fyrsta virkjun Ljósafoss, sem var 8800 kw. Til samanburðar má geta þess að virkjun Laxár nemur 4600 kw. Rafmagnsstjóri. Steingrímur Jónsson, skýrði frá undirbúningn- um og vinnunni við viðbótarvirkj- unina og þakkaði þeim sem að henni unnu. Fer frásögn hans hér á eftir: „Þegar ófriðurinn brauzt út, var úr vöndu að ráða, um hvernig fara ætti að, um fyrirsjáanlegár aukn- ingar. Var þá t. d. um haustið pantaðir frá Svíþjóð 10 spennar í bæjarkerfið. Gjaldeyrir féklcst ekki, en firmað, sem Rafmagns- veitan hafði oft skipt við áður, gekkst inn á að smíða þá engu að síður. Skyldu þeir vera tilbúnir í júní 1940, og grciðast við afliend- ingu. Spennarnir komust aldrei hingað, og hafa nú verið seldir öðr- um þar í landi. Afhendingartími stórra vcla í Svíþjóð, var orðinn all-langur, mun meiri en árið 1937, og var sífellt að lengjast. Vinnan við útboðslýsingu að 3. vélasamstæðunni tók allt haustið 1940, og í ársbyrjun 1941 var út- boð sent til Englands, með beiðni um tilboð. Til vara voru lýsingar einnig sendar til Ameríku og sondi- herra íslands í Washington beðinn um að gj-eiða fyrir þeim þar. Tvö tilboð komu frá Englandi, og sem voru mjög aðgengileg, en þau voru því skilyrði háð, að brezka rikisstjórnin veitti leyfi fyr- ir smíðunum, sem ekki fékkst. Var þá leitað til Ameríku, og tókst að fá lilboð í vélasamstæðu, sem hægt var að koma fyrir i hús- rúmi því, er ætlað var fvrir þessa aukningu og þó svo stóra, að hún gat notað ásamt hinum vélunum, allt vatnsrennsli í Ljósafossi, við minnsta rennsli. Var afl hennar 7650 liestöfl á túrbínuása. Samn- ingar voru undirritaðir um túr- bínusmíðina í febrúar, og um raf- vélina og raftæki í marz 1942. Skyldi afhendingartími vera í júlí 1943 eða 16 mánuðir fyrir túrbínu og 15 fyrir raftækin. Ef leyfið hefði fengizt fyrir vél- inni í Englandi, og samningar orðið undirritaðir í okt. hefði af- hending þar samt orðið um líkt leyti. Amerísku vélarnar voru að ýmsu leyti frábrugðnar hinum sænsku sem fyrir voru. Fyrst það, að að- færzluæðin og túrbínuhólkurinn skyldu gerðir úr steinsteypu i stað stáls. Þá voru svo mikil vandkvæði á að fá stálplötur vestra, vegna skipasmíðanna. Varð því bygging- arvinna við þessa aukningu miklu meiri og vandasamari. Steypu- styrktarreikninga gerðu þeir, Lang vad, verkfræðingur, og aðstoðar- maður hans, Fanö, veturinn 1942 —’43, meðan á vélsmíðinni vestra stóð, ásamt útboðslýsingu, og var það verk ágætlega' af hendi leyst. Vorið 1943 var byggingarvinna boðin út og komu 3 tilboð i hana. Varð Almenna byggingafélagið hlutskarpast. Hóf það vinnuna í Framh. á 8. síðu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.