Þjóðviljinn - 21.11.1944, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 21.11.1944, Blaðsíða 2
ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 21. nóvember 1944» Byggingamdlatillögur Sigfúsar Sigurhiartarsonar: HúsnæOismálin verði leyst á næstu 5 árum Húsnæðisvandamálið verður ekki leyst nema á félagsgrundveili — Stofnað verði bysgingafélag er sé öllum bæjarbúum opíð Félag petta, ásamt bænum og bönkunum myndi Byggingasamband Reykjavíkur, er hafi innflutning og framleiðslu byggingarefna Byggja þarf árlega 620 íbúðít aæsiu fímtn ár Þjóðviljinn birti s.I. sunnudag fyrsta hlutá af greinargerð þeirri sem Sigfús Sigurhjartarson bæjarfulltrúi Sósíalistaflokks- ins lagði fyrir síðasta bæjarráðsfund. í dag birtir Þjóðviljinn þann hluta greinargerðarinnar, þar sem lýst er íbúðaþörfinni, en yfir 400 fjölskyldur eru nú hús- næðislausar hér í Reykjavík, en um 600 fjölskyldur búa í slæm- um kjallaraíbúðum eða bráðabirgðaíbúðum. Sigfús kemst að þeirri niðurstöðu, að árlega þurfi að byggja hér í Reykjavík 240 íbúðir vegna fólksfjölgunar og endurnýja þurfi 180 íbúðir, en auk þess þurfi að reisa árlega 200 íbúðir næstu 5 ár fyrir það fólk sem nú er húsnæðislaust, en það þýðir að byggja þarf 620 íbúðir árlega næstu 5 árin. Því næst er gerð grein fyrir því hvernig hægt er að leysa húsnæðismálið með félagssamtökum íbúanna í bænum. Ættu allir Reykvíkingar að kynna sér þessar tillögur, sem eru hinar ýtarlegustu sem fram hafa komið í þessu máli. Að öllu því athuguðu sem að framan er sagt, virðist mér ljóst að félagsátök þurfi til að leysa húsnæðisvandamálið í Reykja- vík, og slík átök verða að koma frá félagi, sem telur sér skylt að hafa yfirsýn yfir húsnæðis- þörfinni, eins og hún er á hverj- um tíma og bæta úr henni þann ig, að tekið sé fullt tillit til allra þeirra aðila, sem hlut eiga að máli, þ. e. einstaklinga, bæjarfélagsins og bankanna. Jafnframt þarf að tryggja þessu félagi þá fjárhagsaðstöðu, sem með þarf, svo það geti leyst verkefni sitt af hendi. STOFNAÐ VERÐI BYGG- INGAFÉLAG ER SÉ OPIÐ ÖLLUM BÆJARBÚUM Tillaga mín er því að stofnað verði byggingafélag, er sé öll- um bæjarbúum opið (færi vel á að það héti Ingólfur og Hall- veig). Þetta félag, bæjarfélagið cg bankarnir, mynduðu síðan' Byggingasamband Reykjavík- ur, er hefði það hlutverk með höndum að leysa húsnæðis- vandamál bæjarbúa á þeim grundvelli, sem um getur í upp hafi þessarar greinargerðar. Framkvæmdastjórn sambands- ins gæti verið skipuð þremur mönnum, einum frá hverjum aðila. Hlutverk hennar væri meðal annars að gera grein fyr ír. byggingaþörfinni á hverjum tíma, gera áætlanir um hvern- ig henni verði fullnægt og stjórna byggingaframkvæmd- um sambandsins. FJÁRÖFLUN TIL BYGGINGA FRAMKVÆMDA Fjár til byggingaframkvæmd- anna hugsa ég mér aflað þann- ig: 1) Á frjálsum peningamark- aði fengjust 50% af bygginga- kostnaði (t d. 6% Annuitets lán, vextir og afborgun samtals 6% af upphaflega láninu). 2) Bærinn leggði fram 20% af byggingakostnaði sem óaft- urkræfrar innstæðu gegn 2% vöxtum. 3) Bankarnir leggðu fram 15 % af byggingarkostnaði sem óafturkræfrar innstæðu gegn 2 % vöxtum. 4) Einstaklingur, sem vill öðl ast rétt til húsnæðis, leggi fram 15% af byggingarkostnaði sem vaxtalausa innstæðu, er endur- greiðist eftir settum reglum, ef hann hættir að nota íbúð sína. HÚSIN VERÐI EIGN BYGG- INGASAMBANDSINS, EN AFNOTARÉTTUR GANGI AÐ ERFÐUM Hús þau, sem sambandið byggði, ættu að vera eign sam- bandsins, en einstaklingur sem greiðir lögmæta innstæðu í byggingarsjóð, öðlast afnotarétt af íbúð, ásamt viðhaldsskyldu. Þessi réttur er óuppsegjanleg- ur að erfðum, en fellur til fé- lagsins, ef innstæðan er dregin út. BYGGT VERÐI í FLOKKUM Sambandið byggir í flokkum og setur jöfnunarverð á íbúðir innan hvers flokks. íbúðamot- endur í hverjum flokki mynda deildir innan félagsins og ann- ast deildin um ytra viðhald húsanna, greiðslu opinberra gjalda og greiðslur til sam- bandsins vegna lána og inn- stæðna, sem á húsunum hvíla. ÞANNIG YRÐI GÆTT HAGS- MUNA ALLRA Með þessu eða þessu líku fyrirkomulagi hygg ég, að gætt yrði hagsmuna og þarfa allra þeirra aðila sem hlut eiga að máli. Bæjarfélagið gæti tryggt sér að lóðir og götur yrðu not- aðar á hagkvæman hátt, bank- arnir að fé því, sem varið er til bygginga í bænum, sé skynsam lega ráðstafað og komi þannig ekki í bága við almenna efna- hagsstarfsemi í landinu, og ein staklingarnir að íbúð og um- hverfi húsa fullnægi kröfum samtíðarinnar um hollustu- hætti og þægindi, og að allt verði gert, sem fjárhagsgeta þjóðarinnar leyfir á hverjum tíma, til að allir geti átt kost íbúðar við sitt hæfi, en jafn- framt sé öllu í hóf stillt um kostnað. TRYGGING OG RÉTTUR TIL ÍBÚÐAR Benda má á, að rétt væri að gefa ungum og gömlum kost á að leggja sparifé sitt inn á lok- aðan reikning hjá Sambandinu, þangað til því marki er náð að þeir ættu innstæðu, er svar- aði til íbúðar, er þeir óskuðu að fá til umráða. Greiddi Sam- bandið að sjálfsögðu vexti af iénu, þar til hlutaðeigandi fengi íbúð til afnota. Vel mætti hugsa sér, að það yrði almenn j venja að unglingar leggðu j nokkrar af tekjum sínum inn á slíkan reikning og sjálfsagt yrði talið að hver 25 ára maður ætti innstæðu, er gæfi honum rétt til íbúðar. • BYGGJA VERÐUR' ÍBÚÐIR AF ÝMSUM GERÐUM Að sjálfsögðu yrði Samband- ið að byggja íbúðir mismunandi að stærð og gerð, þannig að fullnægt yrði húsnæðisþörfinni, jafnt einhleypra sem fjöl- mennra fjölskyldna. En til þess- að fjöldaframleiðslu yrði við komið, mætti ekki vera um margar gerðir að ræða á hverj- um tíma, naumast öllu fleiri en þrjár eða fjórar- Þegar meta skal hvers konar íbúðir eigi að byggja, virðist mér að einkum ætti að taka tillit til þarfa eft- irtalinna hópa manna: 1) hjóna með ungbörn, 2) barnlausra hjóna, 3) hjóna með stálpuð börn, 4) einhleypinga. ÍBÚÐIR VIÐ ALLRA HÆFI — VAL MILLI MISSTÓRRA ÍBÚÐA Æskilegt væri að innan hvers hóps gæti verið um eitthvert val að ræða milli misstórra íbúða. Þeir, sem rétt eiga til íbúðar, verða að sjálfsögðu að eiga kost á að breyta íbúð. ef heimilisástæður breytast, enda breytist þá innstæðufé þeirra í samræmi við breytingarnar á ibúðum. Því hefur verið haldið fram, að hjón ættu að skipta þrisvar um íbúð, fyrst væri íbúð ungu hjónanna, þá íbúð barnafóíksins og síðast íbúð gömlu hjónanna, eftir að börnin eru farin að sjá um sig sjálf. Eg tel æskilegt að bæta þarna við einu stigi, þvívissulegahent ar fjölskyldu ekki sama búð meðan hún hefur ungbörn á framfæri og þegar bömin eru komin upp eða yfir fermingar- aldur. Efalítið tel ég, að Sam- bandið yrði að leggja megin- áherzlu á að reisa stór f jölbýl- ishús með margháttuðum sam- eiginlegum þægindum fyrir íbú ana (collective hús). Slíkar byggingar henta einhleyping- um, barnlausum hjónum, hjón- um með stálpuð börn og jafnvel hjónum með ungbörn, ef um vöggustofu, leikskóla og leik- velli, svo og sameiginlega gæzlu alls þessa, er að ræða í sam- bandi við byggingarnar. Einbýl- ishús eða hús með fáum íbúð- um verða þó að teljast æski- legri fyrir hjón með ungbörn, ef móðirin á að annazt gæzlu barnanna, með þeirri húshjálp sem nauðsynleg reynizt, en mesta áherzlu ber að leggja á að slíkum húsum fylgi rúmgóð- ar lóðir, enda ætti bæjarfélag- inu ekki að vera ofvaxið að leggja til lóðir og götur fyrir fremur strjála byggð handa þessum hóp íbúanna, ef byggð eru stór sambýlishús fyrir aðra borgarbúa, því þó slíkar bygg- ingar krefjist vissulega stórra lóða og garða, spara þær bæn- um geysifé í gatnágerð. BYGGINGASAMBANDIÐ HAFI INNFLUTNING OG FRAMLEIÐSLU BYGGINGAR EFNA Byggingasambandið þyrfti að fá innflutning byggingarefna í sínar hendur, og eðlilegast virð ist að það ræki grjót- og sand- nám í félagi' við bæinn, þann- ig að báðir aðilar fengju þetta efni með kostnaðarverði. Að öllum líkindum kæmi sam- bandið upp miðstöð fyrir bygg- ingastarfsemi sína, og færi þar væntanlega meðal annars fram öll lögun steinsteypu og fleira, sem að byggingaframkvæmd- um lýtur. Einnig mætti hugsa s>ér, að það semdi við ýms bygg ingafirmu um framkvæmdir, t. d. þannig, að eitt firmað annað- ist allt sem að steinsteypuvinnu lýtur, ef um steinhús verður að ræða, annað leggði til glugga, þriðja hurðir, fjórða innrétting- ar í eldhús, fimmta sæi um málningu o. s- frv. HVAÐA VERKEFNI BÍÐA SLÍKS FÉLAGS? Meðalfjölgun Reykvíkinga síðustu 10 árin hefur verið um 1200 manns. Allmiklar sveiflur 1 hafa þó verið á þessu. Mesta. fjölgun á einu ári hefur verið' um 2300 manns, það var árið 1941. Arið 1942 nam fjölgunin um 1000 manns, en árið 1943 um 1700. Ekki virðist réttmætt að leggja tölur þessara síðustu ára til grundvallar, þegar gera á áætluna um árlega fjölgun næstu ára, því tvímælalaust á ijölgun þessara ára rætur að- rekja til innstreymis í bæinn, sem byggist á óeðlilegri tíma- bundinni atvinnu, sem sé hern- aðarframkvæmdum. Eðlileg ár- leg fjölgun bæjarbúa, þ. e. tala fæddra umfram dáinna, er um. 500 manns, en sjálfsagt er að gera ráð fyrir nokkrum inn- flutningi í bæinn, ef atvinnulíf verður hér í sæmilegu horfi, og þykir mér ekki ósennilegt að meðalfjölgun næstu ára verði lík og hún var hér síðustu 101 árin, eða um 1200 manns. Sé nú gert ráð fyrir að í hverri íbúð> búi um 5 manns, sem þó mun fullhá tala, þurfa árlega að bæt ast við um 240 íbúðir til að taka við fólksfjölguninni. BYGGJA ÞARF ÁRLEGA 24* ÍBÚÐIR VEGNA ÁRLEGRAR. AUKNINGAR OG ENDUR- BYGGJA 180 í bænum munu vera um 9000' varanlegar íbúðir. Allverulegur hluti þessara íbúða er í göml- um húsum, sem af ýmsum á- stæðum er æskilegt og jafnvel. nauðsynlegt að endurbyggja. sem allra fyrst. Ekki virðist óvarlega áætlað að þannig sé ástatt um fimmtugasta hluta íbúðanna, og mætti samkvæmt: því áætla að meðalending íbúða í bænum væri 50 ár, og þyrfti þá samkvæmt því að endur- byggja 180 íbúðir á ári- Vegna fólksfjölgunar og nauðsynlegr- ar endurnýjunar íbúða virðkt því eðlilegt, að reisa þurfi ár- lega á næstu árum 240 + 180* — 420 íbúðir. En auk þess þarf að byggja fyrir fólk, sem er raunverulega húsnæðislaust eða býr í bráðabirgðahúsnæði. UM 400 FJÖLSKYLDUR HÚS- NÆÐISLAUSAR í REKJAVÍK Þann 29. sept. þ. á. bjuggu 213 fjölskyldur í bröggum og sama dag lágu fyrir húsaleigu- nefnd beiðnir um húsnæði, sem ekki hafði verið fullnægt, frá 202 fjölskyldum og 86 einstakl- ingum. Allt þetta fólk, bæðt það sem í bröggunum býr og það sem hvergi hefur fengið inni, er raunverulega húsnæðis- laust. Það virðist því ekki of Framhald á 5. síðu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.