Þjóðviljinn - 21.11.1944, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 21.11.1944, Blaðsíða 4
ÞJÓÐVILJINN — Þriðjudagur 21. nóvember 1944. þJÓÐVIUI Útgefandi: Sameiningarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokkurinn. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Sigurður GuBmundsson. Stjómmálaritstjórar: Einar Olgeirsson, Sigfús Sigurhjartarson. Ritstjórnarskrifstofa: Austurstrœti 12, sími 2270. Afgreiðsla og auglýsingar: Skólavörðustíg 19, sími 218$-. Áskriftarverð: I Reykjavík og nágrenni: Kr. 6.00 á mánuði. Úti á landi: Kr. 5.00 á mánuði. Prentsmiðja: Víkingsprent h.f., Garðastrœti-17'. Alþýðan heldur þing 18. þing Alþýðusambands íslands er sett í dag. Yfir 200 fulltrúar fyrir um 20 þúsund verkamenn og verkakonur, sem nú eru í verklýðssamtökum íslands, mæta á þessu þingi. Alþýðusamband íslands er nú orðið fjölmennasta og sterkasta sam- takaheild með þjóð vorri. Fulltrúarnir, sem sitja þing þess, eru fulltrúar hins starfandi og stritandi lýðs og sjálfir flestir verkamenn eða verka- konur. Þessir fulltrúar koma nú saman til þess að ákveða baráttutil- högun verkalýðsins næstu tvö ár, til þess að ráða ráðum sínum viðvíkj- andi úrlausn þeirra vandamála, sem efst eru á baugi. Traust fátækrar alþýðu í þessu landi fylgir þessum mönnum til þings þeirra, — vonir verkalýðsins um betri og öruggari lífskjör að loknu þessu stríði eru tengdar við starf þeirra, — og styrkur og atfylgi fjöldans fylgir þeim, til þeirra verka, er þeir nú ráðast í. • Alþýðusamband íslands getur litið til baka á starfsferil sinn .síð- ustu tvö ár með réttmætu stolti. Verklýðssamtökin hafa á þessum tveim árum fengið miklu áorkað í því að skapa vinnandi stéttunum betri lífs- kjör. Grunnkaupshækkanir hafa orðið allvíða, svo grunnkaup er nú víðast hvar orðið þannig, að sæmilega má við una, ef örugg vinna er. Framundan liggur nú hið mikla verkefni að tryggja atvinnu alþýð- unnar. Vafalaust telur Alþýðusambandið það langsamlega veigamesta verkefni sitt', enda á nú verkalýðurinn mest undir því að hægt verði að leysa það hlutverk vel af hendi að skapa öruggan grundvöll að fjöl- breyttu atvinnulífi. • Sigra sína undanfarin tvö ár hefur verklýðshreyfingin unnið eftir að einræðisfjötrarnir voru leystir af Alþýðusambandinu og eining sköp- uð um höfuðstefnu þess. Þær hjáróma raddir,' sem heyrzt hefur til í námunda við bækistöðvar Alþýðusambandsins, um að leysa bæri upp verklýðsfélög, að kauphækkanir væri moldvörpustarf og öll nýsköpun atvinnulífsins hlægilegar skýjaborgir, — hafa engu fengið áorkað um að hnekkja þeirri sókn, sem Alþýðusambandið og verklýðshreyfingin hafa verið í. Verkalýður íslands hefur því þegar fengið reynsluna af því að ein- ungis með einingu í röðum sínum, lýðræði innan vébanda samtaka sinna og sókndjörfung í huga getur hann fetað áfram á þeirri leið, sem liggur til frelsis og farsældar fyrir alla þá, sem hingað til hafa verið olnboga- börn þjóðfélagsins. Sú reynsla má aldrei gleymast. jótkastið írá glerhúsinu 18. þing Alþýðusambands íslands kemur saman undir þeim kring- umstæðum, að mynduð hefur verið ríkisstjórn til þess að vinna einmitt að því máli sem aðalverkefni sínu að reyna að tryggja öllum Islending- um atvinnu, —i því máli, sem hlýtur að vera fremsta hugðarefni Al- þýðusambandsins. Það er því ekki furða, þótt bæði stjórn Alþýðusambandsins, stjórn Farmanna- og fiskimannasambandsins og stjórn Bandalags starfsmanna ríkis og bæja hafi lýst ánægju sinni yfir myndun slíkrar stjórnar og stefnu hennar. 1 fyrsta skipti heldur Alþýðusamband íslands nú þing við þau skilyrði að bæði bræðrasambönd þess og flokkar þeir, sem fyrst og fremst eiga fylgi sitt meðal verkalýðsins, standa saman um ríkis- stjórn íslands og eru í bandalagi við þá frjálslyndu borgara og bændur, sem starfa vilja að því sögulega hlutverki í nýsköpun atvinnuveganna á íslandi, sem þróunin og aðstæður allar leggja oss nú á herðar. Verið velkomnir til þings, fulltrúar 20.000 íslenzkra verkamanna og kvenna. Heill fylgi starfi ykkar í bráð og lengd. Síðan nýja ríkisstjórnin var mynduð, hafa hinir föllnu póli- tísku englar, eða talsmenn þeirra, fyllt dálka Tímans og Vísir með hrakspám um núverandi stjórnar- samvinnu, og hundleiðinlegu blaðri um þetta og hitt, sem þeir hefðu ætlað að gera. Það er vissulega utan við skiln- ing allra meðalgreindra manna, að hin fráfarna ríkisstjórn hafi ekki haft ótruflað næði til þesí að fram- kvæma sín stóru loforð, bæði hvað tíma og pólitíska aðstöðu snerti. En verkin tala: Lækkun dýrtíðarinnar höfum við þreifað á, uppbótum til at- vinnuveganna „sem ekki báru sig" höfum við líka þreifað á. Hver heildsölugeymsla og búðárhola full af glysvarningi, hundanælum og hárnetum, að ógleymdum amerísk- um baunasúpum á y^ punds dós- um og skrautkertum. Svo loksins þegar sú ákvörðun er tekin, að leggja allríflegan skerf af gjaldeyrinum til kaupa á meiri og fullkomnari framleiðslutækjum, þá æpa þessir sömu herrar: Við vorum að leggja grundvöllinn, hinn eina rétta, til þess að „atvinnu- vegirnir bæru sig" og við ætluðum að gera hitt og þetta!!! Já, mínir háttvirtu baunasúpu- mattadórar! Þið ætluðuð að gera hitt og þetta, um það efast víst fáir nú. En hvort það hefði orðið íslenzku þjóðinni og íslenzka lýð- veldinu til farsældar, það er ann- að mál. Þér vitið ofur vel, að það var ekkert pólitískt grín, eða stráksskapur, sem réði því að þér voruð settir frá völdum. Frá mínu sjónarmiði var þetta skarpathug- að snarrœði, stjórnmálalegt afrek, til þess að bægja þjóðinni frá hættu sem þér voruð að leiða hana í. Takið til athugunar, að verk- föllin eru leyst á'friðsaman hátt, þetta sem þér gátuð ekki. Ákveðn- ar hafa verið 300 milljónir króna til kaupa á nýjum framleiðslutækj- um, þetta sem þér gerðum ekki. Nýjar og skynsamlegar tillögur fram komnar um að gera einstak- lingum og félögum kleift að eign- ast hin nýju skip, sem stjórn yðar var knúð til þess að festa kaup á, — mál, sem þér voruð að sigla í strand. Þetta er byrjunin, og eftir henni að dæma, eru hrakspár yðar grundvallarlausar, að svo komnu máli. — Og það er einmitt eftir- tektarverðasti þátturinn í sögu ís- lenzku þjóðarinnar, að þegar í vandræðin var komið — svo oft sem það hefur hent og ekki að ástæðulausu — átti hún alltaf stóra menn, sem sáu fótum hennar for- ráð, og virðist ætla að verða enn. Þér, háttvirtu fráförnu ráðherr- ar: Yður var falið að halda vinnu- friði í landinu, og gátuð það ekki. Yður var falið, og þér lofuðuð því, að lækka dýrtíðina, og þér gerðuð það ekki. En þér leyfðuð að nota milljónir króna til kaupa á gjór- ónýtu skrani og súpusulli, og sát- uð aðgerðarlausir, meðan fram- leiðslutækin gengu úr sér, og veið- arfæraforðinn gekk til þurrðar. Að svo komnu máli skal ég ekki vera langorðaði um fráfarna stjórn og fylgilið hennar, að undantek- inni axarskaftaherdeild Eysteins Jónssonar, sem ég tel ástæðu til að víkja nokkrum orðum. Enda er það álit mitt, að hún sé sá póli- tíski sýkill, sem hérlendur stjórn- arfarsVeikleiki á undanförnum ár- um stafi frá að mestu. Eg efast um, — og munu margir mér sam- mála ¦— að það hafi nokkurntíma setið að völdum ráðalausari og ó- framsýnni fjármálaráðherra en hinn svonefndi Eysteinn Jónsson. I byrjun þessarar styrjaldar, þegar miklum fjölda athafnamanna þjóðarinnar var, ljóst, að stórauk- inn innflutningur á framleiðslu- tækjum, byggingarefni- og öðrum nauðsynjavörum, var aðkallandi stórmál, sem enga bið þoldi, var það þáverandi viðskiptamálaráð- herra Eysteinn Jónsson, sem sá ekkert annað en að borga skuldir okkar erlendis, einmitt á því fá- gæta augnabliki, er okkur var stórfelldur hagur í að stofna til skulda, vegna nýrra framleiðslu- tækja og nauðsynjavöru, svo við þyrftum ekki strax að líða fyrir verðhækkun og útflutningshöft af völdum stríðsins. Sem dæmi upp á slík fjármála- afglöp Eysteins Jónssonar er eftir- farandi sönn saga. Eins og flestum mun kunnugt, var árin fyrir stríðið og í stríðs- byrjun hin mesta atvinnuleg óár- an á Austfjörðum, og þá eins og nú var Eysteinn Jónsson þingm. S.-Múlasýslu. Einn Framsóknar- maður, greindur vel, ábyrgðarrík- ur og fylginn sér, átti þá kost á að kaupa fimm nýlega 50 tonna báta, sænska, fyrir, að mig minnir, 45 þús. krónur sænskar hvern bát, borga út % hluta og hitt á 5 ár- um. Þessi Framsóknarmaður form- aði þetta ekki í eiginhagsmuna- skyni, heldur lagði hann kaupa- beiðni þessa fyrir ráðherrann, á þeim grundvell að deila bátunum á Austfirði, ekki til einstaklinga, heldur til hrepps- og bæjarfélaga og samvinnufélaga í kjördæmi ráð- herrans. Þrátt fyrir harðfylgi þessa mæta Framsóknarmanns, fékk hann engu áorkað í þessu máli. Austfirðirnir misstu af bátunum, og á síðustu stundu tókst einum þekktum heildsala hér í bæ að fá tvo af þessum bátum innflutta, fékk góð sölulaun að sögn, enda átti hann vissulega laun og þakkir skilið fyrir sinn dugnað, því bát- arnir hafa reynzt hinir beztu — og hver fleyta á þeim tíma ómet- anlegur fengur fyrir þjóðiria. Litið á þessa staðreynd, er ekki að furða, þó einstaklingar, utan kjördæmis Eysteins Jónssonar, fengju afsvör við innflutningi á skipum, og ekki heldur að furða, þó' hafnað væri kaupum á stórum fraktskipum, sem komin voru á Reykjavíkurhöfn. Svo kemur þessi maður, Ey- steinn Jónsson, (eftir öll sín póli- tísku og fjármálalegu afglöp, eftir að hafa klippt af sér sinn pólitíska leiðara, og eftir að hafa í sínu úr- ræðaleysi rcynt, ásamt Hermanni Jónassyni, að grufla upp að nýju „langhundaþvaðrið" sem Fram- sóknarflokkurinn hafði fordæmt), og setur sig sem dómara á fjár- málastefnu núverandi stjórnar, og heldur að hann og hans nótar séu mennirnir, sem þjóðin vænti ein- hvers af. En sá tími cr liðinn og kemur vonandi ekki aftur. Hins- vegar mun landslýð vera að verða æ ljósara, að það hefði verið betur við hæfi Eysteins Jónssonar, að standa í búðarholu og selja brjóst- sykur fyrir 50 aura og neftóbak fyrir 25 aura, heldur en að taka að sér forystu í atvinnu- og fjár- málalífi þ]óðarinnar. Hér eftir held ég að Eysteinn Jónsson verði ekki nem stjarna á hinum póli- tíska himni, ekki einu sinni hala- stjarna, og öll viðleitni. hans og samsorta pólitíkusa, til sundrung- ar í þjóðfélaginu, sé unnin fyrir gýg- Raunveruleikinn hefur orðið harla miskunnarlaus við suma menn nú upp á síðkastið. Stefán Pétursson hefur nú tap- að stríðinu við Sovétríkin. „Þor- geirsböli" Jóns Stefánssonar list- málara vann bug á falskri lýðhylli Jónasar Jónssonar, sem afturgeng- inn, viðurkennir nú vonsvikin, að máttur sinn þverri, því lærisvein- arnir valdi því ekki að vekja hann upp í nýrri mynd, jafnvel þó Coca- cola-liðið aðstoðaði við andatil- raunirnar. — Og „Karakúldeildin" biður þess, bæna heitast, að hún hefði aldrei verið til. Samt baksa þeir Björn, Eysteinn og Hermann við það að henda grjótinu. Utanfloklca. Terje Wold kominn til Ki fcenes Norski blaðafulltrúinn hér befur fengið eftirfarandi frétt frá London: Terje Wold, norski dómsmálaráðherrann kom 15. nóv. s. 1. til Kirkenes frá Moskva sem fulltrúi norsku stjórnarinnar. í fylgd með hon um var norski blaðafulltrúinn í Stokkhólmi. Stokkhólmsblað- ið „Dagens Nyheder" skýrir frá því, að Wold ráðherra sé kom- inn til hins frelsaða hluta Norð ur-Noregs til þess að skipu- leggja hin borgaralegu yfirvöld þar. Trygve Lie, utanríkisráð- herra, Evang heilbrigðismála- ráðherra og Jörgensen, fyrsti ritari í norska utanríkisráðu- neytinu í London eru komnir aftur til LondonfráStokkhólmi. Moskvafréttaritari brezka blaðsins „Times" símar, að Steffens hershöfðingi, sem er hermálaráðunautur við norska sendisveitina þar í borg, hafi verið í Norður-Rússlandi til þess að bjóða velkomnar norsku hersveitirnar og borgaralegu sendinefndina sem nýlega hafa verið settar á land þar frá brezku herskipi. Norski hers- höfðinginn hefur í blaðaviðtali eftir komu sína til Moskva, lát ið hafa eftir sér að hann væri stórhrifinn af hinu ágæta og érangursríka samstarfi Norð- manna og Rússa. Embættismennirnir tóku þeg ar til starfa og var þeim mjög vel fagnað. Þar í bænum er hörmulegt ástand, því að ein- ungis 28 hús standa og fólk hefst við í námagöngum. En aðeins hluti bæjarbúa gat leynzt og komizt hjá því að vera fluttur á brott með valdi af Þjóðverjum. ByggingamálatiIIogur Sig fúsar Sigurhjartarsonar Framhald af 2. síðu. í lagt, þó sagt sé að um 400 f jöl- skyldur séu húsnæðislausar hér í bæ. BRÁÐABIRGÐAÍBÚÐIRNAR EIGA AÐ HVERFA Annar allstór hópur býr í bráðabirgðahúsum, sem bærinn á. Þetta húsnæði er í Pólunum, Selbúðum Bjarnaborg, Gríms- by, Höfðaborg o. fl. stöðum. Alls eru þetta 178 íbúðir og all- ar þurfa þær að hverfa á allra næstu árum. BÚIÐ ER NÚ í Á FIMMTA HUNDRAÐ SLÆMUM KJALL ARAÍBÚÐUM Þriðji hópurinn býr í bönn- uðum kjallaraíbúðum Sam- kvæmt. síðustu skýrslu um kjall araíbúðir, en hún er frá 1939 er búið í 1117 slíkum íbúðum. Efalítið má telja, að búið sé í öllum eða nær öllum þessum íbúðum, en vissulega hefur fjöldi kjallaraíbúða bæzt við síðustu 5 árin. í skýrslunni eru 155 kjallaraíbúðir taldar góðar og 557 sæmilegar eða samtals 722 íbúðir, sem fá einkunina, sæmilegar eða betri. Lélegar eru taldar 213, mjög lélegar 141, óhæfar 51, eða alls 405 íbúðir, sem fá lakari einkunn en sæmi legar. Sé nú gert ráð fyrir, að og það mun mega gera með miklum rétti, að allar kjallara- ibúðir, sem reistar hafa verið síðan 1939, séu sæmilegar eða þaðan af betri, virðist réttmætt að ætla, að viðunandi væri ef íjögur hundruð kjallaraíbúðum yrði lokað á allra næstu árum, og kemur sú tala þá auðvitað til viðbótar eðlilegri endurnýj- un húsa, enda eru þessar íbúðir ekki taldar með og ekki heldur bráðabirgðaíbúðirnar, þegar á- ætlaður er íbúðafjöldi hér í bænum að framan. UM 1000 FJÖLSKYLDUR ERU NÚ HÚSNÆÐISLAUSAR Slæmar kjallaraíbúðir og það an af lakari og bráðabirgðaíbúð ir, sem bærinn á, eru þannig um 580. Samkvæmt þessu ættu þá 400+580=980 fjölskyldur að vera húsnæðislausar, búa í bráðabirgðahúsnæði, eða í óhæf um kjallaraíbúðum. BYGGJA ÞARF MINNST 620 ÍBÚÐIR ÁRLEGA NÆSTU 5 ÁR Eg fæ ekki séð að bæjarfé- lagið geti sett markið lægra en að leysa vandræði þessara fjöl- skyldna á næstu fimm árum, en það þýðir, að reisa 200 íbúð- ir árlega á þessu tímabili, fram yfir eðlilega íbúðaþörf. Næstu 5 árin tel ég því að ætla megi að reisa þurfi 430+200=620 íbúðir á ári. ÁRLEG ÚTGJÖLD MYNDU VERÐA CA 22,2 MILLJ.' KR. Síðustu fjögur árin hafa ver- ið byggðar um 250 íbúðir að meðaltali ár hvert, og virðist ekki óvarlegt að ætla að ein- staklingar og þau byggingafé- lög, sem nú eru starfandi, muni byggja álíka mikið að meðal- tali næstu 5 árin. Verkefni hins fyrirhugaða byggingasambands yrði þá að reisa 620 -=-250=370 íbúðir á ári næstu 5 árin. Ef gert er ráð fyrir að íbúðin kost- aði að meðaltali 60 þús. krónur, mundu árleg útgjöld vegna þess arar byggingar nema 370x60 þús.=22.2 millj. kr. Innstæðufé bæjarins yrði 4.44 milljónir innstæðufé bankanna 3.33 millj. og innstæðufé einstaklinganna jafnmikið. ' TILLAGA Að öllu þessu athuguðu legg ég til, að bæjarráð skipi þriggja manna nefnd, einn mann frá hverjum flokki, er sæti í bæj- arráði, til þess að athuga, hVort ekki mundi rétt og framkvæm- anlegt: 1) Að stofnað verði bygginga félag er sé opið öllum bæjar- búum, og þetta félag, bæjarfé- laglð og bankarnir myndi sam- band, er nefna mætti Bygginga samband Reykjavíkur. 2) Að sambandi þessu sé stjórnað af framkvæmdaráði með fulltrúum frá þremur aðil- um, er það mynda. 3) Að tilgangur sambandsins sé að leysa húsnæðisvandamál bæjarbúa, á þeim grundvelli að fullt tillit sé tekið til húsnæðis- þarfa og hagsmuna einstakl- ingsins, hagsmuna bæjarfélags- ins og ahnennrar efnahagsstarf- semi þjóðarinnar. 4) Að fjár til byggingastarf- semi sambandsins verði aflað á þá leið, að 50% af bygginga- kostnaðinum fáist á frjálsum peningamarkaði, bærinn leggi fram 20% kostnaðarins, sem ó- afturkræfa innstæðu gegn 20% vöxtum, bankarnir 15% gegn sömu vöxtum og íbúðanotend- ur 15% vaxtalaust. 5) Að sambandið byggi í flokkum og setji jöfnunarverð á íbúðirnar innan hvers flokks. 6) Að einstaklingur, sem legg ur fram lögmæta innstæðu hjá sambandinu, öðlist óuppsegjan- j legan rétt til íbúðar ásamt I skyldu til að viðhalda íbúðinni. Þessi réttur sé óframseljanleg- ur nema til erfingja. 7) Að einstaklingur, sem hef- ur öðlazt rétt til íbúðar og ekki þarf eða óskar að nota hana lengur, eigi rétt að fá innstæðu sína endurgreidda eftir settum reglum enda fær sambandið þá ráð á íbúðinni. 8) Að bæjarbúum gefist kost- ur á að leggja sparifé inn á lok aðan reikning hjá sambandinu og geti þannig saf nað innstæðu- fé fyrir íbúð við sitt hæfi. 9) Að íbúðanotendur í hverj- um byggingaflokki myndi deild innan félagsins og annist deild- in um ytra viðhald húsanna, og innheimti vexti og afborganir af lánum og innstæðufé, sem á íbúðunum hvílir. Nefndin skal einkum athuga, hvort ekki muni mögulegt að stofna slíkt samband með Sap Komfnúoistð- ffokks ... Framhald af 3. síðu. reiðirnar að hörfa fyrir rauðliðum og byltingarsinnuðum hermönnum sem Stalín sendir fram móti þeim. Jáfnfrámt er aukið varðliðið hjá prentsmiðjunni og ritstjórnarhús- inu. Klukkutíma síðar kemur blað ið út með áskorun um að svipta bráðabirgðastjórnina völdum. Samtímis eru sveitir byltingarsinn- aðra hermanna og rauðliða sendar í skyndi til Smolny, samkvæmt fyrirmælum miðstjórnarinnar. Hefst nú uppreisnin. Aðfaranótt hins 24. október kemur Lenín til Smolni og tekst sjálfur á hendur stjórn uppreisn- arinnar. Alla nóttina drífur þang- að sveitir byltingarsinnaðra her- manna og rauðliða, sem bolsjevík- ar senda inn í miðborgina til þess að setjast um Vetrarhöllina, en þar hafði bráðabirgðastjórnin bú- izt um. Hinn 25. október (7. nóvember) ber það til tíðinda, áð sveitir þess- ar hertaka járnbrautarstöðvar borgarinnar, pósthúsið, ritsíma- stöðina, stjórnarráðsskrifstofurnar og ríkisbankann. Þessu næst var undirbúnings- þingið af tekið. Smolni, þar sem fulltrúaráðið í Pétursgarði og miðstjórn bolsje- víkaflokksins höfðu aðsetur, varð nú að foringjaráðsstöð byltingar- innar, og þaðan voru út gefnar all- ar fyrirskipanir um framkvæmd baráttunnar.. Verkamenn í Pótursgarði sýndu það þessa dagana, að þeir höfðu notið góðrar skólagöngu hjá flokki bolsjevíka. Liðssveitir byltingar- innar ræktu fyrirskipanir allar af fyllstu nákvæmni og börðust dyggilega við hlið Rauðu varð- sveitunum, enda hafði bolsjevík- um tekizt vel að búa þær undir uppreisnarhlutverk sitt. Og flot- inn stóð sízt landhernum að baki. Flotastöðin Krónstaður var sann- kölluð virkisborg bolsjevíkaflokks- ins, en þar höfðu 'yfirráð bráða- birgðastjórnarinnar ekki verið við- urkennd um langa hríð. Drunurnar frá fallbyssunum, sem beitiskipið Avrora beindi að Vetrarhöllinni 25. október, boðuðu upphaf að nýju þróunarskeiði. Það var skeið hinn- ar miklu byltingar sósíalismans. Hinn 25. október (7. nóvember) gáfu bolsjevíkar út ávarp til allra rússneskra þegna. Þar var lýst yfir því, að hin borgaralega bráða- birgðastjórn væri oltin úr sessi og völdin fengin ráðunum í hendur. Bráðabirgðastjórnin leitaði at- hvarfs í Vetrarhöllinni, en þar hafði hún sér til verndar árásar- sveitir sínar ásamt nemendaliði herskólans. Aðfaranótt hins 26. nóvember ráðast byltíngarsinnað- ir verkamenn, hermenn og sjóliðar á Vetrarhöllina, taka hana með á- hlaupi og handsama bráðabirgða- stjórnina. Uppreisninni í Pétursgarði var lokið með fullum sigri. Þriðjudagur 21. nóvember 1944 — ÞJOÐVILJINN frjálsu samkomulagi þeirra að- ila, ðem að framan greinir, eða hvort lög þurfi að koma til. Telji nefndin lagasetningu nauðsynlega, felur bæjarráð henni að gera uppkast að frum varpi til laga um þetta efni. Með von um velvilja bæjarráðs, Reykjavík, 9. nóv. 1944. • Sigfús Sigurhjartarson. Yjir 1.000.000 manns í Þýzka- landi hafa fölsh vegabréf eða alls engin; hundruð þúsunda af em- bœttismönnum nazista hefur verið fyrirskipað, þrátt fyrir hinn mikla skort á mannafla í Þýzkalandi, að hefja nýja skrásetningu íbúanna. Til þess að herða á hinni stríðs- þreyttu japönsku þjóð, hefur Koiso forsætisráðherra ákveðið að mynda „Þjóðfylkittgu", sem á að hafa að markmiði að undirbúa japanskan almenning undir " „hina komandi úrslitaorustu um Kyrrahafið", og stuðla að „gífurlegri aukningu í hergagnaframleiðslunni". Um það bil 200.000 flóttamenn eru nú í Sviþjóð. Flóttamanna- straumurinn hefur verið mestur frá Finnlandi, Noregi, Danmörku og Eystrasaltsríkjunum. Þjóðverjar ætla sér að bæta upp benzínskortinn með timbri úr hús- um, sem orðið hafa fyrir loftárás- um, og nota það í bifreiðir eða önnur farartæki, sem eru útbúin með vélum sem brenna við. Sœnska stjórnin hefur nú bann- að allan útflutning á kúluleg frá Svíþjóð til Þýzkalands. Eins og kunnugt er hefur þessi kúlulegs- framleiðsla Svíanna verið Þjóð- verjum mjög mikilvœg. Banda- m'ónnum tókst í júnímánuði s.l. að fá Svíana til að minnka útflutn- inginn töluvert, en attt til þessarar stundar hefur jafnan verið flutt mikið af honum til Þýzkalands. Taugaóstyrkur Þjóðverja í Nor- egi, þar sem um 70.000 þýzkir her- menn og borgarar hafa setu, er órðinn svo magnaður, að eitt helzta vikublað Noregs var nýlega bannað fyrir það að birta mynd af stúlku, sem klædd var í rauð, hvít og blá baðföt, þar sem þessir litir væru táknrænir fyrir Bandaþjóð- irnar. Stóru alþjóðlegu auðhringirnir verða fyrir h'órðum árásum í blöð- um Sovétríkjanna, og segja þau, að þeir vinni að þvi að Þýzkaland fái vœga friðarskilmála, svo að erf- itt verði að hafa eftirlit með fram- leiðslu Þýzkalands eftir stríð, og svo að þeir geti þannig verndað einokun sina. ' Eitt nafn bættist nýlega við á lista þann yfir háttsetta hershöfð- ingja í þýzka hernum, sem dóm- stóll Hitlers hefur dæmt til dauða. Það var Walther von Seydlitz, hershöfðingi, í 6. hernum þýzka, sem beið ósigur við Stalíngrad. Ó- líklegt er að Seydlitz geri sér mikla rellu út af þessum dauðadómi. Hann er nú í Moskva, þar sem hann er nú leiðtogi þýzku „Þjóð- frelsisnefndarinnar", sem er studd af Þjóðverjum, er berjast gegn Hitler. Hann útvarpar reglulega til þýzkra hermanna frá Moskva. ¦ 11 MINNINGARATH0FN um þá skipyerja og farþega, sem fórust á e. s. Goðafossi hinn 10. nóvember síðastliðinn, fer fram í Dómkirkjunni fimmtudaginn 23. nóvember kl. 2 e. h. Jafnframt fer fram útför Eyjólfs Edvaldssonar, loft- skeytamanns. , Minningarathöfninni vérður útvarpað og ennfremur verður hátalari notaður, þannig að það sem fram fer, heyr- ist einnig fyrir utan kirkjuna. EIMSKIPAFÉLAG ÍSLANDS- Jarðarför mannsins míns, EYJÓLFS EDVALDSSONAR loftskeytamanns, fer fram fimmtudaginn 23. nóvember, og hefst með hús- kveðju á heimili mínu, Bárugötu 34, kl. 11 f. h. Sigrún Konráðsdóttir. Dóttir mín, ANNA verður jarðsungin miðvikudaginn 22. nóv. 1944 frá Dóm- kirkjunni. Athöfnin hefst á heimili hennar, ^lánagötu 3, kl. 1,30- Jarðað verður í gamla kirkjugarðinum. Fyrir mína hönd og systkina hennar Karl Einarsson. vegna bruna getur orðið ROTHÖGG mörgu fyrirtæki. JjiyZQÚ $¦"* %£%*> h.JcstWisstöSíUjm. SjovátryqqiŒlleij íslands Nýkomnar tvöfaldar kápur í fal- legum, ljósum litum. Verzlun H. Toft Skólavörðustíg 5. Sími 1035. Daglega NÝ EGG, soðin og hrá. Kaffisalan HAFNARSTRÆTI 16. KAUPIÐ ÞJÖÐVILÍANN W^Nl^WÍIftl^ll^lXWb*1 %n»w»ha^írf>

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.