Þjóðviljinn - 21.11.1944, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 21.11.1944, Blaðsíða 7
Þriðjudagur 21. nóvember 1944. PJODVILJINN JACK LONDON: Skipsdrengurinn á Blossa Þegar hinn skínandi fallegi bátur var kominn í hlé við þá, beygði hann, og það leit helzt út fyrir, að hann mundi fara í kaf, hann lagðist svo, að sá í brúnan bo'tn- inn niður að kili. En svo komst hann á réttan kjöl og brunaði af stað eins og ótemja. Hann fór fram hjá þeim á stjórnborða. Þeir sáu fokkuna falla í einu vetfangi og akkeri hent útbyrðis, þegar beitt var móti vindinum, svo rak hann undan og stórseglið lamdist til, öðru akk- eri var varpað langt frá hinu, stórseglið fellt og gengið frá öllu meðan var að herðast á akkerisfestinni. Ó, ó, aldrei hefur slíkur maður verið til. Augu Franska Pésa leiftruðu af aðdáun yfir þess- ári snilldar sjómennsku og Friskó Kidda vöknaði um augu. Alveg eins og kappsiglingaskúta, sagði hann og fór inn í káetuna. Alveg eins. Jafnvel betri. Það hvessti aftur með nóttunni. Um klukkan ellefu var vindurinn kominn á það stig, sem Friskó Kiddi kallaði ýlfur. Þeim varð ekki svefnsamt á Blossa. Eng- inn nema Friskó Kiddi fékk blund á auga. Franski Pési fór upp á þilfar á fimm mínútna fresti og tvisvar sinnum lengdi hann á akkerisfestunum. Jói vafði um sig ábreiðunni og reyndi árangurslaust að sofna. Hann var ekki hræddur, en harin var óvanur því að sofa við slíkar drunur og hræringar. Hann hefði aldrei getað ímyndað sér, að nokkur bátur gæti óltið eins afskap- lega og Blossi gerði nú, án þess þó að farast. Stundum lagðist hann svo á hliðina, að ekki var annað sýnna en að honum mundi hvolfa. Stundum lyftist hann hátt og féll riieð þvílíku braki niður á öldurnar aftur, að það var sem kjölurinn mundi tvístrast. Svo rykkti hann svo ógurlega og óvænt í festarnar, að hann skalf af átakinu. Það hvein og rumdi í hverju tré. Friskó Kiddi vaknaði einu sinni og kallaði hlæjandi til Jóa: Þetta köllum yið að lafa. En bíddu bara til morguns, þá sjáum við hvernig okkur reiðir af. Ef einhverjar skúturnar verða ekki komnar á land, þá skal hundur heita í hausinn á mér. Síðan sneri hann sér upp. og sofnaði aftur. Jói öf- undaði hann af svefninum. Um þrjú leytið heyrði hann Friskó Pésa klöngrast framá og skrölta þar í einhverju. Jói skimaði þangað og sá við óglöggt skinið frá ljós- kerinu, sem dinglaði fram og aftur, að hann tók tvo aukakaðla, sem hann skeytti við akkeristaugarnar og lengdi þannig enn í þeim. Klukkan hálf fimm kveikti Franski Pési upp eldinn og klukkan fimm bauð hann drengjunum kaffi. Þegar þeir höfðu drukkið það, fóru þeir upp í stýrisrúmið til að horfa á hina hrikalegu sjón. Dagurinn rann upp kald- ur og grár yfir hafrótinu.Þeir sáu aðeins óglöggt strönd- ina á Asparguseynni og heyrðu vel brimgnýinn þar. Þegar bjart var orðið sáu þeir að þá hafði rekið um hálfa mílu um nóttina. Hinar skúturnar hafði líka rekið. Hreinninn lá næst- um samhliða þeim. La Caprice lá nokkur hundruð metra frá þeim á hléborða. Milli hennar og strandarinnar lágu ennfremur nokkrar skútur og börðust við öldurnar. Tvær vanta, sagði Franski Pési, sem .horfði gegnum sjónaukann til lands. Og þarna ein, hrópaði hann, þegar hann hafði skoð- að hana gaumgæfilega bætti hann við. Það er Hrað- skreið. Eftir augnablik fer hún í þúsund mola. Eg vona þeir hafi komist af. VW»I»»#M« WW^i^WWW* ANTONP.TSÉKKOFF: GRESJAN l Rússar eru. alltaf hrifnir af minningum liðinna daga en formæla nútíðinni. Jegorúska vissi þetta ekki þá, og áður en máltíðinni var lokið hjá pott- inum, þóttist hann sannfærður um að þetta hefðu allt ein- hverntíma verið merkismenn, sem hefðu orðið örlögunum að bráð. Pantelí sagði þeim frá því, að hann hefði verið vanur að aka korni til Moskvu áður en járnbrautin kom, og hann hefði grætt svo mikið, að hann vissi ekki hvað hann átti að gera við peninganna, og kaup- mennirnir á þeim dögum! og fiskurinn! og allt! Nú voru vegirnir styttri, kaupmennirnir nýzkari, bændurnir fátækari, brauðið dýrara, öllu hafði farið aftur. Emeljan sagði, að fyrr á árum hefði hann verið í kórnum Lúganskís-verksmiðjunum, og þá hefði hann haft fyrirtaks söngrödd og getað lesið nótur eins og ekkert væri, en nú væri hann orðinn bóndi og lifði af náð bræðra sinna, sem sendu hann í ferðalög og tóku helm- inginn af kaupi hans. Vassja hafði einu sinni unnið í eld- spýtnaverksmiðju, Kírúa hafði verið ekill hjá hefðarfólki og talinn bezti ekillinn þar um slóð ir. Dímoff var sonur efnaðs bónda, hafði lifað og leikið sér og ekki þekkt neinar raun- ir fyrr en hann var tvítugur, þegar faðir hans, sem var harð ur og alvörugefinn. sendi hann í daglaunavinnu, til þess að hann eyðilegði sig ekki á iðju- leysi. Stjopka var sá eini sem sagði ekki neitt, en það var auðséð á skegglausu andliti hans, að hann hafði átt betri daga. Dímoff varð harður á svip og hætti að eta, þegar hann hugs- aði um föður sinn, honum varð litið á Jegorúska og hrópáði: Taktu ofan húfuna meðan þú ert að borða. heiðinginn þinn! Jegorúska tók ofan hatt sinn án þess að segja nokkurt orð, en hann missti alla lyst á matn- um og heyrði ekki, að Pantelí og Vassja tóku máli hans. Hann var ákveðinn í því að hefna sín á þessum durgi áður en ferð inni yrði lokið. Þegar lokið var máltíðinni lögðust allir til svefns í skugg- unum af vögnunum. Eigum yið að fara bráðum? spurði Jegorúska Pantelí- Þegar guð vill, leggjum við af stað, það er alltof heitt ennþá Ó, guð, verði þinn vilji.. leggðu þig, drengur minn. Brátt heyrðust hrotur, og Jeg- orúska var að hugsa um að fara aftur inn í þorpið, en hann hætti við það, geyspaði og lagðist fyrir við hliðina á gamla mann- inum. V. Vagnarnir voru allan daginn kyrrir hjá ánni, með sólsetrinu héldu þeir af stað. • Jegorúska lá aftur uppi á ull- arpokanum. Pantelí gekk með- fram vagninum. stappaði niður íótunum og skellti á lærin og tautaði fyrir munni sér- Loftið var þrungið söng gresjunnar eins og það hafði verið í gær- kvöld. Jegorúska lá á bakinu með hendur undir höfðinu og glápti upp í himininn. Hann horfði á sólarlagið og sá verndarengla þess svífa á gullnum vængjum, þeir voru líka að búa sig undir svefninn. Dagurinn hafði liðið í kyrrð, og kyrrlát nótt nálgað- ist og þeir gátu verið í friði í himninum. Jegorúska sá hvern- ig dimmdi yfir jörðinni og stjörnurnar blikuðu á himnin- um ein eftir aðra. Hann hugsaði um ömmu sína, sem nú svaf svefninum langa undir kirsiberjatrénu í kirkju- garðinum, mundi eftir því hvernig hún lá í kistunni með koparskildingana á augunum, og þegar kistunni var lokað og hún látin síga ofan í gröfina. Hann hugsaði um það hvað hún hlaut að vera eíhmana í gröf- inni. Hann ímyndaði sér, að nú vaknaði hún allt í einu og vissi ekki hvar hún var, berði í lokið á kistunni í ofboði — og svo mundi hún deyja aftur. Hann hugsaði sér móður sína dána og séra Kristófer og Dranitzkí greifafrú, en hvernig sem hann reyndi að hugsa sér sjálfan sig niðri í hinni myrku gröf, tókst • það ekki, því að hann vildi ekki viðurkenna, að hann væri dáinn, og fann, að hann mundi alltaf iifa. Pantelí, sem ekki gat átt langt eftir ólifað, gekk eftir veg inum og hugsaði: Ágætt ... bezta fólk ... taut- aði hann •.. fór með drenginn sinn í skóla, en hvernig líður honum nú? hef ekkert frétt af honum, í Slavjanoserbsk er eng- inn skóli fyrir hann. Hann vai vænn drengur, verður stór og duglegur og hjálpar föður sín- um. Jegor litli, þú ert lítill emv þá, en þú verður stór og hjálp- ar föður þínum og móður. Eg átti sjálfur börn, en þau brunnu inni ... konan mín og börnin brunnu inni, það fannst ekkert nema beinin af þeim. ¦ Um miðnætti áðu þeir og kveiktu eld. Nokkur fet frá veg inum sá Jegorúska kross, sem hallaðist, og hann hafði tekið eftir öðrum samskonar krossi hinum megin við veginn. Hvers vegna er þessi kross þarna? spurði Jegorúska Pan- telí. ÞETTA Fáir menn í veraldarsögunni hafa orðið fyrir meira kvonríki en egiptski konungurinn Thut- mose 111, sem uppi var á 15. eða 16. öld f. Kr. Drottning hans, Hat Shep Sut, var rétt- borin til ríkis. Aftur á móti þóttist maður hennar hafa feng ið konungdóm sinn frá guðun- um. En hún hafði vitranir hans að engu og réð ríkinu sjálf. En þar með var ekki öllu lokið. Hún lét gera af sér líkneski og rita um sig lof alstaðar, þar sem hún fékk því við komið. Segist hún vera forkunnar fög- ur. Tvær miklar súlur lét hún reisa í musterinu í Karnak, svo háar að rjúfa varð þakið og gnæfa gullin súluhöfuðin yfir musterið. A súlurnar lét hún skrá um sig mikið lof. Stendur þar meðal annars: „Þér, sem sjáið þennan minnisvarða minn á komandi öldum, undrist ekki og spyrjið: „Hví er þessi gullna súla reist?" Þessar miklu súlur hefur mín'hátign látiðgera úr hreinum málmi, svo að nafn mitt megi geymast í þessu must eri um alla eilífð." .' Mörg fögur mannvirki lét hún gera. Merkast þeirra er musterið Der al Bahri. Beggja megin vegarins að musterinu standa sfvingsar vörð og bera allir andlitssvip drottningar sjálfrar. Þegar Hat Shep Sut hafði ríkt í 15 ár, lét hún efna til mikillar hátíðar sér til heiðurs. Er hægt að fræðast um hátíð þessa af lágmyndum í muster- inu. Og þar sést maður hennar, konungurinn, brenna reykelsi henni til heiðurs. Þegar Hat Shep Sut dó, gat hinn mæddi maður loks rétt hlut sinn. Hann þorði að vísu . ekki að brjóta musterissúlur hennar, en hann lét gera múr kringum þær, alveg upp að þaki, svo að sjálfshól hennar sæist ekki. Thutmoset konung- ur varð sigursæll og voldugur herkonungur eftir dauða konu sinnar og þykir það benda á, að hún hafi verið mikill skör- ungur, þar sem hún hélt hlut sínum óskertum fyrir honum til dauðadags.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.