Þjóðviljinn - 21.11.1944, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 21.11.1944, Blaðsíða 8
lÓÐVIL bopginni Næturlæknir er í læknavarðstof- unni í Austurbæjarskólaanum, sími 5030. Næturvörður er • í Lyfjabúðinni Iðunn. Næturakstur: Aðalstöðin, sími 1383. Helgidagslæknir: Ófeigur Ófeigs- son, Sólvallagötu 51. Ljósatími ökutækja er frá kl. 3.35 e h. til kl. 8.50 f. h. TJtvarpið í dag: 20.20 Tónleikar Tónlistarskólans: Dumky-tríóið eftir Dvorak (Tríó Tónlistarskólans). 20.40 Erindi: Of sóttur sjór, IV.: Vandamálið, eins og það blas- ir nú við (Árni Friðriksson magister). 21.10 Hljómplötur: Lög leikin á cello. 21.15 íslenzkir nútímahöfundar: Halldór Kiljan Laxness les úr skáldritum sínum. 21.40 Hljómplötur: Kirjutónlist. Leikfélag Reykjavíkur hefur nú sýnt franska gamanleikinn „HANN" fjórum sinnum fyrir fullu húsi og við ágætar undirtektir og blaða- dóma. Næsta sýning verður á mið- vikudagskvöld kl. 8. Óperettan „f álögum" verður sýnd í Iðnó í kvöld kl. 8 í síðasta sinn. , Félag Vestur-íslendinga heldur framhaldsaðalfund í Oddfellowhús- inu annað kvöld. Félagar mega taka með sér gesti. Allir sem dvalið hafa vestan hafs geta gerzt félagar. Háskólafyrirlestur. Símon Jóh. Ágústsson flytur fyrirlestur í dag kl. 6.15 í 1. kennslustofu Háskól- ans. Efni: Gáfnapróf og hæfileika- könnun. Öllum heimill aðgangur. Óskar Gíslason ljósmyndari, sýn- ir Þjóðhátíðarkvikmynd sína í síð- astí'sinn í kvöld kl. 11.30 í Gamla Bíó. Vissara er fyrir þá sem ætla sér að sjá myndina að tryggja sér aðgöngumiða sem fyrst. Sambandsþing Æskulýðsfylking- arinnar — sambands ungra sósíal- ista — heldur áfram í kvöld kl. 8.30 í Kaupþingssalnum (efstu hæð Eimskipafélagshússins). Öllum meðlimum Æ. F. er heim- ilt að sitja þingið, sem áheyrend- ur. Sambandsstjórn Æ. F. Sósíalistafélagið heldur fund í Hveragerði og aá Selfossi Sósíalistaflokkurlnn boðar til almennra stjórnmálafunda í Hveragerði og Sélíossi í kvöld og hefjast báðir fundirnir kl. 8.30- Framsögumenn á fundinum í Hveragerði verða alþingismenn irnir Sigfús A. Sigurhjartarson og Ásmundur Sigurðsson. Framsögumenn á Selfossfund inum verða Einar Olgeirsson alþingismaður og Gunnar Bene diktsson rithöfundur. VERKLÝÐSRÁÐSTEFNA í ÓLAFSFIRÐI Samfiykkir áskorun um ráðstsfanir til að úfrýma atvinnuleysi úr sjavarþorpum Lýsir stuðningi við framkvæmd síefnuskrár hinnar nýju stjórnar. - Samþykkir áiyktanir til Aiþýðusambandsþingsins Dagana frá 3.—6. nóv. s. 1. var í Ólafsfirði háð ráðstefna af stjórnum Verkalýðsfélags Hríseyjar, Verkalýðsfélags Dalvíkur og Verkalýðs- og sjómannafélags Ólafsfjarðar. Aðaltilgangur ráðstefnunnar var að gera tillögur um samræmingu kaups og kjara meðal félaganna, og vinna að auknu samstarfi þeirra um önnur félagsmál. Gengið var frá tillögum um sameiginlegan kjarasamning fyrir félögin. Samþykkt var að leggja til við félögin, að ef til nýrra samninga komi, kjósi hvert félag 1—2 menn í sameiginlega nefnd er hafi með 'höndum samninga fyrir félögin og óskað verði eftir að Alþýðusam- band Islands hafi fulltrúa við samningagerðina. Samþykkt var að beina því til verkalýðsfélaganna við Eyja- fjörð, að félagsstjórnir þeirra eða þar til kjörnir fulltrúar frá félög- unum komi saman á ráðstefnu, sem haldin yrði í Dalvík í októ- bermánuði 1945, þar sem afstaða verði tekin til ýmissa sameigin- legra félagsmála o. fl. Samþykkt var að leggja til við félögin að samræmd verði árgjöld og inntökugjöld í félögunum og verði árgjöldin í öllum félögunum á næsta ári kr. 30.00 fyrir karla", en kr. 15.00 fyrir konur, og inntöku- gjöld fyrir karla kr. 5.00, en fyrir konur kr. 3.00. Samþykktar voru eftirfarandi ályktanir til 18. þings Alþýðusam- bands Islands: Að þingið taki til endurskoðun- ar lög um stéttarfélög og vinnu- deilur' og leggi tillögur sínar fyrir Alþingi á þessum vetri. Ráðstefnan benti sérstaklega á þessi atriði, sem hún taldi nauð- syn bera til að fá breytt: 1. Stéttarfélög verði lögformleg- ur samningsaðili fyrir kaup og kjör á félagssvæðinu. 2. Félagasambönd fái viður- kenndan rétt til vinnustöðvunar. 3. Trúnaðarmannaráð fái heim- ild til að hefja skyndivinnustöðv- un út af broti á vinnusamningi, enda sá slík vinnustöðvun sam- þykkt af minnst ¦% greiddra at- kvæða á lögmætum trúnaðar- mannaráðsfundi. Að sambandið beiti sér fyrir stofnun fjórðungssamfoands verka- lýðsfélaga í. Norðlendingafjórð- ungi í byrjun næsta árs. Að sam'bandið leggi aukna á- herzlu á fræðslu og útbreiðslu- starfsemi, sérstaklega meðal hinna smærri félaga. Að skora á Alþýðusamband ís- lands að vera vel á verði um að starfsmenn sambandsins noti ekki aðstöðu sína til flokkspólitísks á- róðurs innan sambandsfélaganna á kostnað sambandsins. Svofelld ályktun um atvinnu- mál, ásamt greinargerð var sam- þykkt: Sameiginleg ráðstefna með stjórnum Verkalýðsfélags Hríseyj- ar, Verkalýðsfélags Dalvíkur og Verkalýðs- og sjómannafélags 01- afsfjarðar, haldin í Ólafsfirði laug- ardaginn 4. nóv., samþykkir að beina þeim tilmælum til Alþýðu- sainbands íslands, að það beiti á- hrifum sínum til þess að það opin- bera rannsaki möguleika á og und- irbúi framkvæmdir á arðbærum at- vinnurekstri, er orðið geti til at- vinnuaukningar í kauptúnum landsins á þeim árstíðum er aðal- atvinnuvegir þeirra stöðvast. GREINARGERÐ. Um undanfarin ár hefur venju- lega verið algert atvinnuleysi yfir vetrarmánuðina í sjávarþorpunum norðanlands, en með svo stuttum atvinnutíma, sem þar er venju- lega, hlýtur afkomu verkafólksins að verða mjög ábótavant. Það er nauðsynlegt að hið opinbera taki til athugunar hvernig hægt er að byggja upp framtíðaratvinnu á þessum stöðum, sem annað tveggja skapi verkafólkinu stöðugri at- vinnu en sá atvinnuvegur, sem nú myndar undirstöðuatvinnu þess- ara staða, þegar kyrrstaða er í að- alatvinnuveginum. Verkalýðssamtökin á hverjum stað gætu að sjálfsögðu gert tillög- ur um hvað þau telja á hverjum stað líklegast til úrbóta, en við teljum þó réttara að hið opinbera geri heildaráætlanir um fram- leiðslu kauptúnanna til þess að framleiðslan verði fyrst og fremst miðuð við þjóðarþarfirnar, en ekki ráði handahóf um hvað framleitt er á hverjum stað. Það vandamál veldur á félags- svæðum okkar vaxandi áhyggjum, að nú er verið að selja burtu af þeim marga mótorbáta og sriiá- báta, sem byggt hafa upp atvinnu- líf kauptúnanna, að vísu er búist við að í stað sumra þeírra verði keypt stærri skip en mjög óvíst er hvort þau geta orðið að notum á næstu sumarvertíð. Þar að auki veldur það einnig nokkrum á- hyggjum að útlit er fyrir að báta- útvegurinn dregist saman, ef verð- fall verður á sjávarafurðum, en út- gerðarkostnaður lækkar ekki. A næsta vori má búast við meira atvinnuleysi en áður hefur verið á þeim tíma árs. Við teljum því nauðsyn bera til þess að gera ráð- stafanir til atvinnuaukningar til bráðabirgða, þó jafnvel væri unn- ið framtíðaráætlun atvinnuveg- anna á þessum stöðum. Þá taldi fundurinn í framhaldi af fyrri ályktun um útbreiðslu- WSÉB* NÝJA BÍO Ævintýri íleiktiúsiny („Lady of Burlesque") Sérkennileg og spennandi mynd- Aðalhlutverk: BAKBARA STANWYCK og IVBCHAEL O'SHEA. Börn fá ekki aðgang. Sýnd kl. 9. I r-^m>'XJARNA&BIÓ t iFáiii herdeildarinnar (The Flemish Farm). Mynd frá leynistarfseminni íí Belgíu byggð á sönnum við- íburðum. CLIVE BROOK, CLIFFORD EVANS, ,„¦ JANE BAXTER. Sý^d kl. 5, 7 og 9. Siéttoræningj&rnlr (Prerie Gunsmoke). Spennandi Cowboymynd með BILL ELLIOT og TEX RITTER Börn fá ekki aðgang. Sýnd kl. 5 og 7. Ciloreal augnabrúnalitur * ERLA Laugaveg 12 TÓNLISTARFÉLAGIÐ „í álögum" Óperetta í 4 þáttum. Sýning í kvöld kl. 8. Aðgöngumiðar seldir frá kl. 2 í dag. SÍÐASTA SINN. Björgunarbátur af Goðafossi finnst Annar björgunarbátur af Goða- fossi Jiefur nú fundizt. Vélbáturinn Arsæll Sigurðsson fann bátinn á reki í fyrradag um 20 mílur norðvestur af Akranesi. Talið cr að báturinn muni hafa sokkið með skipinu, en svo skotið upp síðar, en í björgunarbátunum eru lofthylki, svo að þeir haldist á floti. Byggingamálasýn- ingunni lokið / fyrradag lauk byggingamála- sýningunni hér í bæ. Alls sáu um 4600 manns sýninguna. Sýningin vakti óskipta athygli allra þeirra, er hana sáu, og eiga aðilar þeir, sem að henni stóðu, þakkir skyldar fyrir gott starf í sambandi við hana. Um 700 manns sóttu sýninguna í fyrradag, en mesta sókn á einum degi var um 1000 manns. starfsemi meðal hinna smærri fé- laga, mjög nauðsynlegt að stofn- að yrði verkalýðsfélag í Arskógs- hreppi í Eyjafirði og þeim stöð- um öðrum, sem styrkur til'sam- takanna virðist vera fyrir hendi. Þá var samþykkt að lýsa yfir stuðningi við framkvæmd stefnu- skrár hinnar nýmynduðu ríkis- stjórnar. Um öll mál, er fyrir voru tekin á ráðstefunni, rikti sameiginlegur áhugi, svo og fyrir sókn verkalýðs- ins til aukinna samtaka, velmeg- unar og menningar. Fréttaritari. sýnir gamanleikinn „HANN" eftir Alfred Savoir annað kvöld kl. 8. Aðgöngumiðar seldir f rá kl 4—7 í dag. Venjulegt verð. Aðgangur bannaður fyrir börn. Vesturvígstöðvarnar Framhald af 1. síðu. METZ. Skipulagðri vörn er lokið í Metz, en nokkrir þýzkir herflokkar eru enn í norðvesturhorni borgarinnar. Frakkar eru þegar byrjaðir að taka niður götunöfn Þjóðverja. Sex vikur eru liðnar síðan her Pattons komst að Mosel, nálægt Metz. En 12 dagar eru síðan á- hlaup voru aftur hafin á Metz. Fyrir norðaustan Metz, en sunn- an Luxemburg, eru hersveitir Patt- ons komnai* yfir þýzku landamær- in og voru síðast, er fréttist, 3 km frá borginni Merzig. 6 KM FRÁ DUREN. Norðar í Þýzkakndi hafa Bret- ar og Bandaríkjamenn sótt fram- hjá Eschweiler og eru 6 km frá Diiren, sem er á leiðinni til Kölnar. Aðrar hersveitir eru um 10 km frá Julieh. - Bandamenn eru þarna komnir gegnum gömlu Siegfriedlínuna og inn í þá nýju, sem á fyrst og fremst ! að verja Ruhrhéraðið. : A Hollandsvígstöðvunum eru Bretar 3 km frá Venlo.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.