Þjóðviljinn - 01.03.1945, Side 8

Þjóðviljinn - 01.03.1945, Side 8
 . ~ ■ BANDARÍKIN leggja mikla áherzlu á jramleiðslu. jlutningajlmjvéla, bœði til natkunar ]■ í stríðinu og ejtir stríðið. — MYNDIN: C-Jj6 Commando jlutrúngajlugvélar í snmðum í bandarískri jlugvélaverksmiðju. S iVVVvwuvwjw,v,rfuv'vvwtfvwwwvnBnftíuwwuvwwuniiuvvwtf,^wjivvw,uv,A^'wws«iWvvvviAí •jkjv- Veltuskatturinn o" hræsnisafstaða uppbótarpostula Frafflsóknarflokksins Veltuskatturinn var til 3. umr.. í neðri deild í gær, og urðu enn talsverðar umræður. Sigfús Sigurihjartarson lýsti yfír þvi, að Sósíalistaflokkurinn mundi greiða atkvæði með frumvarpinu, þrátt fyrir það að hinar mikilvægu breytingartillögur sósíalista og Al- þýðu'flokksmanna um að leggja skattinn á tekjur ársins 1944 hefðu verið felldar. Benti Sigfús á, að Framsókn og Sjálfstæðisflokkurinn hefðu /lagzt á eitt að fella þessar tillögur og bæru því Framsóknar-N menn ábyrgð á því ásamt Sjálf- stæðisflokknum, að frumvarpið yrði afgreitt í þeirri mynd, sém Sósíalistaflokkurinn og Alþýúu- flokkurinn teldu miður æskilega. Sýndi Sigfús fram á hræsni Fram- sóknarþingmannanna, sem réðust á þann hugsaða möguleika að skatturinn kæmi fram í vöruverð- liækkun, en þó lagzt á móti því, að skatturinn væri miðaður við 1944, en á þann hátt hefði með ölíu verið útilokað, að hægt væri að skatturinn gæti haft áhrif til verð'hækkunar/ Pétur Magnússon fjármálaráð- herra sýndi franl á í svari til Ey- steins Jónssonar hvernig hin mikla tekjuþörf ríkissjóðs væri bein af-, leiðing af uppbólarstefnunni, þingið liefði verið búið að skuld- binda sig til að greiða' tugi milljóna króna uppbætur á landbúnaðar- afurðir, og það sæti sízt á Fram- sóknarmönnum, sém mamna mest hefðu beitt sér fyrir uppbótarfarg- aninu, að að hneykslast á því að ríkisstjórnin yrði að afla tekna til að mæta þeim gífurlegu útgjöldum. Frumvarjnð um gjald aj sölu- verði jisks erlendis var í gær af- greitt sem lög. Roosevelt flytur útvarpsræðu í dag Rioosevelt Bandaríkjafórseti er nýkominn heim aftur. Fór hann. með herskipi frá Algier til Banda- sríkjanna. í dag heldur hann rœðu i þjáð- þinginu og verður henni útvaryað■. Mun liann skýra jrá Krímráqstejn- unni. Roosevelt sagði blaðamönnum í gær, að hann ínyndi sitja á San Francisco-ráðstefnunni. — Að henni lokinni myndi liann ræða við C'hurcliill (— suimir segja í Lond- on). Roosevelt sagðist búast við, að liaja yrði Þjóðverja undir eftirliti í e. t. v. 50 ár, áður en hœgt værí að mcðhðndla þá eins og jajn- ingja á sviði alþjóðamála. Hann sagði hernámssvæði Breta, Bandaríkjamanna og Riissa í Þýzkalandi hafa verið ákveðið á ráðstefnunni. — Frökkum, sagði hann, yrði útlhlutað hernámssvæði af hluta Breta og Bandaríkja- manna. FullDaðráœtlanir usn hafnarmann- virki í Eliiðaárvogf Á fúndi. hafiiarstjómar ny-~ lega bánr fuUtrúar Sósíalista- flokksins fram tillögu þess efn- is að veittar væru 500 þús. kr; af fé hafnarinnar til undirbún- ings byrjunarframkvæmdá mannvirkjá við Elliðaárvog. Bæjarfulltrúar Alþ.fl. lögðu til að þar yrði komið upp upp- sátri fyrir mótorskip og báta. Tillögur þessar fengu svofellda afgreiðslu: „Hafnarstjórn samþykkir að' fela hafnarstjóra að láta nú þeg- ar gera fullnaðaráætlanir um hafnarmannvirki og skipaupp- sátur í Elliðaárvogi, eða heimila hafnarstjóra að verja síðar á ár- inu, með samþykki bæjarstjórn- ar, fé til framkvæmda, sem á- kveðnar kunna að verða, enda verði það tekið af handbæru fé hafnarsjóðs, eða að láni, með þeim kjörum, sem hafnarstjórn og bæjarstjórn samþykkja“. Þessi tillaga sósíalista um 500 þús. kr. til byrjunarfram- kvæmda í Elliðaárvogi, kemur til samþykktar eða synjunar við endanlega afgreiðslu fjár- hagsáætlunar Reykjavíkui'hafn- ar. Póllandsmáliil Framh.ald af 1. síðu. Eden sagði hið góða sam- komulag á Krím-ráðstefunni vera hið mesta fagnaðarefni. „Gétur nokkur“„ sagði hann, „efazt um, að ekkért hefði orð- ið úr stríði árið 1939, ef Banda- menn hefðu verið jafn-einhuga og þeir eru nú?“ — Sagði hann að þessi einlæga samvinna Bandamanna myndi koma í veg fyrir stríð í framtíðinni. Frumvarp afturhaldsmann- anna var fellt með 396 atkvæð- um á móti 25. — Stuðnings- menn þess voru allir úr Ihalds- flokknum að tveimur undan- skildum. Er annar þeirra í Verkamannaflokknum, en hinn ,óháður“. .Búnaðarbankinn selur - SÍ.S. kaupir Srremma á s.l. ári keypti Búnaðarbankinn húseignir og lóðir við Kirkjustræþi, frá Baðhúströðinni að Hótel Skjald'breið. Kaupverð eignanna mun hafa verið 650 þús. kr. Nú hefur Búnaðaíbankinn selt þessar eignir aftur fyrir 840 þús. kr. — Kaupandinn er Samband íslenzkra samvinnufélaga. Þrátt fyrir það að bankinn hafi hagnazt á þessurn viðskipt- um er það álit kunnugi-a manna að þessar eignir hcfðu verið seljanlegar fyrir mun meira verð. Verður mörgum á að spyrja hvers vegna þessar eignir hafi ekki verið boðnar út. ' þlÚOVIUINN Einingarstjórn í Belgíu J NÝJU belgísku stjórninni hefur kommúnistanum Edgar Lalmand verið falið eitt erfiðasta ráðuneytið og það sem mestur styr hefur staðið um, — hann gegnir embætti matvælaráðherra. Annar kommúnistinn sem sæti á í bel- gísku stjóminni er heilbrigðisráðherrann dr. Albert Marteaux. Forsætisráðherrann Achille van Acker, er sem kunnugt er sósíaldemókrati, og er stjórnin skipuð sex full- trúum kaþólska flokksins, fimm sósíaldemókrötum, fjór- um úr Frjálslynda flokknum, tveimur kommúnistum og einum óháðum. Undir forsætisráðherrann heyrir kolafram- leiðsla og dreifing eldsneytis, en þau mál eins og matvæla- öflun og dreifing höfðu farið í handaskolum hjá Pierlot- stjóminni og verið ein orsökin í stjómarskiptunum. Sósíal- demókratinn Paul Henri Spaak er áfram utanríkisráðherra. Innan stjórnarinnar starfar sex manna „stríðsstjórn“, kos- in af öllu ráðuneytinu, og eiga sæti í henni tveir sósíal- demókratar, tveir úr Kaþólskaflokknum, einn kommún- isti og einn úr Frjálslynda flokknum. jpORSÆTISRÁÐHERRANN nýi, van Acker, er 46 ára, var í Belgíu hernámsárin og tók þátt í leynihreyfingunni. Hann er hafnarverkamaður, sjálfmenntaður, þingmaður \ frá 1927, og einbeitti sér fyrir stríð að atvinnuleysismál- I \ . unum. Hernámsárin var hann í stjóm hinnar leynilegu ; vérkalýðshreyfingu, og eftir lausn landsins átti hann mest- i an þátt í víðtæku tryggingarkerfi sem komið var á, — og í mátti teljast eina meiri háttar umbótaráðstöfun sem Pier- lotstjórnin framkvæmdi. Síðasta sókn þýzka kafbátaflotans r- 'J BLAÐI norsku stjómarinnar, Norsk tidend, birtist 7. febr. þessi frétt: „Frá Stokkhólmi berast þær fregnir að Dönits flota- foringi hafi neyðzt til að hefja kafbátavorsóknina nokkr- um vikum áður en ætlað var, vegna methraða rússnesku sóknarinnar. Hinir svonefndu „úlfahópar“ kafbáta fóru að láta úr höfn í Noregi í vikunni sem leið með fyrirskip- un um að ráðast á skipalestii: í Atlanzhafi, og fyrst og fremst. skipalestir á leið til Sovétríkjanna. Þýzku kafbátastöðvarnar á Noregsströnd hafa oft orðið fyrir loftárásum Bandamanna, 12. janúar var varpað 6000 kg. sprengju á kafbátaskýlin í Bergen, og fór hún gegnum 30 feta þykkt steypuþak á einu kafbátaskýlinu og eyðilagði tvo 1500 smál. kafbáta og dælukerfið í kaf- bátahöfninni. Stokkhólmsfréttaritari Daily Ýelegraphs, Ossian Gould- ing, hefur frétt 'að í norskum höfnum séu nú 200 þýzkir kafbátar, flestir í kafbátastöðvunum í Bergen og Þránd- heimi. Það eru yfirleitt 750 smál. kafbátar en þó eru þar einnig 1500 smál. og 2500 smál. kafbátar, þeir síðasttöldu til skyndiárása út úr fjörðunum. Talið er að Þjóðverjar eigi um 400 kafbáta, því áherzla hefur verið lögð á smíði lítilla báta í seinni tíð“. Greininní líkur með því að skýra frá endurbættum gerðum þýzkra kafbáta, en Bandamenn hafi fengið vitn- eskju um nýjungamar og gert sínar gagnráðstafanir. Jj'YRIR íslendinga og aðrar þær þjóðir sem eiga skip í förum um Norður-Atlanzhaf, getur þessi síðasta ‘ sókn þýzku „úlfahópanna“ frá stöðvum í Noregi, orðið alvar- legt mál. Ef það er staðreynd að helmingur þýzka kafbáta- flotans haldi sig í norskum höfnum, er langt frá því að stríðshættan á Norður-Atlanzhafi sé liðin hjá.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.