Þjóðviljinn - 05.05.1945, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 05.05.1945, Blaðsíða 3
ÞTÓÐVJLJINN Laugardagur 5. maí 1945. t Málgagn Æskulýðsfylkingarinnar (Sambands ungra sósíalista) Greinar og annað efni sendist á skrifstofu félags- ins, Skólavörðust. 19, merkt „Æskulýðssíðan". Æskulýðurinn og uppbygg- ingarstarfið aðstríðslokum Friðurinn, sem milljónir manna hafa þráð allt frá fyrsta degi styrjaldarinnar, virðist nú ekki vera langt undan. Hver stórsigurinn eftir annan vinnsL nú yfir fasismanum. Þessir sigr ar hafa nú náð hámarki eftir að höfuðvígi hans, Bei'línar- borg, féll í hendur rauða hern- um. Höfuðpaurar nazismans, menn irnir sem steyptu heiminum út í styrjöld og bera ábyrgð á öllum þeim óskaplegu hörmung um sem hún hefur haft í för með sér, týna nú tölunni. Nú vera þeir að svara fyrir óhæfu- verkin sem böðlar nazismam hafa unnið. Nú er dagur reikn- ingsskilanna kominn. ★ Fyrir augum vorum er heim- ur flakandi í sárum, gjöreydd landsvæði, þjóðir sem fómað hafa verulegum hluta af sínu kjarnmesta fólki, í baráttunni gegn ófreskju nazismans, bar- áttunni fyrir friði. ★ Hinar sameinuðu þjóðir hafa nú þegar snúið sér í fullri al vöru að uppbyggingunni eftir stríðið. Þeim er öllum ljóst, að friðurinn, sem svo dýru verði hefur verið keyptur, má ekki glatast. í»að má aldrei framar verða stríð. En varanlegur friður verð ur aðeins tryggður á grundvelli jafnréttis og bræðalags með samvinnu allra frjálsra þjóða. Þess vegna sitja nú 1200 full trúar frá 45 löndum á ráðstefnu í San Francisco og ræða vanda málin, sem hinn unni sigur hef- ur í för með sér. Eramtíðar- verkefnin sem bíða, eru ótæm- andi, svo geysilegt sem niður- rif styrjaldarinnar hefur verið, svo verður einnig uppbygging- in að verða víðtæk að sama skapi. ★ Æska hinna sameinuðu þjóða mun leggja hönd á plóginn við uppbygginguna. Hún hefur goldið mikið afhroð í styrjöld- inni, fórnað miklu og hún mun ekki telja eftir sér að fóma enn miklu, á annan hátt, þ. e til bess að tryggja í framtíð' inni öryggi og frið. Framhald á 5. síðu. ViðtaCvið hinn nýkjörna formann Æ. F. R., Böðvar Pétursson Starfandi æskulýður til sjávar og sveita verður að sameiuast um nýsköpunina Á síðustu árum hefur sveita- æskan verið ásökuð harðlega fyrir, að hún yfirgefi átthaga sína og flykkist á mölina. Þess ■ ar ásakanir hafa verið hávær- astar af hálfu þeirra Framsókn- armanna, sem búa í hlýjum og rúmgóðum „villum“ höfuðborg arinnar, en þekkja lítt af eigin raun þær aðstæður, sem sveita fólkið býr við. En við, sem höf um kynnzt sveitalífinu eins o.g það er, ásökum ekki æskufólk sveitanna fyrir brottflutning þess, því að við eigum auðvelr, með að gera okkur raunhæfa grein fyrir ástæðum búferl- anna. Lífskjörin, sem fólkið í sveit unum býr við, eru alls óviðun andi. Jafnframt því að aukið menningarlíf og lífsþægindi. kaupstaðabúa magna kröfur sveitafólks um bætt kjör, þá hefur fásin’nið og deyfðin' í sveitunum aukizt á síðari tím- um. í stað hinna fjölmennu sveitaheimila, sem áður voru, er nú leitazt við að komast af með sem fæst fólk á hverjum bæ. Víðast eru aðeins hjónin með bömin, þau þeirra, sem eru ekki orðin fulltíða og flog- in í burt. Fólksfæðin hindrar allt skemmtana- og félagslíf. Þótt efnahagsleg afkoina sé all- góð, eru öll skilyrði til aukinna þæginda svo takmörkuð, að bættur íjárhagur brevtir litm um lífskjörin. Kostnaðurinn við framleiðsl una er svo mikill, að verð land- búnaðarafurða verður að vera mjög hátt. Það stafar mest, af ófullkomnum framleiðsluhátt- um. Þetta, sem hér hefur verið talið, er engar ýkjur, heldur kaldar staðreyndir, sem m. a koma fram í flóttanum úr sveitinni og vandræðunum við verðlagningu landbúnaðarvara. BYGGÐIN VERÐUR AÐ FÆRAST SAMAN Til þess að landbúnaðurinn geti orðið aðnjótandi tækninn ar og notað stórvirkar vélar, þarf byggðin að færast saman. Til þess að landbúnaðurinn geti veitt þeim, sem stunda hann, lífvænleg skilyrði, verð ur byggðin að færast saman. Til þess að sveitafólkið geti lií- að félags- og menningarlíf', þarf byggðin að færast saman. Ekki skal hér lagður dómu> á, hvort betra er að mynda byggðahverfi eða samyrkjubú e'ftir samfærsluna, en aðalatrið ið er, að eitthvað sé aðhafzt. j mur. • Aðalfundur Æskulýðsfylking- arinnar í Reykjavík var hald- inn föstudaginn 27. apríl s. 1. í stjóm yoru kosin: Formaður: Böðvar Pétursson, varaform.: Sigurður Jónsson, ritari: Hanna Magnúsdóttir, gjaldkeri: Kristvin Kristinsson. Meðstjómendur: Bryndís Karls dóttir, Halldór Stefánsson og Guðjón Bjarnfreðsson. í vara stjórn voru kosin: Baldur Jóns son, Margrét Guðbrandsdóttiv og Jón Eiríksson. TíðmdamaSur Æskulýðssíð- unnar hitti nýlega að mál'- Böðvar Pétursson og bað hanr> að skýra sér nokkuð frá starf- semi Æ. F. R. að undanfömu og á komandi sumn. — Hvað geturðu sagt mér af starfsemi Æ. F. R. s. 1. vetur? — Starfsemi Æskulýðsfylk- ingarinnar hefur verið mjög sköpun landbúnaðarins. Sú ný- sköpun þarf að verða í nánu samræmi við nýbygginguna við sjávarsíðuna. Haldi land- búnaðurinn áfram að vera ?ft- ■ irbátur sjávarútvegsins,. hvað tæknina snertir. þá getur það vallið þjóðarheildinni ómetan legu tjóni, því að verðlag'ning landbúnaðarafurða er allmik- ið vandamál í þjóðfélag' okkar, en það verður bezt ieysí með aukinni tækm landbú.nað- arins. Líklegt er talið, að sjáv- arútvegurinn muni í tramtíð- inni vel geta borið núverandi kaupgjald, jafnvel þótt verð sjávarafurða lækki, ef nýrri og fullkomnari framleiðslutæki verða fengin. Á sama 'hátt má fullvrða að verð það, sem bændur þurfa að fá fyrir afurðir sínar, þarf eng- um þjóðfélagsvandræðum aó valda, ef land'búnaðurinn tekur tæknina meira í þjónustu sína. Slík nýsköpun landbúnaðar- ins er ekki aðeinr. nauðsynleg heildarinnar vegna, heldur fyrst og fremst vegna þeirni, sem starfa við búnaðinn, I þessari sókn á sveitaæskan að hafa forystuna. Hennar ei framtíðin, hennar er að njóta ávaxta starfsins, hún finnur mest til hinna lélegu lifsskil- yrða, sem búskapur okka’ veitir nú. í þessari baráttu ? æska sveitanna öruggan stuðn ing, bar sem verklýðsæskan er. Hin 'hörðu lífskjör starfandi æskulýðs sveita og kaupstaða. þjappa þessum tveim fylking- um saman. Látum ekki sundr- ungaröflin spilla vináttunni. en tökum upp kjörorðið: Aukum liagsældina til sjávar og sveflta. P. B. í sveitunum þarf að skapast sterk hreyfmg, er miði að u:n- góð í vetur og félagslíf betra og fjölbreyttara en nokkru sinni fyrr. Strax í haust tók má'lfundahópur til starfa og starfaði hann til marzloka. Mál- fundir voru haldnir vikulega Var þátttaka ágæt og má full yrða, að félagamir hafi haft mikið gagn og ánægju af fund- unum. í vetur var einnig hald- ið uppi öflugri fræðslustarf- semi í leshringaformi, og voru þar tekin fyrir margvísleg efni, m. a. saga verklýðshreyf- Böðvar Pétursson. ingarinnar á íslandi og ýms sígild rit marxismans. Þegar málfundahópurinn hætti störf um í vetur, hóf Æ. F. R. fræðslunámskeið fyrir félaga sína og aðra sósialista, og stend ur það yfir enn. Námskeiðinu er þannig hagað að flutt eru vikulega tvö erindi, og flytja þau ýmsir helztu forysturpenn verklýðshreyfingarinnar. Á vetrinum hafa verið haldn ir margir félags- og skemmti fundir. Félagið hafði auk þessa opna skrifstofu í allan vetur, og var þar miðstöð starfseminr ar. I — Hvað er svo að segja um starfið í sumar? — í sumar verður starfsem' Æ. F. R. með allt öðru sniði en í vetur og aðallega í sambandi við hinn fyrirhugaða hvíldar cg skemmtistað reykvískrar .,]- þýðu í Rauðhólum. Eins og þér er kunnugt, var hafizt handa síðastliðið sumar um brevting- ar og endurbætur á skála Full- tiúaráðs verklýðsfélaganna, sem Æ. F. R. héfur á leigu. Þessu starfi miðaði vel áfram í sumar sem leið, en vegna þes>, hve seint verkið var hafið. vannst ekki tími til að , ljúk^ nauðsynlegum undirbúningi og framkvæmdum þá. í sumar Verður þessu haldið áfram og fórum við fyrst til vinnu þar um síðastliðna helgi. Hvenær gerirðu ráð fyrit að þið haldið fyrstu úti- skemmtun ykkar í RauðhólurrU — Undirbúningnum miðar vel áfram og er verklegum framkvæmdum að mestu lok- ið. Gerum við því ráð fyrir, að fyrsta skemmtun okkar verði haldin í júní, en alls verða í sumar haldnar þrjár til fjórar útiskemmtanir í Rauðhólum. Eg vil nota tækifærið til þess að geta þess, að það, hve vel þessu starfi hefur miðað áfram, er fyrst og fremst að þakka ó- sérhlífni og fórnfýsi félaganna, sem unnið hafa þama allar sín- ar frístundir, og hinum mikla áhuga sem þeir hafa sýnt þessu mikilvægasta verkefni, sem I Æ. F. R. hefur haft með hönd- um. — Hver verður í aðalatriðum tilhögun útiskemmtananna? — Það get ég ekki sagt um ennþá, en við munum kosta kapps um að hafa þær hollar og þroskandi á allan hátt. — Hvað um aðra starfsemi? — Ákveðið er að halda uppi ferðalögum eftir því sem tími vinnst til. Við munum hafa samstarf við Sósíalistafélag Reykjavíkur um ferðalög í sum ar. Þá munu einnig verða haldnir félags- og skemmti- fundir eftir því sem við verður komið. I sumar verður skrif- stofa Fylkingarinnar á Skóla- vörðustíg 19 opin daglega kl 5—7 e. h., nema á laugardög- um. Eg vil minna alla félaga á að hafa stöðugt samband við skrif stofuna, því að þar verður eins og að undanförnu miðstöð starfsins. Það er ekki vafi á því, að starfið í sumar mun reynast félaginu giftudrjúgt og auka styrk þess inn á við og út á við. Hvernig starfið í Rauðhól um heppnast verður prófsteinr inn á áhuga og félagslegan þroska meðlimanna. Félagar! Leggjumst þess vegna öll á eitt um starfið í Rauðhólum Með því vinnum við tvennt- Við rækjum skyldur okkar við félagið og auk þess getum við varla varið frístundum okkar á skemmtilegri hátt, annars staðar en í Rauðhólum, því að þar mun margt verða til skemmtunar á milli þess sem unnið er. En fyrst og fremst ætti bað að vera okkur hvatning, að með þessu starfi erum við að vinna markvisst að því að skapa revk- vískri alþýðuæsku heilbrigðan og viðunandi skemmtistað. gs- i

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.