Þjóðviljinn - 05.05.1945, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 05.05.1945, Blaðsíða 4
ÞJÓÐVILJINN t— 11 Laugardagur 6. maí 1945. þJÓÐVILJINN Dtgefandi: Sameimngarfiokkvr alþýðu -- SósíaUstaflokkurinn. Ritatjóri ug ábyrgðarmaður: Sigurður Quðmundsson. Stjórnmálaritstjórar: Etnar Olgeirsson, Sigfús Sigurhjartarson. Ritstjórnarskrifstofa: Austurstrœti 12, sími 2270. Aígreiðsia og augiýsingar: Skólavörðustíg 19, sími 218 Askríftarverð: I Reykjavík og nágrenni: Kr. 6.00 á mánuði. Dti á iandi: Kr. 5.00 á manuði. Prentsmiðja: Víkingsprent h.f., Garðastrœti 17. Danmörb frjáls Fregnirnar af heimsviðburðunum eru orðnar svo mikilfeng- legar, að nærri hver dagur flytur eina frétt eða fleiri af at- burðum, sem verða afdrifaríkir fyrir sögu þjóða og heilla heims- álfa. 0 En fregnin sem barst í gærkvöld um einn meginþáttinn í hinu mikla hruni þýzku hernaðarvélarinnar snertir íslendinga ef til vill nánar en margar aðrar fregnir sem börizt hafa af enda- lokum hinnar hrikalegu Evrópustyrjaldar: Danmörk er aftur frjáls, Hitlershersveitirnar hafa neyðzt til að sleppa takinu á þessari norrænu bræðraþjóð. pg því yerður einhuga fagnað af íslendingum. Hitler ætlaði að gera Danmörku að fyrirmynd hernumins lands, framferði þýzku nazistaherjanna þar átti að sanna öllum heimi að vel væri unandi yfirráðum Hitlerssinna, ef íbúar hins hémumda lands vildu aðeins vera sæmilega auðsveipnir og framleiða allt hvað af tæki fyrir „herra'þjóðina“. En þessar vonir Hitlers brugðust. Það tókst ekki að gera Danmörk að fyrirmynd ríkis sem hemumið er af na-zistum. Þjóðin tók brátt að ná sér eftir hið ægilega áfall sem Dan- mörk varð fyrir 9. apríl, og brátt varð til ágætléga skipulögð leynihreyfing, sem hóf baráttuna fyrir frelsi landsins með þeim árangri, að Danmörk hefur nú hlotið heiðursess meðal hinna sameinuðu þjóða, sem m. a. hefur komið skemmtilega fram i því, að land sem ekki hefur starfandi löglega ríkisstjórn hefur átt viðurkennda stjórnmálafulltrúa í London, Washington, Moskva og öðrum höfuðborgum sameinuðu þjóðanna. Danska þjóðfrelsishreyfingin hefur í vitund heimsins orðið tákn og full- trúi dönsku þjóðarinnar allrar. Allir fslendingar, hvar í flokki sem þeir standa, fagna því innilega, að danska þjóðin skuli aftur vera frjáls. Samtímis mun hugur manna hér á landi beinast til Noregs, til hinnar lang- þjáðu hetjuþjóðar sem enn liggur undir fargi nazistaherveldis ins, síðuzt allra hinna hernumdu þjóða. Nú loks má telja víst, að hernámsþjáningar Norðmanna séu einnig brátt á enda, með hverjum hætti sem það kann að verða. Og þá fyrst verður fögn uður íslendinga yfir styrjaldarlokunum óblandinn. Barátfan um ad vínna fríðínn Það eru nokkrar höfuðstaðreyndir, sem hver þjóð verður að gera sér ljósa grein fyrir um leið og hún ákveður þátttöku sína í baráttunni um að vinna friðinn. í fyrsta lagi: Það er nóg þörf fyrir allt það, sem mannleg vinna og mannlegt hugvit getur skapað. — Ef allir vinna og fá réttmæta greiðslu fyrir virtnu sína, þá er einnig nóg kaupeta. Fyrirbrigði eins og markaðskreppa og atvinnuleysi eiga engan rétt á sér í heiminum — og hver sú þjóð, sem lætur slík fyrir- brigði' skapast hjá sér, sýnir að hún beitir ekki réttum aðferð- um til þess að vinna friðinn. í öðru lagi: Það barf alþjóðlegt samstarf, alþjóðlega verka- skiptingu í framleiðslunni til þess að þörfum mannanna verði fullnægt og hver þjóð um sig geti hagnýtt sínar auðlindir til fulls. — Vér íslendingar þurfum sérstaklega að muna þetta og breyta tafarlaust samkvæmt því, sökum þess að framtíð þjóðar vorrar er undir því komin hvaða hlutverk henni er ætlað í þess- ari alþjóðlegu verkaskiptingu. í þriðja lagi: Hver þjóð þarf nú þegar að einbeita öllum krötum sínum, til þess að vinan bað hlutverk, sem henni hent- ar bezt frá alþjóðlegu og þjóðlegu sjónarmiði. — Og það getur engin þjóð unnið slíkt hlutverk án þess að einbeita öllum kröft- unum. Það er t. d. ekki nóg að svo og svo margir einstaklingar og félög á íslandi leggi mikið á sig til þess að ísland geti skipað þann sess, sem það á áð skipa í .sjávarútveginum, ef sjálfir bankar þjóðarinnar vinna gegn þvi að þjóðin geti innt sitt hlutverk af. hendi, með því að halda _ uppi of háum vöxtum og hindra verulegar lánveitingar til sjávarútvegsins. Mannkynið oy véltæknin Laugardagur 6. maí 1945.— ÞJÓÐVaLJINN Á 25 ára fresti hafa að tilhlut- un Þýzkallands kveðið við ná- brestir í Evrópu, og hvort stríðið' um sig hefur farið langt fram úr öllu sem á undan er gengið að eyðileggingarmætti. Vísindin hafa fullkomnað hernaðartæknina, fullkomnun .hernaðartækninnar hcf ur fullkoninað tortímingunna. 23. .júlí 1941, er ekkert sA’ar barst frá Senbíu við úrslitakost- uni Austurríkis og Austurríki neit aði öllum frekari samningum en hersveitir voru sendar af stað til Belgrad, og 1. september 1939 er þýzkur her brauzt inn í Pólland, varð mörgum að spyrja, hvort ekki væri allt se.m áunnizt hefði á framförum verið fyrir gýg, og hvort þessi aðsteðjandi háski, sem undir búinn hafði verið ár- um saman af stökustu kostgæfni, mundi ekki tortíma hinni vest.- rænu menningu. Framfarir í véltækni»jirðu mikl ar á þessum 25 árum milli hcims- styrjaldanna, og hinn geigvænlegi hernaðarmáttur hefur margfald- azt að sama skapi. Framleiðsla á stáli hefur tvöfaldazt síðan um aldamót, og nam 100 milljónum tonna áður en stríðið brauzt út, og jók hána enn að miklum munl Sé þetta athugað, má vel skilja, hvílík feikn af rústum öll þessi þungu hergögn hafa skilið eftir á leið sinni um löndin. Herir Nap- olions fóru um sömu slóðir, en þá var heimsframleiðslan á stáli, járni varla hundrað þúsund tonn og engar aflvélar voru þá til. Áður en heimsstyrja/ldirnar tvær skullu yfir, var mörgum ljóst hvert stefndi, en menn voru þá sunduitþykkir um markmið og leiðir og skipulagning friðarmála iítil sem engin. Og þó að margir yrðu til að vara við hinum yfir- vofandi háska, var sem þeir stæðu magnlausir gagnvart samtökum hernaðarviljans; og þeim var jafn- vel borið á brýn ofstæki og þjóð- málahatur, vegna andstöðu þeirra gegn hinni svívirðilegu klíku, sem lagði aílt. vald ýfir fram leiðslu Þýzkalands og atvinnu-. háttum í hendur eins manns og handbenda hans. Motmælafundir og kröfugöng- ur máttu sín lítils gegn vélum nazista og fazista, og báðir efld- ust þeir og hnýttu milliríkjasam- bönd. Almenningur í löndunum 'fann til minnimáttar síns til að afstýra hinum j-firvofandi hörm- ungum, hann gat aðeins látið í Ijós andstyggð á úrslitunum á Spáni. þar sem hin hugprúða al- þýða varð að leita í Iægra haldi fyrir blóðugri fazistauppreisn. Stjórnarvöld lýðræðisríkjanna leit uðust við að troða upp í fallbyssu hilaupin með lagagreinum, en styrjaldir breiddust út viðspyrnu laust að kalla mátti og flæktu fleiri milljónir fólks í net sín. Stvrjaldartækninni hefur flevgt tram síðan barizt var við Verdun. Hver herrnaður getur á jafnlöng urn tíma, skotið miklu fleiri skot- unr en þá. hver flugmaður sleppt miklu stærri sprengjum og vopnin tru íniklu betri en það, minni vandi að hæfa rétt mark, skotið jangtum fljótara í förum. Sóðan menrt fóru að nota gufuvtiar og olíu, frá upphafi vélaaldar og þangað til nú, hefur heimurinn tekið miklum stakkaskiptum. Tæknin — þróuninn hefur tekið risavexti síðan um miðbik síðustu aldar. Á árunum 1840 til 1888 óx gufu aifl mælt í hestöflum úr einni millj ón í 50 milljönir, og notkun afl- véla sem knúð voru með ko<lum og olíu margfaldaðist, og að sama skapi jókust áfköst vélaiðnaðar- ins. Verksmiðjur þutu upp í öll- um löndum hins gamla heims og allar þörfnuðdst þær þessara efna úr skauti jarðárbg hið nýja ástand sem við þetta skapaðist, gérði stundum hin gömlu landamæri úrelt, umturnaði því jafnvægi, sem þjóðleg mpnning eða hug- prúð frelsisbaratta hafði áður skapað og viðhaldið. Raforka mæld í kílóvattstund- um jókst í Bandaríkjum úr 14 í 130 milljarða á árunum 1925 til ævintýralegu framförum þess- arar aldar. Á 4 árum hafa Bandaríkin náð í flugvélafram- leiðslu tölunni 100 000 árlega, og sú aukning gengur töfrum næst. Síðan Wright tókst að lyfta sér frá jörðu í hinni fyrstu flugvél og þangað til hinu fyrra heimsstríði lauk, voru alls fram leiddar í Norður-Ameríku tæp lega 75 000 flugvélar af ýms- um gerðum. Árið 1939 voru skip þau sem byggð voru í Norður Ameríku 341 000 smálestir en árið 1043 19 milljónir smálesta. Og allar þjóðir hafa náð furðulegu marki í framleiðslu iðn.aðar. Þó að loftárásir dyndu yfir Bretlandseyjar jókst þó hernaðarframleiðsla án af- láts. í Sovétríkjunum voru á fá um vikum fluttar verksmiðjur sem þúsundir verkamanna unnu við, frá Úkrainu til Úral og endurbyggðar þar, og það á Ua6*<a Grein þessi eftir ANDRÉ LABARTHE er úr fanska tímaritinu La France libre. 1937. í Þýzkalandi úr 7 í 49, í Bretlandi úr 2,5 í 29. og í Sovét- ríkjunum úr 2 í 40 milljarða. í Frakkiandi komst hún úr 10 í 25 nii'lljarða. Saman'lagt nam þessi aukning á ártinum 1929 til 1937 200 milljörðum og jókst úr 280 miUjörðúni kílóvattstunda í 480 milljarða Framleiðlan óx án aflá'ts. Árið 1859 var ólíuframléiðsla Banda- ríkjanna tæplega 2000 tunnur, en árið 1937 1.279 milljónir tunna. Nú sem stendur franfleiðir eitt fylki í Bandaríkjunum 25% af öllu því olíumagni sem frainlcitt er í heiminum. eða jafn mikið og Sovétríkin, Rúmenia og Venezuela samanlögð. En Texas hafði í upphaifi þess tímabils þess er hér um ræðir aðeins 10% af því i'ramleið.flumagni, sem nú hefur það. Síðan árið 19215 hafa Banda- ríkin íramleitt % af öllu olíu- magni sem. framleitt var í heim- inum á því tímaibili sem síðar er runnið. Tækniþróunin, vélamenning- in hefur umturnað öllu hag kerfi heimsins, og valdið þjóð- flutningum sem eiga sér engan líka. Árið 1800 var öll Banda- tríkjaþjóðin aðeins 4 milljónir | en Frakkland hafði þá 27 millj- I ónir íbúa. Nú búa meira en 140 Imilljónir í Norður-Ameríku. ■Eftir að iðnþróunin hófst í Sov- étríkjunum með valdatöku ríkj- andi - stjórnar, jókst íbúaf jöld- inn úr 139 milljónum upp í 193 milljónir Kolaframleiðslan jókst úr 30 milljónum tonna í 164 milljónir. Sífellt fjölgar járnbrautum, bílum, traktorum, flugvélum og rafknúðum vélum til heimilis þarfa. Menn hafa vanizt þessari sífelldu aukningu og þessum oíf j urlega háu tölum. Þetta stríð. i sem nú geisar, hefur aðeins orð ið til að auka hraðann í hinum Nemendur útskrifaðir úr Iðnskólanum Framhald ;af 2. síðu. Þ. Einarsson, húsasmiður, Magnús Ámason, bakari, Magri ús Einarsson, vélvirki, Magnús B. Gíslason, bíasmiður, Magn- ús J. Smith, vélvirki, Magnús- ína Guðmundsdóttir hárgreiðslu kona, Markús H. Guðjónsson, ketilsm., Númi K. Jónsson, jámsm., Oddbergur Eiríksson, skipasmiður, Oliver Bárðarson vélvirki, Ólafur H. Ámason klæðskeri, Ólafur K. Eiríksson, rennism., Ólafur^E. Jónsson bak ari, Ólafur T. Jónsson, málari, Ólafur H. Pálsson, múrari, Ólafur Pá'lsson, máhnsteypum, Óskar Guð nutndsson, rafvirki. Óskar K. Hall grímsson, raifvinki, Óskar K. Ólafs- soii, vélvirki, Óskar Sandholt, rennismiður, Páll Eggertsson, húsa smiður, Páll Þorsteinsson, múrari, Pétur Guðjónsson, rakari, Pétur Haraldsson. prentari. Pétur Magn ússon, rafvirki, Ragnar Hansen, múrari, Ragnar B. Jónsson', vél- virki, Ragnar Þ. Guðlaugsson, blikksmiður, Sig'fús Ingimuiidar- son. skipasmiður, Sigmundur Sig- urgeirsson, húsasmiður, Sigríður S. jónsdóttir, hattasaumak, Sigrún Pálsdóttir, hattasaumak., Sigur- björn Ólafsson. útvarpsvirki, Sig- urður Ágústsson, vélvirki,, Sigurð- ur J. Helgason, múrari. Sigurður Kaflsson, bílasmiður, Sigurður Ólafsson, húsasmiður, Sigurður R. Sigurðsson, skipasmiður, Sigurður 0. Sigurðsson, vélvirki, Sigurður B. Stefánsson, húsasmiður, Símon Þ. Símonarson, vélvirki, Skarphéð inn . Guðjónsson. vélvirki Skarp- héðinn Jöhannsson. húsasmiður, Skúli L. Friðriksson, húsasmiður. Skúli Júlíussön. rafvirki, Skúíi Þorkelsson. raikari, Snorri R. Gunnarsson. skipasmiður, Stefán meðan Rússar áttu sem mest að vinna á vígvöllunum, Ekkert virðist geta stöðvað eða hnekkt hinum síhækkandi tölum. línu ritum sem nálgast það meir og irteir að snarhækka í lóðréttn stefnu. Niðurlag á morgun. Opnutn i dag nýja verzlun, með: MálDlogi, lleiiióðiP, llitiálirailiiF | og allar tilheyrandi vörutegundir. i; Onnumst veggfódrun, ■I dúka- og strigalagningu með beztu fagmönnum. Ný stjórn í KRON íj Lögum málníngu og lökk Fyrsti fundur hinnár nýju stjórnar IvRON var í gær. í stjórn voru kosnir: Sigfús Sigurhjartar- son formaður Þorlákur Ottesen ritari Theodór B. Líndal gjald- keri Æskulýðurinn og end- urskipulagningin Framh. af 3. síðu. fslenzk æska vill taka þátt í viðreisnarstarfinu með . æsku hinna sameinuðu þjóða. Hún vill ekki einangra sig. því hún veit að fáar eða enga: þjóðir eiga framtíð sína meir komna undir samvinnu við aðrar þjóðir en hin litla ís- lenzka eyþjóð. íslenzk æska harmar það að vér fslendingar skyldum ekki bera gæfu til að fá fulltrúa á ráðstefnunni .j San Francisco. Hún veit, að til þess þurfti ekki að segja neinum stríð á hendur. Hún vítir afturhaldið, sem ræðir þetta alvörumál af fullkomnu ábyrgðarleysi og reynir að þyrla um það lygum og blekkingum. En þrátt fyrir hin leiðinlegu mistök, sem þegar hafa átt sér stað í þessu sambandi, horfir íslenzk æska björtum aúgum til framtíðarinnar og vonar að henni gefist síðar tækifæri til að taka, með æsku hinna sam einuðu þjóða, þátt í framtíðar- starfinu við að tryggja friðinn í heiminum og auka lífsham- ingju alls mannkyns. eftir litavali viðskiptamanna, framkvæmt af málara- meistara, sem jafnframt gefur allar ráðleggingar varðandi málun. Fijót afgreiðsla. — Sent heim. — Sent gegn póstkröfu. EGNBOGINN ■ StúIka óskast þegar í stað. Einnig vantar ' nokkrar stúlkur 14. maí næstkomandi. Sérherbergi fylgir. Tjarnarcafé h.f. (EGILL BENEDIKTS SON ). Sími 5533. Laugavegi 74. Sími 2288. Ásgeir Valur Einarsson, veggfóðrarameistari. Sæmundur Sigurðsson, málarameistari. Húsnæði Eins eða tveggja herbergja íbúð með eldunarplássi ósk- ast strax éða 14. maí. Tvenut í heimili — ágætri umgengai reitið. Fyrirframgreiðsla, ef óskað er. Tilboð sendist af- 'reiðslu Þjóðviljans, merkt: tvö róleg. •& a p — .............— Verð fjarverandi næsta hálfan mánuð. Páll Sigurðsson læknir gegnir hér aðslæknisstörfum á meða:: Skrifstofa mín verður opir ems og áður. Héraðslæknirinn í Reykjavík 5. maí 1945. Magnús Pétursson. Þar sem mér hafa borist fjölmargar umsóknir um sæti í 1. bekk skólans n.k. vetur, fyrir nemendur, sem aðeins hafa lókið fullnaðarprófi í barnaskóla, skal vakin athygli á því, að Gagnfræðaskóli Reykvíkinga hefur sömu inntökuskilyrði og Meuntaskólinn í Reykjavík og starfar að öllu leyti á sama kennslustigi og fjórir neðstu bekkir Menntaskólans. Nú eins og endranær lætur hann þá nem- endur sitja fyrir með skólavist sem staðist hafa inntöku- próf Menntaskólans í Reykjavík, en ekki hlotið inngöngu þar. Vottorð með einkunnum og röð umsækjenda við inntökupróf Menntaskólans í Reykjavík, verða. að fylgja hverri umsókn og sendist undirrituðum fyrir 15. júlí n.k. Knúftir Arngrímssofli skólastjóri. Nýr fiskur, dilkakjöt, nautakjöt, svínakjöt, hangikjöt, léttsaltað kjöt, salöt, áskurður og fleira. — Á hvers manns disk frá SÍLD & FISK TONLISTARFÉLAGIÐ. ORATORUB Þorvarðsson, skipasmiður, Stein- unn Þorsteinsdóttir, hárgreiðsluk., Svanlbjörg Hróbjartsdöttir, hár- greiðsluk., Sveinn Þ. Sæmunds- son. rafvirki, Sverrir Magnússon, skipasmiður, Sverrir Sveinsson, prentari. Sæmundur Sigurðsson, húsgagnasm.. Tómas G. Guðjóns- son, billasmiður, Trausti Th. Ósk- arsson. rakari, Valdemar Krist- jánsson, vélvirki, Valtýr Guðm- nndsson, húsasmiður, Valur Magn ússon, rakari, Vigf’ús Árnason, rakari. Vigfús Vigfússon, húsasmið ur, Vilhjálmur Jónsson. rennismið ur, Þorgeir H. Jónsson, vélvirki, Þorlájkur V. Guðgeirsson, húsg. bólstrari, Þorgríimur Jónsson, málmsteypum. Þorsteinn Ársæls- son, járnsmiður, Þorsteinn Guð- mundsson, prentari. Þorsteinn Ól- i'afssön, skipasmiður, Þorsteinn M. Sveinsson, rafvirki. ■ Þorvaldi.v Kristmundsson, húsasmiður, Þór- arinn Jónsson, prentari. Þórarinn St. Sigurðsson, ljósmyndari Þór- hildur Sigurðardóttir. hárgreiðsluk. ohifti:ií Esja Vörumóttaka aðeins til kl. 12 árdegis í dag, ekki til kl. 15 eins og áður var augíýst. I. 0. G. T. TEMPLARAR í Farið verður til vinnu að Jaðri í dag, laugardag, kl. 2 e. h. og á morgun kl. 9% f. h. frá Góðtemplarahúsinu. Mæt ið sem fyrst og hafið hamra með ykkur. U.M.F.R. Handknattleiksflokkur kvenna SKEMMTUN í samkomusal nýju mjólkurstöðvarinnar við Lamgaveg; annað kvöld kl. 9,30. Til skemmtunar verður: x Söngur. Systumar sjö. Skemmtikvikmynd. Dans. Góð músik. Öllum heimill aðgangur meðan húsrúm leyfir. Ölvnn bönnuð. Aðgöngumiðar seldir í Ljósbrá, Skóla- vörðustíg 10 og við innganginn. SKEMMTINEFNDIN. eftir Björgvin Guðmundsson verður flutt annað kvöld, sunnud., kl. 9 e. h. í Fríkirkj- unni. Samkór Tónlistarfélagsins. Hljómsveit Reykjavíknr. Einsöngur. — Einleikur. Stjórnandi: dr. Urbantsehitsch. Orgel: Páll ísólfsson. Aðgöngumiðar hjá Eymundsson. - menn einnig keypt tónverkið. SÍÐASTA SINN! Þar geta ———i -* - ■ r—~r •• ii -iii ——r—> i—r ~ i~i ~ >m ~>r~ri orvu. i rn.' ■ '' ■' -v-:. .- ó ■■>■ ." , . ■ .. "■ ■ KAUPIÐ ÞJÓÐVILJANN Nýkomið, mikið úrval af tvöfoldnm kápum á böm og fullorðna. Einnig yfirstærðir. Verzlun H. Toft Skólavörðustíg 5. Sími 1035.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.