Þjóðviljinn - 13.05.1945, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 13.05.1945, Blaðsíða 2
Þ 7ÓÐVILJINN Sunnudagur 13. maí 1945. Asl f Bæ: Kvöld - Dagur - Kvöld Þvílfkur umhleypingui. Ég skrffa þessar línur af því mér þykir svo gaman að skrifa á ritvél. í gærkvöld sat ég heima cg var að lesa Jónas keisara eftir ONeill. Og ég var að hugsa um það hvenær búið yrði svo að okkar leik urum að þeir gætu sýnt slíkt lista verfc á íslenzku sviði. I>á kom vinur minn inn. Hann leit á það sam ég var að lesa og síðan fór hann að skoða bækurnar mínar. Hann gerir það alltaf þegar liane heimsækir mig. Svo spurði hann hvort við ættum ekki að fara i bíó. Það var einhver grínmynd. Og svo fórum við í bíó. I>að var nú meiri vitleysan. Einhverjai' stelpupjásur voru að þvælast inni í gistihúsi, og svo fundu þær dauð an mann í herbergi sinu og þá urðu þær skítíhræddar og reyndu að fela manninn. Maður nokkur slamp- fullur fór um allt gistihúsið og var að leita að honum Charly. Og þegar allt var komið í hundana og lögreglan búin að taka stúlk- urnár fastar, ásamt tveim vinum þeirra, öll áJkærð fyrir morð, þá var maðurinn alls ekki dauður, heldur var þetta Charly, sem fulli maður inn 'hafði dáleitt, en síðan gleymt hvar hann væri niðurkominn. Og svo endaði allt með kossi. — Það var komið bezta veður þegar við komum ú't. Við gengum eftii lengstu götu bæjarins. Það var stúlka á undan okkur og hún hafði fallegar fætur. En þótt hún iiti stökusinnum við, þá gátum við ekki þekkt hana. Hún hlaut að vera utanptóssstúlka. Og svo hvarf hún inn í eitt húsið, en við héldum áfrani út úr bænum. I>að var tunglskin og léttskýjað, en mikið brimhljóð. Við tölaðum um listir. Vinur minn er nítján ára og hann er líka góður teiknari og hann langar að verða málari. En hann segir að það sé ekki heiglum hent. Menn segðu að hann skyldi heldur fara að verzla, fara í ein- hvrern bysnes. Eins og það helvíti væri nægilegt fyrir alla. Og hann sagði að Ií'f sitt yrði mislukkað ef hann gæfist upp við að leggja út á listaibrautina — iíf okkar væri svo stutt að við gætum ekki leyft okkur að íifa því án spennu og vonar. Svo genguin við heim til mín. Eg kveikti undir könnunni <;g við ræddum um stríðið. Okkur fannst mikil nauðsyn á að við reyndum að skilja þiáningar stríðs þjóðanna. Annars má búast við að við drógumst alfturúr. Við lifum kæruleysislega, drekkum mi'kið vín, étum yifir okkur og reynum að græða og græðum, en bræður okkar þjást og farast í milljóna- tali. Og fol'kið 'Sem kemur úr styrjöldinni verður ekki með þessi fí'flalæti eins og við. Vertu viss. Það veit hvers virði lífið er og mun einbeita kröftum sínum l.1 uð gera nfið tignariegt, fagurt og gott. Það er nýtt fólk, vígt í hörm ungum fimm ára og það veit hvað það vill. En við? ★ — Og svo lét ég hann heyra ný- asta kaflann úr skáídsögu sem ég er að skrifa. Hún er um sjóferðir og fiskirí; kvennafar og fyllirí. Eg þdkki þetta allt af eigin reynd og veit hvað ég syng. Svo má hamingjan vita hvort hún verður birtandi. En strákunum finnst gaman að því sem komið er og stelpunum enda líke. þó þær brosi stundum vandræðalega. Og vinur minn var ánægður með þennan kafla og hann skammaði mig fyrir að vera svona latur að skri'fa. Svo fengum við dkkur kaffi og átum eplaköku. A meðan ræddum við um bókmenntir. Mikið erum við hrifnir af Kiljan og mikið erum við orðnir leiðir á þessum sveitasög- um. Þær eru orðnar plága. Hvar eru sögurnar úr bæjunum? um nú- Límafólkið? verkamenn, sjómenn, bílstjóra, heildsala, útgerðarmenn, róna, hórur og stjórnmálamenn?, um nútímalff á landi voru. Hvar eru hinir ungu menn? — Eg á góðan gítar og nú tók ég hann og raulaði lög. Vinur minn sat á rnóti mér og nú varð hann angurvær á .svip. Hann sagðist stundum verða svo þunglyndur — og þó bað hann mig um að raula þunglyndislög. Tataravísa, Lulla- by negranna, gamalt þjóðlag, lag éftir sjálfan mig. Samdi það fyrir tíu árum út af stelpu. Svo hringdi klukka uppi á lofti Bróðir minn ætlaði að fara að róa. Klukkan var eitt og ég'fylgdi vini mínum til dyra. Það var bjart af tungli og stillt. Kannski fá þeir nú gott sjóveður, sagði ég. Það væri bet- ur, sagði vinur mir.n og svo buð- um við góðar nætur. ★ Þegar ég vaknaði í morgun heyrði ég til vinds Eg leit út og j sá að kominn var stynningsstorm | ur af austri. Klukkan var níu, en mér tá ekkert á, því ég er atvinnu- laus þessa stundina Eg heyrði að palbbi vara að fara ti’l vinnu og hann sagði að mælirinn hefði hríðfallið síðan í gærkvöld. Þegar ég kom í eldhúsið var systir mín að fara eftir mjólkinni. Við sækj- um hana á hverjum morgni og það er tíumínútna gangur Iivora ieið. Fyrir stríð sendu bændurnir mjóíkina heim. Og systir mín fór i kápuna og setti'hettuna yfir höf uðið, því nú var kominn bvh/r og svo þau't hún út. Þegar ég hafði fengið mér kaffi settist ég við rit- vélina, sem ég fæ alltaf lánaða hjá kaupfélagsstjóranum og ætlaði að halda áfram með söguna. Eg sló tvær línur og þar með var það búið. Glugginn minn snýr að St'andgötunni, en hún er fjölfarn- asta gatan í iiænum. Menn, bíiar, handvagnar, hávaði. Þannig er hún. Það sést ékki út á höfnina, en yfir þök aðgerðarhúsanna sá ég að hún var farin að rjúka. Tveir útgerðarmenn stönzuðu framan við gluggan. Þeir bölvuðu veðr- áttunni. Það er að verða vitlaust veður, sagði annar. Hvað hann er 'fljótur mieð þetta helvíti, sagði binn. Það var einhver kvíði í þeim. Já; sjórokið bar við móbergið þarna úti og þaut hraðar og hrað ar. Bróðir minn á sjó, vinur minn á sjó, báðir á litlum bátum, já, þeim minnstu sem ganga úr þess ari höfn. Eg eirði ekki við vélina. Hugurinn reikaði. Systir mín kom inn. Hún var rjóð og heit af sprett inum og kápan halfði blotnað. Það er komið öskurok, sagði hún. Eg er að vona að strákarnir hafi lagt hérna fyrir austan og þá ættu þeir að koma snemma ,og hafa það gott, sagði ég. Systir mín vonar það Mka. Enn hvessti og syrti að. Um hádegið var komið afspyrnu- lok. Það hvein og söng í öllu. Sjó drif og snjór blandaðist saman. ★ Palbbi kom í mat. Hann var blautur af því hann hafði gengið á móti storminum. Þetta er félegt veðurlag, sagði hann. Það tapar ein hver línuspotta í dag ef hann held ur svona áfram. Þeir hafa varla farið langt, sagði ég. Nei, sagði hann, brimið var soddan svarri. Ætli þeir séu ekki hérna heim- undir. Það vaT átt við strákana. Annars voru þeir að segja margir hafi farið vesturúr í nótt, bætti liann við. Kona bróður míns kom niður til okkar. Er ekki ekki orðið voðalega 'hvasst spurði hún. Ojú, liann er orðinn nokkuð hvass, þeir fara nú sennilega að koma, sagði paibbi. Eftir matinn fór hann út. Eg sá hann keyfa móti veðrinu austur Strandvegiun. Eg fór í gúmlístí'gvél og gömlu regnkápuna rrtína. Það vantar á hana tvær neðstu tölurnar og ég fékk nælu úr sokka'bandi systur minnar til að halda henni saman. Og svo fór ég út. Þegar ég var rétt kominn að bryggjunni mœtti ég pabba og bróður hans. Eg sá á göngulagi þeirra að strákarnir væru komnir. Samt spurði ég þá. Jú, báðir komn ir. Það var hætt að snjóa en sjó- drifið var þétt eins og rigning. Svo sá ég niður á bryggjuna. Við enda var bátur bróður míns, en vinar míms ofarlega austanmegin. Þangað fór ég. Vinur minn er tutt- ugu og fimm ára og þetta er fimmta vertíðin seni hann er for- maður. Hann er IftiII, snaggara- legur og nú var hann í brrinum skinnjakika og trollarabuxum, selta í andlitinu. Hvernig gekk, spurði ég. O, það var bölvaður skítur. Við skildum eftir átta dalla, sagði hann. Þið eruð rótfisk aðir. Það var ágætt meðan hægt var að draga. Svo .eittist «..It af. Þið hafið verið hérna heimundir? Já, það sem eftir er liggur frá Klökkum og inn. Það hangir nú, sagði ég. Getur verið — annars var þetta ónýtt drasl — verst að missa fiskinn, sagði vinur minn. Svo gekk ég niður bryggjuna og nú kom stafurinn sér vel. Það var varla stætt. Sjórdkið skóf inn liöfnina, ekki í lotum, heldur stöðugt, hvítfyssandi sjórok. Bróð ir minn var að ganga frá fanga- línunoi. Annar hásetinn var að henda upp úr lestinni, hinn upp á bryggjuna. Eg komst inn i stýrishúsið. Það eru sömu ólætin, sagði hann. Það var svo sem aúð séð í nótt hvað hann ætlaði að gera, en maður bjóst ekki við þess um ofsa. Náðuð þið öllu? Það eru sex dfitir. Við hættum að draga — það var ekki viðlit að eiga við það lengur. Verst að þetta var góð lína. Hvar voruð þið? Úti á Landsuðri. ÞáfS fengigt fiskur þar of það væri eir.hverntíma sjó veður, sagði bróðir minn. Báturinn losnaði frá að a'ftan. þeir ruku til og eftir litla stund höfðu þeir fest hann aftur. Meðan ég var þarna komu tveir bátar. Maður sá þá ekki fyrr en þeir voru komn ir inn í miðja hdfn. Það var sama sagan hjá öllum; farið frá linunni. Eg fór úr 'bátnum og sjórokið stóð beint í andlitið rann á káp- unni og ég var næstum fokinn vestur af bi-yggjunni. Setti undir mig hausinn og komst í var við bryggjuíhú'sið. Þar stóðu nokkrir menn. „Þór“ var með í skiúfunni hérna fyrir ves'tan, s'agði einn mað ur. „Ægir“ er víst farinn að leita að honum. Einn hélt að veður- hæðin væri tólf vindstig. Annar áleit það ekki geta verið. En allir voru sammáda að þessi ofsi stæði ekki lengi. Þeir bjuggust við að hann kæmi úr útsuðri. Kunningi minn einn dróg mig inn í beitu- skúr sem stendur þarna á bryggj- unni. Það er mikið betra að vera hér, sagði hann. Og hann talaði um afsan í veðrinu Hann er bú- inn að vera formaður í þrjátíu ár, en í sumar varð hann fyrir áfalfli og hann veit ekki hvort hann fer á sjóinn í vetur. Hælbrot eru al- veg ga'ssaleg, sagði hann. En hann héfur lofað að reyna að vera með lítinn bát. nú jæja. maður hættir þá. Og við_ ræddum um slys, um hvort ég hafi grætt á því að selja fiskinn með haús og hala i fyiTa, um tíðina i aprfl í fyrra, hvað hún hafi verið erfið og hvað mað ur hefði fiákað, hefði hún verið góð. Það birti á giugganum. Eg var búinn að vera inni 10 til 15 mínútur og fór eftir tíu mínútur. Eg gekk að bátnum til vinar míns. Flj'ótt að breytast veður í Iofti, sagði hann, kýminn Farið þið ekki að leita að spottanum, spurði ég. O, maður sér nú iivað hann gerir, og vinur minn ieit íbygginn til iofts. — Umhverfið var annað og mennirn ir líka — allir voru ánægðir yfir að veðrinu skyldi slota svona snöggiega. — Nú • kom kunningi minn úr skúrnum. Labbaðu á Skansinn, sagði hann og við geng- um af stað. Skansinn er hóll sunn an hafnarinnar og á hólnum er steinlhflaðið virki frá gamalli tið. Héðan sér vítt um; inn höfnina, yfir bæinn og út á sjó. Hér var margt fólk því nú var komið blíðu veður. En á svörtu hraun- grýtinu hamaðist sjórinn og löðrið glitraði í sólskíninu. Fyrsti bát- urinn fór út höfnina. Þeir eru vísir til að finna línuna, sagði kunninginn, bara að Ihann kom’i ekki úr þessúm endanum, og hann benti í útsuðrið. Báturinn hélt móti öldunni, stakk sér í og va'lt. Þrjár stúlkur komu gegnum virk ishliðið. Þær voru ungar og bros- íeitar og ein var með myndavél um öxl. Þær gengu fram á rof- bakkan, stönzuðu þar og horfðu út á sjóinn. Bátur bróður míns kom út. Hann gengur illa en fer vél í sjó. Á eftir honum komu tveir bátar. Þeir ætluðu að nota. tækifærið meðan gafst. Við geng- um nær sjónum, framhjá stúlk- unum og þar upp á lítinn hóL Sj'ávarloftið var mjög sterkt, því aldan svall við klettana og lengra burt var ein's og mistur yfir ströndinni. Svo gengum við til baka. Ein sbúlkan haifði brúnt hár og það blikaði i sólbirtunnL Þær voru að hlæja þegar við gengum framjhjá. Og hér var kom inn maður með myndavél á þrí- fó't og 'hann kíkti eftir bátunum og sneri í ákafa. Mikið getur löðr ið verið hvítt og faílegt þegar það fossar svona á grjótinu. Hafið þið tekið eftir því hvað febrúarsól- in getur verið björt þegar hún jaðrar við hvíta skýjaklakka? Eg skykli við kunningjg minn og fór heim. Og hvað er svo unnið við að setjast niður og pikka á þessa vél? Ekki ræður það úrslitum styrjaJdarinnar, svo mikið er víst- Afsökun mlín er sú að ég er svo þrælmúsikalskur, að jafnvel skröltið í vélinni lætur vel í eyr- um mínum — aúk þess sem ég. virðist ek'ki hæfur til neins hvort eð er. Og þegar þau tvö, sjóarinn og vinnukonan, voru að því kom- in að remia saman í einn líkama, þarna í jsögunni, þá gall bruna- Mðurinn. við, 'hærra og hærra unz hann var kominn upp úr öllum veðrum. Á götunni tóku menn til fótanna, bilar þutu fram'hjá, börn hlupu og hrópuðu. Eg fór út. Konurnar voru komnar út úr hú'sunum og stóðu bíspertar með hendurnar á brjósti og spurðu Ihvar væri kviknað í. Eg fór í át'tina til brunastöðvarinnar. Menn hlupu framlhiá og verzlun- ailfólkíð var koinið út úr búðun- um. Allir spurðu. Það var einhver staðar í aústurbænum og þegar ég kom á lengstu götuna sá ég hvar það var. Manúfjöldinn hafði safnazt sainan við eitt húsið. Þarná var slö'kkviliðsbí'll, dæla, siöngur og stigar. Þegar ég nálg- aðist hópinn komu nokkrir menn á móti mér. Það var allt búið. Kviknaði í dívan. Það var ekkert. Og síðaii 'tvístraðist mannfjöld- inn. Stelpur og strákar töluðu fjörlega saman og hlátrar kváðu við. Þrjár skólastelpur komu eft ir göLunni. Ein þeirra átti heima í húsinu þar sem kviknaöi í. Hún

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.