Þjóðviljinn - 24.06.1945, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 24.06.1945, Blaðsíða 4
4 Þ.1ÓÐ VILJINN Sunnudagur 24. júní 1945. 2* lilniBlP iPKbn ilttaioiii lil Frá orðunefnd il auba mið Mi ii liiilisla Brezkir vísindamenn hafa undanfarin ár gert tilraunir með að auka svifplöntugróður í sjó með tilbúnum áburðL Tilraunir þessar hafa verið gerðar í innfirði og hafa leitt í Ijós að plöntugróðurinn var töluvert meiri á því svæði þar sem áburður hafði verið notaður. Tilraunir þessar hafa ennfremur leitt í ljós að á hinum „ræktuðu“ eða ábomu svæðum, hefur koli vaxið jafnmikið á tæp- um tveim árum og í „óræktuðum" sjó á 5—6 ámm. Hér ér um svo þýðingarmikið mál að ræða fyrir aðalatvinnu veg okkar íslendinga að l>egar þarf að gera ráðstafanir til þess að teknar verði upp rannsóknir og tilraunir á þessu sviði hér við land. Forseti íslands hefur sæmt eft- irfarandi menn 'hinni íslenzku fálkaorðu, samkvæmt tillögu orðu nefndar: 15. júnfi: Richard Thors framkvæmda- S'tjóra stjörnu stórriddara hinnar íslenzku fálkaorðu. llicliard Thors hefur af miklum dugnaði starfað að samningagerðum fyrir hið ís- lenzka ríki. Eyjólfur Jóhannsson framkvæmd astjóra stórriddarakrossi hinnar íslenzku fál.kaorðu. Sigurð E. Ólason hæstaréttar- lögmann riddarakrossi hinnar ís- Jenzku fáJkaorðu. Undirstaða dýralífsins í sjón- um eru örsmáar svifplöntur sem berast með yfirborði sæv- arins. Fiskaseiðin lifa á þessum svifplöntum, en seiðin eru svo aftur á móti fæða hinna stærri fiska. Það liggur því beint við að álykta, að ef hægt væri að auka æti fiskanna myndi það. verða til þess að flýta fyrir og auka vöxt þeirra. Brezkir vísindamenn hafa. sem fyrr segir, með stuðningl The Imperial Chemical Tn- dustries Limited, gert tilraunh með hvaða áhrif tilbúinn áburð- ur, t. d. köfnunarefni (nitrogen) og fosfór hefði á aukningu plöntugróðursins í sjónum. Tilraunir þessar voru gerðar í Loch Craiglin, sem er lítiii hluti af Loch Sween í Argyll- shire í Skotlandi, um 18 ekrur að stærð, og er tengdur við norð urhluta Loch Sween með mjóu sundi. Til þess að geta fylgzt með því hvaða árangur áburð- artilraunirnar hefðu var hlað- in stífla með flóðgátt yfir sund- ið. Áburður var síðan látinn öðru hvoru í Loch Craiglin og kom í ljós að plöntugróðurinn var metinn alltaf töluvert meiri í „ræktaða“ hlutanum, Loch Craiglin, heldur en í norður- hlutanum, þar sem engin áburð ur hafði verið látinn. Fiskur (koli) var þvínæst lár- inn í Loch Craiglin og fylgzt með vexti hans. Tilraunimar sýndu að í sjó sem er snauður af áburðarefnum og fiskur vex seint í, er hægt að auka plöntu- gróðurinn með áburði og þa: með vöxt fiskjarins. í ihinum „ræktaða“ sjó náði kolinn á tæpum tveimur árum jafnmiklum vexti og annars hefði þurft 5—6 ár til í órækt- uðum sjó. Eins og fyrr segir voru til- raunir þessar gerðar á svæði sem hafði verið innilokað. Þess vegna var ákveðið að gera til- raun með áburð þar sem engar stíflur voru, til þess að komast að raun um að hve miklu leyti sjávarföllin bæru áburðinn burt, áður en hann kæmi að gagni. Til þessara tilrauna var valinn annar vogur í Loch Sween. Vísindamennirnir áætla að ekki meir en fjórði hluti fosfórsins leysist upp um leiö og hann er látinn í sjóin-. Smátt og smátt barst fosfóriun burt frá þeim stað sem hann hafði verið látinn og dreifðist um allan voginn. Eftir nokkra daga var áburðurinn samt mesi ur í grennd við þann stað sem hann hafði verið látinn og það virtust ekki mikil brögð að þvi að hann bærist í stórum stii út úr voginum. Töluverður hlut> áburðarins sem sekkur til botns leysist upp seinna og kemur plöntugróðrinum að notum. Þær tilraunir sem enn hafa verið gerðar með áburðamot- kun í opnum vogum lofa því góðu. Það er haldið áfram með þess ar tilraunir og má gera ráð fvr- ir að þeir sem við þær fást skýri frá árangrinum áður langf, líður. Tilraunir þessar eru hinar athyglisverðustu fyrir okkur íslendinga. Reyndist það svo að hægt væri að hefja fiskirækr á þann hátt að auka plöntugróð- urinn í vogum og tjörnum með áburði, væri hugsanlegt að efia þannig fiskstofninn verulega. Virðist sjálfsagt að þegar séu gerðar ráðstafanir til þess að taka upp slíkar tilraunir hér við land. „Á íslandi mætast áhrif austurs og vesturs44 Hr. Francis Spalding, ritari sendiráðs Bandaríkjanna, hafði boð inni fyrir íslenzka blaða- menn að kvöldi lengsta dags ársins. í ræðu sem hann flutti við þetta tækifæri drap hann nokk- uð á atburði síðustu ára og kvað íslendingar standa fram- arlega eða. fremst meðal þjóð anna í því að hafa náð hinu fernskonar frelsi, málfrelsi, rit- frelsi, frelsi frá skorti og frelsi frá ótta. Einkum hvað hann ís- lendinga nota prentfrelsið. ís- lenzku blöðin ræddu málin hisp urslaust og stundum næstum harkalega. Sem dæmi um það þar sem prentfrelsið er afnum ið minntist hann á hvernig þýzku nazistarnir notuðu blöð- in og útvarpið á árunum 1936— 1939. Þá fór hann lofsamlegum orð um um góða samvinnuíslenzkra blaðamanna við herstjórn Bandaríkjanna á stríðsárunum. Nú kvað hann menningar- strauma austurs 'og vestur, Ev- rópu og Ameríku, mætast hér á íslandi, og við gagnverkanir þessara áhrifa myndu íslending ar mynda sér sína íslenzku skoð un. Jens Hóhngeirsson skrifstofu- stófustjóra riddarakrossi hinnar íslenzku fálkaorðu. IiaUdór Jakobsson skrifstofu- mann riddarkrossi hinnar íslenzku fálkaorðu Amgríni Kristjánsson skóla- stjóra riddarakrossi hinnar ís- Jenzku fálkaorðu. Ofangreindir 5 menn sátu nefnd þá, sem skipuð var af þingflokk- um og ríkisstjórninni til að undir- búa og hafa umsjón með atkvæða í greiðslunni um sambandsslitin og lýðveldisstjórnarskrána. Hafa þeir unnið starf sitt af miklum dugn- aði og ósérplægni. Eyjólfur Jóhannsson var for- maður nendarinnar. 17. júní: Steján Þorvarðsson sendiherra íslands í London, sem unnið hefur með miklum dugnaði að lausn erfiðra viðfangsefna fyrir hið ís- lenzka ríki, stjörnu stórriddara hinnar íslenzku fálkaorðu. Knut Zimsen fyrrverandi borg- arstjóra, sem unnið hefur mikið starf í þágu bæjanfélags Reykja- víkur, stjörnu stórriddara hinnar ' íslenzku fálkaorðu. j Gunnþórunni HaUdórsdóttur ! leikkonu, sem lagt hefur veruleg- an skerf til íslenzkrar leiklistar, stórriddarakrossi hinnar íslenzku fálkaorðu. Björn Jónsson skipstjóra frá Ánanaustum riddarakrossi hinnar islenzku fálkaorðu. Guðmund Guðnason skipstjóra, riddarakrossi hinnar íslenzku fálka orðu. Björn og Guðmundur hafa ver ið afburða sjósóknarar og verið íslenzku atvinnulífi styrkar stoð- ir. Jón Magnússon yfirfiskimats- mann, riddarakrossi hinnar ís- lenzku fálkaorðu. Jón hefur um langt skeið starfað sem fiskimats ' maður og rækt starf sitt mið mik- illi alúð. „Hallveigarstaðakaffi" verður framreitt í Listamannaskálanum kl. 2,30—22.30 í dag. — Það eru konur úr Thorvaldsensfélaginu, sem selja þarna kaffi til ágóða fyrir Hallveig- arstaði. Jón Magnússon fréttastjóri, formaður Blaðamannafélags ís- lands, þakkaði.fyrir hönd blaða mannanna og ummæli hans um íslendinga, með stuttri ræðu. Þrjár stuttar fréttamyndir voru sýndar: af skógrækt í Bandaríkjunum, frá stríðinu á Kyrráhafsvígstöðvimum og af olíuleiðslu í Bandaríkjunum. „Regnboginn4" rússnesk kvikmynd Framhald af 1. síðu. Olenu, en vörðurinn drepur barn- ið. Móðirin nær líkinu og grefur það. undir gólfinu í húsi sínu. Daginn eftir liandtaka Þjóðverjar gisla, en komast ekki að því hvað orðið Jiafi af barnsMkamanum. Olena Kostjúk fæðir barn í úti- húsinu sem hún er höfð í. Þjóð- verjar myrða barnið og Olena kýs dauðann fremur en koma upp um félaga sína'. Einn vetrardag sést regnbogi á hinxni. Fólkið liefur þá trú, að regnbogi sé góðs viti, og fær nýja von og þrótt. Gaplik kemur nótt eina heim fáá þýzka foringjanum. Heima bíða hans skæruliðar, sem dæma hann til dauða fyrir landráð. Tveir rauðliðar koma til þorps- ins í njósnarför og h'itta Fedosíu. Hún grætur af gleði. Skömmu síð ar kemur sveit úr rauða hernum Fréttakvikmynd Framhald af 1. síðu. sig að sýna mynd eins og t.d. kaflann af fyrstu stúdentum verzl unarskólans. Það er lofsvert að slíkar frétta- myndir eru teknar, en við þurf- um nýrri tækni, betri myndir. En þrátt. fyrir hina lélegri kafla borgar sig að sjá myndina, því menn skemmta sér áreiðanlega — og hláturinn lengir lífið! Kaupmn tuskur allar tegundir hæsta verði. HÚSGAGNA- VINNUSTOFAN Baldursgötu 30. A Sími 2292. Samúdarkort ;! Slysavamafélags íslands kaupa flestir. Fást hjá slysavamadeildum um allt land, í Reykjavík af- greidd í síma 4897. Ragoðr Ólafsson HæstaréttarlÖgma ður og löggiltur endurskoðandi Vonarstræti 12, sími 5999. Skrifstofutími 9—12 og 1—5. Þjóð'verjum að óvörum, og þorps- búar hjálpa til. Konurnar vilja hefna harma sinna á þýzku föng- unum, og ætla ekki að hlýða banni sovétfyrirliðans. En Fedosía á- varpar konurnar: „Hættið! Látið þá ekki sleppa með eina mínútu eða tvær. Ætlið þið að láta þá borga fjnir Leva- njúk, fyrir Olenu, fyrir hann Va^ja minn, fyrir börnin okkar sem þeir pynduðu og myrtu, með tveimur mínútum? Nei, látum þá lifa og drekka bikar ósigursins til síðasta dropa. Þeir. sem deyja nú mega hrósa liappi. Látið þá sjá her sinn liörfa, flýja á harðaldaup- um, örmagnast og deyja. Látum þá lifa það að þeirra eigin konur og börn hrylli við þerm. Látum þá sjá kynslóð sína og land sitt und- ir refsidómi. Látum þá bera á- byrgð á öllum þeim sorgum og þján ingum ,sem þeir liafa valdið okk- ur. .! Og regiVbogi sést á hitnninuiu, og er heilsað með fögnuði. i. Ur feopginru Næturlæknir er í læknavarð- stofunni Austurbæjarbarnaskólar:- um, sími 5030. Næturvörður: er i Laugarvegs- apóteki. Næturakstur: Bifröst, sími 1508. Útvarpið í dag: 14.00—16.30 Miðdegistónleikar (plöt ur): Sónötur• eftir Beethoven: a) Sónata í As-dúr, Op. 11(1 b) Sónata í cvmöll, Op. 111 c) 15.00 Lög úr „Sýninga.-- bátnum“ eftir Kem. d) Polonaises eftir Chopin. e) Paphnis og Chloe eftir Ravel. 18.30 Barnatimi (Pétur Péturssj:. o. fl.). 19.25 Hljómplötur: Sumarlög. 20.20 Einsöngur (séra Þorsteim Björnsson). 20.35 Erindi: Hjá Grími á Bessastöð um (Ingólfur Gíslason læknir) 21.00 Tónleikar. 21.05 Upplestur: Kvæði eftir Grírn Thomsen (Lárus Pálsson leik- ari). 21.35 Hljómplötur: a) Tilbrigði eftir Ponce við stef e.ftir Corelli. b) Klassiskir dansar. Útvarpið á morgun: 19.25 Hljómpiötur: Hugieiðing um þjóðsöng Erazilíu eftir Burle Marx. 20.30 Þýtt og endursagt (Hersteinn Pálsson ritstjóri). 20.50 Hljómplötur: Lög leikin á harpsikord. 21.00 Um daginn og veginn (Bjarni Ásgeirsson alþingismaður). 21.20 Útvarpshljómsveitin: Frönsk alþýðulög. Einsöngur: Einar Markan syng ur lög eftir Áma Thorstein:- son og Sigvalda Kaldalóns. KHATTSPYRNUKAPPLEIKUR milli Akureyringanna og Vals n. fi. í kvöld kl. 8,30 á íþróttavellinum. STJÓRNIN.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.