Þjóðviljinn - 12.09.1945, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 12.09.1945, Blaðsíða 6
6 ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 12. sept. 1945 Jörðin og halastjarnan , — Þetta var röskur náungi, sagði máninn. Hví- lík ferð og annar eins hali! Það hlýtur að vera nokkur önnur ævi hjá slíkri að eiga, heldur en yesalings reikistjörnu. —- Já, sagði jörðin snúðug, það hlýtur að vera næstum því eins glæsileg sévi og hjá mána. En máninn var fullur og glotti aðeins að jörð- inni. Þrjú hundruð árum síðar kom halastjarnan aftur. . Jörðin hafði beðið komu hennar með óþreyju og gætt .þess að telja vandlega hringferðir sínar kring um sólina. Hún hafði í þessu tilfelli skreytt sig með fjólum og öðrum blómum sem hún gat látið vaxa í marz. Og allir mennirnir á jörðinni stóðu og horfðu út í himininn til að gá að halastjörnunni, því þeir höfðu reiknað nákvæmlega út braut hennar. Hin- ir gáfuðu hlökkuðu til að sjá þenna sjaldgæfa og merkilega atburð. Flónin lágu í rúminu og grétu af hræðslu, eða hlupu út í angist sinni og drukku sig fulla eða höfðu önnur kjánalæti í frammi. — Þarna er halastjarnan! sagði einn af gáfuðu mönnunum, sem stóð á hæsta turninum, hafði bezta sjónaukann, og mesta þekkingu á stjörnun- um. — Þarna er halastjarnan! hrópaði máninn. Húrra! Nú verður líf í tuskunum! .... ,y — Þarna kemur halastjarnan! sagði jörðin glöð. Og þegar halastjarnan kom svífandi, stór og björt, með langa,- lýsandi, þríklofna halann, lyfti jörðin íshúfunni á pólnum, en þá hrundu ísjak- arnir út í sjóinn, sem fylltist af hafís og veðráttan varð svo köld að flónin meðal mannanna efuðust ekki lengur um að nú kæmi heimsendir, og jafn- vel gáfuðu mennirnir urðu dálítið efablandnir. — Góðan dag, góðan dag, halastjarna! kallaði jörðin. Velkomin aftur! Það gleður mig að ÞETTA Gömul ög ný „vísindi“ failýrða að nef manna komi Úpp um ihnræti þeirra sem her segir: ' Breitt cg flatt nef: Tregar gáfur. Rómverskt nef (arnarnef): kappsemi, bráðlyndi, vilja- þrek. Grískt nef (sem gengur í beinni línu niður af enninu): L'sthneigð, skapskyggni, frá- sagnargáfa, nautnahneigð, orðheldninni ábótavant. Breið nefrót: Bráðlyndi, jafnvel fólska. Breiður nefhryggur: Dugn- aður. Hátt nef og þunnt: Kald- lyndi, eigingirni. Langur, mjór nefbroddur, sem veit niður á við: Hlé- drægni, tortryggni, kald- hæðni, forvitni, önuglyndi. Kollótt nef: Viðkvæmni, góðlyndi. Stutt, kollótt nef'- Glaðlyndi hrekkleysi. Stórt og holdmikið nef: Ó- stöðuglyndi, veikur vilji. Þunnt, langt nef með mjó- um nefbroddi. Nízka, leiðin- leg framkoma og þurrleg. Hátt og bogið nef: Við- skiptavit, stundum lævísi. Skakkt nef: Löngun til mannaforráða, kapp með för- sjá. Hún var komin út á göt- una. Hógvær rödd að baki hénnar sagði: „Viljið þér kaupa West- minster-tíðindi, frú?“ „Það er karlhróið með ljóta nefið“, hugsaði frú Cecilia Dallison. „Mér finnst ég ekki geta ...“ Og hún leitaði að penny í handtösku sinni. Við hlið karlsins stóð kona í slitinni en hreinlegri kápu. Hatturinn var gamall, en hafði einhvern tíma verið á- sjálegur. Hún hafði slitinn loðkraga um hálsinn. Andlit konunnar var magurt en ekki ófrítt. Augun voru mórauð og góðleg, hárið svart og slétt og vafið í hnút. Við hlið hennar stóð lítill, horaður drengur og hún hélt á ungbarni á hand- leggnum. Frú Dallison rétti gamla manninum pening fyr- ir blaðið en horfði á konuna á meðan. „Heyrið þér, frú Hughs“, sagði hún. „Við höfum beðið lengi eftir því að þér kæmuð og saumuðuð gluggatjöldin“. Konan tók fastar utan um barnið. „Þér verðið að fyrirgefa það, frú. Eg vissi það vel, að þér áttuð von á mér. En ég hef átt erfitt“. Viðkvæmnin-skein af and- liti Ceciliu. „Guð minn góður! Er það mögulegt?“ „Já, frú — það er maður- inn minn“. „Jesús minn“, tautaði Cec- ilia. „En hvers vegna komuð þér ekki?“ „Eg gat ekki fengið mig til þess, frú. Eg gat það ekki“. Henni hrukku tár af augum niður á loðkragann. Frú Dallison hélt áfram með sannfæringarkrafti: „Mig tekur sárt að hevra þetta“. „Hann Creéd gamli hérha á heima í sama húsi og við“, sagði konan. „Og hann ætlar að tala við manninn minn“. Gamli maðurinn vaggaði höfðinu á langa, magra háls- inum. „Hann ætti að hafa vit á að haga sér eins og mað- ur“, sagði hann. Cecilia íeit á hann. „Bara að hann leggi ekki hendur á yður“. Gamli maðurinn sparn fæti við jörðu. „Eg vil helzt ekki eiga í ófriði við menn. Ef hann áreitir mig, læt ég lög- regluna hirða hann---------- Westminster — —“ hrópaði hann, brá hendinni fyrir munninn þeim megin sem vissi að frú Dallison og hvísl- aði: „Shoreditcht-morðinginn tekinn af lífi“. Ceciliu fannst allt í einu eins og allur heimurinn hlýddi á samtal hennar við þessa manneskjuræfla“. „Eg veit ekki með vissu, hvað ég get gert fyrir yður, frú Hughs. En ég skal tala við manninn minn og mr. Hilary“. „Þakka yður kærlega fyrir frú“. Cecilia brosti, en það var eins og brosið bæði fyrirgefn- ingar á sjálfu sér, og hún gekk þvert yfir götuna. „Eg vona að ég hafi sýnt nógu mikla hluttekningu“, hugsaði hún og leit um öxl. Þar stóðu þau þrjú — gamli maðurinn með dagblöðin sín, rauðblátt nefið beint upp í loftið og járnspangagleraugun — saumakonan í svörtu kápunni — vesældarlegi drengurinn. Ekkert þeirra hreyfði sig eða sagði orð. Þau stóðu grafkyrr og horfðu framundan sér — á umferðina. Það var eitthvað í hugrenn- ingum Ceciliu sem gerði upp- reisn gegn þessu. Þetta var andvana, vonlaust og ófag- urt, sem bar fyrir augu henn- ar. „Hvað er hægt að gera fyr- ir konur eins og frú Hughs, sem alltaf lítur svona út?“ huesaði hún. „Eða þennan gamla mann? Eg hefði líklega ekki átt að kaupa þennan kjól. En það er nú svona, Stefán er orðinn leiður á gömlu kjólunum mínum“. Hún vék út af aðalgötunni og inn í hliðargötu, sem var lokuð fyrir almenningsum- , ferð, og nam staðar framan við langt, lágt hús, sem var að mestu í hvarfi við trén í garðinum. Hér bjó Hilarv Dallison, bróðir mannsins hennar og maður Biöncu, systur henn- ar. Ceciliu datt það allt í einu í hug, að húsið væri líkt Hil- ary sjálfum — viðíelldið að horfa á það, en liturinn ein- hver óákveðinn blendingur af ljósbrúnu. Gluggarnir voru eins og augu, sem liggja djúpt og ljóma af gestrisni. Vínviðurinn, sem lá upp að húsinu, minnti á gisið skegg. Og dökku rákirnar, sem voru utan á húsinu hér og þar, voru ekki ólíkar hrukkum í andliti manns, sem hugsar of mikið. Öðru megin við húsið vár málaravinnustofa. Hún var sérstakt hús, blámálað með dökkri eikarhurð, og yfir því hvíldi einhver harðneskju- blær, sem átti vel við, því að hér réð Bianca. Ceciliu fannst litla, bláa húsið horfa þrjózkulega á í- búðarhúsið, eins og það vildi sem minnst af því vita. Hún hafði oft haft áhyggjur af hjónabandi systur sinnar, og því komu henni þessar sam- líkingar í hug. En reynslan hafði kennt henni að vera ekki allt of opinská um hugmyndir sínar og hún hraðaði sér upp stein- lagða stíginn heim að húsinu. í anddyrinu lá lítil, gul tík af bolahundakyni. Hún leit snörum augum á gestinn og veifaði löngu, mjóu rófunni. Þannig tók hún öllum. Ætt- ingjar hennar höfðu orðið þjálli með hverri kynslóð og að síðustu glatað öllum eirj- kennum forfeðranna. „Miranda!" sagði frú Dalli- son og ætlaði að klappa heimasætunni. En reynslan hafði þá kennt tíkarhróinu það líka að vera ekki of op- inská, og hún vék sér undan kjassinu. Það var mánudagur og Bi- anca tók á móti gestum. Cec- ilia hélt áfram inn í vinnu- stofu hennar. Stofan var stór og há undir loft. Þar var mannmargt inni. Gamall, lotinn og grann- vaxinn maður með hvítt hár, stóð grafkyrr frammi við dyr. Hann fitlaði með grönn- um fingrum við skegg sitt, sem var þunnt og hvítt. Hann var í dökkgráum vaðmálsföt- um, sem reykjarþef lagði af, og þykkri léreftsskyrtu. I Flibbinn var of lágur og því bar mikið á langa, mórauða hálsinum. Buxurnar voru of stuttar og bar mik'ð á ljósum sokkunum. Það var eitthvað í útliti gamla mannsins, sem minnti á þolinmóðan húðar=- I klár. | Þegar Cecilia kom inn. leit ! hann upp og óðar var auðskil | ið, hvefs vegna hann stóð þarna einn. síns liðs. Glamp- inn í bláum augunum bar vott um, að einhver spádóms- orð væru að koma fram á varir hans. „Það var verið að segja frá aftöku“. Cecilia varð ofurlítið óró- leg. „Já, pabbi“, svaraði hún. „Að lífláta mann“ hélt hann áfram með titrandi rödd. Það var eins og hann væri að tala við sjálfan sig. ,,Að lífláta menn, var ein- kenni villimennskunnar. Það var trúaratriði — sprottið af trúnni á annað líf. Allar raun ir mannkynsins eiga rót sína að rekja til þessarar trúar“.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.