Þjóðviljinn - 12.09.1945, Blaðsíða 7
Miðvikudagur 12. sept. 1945
OÐVILJJNN
7
Jarðarför
KRISTJÁNS HELGASONAR
fer fram frá Fríkirkjunni miðvikudaginn 12.
þ.m. og hefst með húskveðju að heimili h'ans,-
Hringbraut 158 kl. 1 e. h.
Börn, tengdabörn og barnabörn.
Sósíalistar!
Unglinga vantar til að bera blaðið til
kaupenda á
Bræðraborgarstíg
Rauðarárstíg
Freyjugötu
strax.
Afgreiðsla Þjóðviljans
Skólavörðustíg 19, sími 2184
I-----------------------------------
Verkamannafélagið Dagsbrún.
i
verður í Iðnó fimmtudaginn 13. september
kl. 8V2 e. h.
FUNDAREFNI:
1. Félagsmál.
2. Hvíldarheimilið.
3. 40 ára afmæli Dagsbrúnar (nefnd-
arkosning).
4. Hermann Guðmundsson, forseti Al-
þýðusambandsins skýrir frá Sví-
þjóðar og Noregsför.
5. Önnur mál.
Fjölmennið og mætið stundvíslega.
Stjómin.
1
Sendisveinn óskast
strax eða 1. október.
iiUÍRimidi,
Laugaveg 43. Sími 4298.
Einbýlishús
Skemmtilegt einbýlishús í útjaðri bæjarins, 3
herbergi og eldhús, er til sölu með hagkvæmum
kjörum.
Fasteigna & Verðbréfasalan
Suðurgötu 4. Símar 3294, 4314.
Norðurlandaskáldsögur
Ofborglnnl
Næturlæknir er í læknavarð-
siofunni Austurbaejarskólanum,
sími 5030.
Næturvörður er i Laugavegs-
apóteki.
Ljósatími ökutækja er frá kl.
19.50 til 5.00.
Næturakstur: B. S. 1, sími
1540.
Útvarpið í dag:
19.25 Hljómplötur.
20.30 Útvarpssagan: Gullæðið eft
ir Jack London (Ragnar Jó-
hannesson).
21.00 Hljómplötur: Hreinn Pák-
sorj syngur.
21.15 Erindi: Um franska skáldið
Ronsard (Þórhallur Þorgilsson
magister).
21.40 Hljómplötur: Danssýningar-
lög.
Hjónaband. S. 1. föstudag voru
gefin saman í hjónaband af borg-
ardómara, Bryndís Kristjánsdótt-
ir frá Nesi í Fnjóskadal og Jón
úr Vör rithöfundur. Og Guðleif
Hallgrímsdóttir, Laugaveg 41A og
Hafliði Jónsson garðyrkjumaður.
Heimíli ungu hjónanna er á Grett
isgötu 20C.
Hæsti vinningur í happdrætti
háskólans kom „að þessu sinni
upp á % miða nr. 21473. Seldist
annar helmingurinn i umboði
Marenar Pétursdóttur, Laugaveg
66, en hinn á Siglufirði.
Hjónaband. Síðastliðinn föstu-
dag voru gefin saman í hjóna-
band Sigríður Sigurðardóttir list-
málari og Sigurður Haralz rit-
höfundur. Sr. Jón Thorarensen
gaf brúðhjónin saman.
Skipafréttir. „Brúarfoss“ vænt-
anlegur frá Leith í -dag. „Fjall-
foss“ fór frá New York 5. sept.
„Lagarfoss er í. Gautaborg. „Sel-
foss“ fór frá ísafirði kl. 9 í gær-
morgun til Siglufjarðar. „Reykja
foss“ er í Reykjavík. „Yemassee“
er í Reykjavík. „Larranaga" fór
frá Reykjavík 7. sept. „Eastern
Guide“ fór frá Reykjavík 6. sept.
til New York. „Gyda“ fór frá
New York 1. sept., væntanleg í
nótt. (,Rother“ er í Leith. „Bal-
tara“ er í Englandi. „Ulrik
Holm“ er í Englandi. „Lech“ er
í Reykjavik.
Útvarpstíðindi, 8. hefti er kom-
ið út. Efni: Starfsemi danska út-
varpsins á hemámsárunum 1940
—45, eftir Per Björneson —
Soob; vísnasamkeppnin; sextugur
skrifar um útvarpið og efni þess;
Þegar að ...; smásaga eftir Helga
Vigfússon;í Hið helzta úr dag-
skránni; Sindur og dagskráin.
Framhald af 4. síðu.
sé ekki mikið. skáldrit, en
hún virðist hugsuð af höf-
undi sem frásagnarskáld
saga (Reportageroman) og
sem slík er hún góð. Þetta
er heiðarleg vinna, vel af
hendi leyst.
Söguhetja Haugbölls,
Martin, er ungur verkamað
ur með óljósa samúð með
kommúnistum. Atburöirnir
9. apríl hafa djúptæk áhrif
á hann, og smátt og smátt
dregst hann inn i leynistarf
ið og þroskast pólitískt.
Skemmdarverkin eru fyrst
tilviljunarkennd og, ídaufa-
leg, en brátt kemst skipu-
lagning á starfið og stóraö-
gerðir hefjast. Hann verður
foringi fyrir hóp skemmdar
verkamanna og tekur þátt
í meiriháttar skemmdar-
verkum. Loks ná Þjóöverj-
ar honum, og þá lýkur bók-
inni. En _begar útgefand-
inn bauð til sín blaðamönn
um í tilefni af útkomu
skáldsögu Haugbölls, var
sagt á boðskortinu aö blaða
menn fengju að hitta þar
aðalsöguhetjuna, Martin.
Það or vonandi ekki al-
gengt að höfundar kynni
blaðamönnum sögufólk sitfc
um leið og skáldsögur koma
út, en hvað sem því líður
var gott til þess aö vita,
aö „Martin“, sem var einn
hinn snjallasti skemmdar
verkamaður okkar, hefði
sloppið lifandi úr fanga-
búðunum.
★
Að ' bókmenntamati er
bók Ole Juuls „De röde
Enge‘ bezt af skemmdar-
yerkaskáldsö gunum. Hún er
ekki stór um sig, en rituð
af skáldgáfu. Þs? er borg-
arabók og söguhetjan er
gáfaöur, en ringlaður æsku
maður, sem skyndilega er
kominn út í bardagánn. En
hann hefur hugsaö um til-
gang baráttunnar. „Hvað
gagnar það að tugir þús-
unda æskumanna vilji
koma meö í starfið ef það
er aðeins ævintýralöngun
sem rekur þá til þess. Lítið
á Kommúmst-ana, þeir eiga
menn sem kunna að vinna,
og það er ekki bara ævin-
týrið sem diegur þá“, segir
hann.
í öllum skemmdarverka-
skáldsögunum er ástamála
ívaf, en Ole Juul einn hef-
Stefán Islandi:
Kveður
með söng í Gamla Bíó fimmtudaginn 13.
þ. m. kl. 7,15.
Við hljóðfærið: Fritz Weisshappel.
Aðgöngumiðar seldir í Bókaverzlun S.
Eymundssonar.
Pantaðir aðgöngumiðar sækist fyrir kl.
1 á fimmtudag.
ur foröast hversdagslega
upptuggu. Astarsagan hans
gæti verið sönn. Þeua er
smáfellt en lifandi bókarT
korn. Hún geymir meira af
andrúmslofti vondu áranna
en allar hinar skemmdar-
verkasögurnar samanlagð •
ar.
Samt er þáö vafasamt
hvort þessi bók verður inn-
gangur áð ríkulegu ævi-
starfi. Rithöfundahæfileik-
ann vantar ekki, en er
ekki einmitt ævintýrið, glitr
andi og flögrandi. efst í
huga höfundarins? Vonandi
endar Ole Juul ekki í
þeim bókmenntaníhilisma,
sem freistar margra gáf-
aöra höfunda úr smáborg-
arastétt.
★
Vert er að nefna, um
leið og skemmdarverkasög
ur, bók Toul Overgaard
Nielsen „ men aldrig kan
et Folk forgaa“. Hún er
ekki venjuieg skáldsaga,
heldur frásagnir. Overgaard
Nielsen var starfsmaður i
fréttastofu útvarpsins og
síðan viö leyniblaðið „In-
formation", og hefur hafr.
náið samband viö hóp af
leynistarfsm. og bókin
má heita dagbók um starf
þessa hóps. Þarna er að
finna frásagnir um skemmd.
arverk, úrdrátt úr ræðum
Kaj Munks og allt þar á
milli. Þetta er auðlesin bók
í blaðamannsstíl, en með
góöan tilgang. Bókinni lýk-
ur með þessum orðum um
f r elsishet j urnar:
„Gefum þeim þá Dan-
mörku, sem þeir eiga skilið.
1 Gefum þeim Danmörku,
þar sem einhver tilgangur
er í þeirri hversdagsbaráttu,
sem þeir nú hefja.
Ef það er ekki markmiö -
ið, og verði það ekki árang-
urinn þá veit ég, aö þessar
þúsundir æskumanna mölva
heiðurssúlurnar, hrækja á
lárviðarkransana og fylkja
með knýttum hnefum
frammi fyrir legsteinunum,
vegna þess að hinir föllnu
félagar þeirra hafi dáið til
einskis".
Willy-August Linnemann
reynir að smeygja inn 1
frelsisbarátcuna áróöri, sem
ekkert á skylt við hana og
sem danska þjóðin kærir
sig ekki um. En Poul Over
gaard lýsir markmiði frels-
isbaráttunnar. Það var ekki
barizt til þess, að við gæt-
um flutt landamærin suður
á bóginn eftir ósigur Þjóð-
verja, heldur til þess aö viö
getum skapað Danmörku,
þar sem heiöarlegt lýðræöi
ríkir.
1.0. G. T.
St. Mínerva.
Fundur í kvöld kl. 8,30.
Vígsla nýliða.
Upplestur: Frú . Svava
Hagberts.
Kvikmyndasýning.
Kaffidrykkja. — Dans.