Alþýðublaðið - 02.09.1921, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 02.09.1921, Blaðsíða 2
2 ALÞYÐÖfiLAÐlÐ JafnaíarsteínaE og uppruni hennar. Þegar um aldur eða uppruna jafnaðarstefnunnar er að ræða, getur oltið á ýmsu, er menn að- hyllast sem frumstig hennar. Eg fyrir mitt Ieyti felst á þá skoðun, sem fjölda margir mann- úðarvinir hafa látid í Ijósi, sem sé að það sé Jesú frá Nazaret, sem fyrst grundvaliaði jafnaðar- stefnuna og fyrsta hyrningarstein- inn lagði. Hann sýndi það og sannaði með lífi sinu og starfi, að lögin ættu að gilda hin sömu um alla, og hann fór aldrei f manngreinaráiit. — Sfðan á hans dögum hefir jafnaðarstefnan altaf lifað einhversstaðar f heiminum, með ýmsum stigbreytingum, er alt hefir bygst á sama grundvelli, mannjöfnuði og mannúð. Það eru eftirtektarverð og lær- dómsrík orð, sem trúvakningar- prédikarinn Lucas er látinn segja f hinni stórfrægu sögu, er f fs- lenzku þýðingunni hefir hlotið nafnið ,Á refilstigum", þar sem hann er Iátinn tala á móti auð- valdinu og kúgun þess, en rétt læta jafnaðarstefnuna. Saga þessi hefir djarfmannlega og sennilega að maklegleikum fiett ofan af verkum auðvaldsins og öllum þess áhrifum á Iifið í Chi- cagoborg í Bandaríkjum Norður- Ameríku. Eg get ekki látið hjá líða' að riíja hér upp þennan kafls, þeim til athugunar, sem hlut eiga að máli. Það má að vísu segja, að lífs- kjörum manna sé ekki eins mis- skift ennþá hér á landi, og von- andi verða menn svo framsýnir, að taka f taumana, áður en hin illu öfl mannsandans hafa náð svo sterkum tökum, eins og þar sem sagan Iýsir — þar sem sam- an er komin einhver sú mesta hringiða auðvaldsins, með öllum þess fjárbrellum og gengdarlausum þorsta, að rífa allan arð, hverju nafni sem nefnist, í sinn vasa, og vill láta alt og alla lúta boði sínu og banni, en fótum troða alla mannúð og svífast einkis, ekki einu sinni þess, að taka hinn síðasta bita frá munni grátandi barna. — í öðru lagi er hinn bág- staddi öreigalýður, sem slítur hverri sinni taug i þarfir auðvalds- ins og hefir þó aldrei nóg til fæðis eg klæðis, en stendur uppi eftir alt stritið og stríðið með sárt ennið yfir kjörum sínum. Aðalkjarni ræðu þeirrar, er eg ætlaði að rifja hér upp, er á þessa Ieið: „Jesús var fyrsti byltingarmað- inn á jörðinnni. Hann lagði horn- steininn að jafnaðarkenningunni, hann var maður sem afneitaði auðæfum og öllu sem þau mega veita. Hann talaði hrífandi orð móti drambi hinna ríku og óhófi þeirra valdaíýknu; sjálfur var hann beiningamaður, förumaður, maður sem lifði með sauðsvörtum a! múganum, sem sumir kalla svo, og talaði huggunarorð til hiana fátæku og hélt refsiræður yfir fareiseum og rfku mönnunum. Hver rak kaupmennina út úr musterinu með svipuhöggum? Hver var krossfestur fyrir það að hann var byltingarmaður, stjórn leysingi? Og þennan mann hafa þeir gert að æðstapresti óhæf unnar, mútugjafaranna og níðings skaparins í þjóðfélaginu. Þúsund um er varið fyrir helgimyndir af honum, greiptar gimsteinum, preit arnir brenna reykelsi honum til heiðurs og auðkýfingarnir gefa miljónir, sem þeir ræna frá bág stöddum aumingjum til að reisa bonum musteri og sitja á mjúk- um sessum og hlusta á bjagaða útleggiugu prestanna á orðum hans. Og í nafni hans er fórnað miljónum manna á altari mam mons. Og þetta á að vera Jesús frá Nazaret! Jesús er leiðtogi vor og með hans máttarorði skulura við reka þorparana úr musterinu og sannfæra lýðinn*. Og enn heidur hann áfram: .Heimspekingarnir hafa ritað stór- ar bækur á móti styrjöldum, spá- mennirnir hafa iátið lífið fyrir friðarboðskapinn, — skáldin hafa grátið höfgum tárum yfir dýrs- eðlinu og þó er hnefaréttur hæsti réttur enn þá. Við höfum skóla og háskóla, blöð og bækur, vfsindin hafa rannsakað himin og jörð, og þó myrðum við hver annan vægðar iaust enn í dag. Auðmennirnir virðast vera al- staðar nálægir til að gfna yfir öilum gróða. — Er það rétt að sá, sem vinnur mest, eigi að Ifða mest? — Ó, verkamenn lifið ekki f* þeirri trú, að ykkur beri að lúta ofureflinu. — Þetta er hinn nýji boðskapur mannkynsins, eða öllu heldur uppfylling á öðrum boð- skap æfagömlum, því hér er kenn- ing Krists auðsýnd í verkunum". Eg vona nú að við skynsam- lega athugun, fari allir menn að fá svo skýran skilning á jafnaðar- hugsjóninni, að allir megi sann- færast um það, að málefni þetta sé svo háleitt og kröfur jafnaðar- manna svo sanngjarnar, með sjálf- an meistarann Krist fyrir leiðtoga, sð enginn dirflst f móti að mælaf Sannieikurinn hiýtur og skal sigral M. G. Dalberg. Erzberger. Þess var getið f símskeyti í blaðinu á mánudaginn, að þýzki stjórnmálamaðurinn Erzberger hafi verið myrtur suður í Baden. Matthías Erzberger hefir upp i sfðkasfið mikið komið við sögu Þjóðverja, einkum á þessum allra seinustu árum. Hann fæddist árið 1875 í Buttenhaus i Wiirtemberg, las lög og hagfræði í Freiburg f Sviss, fór snemma að gefa sig við stjórn- málum og varð fijótt einn af fremstu mönnum hinna kaþólsku — miðflokksins — í rfkisþinginu; skrifaði framánaf mikið ura stjórn- mál. Var í byrjun heimsstyrjaldar- imtar æstur ófriðarsinni, en hefir sfðan ekið segium eftir vindi, eink- um i utanríkismálum Þjóðverja. 1917 var hann einna fremstur í flokki á þingi í því, að mæla raeð friði án landvinninga. Félst þó gersamlega á ofbeidisfriðinn f Brest Litovrsk í marz 1918. Var einna atkvæðamestur af fulirúum Þjóðverja við samningana um vopnahléð í nóvember 1918. Sat i hægrijafnaðarmannastjórn Scheid- emanns frá því í febrúar 1919. Var fjármálaráðgjafi i ráðaneyti Bauers, sem tók við völdum £ júní sama ár. Atti f miklu stappí út af ásökunum um fjársvik. t janúar 1920 var honum veitt banatilræði, sem ekki bar tiiætl- aðan árangur. Nú hafa þá andstæðingar hans rutt honum úr vegi. Annars er alt

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.