Þjóðviljinn - 19.11.1946, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 19.11.1946, Blaðsíða 3
Þriðjudagur 19- nóv. 1946 ÞJÖÐVILJINN 3 Á laugardags kvöldið var leikið leikrit 1 eftir prófaistinn í Suðurmúla- prófastsdæmi, Nýja túrbínan. Það fjallaði um mann sem neitaði að láta setja upp hjá sér rafmagnsmæli, vegna þess að hann vildi fá að stela rafmagni og nola stálvír í stað- inn fyrir lögboðin öryggi. Maðnr þessi var að sjálfsögðu kommún- isti og fór illa orðum um Jónas frá Hriflu. Auk þess var hann geðvondur og illorður í bezta lagi, enda þótt eiginkona hans væri enn<þá geðverri og illorðari Leikritið var samt-vinnað af fúk yrðum, bölvi og ragni, og ég hygg að prófasturinn í Suður- múlaprófastsdæmi hafi sett heimsmet í notkun slíkra kjarn- yrða með þessu leikriti. Að lok um féll allt í ljúfa löð þegar einhver hefðarkvinna kom og gaf hjónunum tuttugu og fimm krón ur í gallhörðum peningum. — Það er fjarri mér að halda því fram að þetta hafi verið versta leikrit sem útvarpið hefur flutt, enda væri þá langt gengið í hörð um dómi, en víst er um það að útvarpsráð ætti ekki að leggjast svo lágt í leikritasnöpum sínum að það láti flytja hvern þann óskapnað sem því berst. Að öðru leyti var dagskrá vik, unnar mjög svo heiðarleg og sómasamleg. Kristján Eidjárn flutti fróðlegt erindi um silfur- fundinn í Gaulverjabæ. Vilhjálm ur Þ. Gíslason sagði skemmti- lega frá viðtali við Ásgrím Jóns son. Inga Lárusdóttir flutti vel samið erindi um lífsviðhorf Selmu Lagerlöf, og Haraldur Björnsson sagði frá ferðalagi sínu til Norðurlanda, en var svo fljótmæltur að hlustendur urðu að hafa sig alla við til að skilja hann. Að lokum má geta þess að einn hinna þrjátíu og tveggja, Sigurður Bjarnason, talaði af miklum fjálgleik um sjálfstæði landsins í þættinum „U;m dag- inn og veginn“, líkt og hann hefði ekkert aðhafzt síðan hann flutti hina ágætu ræðu s-ína 1 des. 1945. Og á laugardag var útvarpað frá Þingvöllumj þar sem „tröllskuggar smámenna" voru á reiki kringum „jarðnesk ar leifar" Jónasar Hallgrímsson- ar. Lengi vel heyrðist ekkert frá! Þingvöllum nema ferleg qhljóð og það má mikið vera eí par hefur ekki verið einhver andi að verki sem hefur viljað forða rík- isútvarpinu frá smán, svo mjög sem íbúar annars heims eru sagðir hafa verið við þetta öm- urlega hneykslismál riðnir. M. K. ÍÞRÓTTIR Ritstjóri: FXÍMANN HELGASON Tveir Sigurðar Jónssynir Þeir, sem fylgjast með sundkeppnum sem fara fram hér í Reykjavík munu hafa veitt því athygli að tveir alnafnar koma þar oft við sögu, ýmist sem sigurvegar ar eða methafar. Þessir al- nafnar eru Sigurður Jónsson úr K. R. og Sigurður Jóns- sem haldin eru hér í Reykja- vík, má alltaf sjá einn Þing- eying, hann heitir Sigurður Jónsson. Hann dvelur hér langdvölum við vinnu, sem engu breytir um það, að hann i vill kenna sig og sfn sund- afrek við heimabyggð sína. Það er meira en sagt verður son, Þingeyingur, eins og(um þá menn sem til bæjar- hann er oft nefndur til að- greiningar. Það, að vera góð ur sundmaður, sigursæll og metihafi er skemmtilegt, og það verðskuldar sannarlega að því sé á lofti haldið til bvatningar öðrum og heiðurs þeim er afrek vinna. En þessir tveir- menn hafa sýnt að þeir hafa fleira til síns ágætis en það, og einmitt ekki síður á því sviði gefa fagurt fordæmi. Sigurður Jónsson, K- R. kemur hér fyrst við okkar sundsögu, — hann er strax kominn i fremstu röð bringusunds- manna okkar, og líður ekki á löngu þar til að því kemur að hann fer að slá gömlu met in, og gerist ósigrandi í keppni. Timinn láður; Sigurð ur stundar íþróttina af kost gæfni og áhuga. Einn góðan veðurdag kom hingað til bæj arins ungur, þreklegur og gæðalegur piltur norðan af landi og fór að taka þátt í keppni hér. Hann hét líka Sigurður Jónsson. Það kom brátt í ljós að þarna var skæður keppinautur fvrir Sigurð úr K. R. og þar kem- ur að hann verður við og við að lúta í lægra haldi og síð an fer þessi nýi Sigurður að slá met nafna síns. Eins og hugsun flestra ,er nú til íþróttaiðkana, hefðu, er mér næst að halda, allir hætt þegar þeir hefðu séð hvert stefndi með sigrana og metin- En Sigurður var trúr íþrótt sinni, hélt áfram að æfa og keppa sér til gagns og gamans, og það er hann sem er stöðugt að bæta sinn persónulega árangur.,— Fyrir þetta á Sigurður þakkir og heiður. Hann hefur með þessu gefið fordæmi og undir strikað það að íþróttamenn eiga ekki að miða þátttöku sína við sigra og met, og tak því, þá að leggja árar í bát á bezta aldri. Þá eru íþrótt- irnar ekki iðkaðar af innrif- þörf, en það er líf þeirra. Á sundskrá þeirra móta, ins koma og eru vel íþróttum búnir. Þeir liggja flatir fyrir bónorðum félaganna hér, að keppa fyrir þau- Haldnir meira og minna þeim hégóma skap, að það sé fínna og meira í munni að keppa fyrir þau, en það hérað sem þeir eru frá og uppaldir í. Með þessari tryggð við hérað sitt, hefur Sigurður Þingeyingur' þakkir skyldar. gefið það fordæmi sem allir utanbæjarmenn sem hingað koma, ættu að veita athygli. Áhrif þess mundu, heima í félaginu, sem þeir koma frá og í héraðinu, verða marg- föld móti því ef þeir hverfa í fjölda félaganna hér. — Þau eiga líka að gera eins og Ár- mann mun hafa gert við Sig urð, að lána þeim kennara sína ef þeir óska (Sig. hefur notið Þorst. Hjálmarssonar) án þess að krefjast neins nema æfingargjalds. Sigurður þorði að standa einn. Til þess þarf hetjulund þó baráttan sé ekki um líf eða dauða- Þess vegna er ekk ert að óttast, en það eflir fest una í honum sjálfum og trúna á starfið heima í sveit- inni. — Fyrir þetta á hann Frá TÍsssiiÞskri knattspyrnu Það þótti tíðindum sæta í „cup“ keppninni rússnesku, þegar bæði félögin, Dynamo- Moskva og Z. D. K. A., töp- uðu í ,,kvart“-,úrslitum. — Z. D. K. A. hafði þó orðið sigurvegari í ár í ,,Liega“- keppninni, en tapaði þessum leik fyrir Torpedo með 4:0 Dynamo tapaði einnig 2:1 fyr ir Dynamo-Tbilisi. í úrslitum mættust svo sigurvegararnir úr þessum tveim leikjum og sigraði Torpedo. Fór sá leik ur fram á Dynamoleikvellin um í Moskva. Dynamo fékk ekki að keppa í Noregi Eins og sagt hefur verið hér á Íþróttasíðunni, stóð til að Dynamo færi í lok okt. til Noregs og keppti þar nokkra leiki. Var mikil eftir vænting í Noregi að sjá jafn áeæta leikmenn og hér er um að ræða. En hvað skeður? — Norðmenn neyðast til að aft kennileg, ekki sízt vegna þess að undanfarin nær 20 ár hafði enska abvinnumanna- sambandið ekki verið í F.I.F.A., en öll lönd heims fengið óátalið að keppa við flokka frá því sambandi- Af einhverjum ástæðum hefur enska atvinnumannasam- bandið gengið aftur í F.I.F.A. nú nýlega. Ríkir víða nokkur spenningur um það, hvort þetta bann F.I.F-A. verði yfir leitt tekið alvarlega, og hvort ekki verði litið á það sem þvingunarráðstöfun gegn Rússum sem verði til þess að seinka því enn meir að þeir gangi í F.I.F.A. Því þeir telia sis geta framvegis eins og hingað til þroskað íþróttalíf sitt án samgangs við aðrar íþróttaþjóðir. 21 met sett í meistara- keppni Rússa Fyrir nokkru er lokið meistarakeppni í frjálsum í- urkalla boðið vegna þess að þróttum í Sovétríkjunum, og F-I.F.A. hafi lagt bann við að knattspyrnumenn innan vébanda alþjóðasambandsins kepptu við flokka, sem væru frá löndum sem ekki eru í F.I.F.A. Rússar eru, sem kunnugt er ekki enn komnir í nein alþjóðasambönd um •íþróttir, og eru fyrst nú eft- ;ir stríðið farnir að koma fram ist ekki að ná þvi eða halda [erlendis með íþróttamenn ísína, frá því á keisai'atímun- um- Þessi ákvörðun F.I.F-A. hefur vakið mikla athygli og blaðaskrif. Virðist hún ein- varð árangur þar mjög góð- ur. Voru t. d. sett 21 met. — SJleggju kastaði Alexander Sjeohtel 54.64 m., sem er 17 om. lengra en hans éldra met. Sesjenova vann 200 m. á 24.9 sek, nýtt met. Tutjana vann hástökk ■kvenna, stökk 1-63 m. og vann einnig fimmtariþrautina með 4.476 stigum. Karakulov, EM-meistarinn á 200 m., vann 100 m. hlaup á 10.6 sek., Hino Lipp vann kúlmmrpið á 15.68 m- i Ör>borgTnnl Næturlæknir er í læknavarð stofunni, Austurbæjarskólanum Næturakstur annast Hreyfill, sími 6633. Næturvörður er í lyf jabúðinni Iðunn, sími 7911. Útvarpið í dag: 18.25 Veðurfregnir. 20,30 Erindi: Um skattamál hjóna (frú Signíður Jónsdóttir Magn- ússon). 20,55 Tónleikar: Fiðlusónata í r- moll eftir Grieg (plötur). 21.20 íslenzkir nútimahöfundar: Guðm. G. Hagalín les úr skáld- ritum sínum. 21.45 Tónleikar: Kirkjutónlist I (plötur). Leikfélag Hafnarfjarðar hefur frumsýningu á gamanleiknum „Húrra krakki" í dag kl. 8 síðd. Hefur blaðið verið beðið að vekja abhygli á, að félagið hefur enga fasta áskrifendur að aðgöngumiðum á frumsýningar né aðrar. Aðgöngumiðar á frum sýninguna eru því seldir hverj- um sem er meðan þeir endast. Farþegar með e.s. „Brúarfoss“ frá Kaup- mannahöfn til Reykjavíkur 17 11. ’46. Frú E. Jósefsson frk. Jósefsson, frú R. Christensen, frk. Dorins Lansen, hr. Leo Lyiberg, frk. Aase Holmer, hr. Baldur Möller, hr. Th. Seh. Thorsteinsson, hr. Ásgr. Stefánsson, hr. Björn Jóhannes- son, hr. Guðm. Larsen, hr. Jón Ragnar Jónsson, frú Guðrún Haralz, frk. Guðlaug Björnsson frú Anna V. Kristensen, frá Jenny Forberg, hr. Ole B. Thom sen, frú Gróa Kristjánsson, hr. Gfeli Kristjánsson, hr. Lárus Bjarnason, hr. Axel F. Matthí- asson, hr. Edwin Ámason, hr. Höskuldur Steinsson, hr. AJfred Hansen, hr. Anders Jensen, hr. Knud E. Petersen, frk, E. Ras- mussen, frú Ebba Svarter með son 4 ára og dóttur 2 ára. Skipafréttir. Brúarfoss kom til Reykjavíkur 17. 11. frá Kaupmannahöfn. Lag arfoss fór frá Gautaborg á mið- nætti 14. 11. til Reykjavákur. Selfoss fór frá Leith 15. 11. til Reykjavíkur. Fjallfoss kom til Reykjavíkur 14. 11. frá Hull, fer 20. 11. vestur og norður. Reykja- foss fór frá Reykjavik í gærkvöld 18. 11. til Hamborgar. Salmon Knot kom til New York 11. 11. frá Reykjavik. True Knot vænt- anlegur til Reykjavikur í kvöld 19. 11. frá Halifax. Becket Hitch hleður í New York síðari hluta nóvember. Anne fór frá Leith 15. 11. til Fredriksverk. Lech fór frá Reykjavík 16. 11. til Leith Lublin hleður í Antwerpen um 20. nóvemiber. Horsa kom til Leith 16. 11. Kvenfélag Hallgrímskirkju hefur bazar að Röðli í dag kI 2. Eru þar margir góðir og gagn- legir munir á boðstólum.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.